Ævintýri úr Lýðræðislandi Júlíus Valdimarsson skrifar 16. ágúst 2012 06:00 Ýmsir stuðningsmenn frumvarps stjórnlagaráðs tala um að í frumvarpinu felist risastórt skref í lýðræðisátt en í raun er frumvarpið vægast sagt afar fátækt af ákvæðum sem gefa fólkinu ákvarðanavald um mál sem snerta daglega tilveru þess og hag. Aðeins ein grein frumvarpsins – 65. greinin – veitir þjóðinni það vald (beint lýðræði) að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu, þ.e. að ákveða sjálf um sín mál. Samkvæmt þessu ákvæði er hins vegar m.a. óheimilt að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um fjárlagagerð og skattheimtu. Þversögnin sem felst í þessu hefur innblásið mig til að gerast skáld eina örskotsstund og búa til lítið ævintýri. Ævintýri úr Lýðræðislandi„Eitt sinn var land sem hét Lýðræðisland. Það dró nafn sitt af því að í þessu landi ríkti algjört lýðræði, þ.e. fólkið sem bjó þar ákvað alla hluti sín í milli og ef upp komu vandamál voru þau bara rædd og fundin lausn sem kom öllum vel því allir voru sammála um að þjóðfélagið ætti að vera gott fyrir alla sem þar bjuggu. Einn góðan veðurdag kom einn hálærður fræðimaður með þá tillögu að það væri miklu betra að kjósa fulltrúa til þess að taka allar þessar ákvarðanir, því þá þyrfti fólkið ekki lengur að standa í því stússi. Í þessu fælist mikil hagræðing. Hann kallaði þetta fyrirkomulag „þingræði" þar sem þingfulltrúarnir réðu um málefni fólksins. Hann stakk upp á því – af því hann var alinn upp í Lýðræðislandi – að fólkið myndi sín í milli búa til stjórnarskrá fyrir þetta nýja fyrirkomulag. Stjórnarskráin varð til og þar var gert ráð fyrir að fólkið kysi fulltrúa til þess að fjalla um málefni þess. Einu málefnin sem voru undanþegin voru hins vegar skattheimta og hvernig skattfénu skyldi ráðstafað, þ.e. til hvers ætti að nota peningana og hvernig peningarnir ættu að skiptast milli fólksins, því þarna voru notaðir peningar sem ávísun á lífsgæðin alveg eins og tíðkast í okkar landi. Allt var nú sett af stað og auglýst eftir frambjóðendum til þess að taka sæti á þinginu. En þá kom upp stórt vandamál. Enginn fékkst til að bjóða sig fram til að sitja á þinginu. Ástæðan var sú að enginn nennti að taka þátt í svoleiðis, þar sem fulltrúarnir myndu ekki ráða því sem mestu máli skipti fyrir afkomu fólksins og hvað gert væri í landinu. Og hvaða tilgangur væri í því? Fræðimaðurinn sem lagt hafði fram upphaflegu tillöguna reyndi ásamt ýmsum félögum sínum – sem voru líka mikið lærðir – að fá fólkið til að breyta stjórnarskránni og gefa þinginu meiri völd. Allt kom þó fyrir ekki því fólkið vildi alls ekki missa þann rétt að ákveða sjálft um líf sitt, enda væri það bara mjög skemmtilegt og allt hefði gengið ljómandi vel fram að þessu. Þannig mistókst þessi tilraun og fólkið í Lýðræðislandi lifði hamingjusamt alla tíð upp frá því." Öll ævintýri hafa einhvern boðskapHver er svo boðskapurinn í þessu ævintýri? Ég held að hann sé sá að það er ekki hægt að tala um beint lýðræði – ef í því felst ekki ákvörðunarréttur um þau grundvallarmálefni sem snerta afkomu fólks og hvernig sameiginlegu skattfé er ráðstafað. Eigum við að hugleiða í smástund hvernig það væri ef Alþingi væri meinað að taka ákvarðanir um skattamál eða fjárlög, slíkar ákvarðanir væru í höndum fólksins? Það virðist að minnsta kosti súrrealískt að kalla slíkt fyrirkomulag „þingræði". Réttara væri að kalla slíkt fyrirbrigði „lýðræði" því þar réði „lýðurinn" – fólkið – en ekki fulltrúarnir á Alþingi. Greinarmunur á þingræði og beinu lýðræðiMenn geta haft mismunandi skoðanir á því hvort raunverulegt lýðræði er framkvæmanlegt eða ekki og hvort það sé æskilegt yfirleitt. Það myndi hins vegar auðvelda umræðuna ef gerður yrði greinarmunur annars vegar á þingræði, þar sem fámennur hópur tekur allar mikilvægustu ákvarðanirnar um hag fólks og hins vegar raunverulegu lýðræði, þar sem fólkið annast ákvarðanatökuna. Alvöru lýðræði er máliðEina leiðin til þess að draumurinn um það þjóðfélag sem langflesta dreymir um verði að veruleika er alvöru lýðræði. Engar raunverulegar breytingar geta orðið með fámennisvaldi; saga aldanna sýnir að það fyrirkomulag leiðir til ójafnaðar og spillingar. Í Porto Allegre í Brasilíu tekur almenningur þátt í fjárlagagerð og ákvarðar um ráðstöfun skattfjár. Þar hefur jöfnuður aukist og spilling nánast horfið. Þetta er 21. öldin, þetta er Lýðræðislandið. Leyfum okkur að fara þangað! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ýmsir stuðningsmenn frumvarps stjórnlagaráðs tala um að í frumvarpinu felist risastórt skref í lýðræðisátt en í raun er frumvarpið vægast sagt afar fátækt af ákvæðum sem gefa fólkinu ákvarðanavald um mál sem snerta daglega tilveru þess og hag. Aðeins ein grein frumvarpsins – 65. greinin – veitir þjóðinni það vald (beint lýðræði) að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu, þ.e. að ákveða sjálf um sín mál. Samkvæmt þessu ákvæði er hins vegar m.a. óheimilt að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um fjárlagagerð og skattheimtu. Þversögnin sem felst í þessu hefur innblásið mig til að gerast skáld eina örskotsstund og búa til lítið ævintýri. Ævintýri úr Lýðræðislandi„Eitt sinn var land sem hét Lýðræðisland. Það dró nafn sitt af því að í þessu landi ríkti algjört lýðræði, þ.e. fólkið sem bjó þar ákvað alla hluti sín í milli og ef upp komu vandamál voru þau bara rædd og fundin lausn sem kom öllum vel því allir voru sammála um að þjóðfélagið ætti að vera gott fyrir alla sem þar bjuggu. Einn góðan veðurdag kom einn hálærður fræðimaður með þá tillögu að það væri miklu betra að kjósa fulltrúa til þess að taka allar þessar ákvarðanir, því þá þyrfti fólkið ekki lengur að standa í því stússi. Í þessu fælist mikil hagræðing. Hann kallaði þetta fyrirkomulag „þingræði" þar sem þingfulltrúarnir réðu um málefni fólksins. Hann stakk upp á því – af því hann var alinn upp í Lýðræðislandi – að fólkið myndi sín í milli búa til stjórnarskrá fyrir þetta nýja fyrirkomulag. Stjórnarskráin varð til og þar var gert ráð fyrir að fólkið kysi fulltrúa til þess að fjalla um málefni þess. Einu málefnin sem voru undanþegin voru hins vegar skattheimta og hvernig skattfénu skyldi ráðstafað, þ.e. til hvers ætti að nota peningana og hvernig peningarnir ættu að skiptast milli fólksins, því þarna voru notaðir peningar sem ávísun á lífsgæðin alveg eins og tíðkast í okkar landi. Allt var nú sett af stað og auglýst eftir frambjóðendum til þess að taka sæti á þinginu. En þá kom upp stórt vandamál. Enginn fékkst til að bjóða sig fram til að sitja á þinginu. Ástæðan var sú að enginn nennti að taka þátt í svoleiðis, þar sem fulltrúarnir myndu ekki ráða því sem mestu máli skipti fyrir afkomu fólksins og hvað gert væri í landinu. Og hvaða tilgangur væri í því? Fræðimaðurinn sem lagt hafði fram upphaflegu tillöguna reyndi ásamt ýmsum félögum sínum – sem voru líka mikið lærðir – að fá fólkið til að breyta stjórnarskránni og gefa þinginu meiri völd. Allt kom þó fyrir ekki því fólkið vildi alls ekki missa þann rétt að ákveða sjálft um líf sitt, enda væri það bara mjög skemmtilegt og allt hefði gengið ljómandi vel fram að þessu. Þannig mistókst þessi tilraun og fólkið í Lýðræðislandi lifði hamingjusamt alla tíð upp frá því." Öll ævintýri hafa einhvern boðskapHver er svo boðskapurinn í þessu ævintýri? Ég held að hann sé sá að það er ekki hægt að tala um beint lýðræði – ef í því felst ekki ákvörðunarréttur um þau grundvallarmálefni sem snerta afkomu fólks og hvernig sameiginlegu skattfé er ráðstafað. Eigum við að hugleiða í smástund hvernig það væri ef Alþingi væri meinað að taka ákvarðanir um skattamál eða fjárlög, slíkar ákvarðanir væru í höndum fólksins? Það virðist að minnsta kosti súrrealískt að kalla slíkt fyrirkomulag „þingræði". Réttara væri að kalla slíkt fyrirbrigði „lýðræði" því þar réði „lýðurinn" – fólkið – en ekki fulltrúarnir á Alþingi. Greinarmunur á þingræði og beinu lýðræðiMenn geta haft mismunandi skoðanir á því hvort raunverulegt lýðræði er framkvæmanlegt eða ekki og hvort það sé æskilegt yfirleitt. Það myndi hins vegar auðvelda umræðuna ef gerður yrði greinarmunur annars vegar á þingræði, þar sem fámennur hópur tekur allar mikilvægustu ákvarðanirnar um hag fólks og hins vegar raunverulegu lýðræði, þar sem fólkið annast ákvarðanatökuna. Alvöru lýðræði er máliðEina leiðin til þess að draumurinn um það þjóðfélag sem langflesta dreymir um verði að veruleika er alvöru lýðræði. Engar raunverulegar breytingar geta orðið með fámennisvaldi; saga aldanna sýnir að það fyrirkomulag leiðir til ójafnaðar og spillingar. Í Porto Allegre í Brasilíu tekur almenningur þátt í fjárlagagerð og ákvarðar um ráðstöfun skattfjár. Þar hefur jöfnuður aukist og spilling nánast horfið. Þetta er 21. öldin, þetta er Lýðræðislandið. Leyfum okkur að fara þangað!
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun