Spegill sálar og líkama Jóhannes Kári Kristinsson skrifar 17. ágúst 2012 06:00 Sagt er að augun séu spegill sálarinnar. Til viðbótar þá geta þau endurspeglað líkamann og ýmislegt sem þar fer fram. Augnlæknar eru svo heppnir að geta kíkt inn um gluggann á auganu (í auganu er tvöfalt gler, hornhimna og augasteinn) og sjá bæði æðar og sjóntaugina. Þetta er eini staðurinn í líkamanum þar sem hægt er að sjá bæði slagæðar og bláæðar, ekki ósvipað og hægt er að skoða fiska og mörgæsir synda í gegnum gler á sædýrasafni. Sjúkdómar sem herja á æðar, taugar og ónæmiskerfi líkamans koma oft fram í augunum. Augnlæknir getur því í mörgum tilvikum verið sá sem sér fyrstur ummerki vissra sjúkdóma, jafnvel áður en þeir koma fram annars staðar í líkamanum eða valda einkennum. Sem dæmi má nefna að stíflur í æðum augans geta bent til aukinnar áhættu á heilablóðfalli, hægara blóðflæði gæti verið merki um yfirvofandi lokun í hálsæðum og mjókkun á slagæðum augans er oft merki um háan blóðþrýsting. Hægt er því að hjálpa til við greiningu ýmissa sjúkdóma með því að skoða augun vel. Mikilvægt er því að fara til augnlæknis þegar í stað ef breytingar verða á sjón. Ýmislegt annað er hægt að sjá í augunum. Stundum geta dökkir blettir í augnbotni bent til vissrar tegundir ristilkrabbameins og nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að sjáöldrin geta gefið vísbendingar um byrjandi Alzheimer, jafnvel áður en einkenni sjúkdómsins koma fram. Líkt og með margt annað hafa skoðunartæki augnlækna tekið miklum framförum á undanförnum áratugum. Á flestum augnlæknastofum er að finna augnbotnamyndavélar, þar sem hægt er að fylgjast með ýmsum breytingum í augnbotnum á milli heimsókna. Augnbotninn er í raun og veru innra byrði augnkúlunnar og er augað veggfóðrað að innan með vef sem við köllum sjónhimnu. Sjónhimnan er í raun framlenging af heilavefnum sem tengist heilanum með sjóntauginni, en hún er á þann hátt fullkominn ljósleiðari á milli augans og heilans. Mikið af æðum liggur í og í gegnum sjónhimnuna. Breytingar í þessum æðum geta bent til breytinga annars staðar í líkamanum og oft er augað fyrsta líffærið þar sem þessar sjúklegu breytingar koma fram. Í mörgum tilvikum einkennist heilablóðfall af stíflum í litlum blóðæðum heilans, sem getur komið í kjölfar hjarta- og æðasjúkdóma. Stundum má sjá litlar stíflur í æðum augans, sem oft hafa engin áhrif á sjón. Sjáist þessar stíflur þarf strax að skoða viðkomandi nákvæmlega með tilliti til áhættuþátta heilablóðfalls. Sumar tegundir heilablóðfalls einkennast af myndun æðagúla í heila og eru þeir í sumum tilvikum einnig til staðar í æðum sjónhimnunnar. Sjáist slíkir gúlar til staðar í sjónhimnuæðum þarf þegar í stað að kanna hvort slíkir gúlar séu til staðar í heila. Ónæmiskerfi augnanna getur gefið ýmsar upplýsingar um ástand ónæmiskerfisins annars staðar í líkamanum. Sýkingar og ýmsir sjálfsónæmissjúkdómar geta komið fram í augunum, stundum áður en þeir koma fram annars staðar. Sem dæmi um sjálfsónæmissjúkdóma má nefna liðagigt, rauða úlfa (lupus) og ýmsa æðabólgusjúkdóma. Áhrif þessara sjúkdóma geta komið fram í lithimnu (blái, græni eða brúni partur augans), og gefur lithimnubólga oft sterka vísbendingu um að ónæmiskerfið annars staðar í líkamanum sé gallað. Bólga í sjóntaug getur verið merki um MS og í þriðjungi tilvika byrjar þessi sjúkdómur sem sjóntaugarbólga. Stundum sést bólga í kringum æðarnar, þær geta lekið próteinum og jafnvel blætt í alvarlegum bólgutilfellum. Bólgufrumur geta ferðast inn í glerhlaup augans (glæra hlaupið sem fyllir augað að innan) og sjást þá vel við skoðun augnlæknis. Vökvasöfnun, eða bjúgur í sjóntaug án bólgu getur bent til myndunar á heilaæxli og því er augnskoðun mikilvæg þegar grunur leikur á slíku. Ekki má gleyma sjónsviðsmælingum sem framkvæmdar eru á augnlæknastofum, þar sem greina má á nákvæman hátt áhrif sjúkdóma í sjóntaug á sjónsviðið. Sykursýki getur valdið miklum og alvarlegum breytingum á æðum sjónhimnunnar. Sykursýki er algengasta orsök nýrrar blindu í yngra fólki. Hún veldur breytingum í æðum sjónhimnu sem geta leitt til leka og blæðinga í æðunum auk þess sem að í einstaka tilvikum geta nýjar æðar farið að myndast, en þær eru viðkvæmar og blæða auðveldlega. Það er auðvelt að ímynda sér hvað blæðing inni í auganu gerir sjóninni, þar sem tær ljósvegurinn verður allt í einu yfirskyggður af blóði. Reglubundið augneftirlit er mikilvægt í sykursýki og þurfa sykursjúkir að fara á a.m.k. tveggja ára fresti til augnlæknis en oftar ef þeir greinast með breytingar í augnbotnum. Stundum kemur þó fyrir að augnlæknir greinir breytingar í augnbotnum í einstaklingum sem vita ekki að þeir eru með sykursýki, en slíkt getur gerst í svokallaðri týpu-2 sykursýki, sem kemur hægt og sígandi hjá einstaklingum sem oftast eru komnir yfir þrítugt. Bæði amerísku og alþjóðlegu augnlæknasamtökin mæla með a.m.k. einni nákvæmri augnskoðun fyrir fertugt, á 2-4 ára fresti þar til á miðjum sextugsaldri, en á 1-3 ára fresti eftir það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Fyrsti 1001 dagurinn: Ungbörn geta ekki beðið! Anna María Jónsdóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Sagt er að augun séu spegill sálarinnar. Til viðbótar þá geta þau endurspeglað líkamann og ýmislegt sem þar fer fram. Augnlæknar eru svo heppnir að geta kíkt inn um gluggann á auganu (í auganu er tvöfalt gler, hornhimna og augasteinn) og sjá bæði æðar og sjóntaugina. Þetta er eini staðurinn í líkamanum þar sem hægt er að sjá bæði slagæðar og bláæðar, ekki ósvipað og hægt er að skoða fiska og mörgæsir synda í gegnum gler á sædýrasafni. Sjúkdómar sem herja á æðar, taugar og ónæmiskerfi líkamans koma oft fram í augunum. Augnlæknir getur því í mörgum tilvikum verið sá sem sér fyrstur ummerki vissra sjúkdóma, jafnvel áður en þeir koma fram annars staðar í líkamanum eða valda einkennum. Sem dæmi má nefna að stíflur í æðum augans geta bent til aukinnar áhættu á heilablóðfalli, hægara blóðflæði gæti verið merki um yfirvofandi lokun í hálsæðum og mjókkun á slagæðum augans er oft merki um háan blóðþrýsting. Hægt er því að hjálpa til við greiningu ýmissa sjúkdóma með því að skoða augun vel. Mikilvægt er því að fara til augnlæknis þegar í stað ef breytingar verða á sjón. Ýmislegt annað er hægt að sjá í augunum. Stundum geta dökkir blettir í augnbotni bent til vissrar tegundir ristilkrabbameins og nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að sjáöldrin geta gefið vísbendingar um byrjandi Alzheimer, jafnvel áður en einkenni sjúkdómsins koma fram. Líkt og með margt annað hafa skoðunartæki augnlækna tekið miklum framförum á undanförnum áratugum. Á flestum augnlæknastofum er að finna augnbotnamyndavélar, þar sem hægt er að fylgjast með ýmsum breytingum í augnbotnum á milli heimsókna. Augnbotninn er í raun og veru innra byrði augnkúlunnar og er augað veggfóðrað að innan með vef sem við köllum sjónhimnu. Sjónhimnan er í raun framlenging af heilavefnum sem tengist heilanum með sjóntauginni, en hún er á þann hátt fullkominn ljósleiðari á milli augans og heilans. Mikið af æðum liggur í og í gegnum sjónhimnuna. Breytingar í þessum æðum geta bent til breytinga annars staðar í líkamanum og oft er augað fyrsta líffærið þar sem þessar sjúklegu breytingar koma fram. Í mörgum tilvikum einkennist heilablóðfall af stíflum í litlum blóðæðum heilans, sem getur komið í kjölfar hjarta- og æðasjúkdóma. Stundum má sjá litlar stíflur í æðum augans, sem oft hafa engin áhrif á sjón. Sjáist þessar stíflur þarf strax að skoða viðkomandi nákvæmlega með tilliti til áhættuþátta heilablóðfalls. Sumar tegundir heilablóðfalls einkennast af myndun æðagúla í heila og eru þeir í sumum tilvikum einnig til staðar í æðum sjónhimnunnar. Sjáist slíkir gúlar til staðar í sjónhimnuæðum þarf þegar í stað að kanna hvort slíkir gúlar séu til staðar í heila. Ónæmiskerfi augnanna getur gefið ýmsar upplýsingar um ástand ónæmiskerfisins annars staðar í líkamanum. Sýkingar og ýmsir sjálfsónæmissjúkdómar geta komið fram í augunum, stundum áður en þeir koma fram annars staðar. Sem dæmi um sjálfsónæmissjúkdóma má nefna liðagigt, rauða úlfa (lupus) og ýmsa æðabólgusjúkdóma. Áhrif þessara sjúkdóma geta komið fram í lithimnu (blái, græni eða brúni partur augans), og gefur lithimnubólga oft sterka vísbendingu um að ónæmiskerfið annars staðar í líkamanum sé gallað. Bólga í sjóntaug getur verið merki um MS og í þriðjungi tilvika byrjar þessi sjúkdómur sem sjóntaugarbólga. Stundum sést bólga í kringum æðarnar, þær geta lekið próteinum og jafnvel blætt í alvarlegum bólgutilfellum. Bólgufrumur geta ferðast inn í glerhlaup augans (glæra hlaupið sem fyllir augað að innan) og sjást þá vel við skoðun augnlæknis. Vökvasöfnun, eða bjúgur í sjóntaug án bólgu getur bent til myndunar á heilaæxli og því er augnskoðun mikilvæg þegar grunur leikur á slíku. Ekki má gleyma sjónsviðsmælingum sem framkvæmdar eru á augnlæknastofum, þar sem greina má á nákvæman hátt áhrif sjúkdóma í sjóntaug á sjónsviðið. Sykursýki getur valdið miklum og alvarlegum breytingum á æðum sjónhimnunnar. Sykursýki er algengasta orsök nýrrar blindu í yngra fólki. Hún veldur breytingum í æðum sjónhimnu sem geta leitt til leka og blæðinga í æðunum auk þess sem að í einstaka tilvikum geta nýjar æðar farið að myndast, en þær eru viðkvæmar og blæða auðveldlega. Það er auðvelt að ímynda sér hvað blæðing inni í auganu gerir sjóninni, þar sem tær ljósvegurinn verður allt í einu yfirskyggður af blóði. Reglubundið augneftirlit er mikilvægt í sykursýki og þurfa sykursjúkir að fara á a.m.k. tveggja ára fresti til augnlæknis en oftar ef þeir greinast með breytingar í augnbotnum. Stundum kemur þó fyrir að augnlæknir greinir breytingar í augnbotnum í einstaklingum sem vita ekki að þeir eru með sykursýki, en slíkt getur gerst í svokallaðri týpu-2 sykursýki, sem kemur hægt og sígandi hjá einstaklingum sem oftast eru komnir yfir þrítugt. Bæði amerísku og alþjóðlegu augnlæknasamtökin mæla með a.m.k. einni nákvæmri augnskoðun fyrir fertugt, á 2-4 ára fresti þar til á miðjum sextugsaldri, en á 1-3 ára fresti eftir það.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun