Mannslífum bjargað í Sómalíu Þórir Guðmundsson skrifar 16. ágúst 2012 06:00 Í fyrrasumar gaf almenningur á Íslandi af miklum rausnarskap um 57 milljónir króna í söfnun Rauða krossins vegna hræðilegrar hungursneyðar í Sómalíu. Nú, ári síðar, er rétt að gefa skýrslu um árangur af starfi Rauða krossins, sem er umtalsverður. Hjálp kom víðs vegar að úr heiminum. Alls dreifði Alþjóða Rauði krossinn matvælum til tveggja milljóna manna í Sómalíu og margvíslegum hjálpargögnum til einnar milljónar manna í Kenýa og hálfrar milljónar í Eþíópíu. Þó að mest áhersla hafi verið lögð á lífsbjargandi neyðaraðstoð þá var einnig veitt hjálp til uppbyggingar. Borað var eftir vatni, bændum hjálpað við að koma sér upp áveitum, hirðingjum gefin húsdýr, moskítónetum dreift og heilsugæslustöðvar efldar. Eingöngu fyrir það fé sem íslenskur almenningur gaf í gegnum Rauða krossinn á Íslandi náðum við til um 50 þúsund berskjaldaðra skjólstæðinga. Við byrjuðum á að senda 770 þúsund pakka af vítamínbættu hnetusmjöri til 20 þúsund barna, sem þjáðust af alvarlegum næringarskorti í sunnanverðri Sómalíu. Síðar sendum við skjólefni, hreinlætispakka og eldunaráhöld til aðstoðar um 30 þúsund flóttamönnum norðar í landinu. Sem betur fer voru rigningarnar í fyrrahaust með besta móti og uppskeran í janúar og febrúar var góð. Margir sjálfsþurftarbændur eiga samt erfitt með að ná sér á strik og enn er Rauði krossinn að dreifa matvælum í Sómalíu, þó í minna magni sé en í fyrra. Rauði krossinn á Íslandi hefur heldur ekki sagt skilið við Sómalíu. Á undanförnum mánuðum höfum við aðstoðað félaga okkar í Sómalíu við að styðja munaðarlaus börn á tveimur stöðum í landinu. Og nú er verið að koma á laggirnar sjúkrastöð á hjólum, sem þjónar hirðingjum norðarlega í landinu. Læknar og hjúkrunarfræðingar á stórum fjórhjóladrifnum bíl munu veita hirðingjum heilbrigðisþjónustu og meðal annars fylgjast með næringarástandi barna og gefa þeim mat sem illa eru haldin. Þetta verður hægt að gera þökk sé stuðningi frá Íslandi. Í fyrra tókst að minnka verulega skaðann af hrikalegri hungursneyð. Í framtíðinni aukast lífsgæði hirðingja og lífslíkur barna þeirra fyrir aðstoð Rauða krossins á Íslandi. Íslenskur almenningur, sem styður þetta starf, getur verið stoltur af árangrinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Í fyrrasumar gaf almenningur á Íslandi af miklum rausnarskap um 57 milljónir króna í söfnun Rauða krossins vegna hræðilegrar hungursneyðar í Sómalíu. Nú, ári síðar, er rétt að gefa skýrslu um árangur af starfi Rauða krossins, sem er umtalsverður. Hjálp kom víðs vegar að úr heiminum. Alls dreifði Alþjóða Rauði krossinn matvælum til tveggja milljóna manna í Sómalíu og margvíslegum hjálpargögnum til einnar milljónar manna í Kenýa og hálfrar milljónar í Eþíópíu. Þó að mest áhersla hafi verið lögð á lífsbjargandi neyðaraðstoð þá var einnig veitt hjálp til uppbyggingar. Borað var eftir vatni, bændum hjálpað við að koma sér upp áveitum, hirðingjum gefin húsdýr, moskítónetum dreift og heilsugæslustöðvar efldar. Eingöngu fyrir það fé sem íslenskur almenningur gaf í gegnum Rauða krossinn á Íslandi náðum við til um 50 þúsund berskjaldaðra skjólstæðinga. Við byrjuðum á að senda 770 þúsund pakka af vítamínbættu hnetusmjöri til 20 þúsund barna, sem þjáðust af alvarlegum næringarskorti í sunnanverðri Sómalíu. Síðar sendum við skjólefni, hreinlætispakka og eldunaráhöld til aðstoðar um 30 þúsund flóttamönnum norðar í landinu. Sem betur fer voru rigningarnar í fyrrahaust með besta móti og uppskeran í janúar og febrúar var góð. Margir sjálfsþurftarbændur eiga samt erfitt með að ná sér á strik og enn er Rauði krossinn að dreifa matvælum í Sómalíu, þó í minna magni sé en í fyrra. Rauði krossinn á Íslandi hefur heldur ekki sagt skilið við Sómalíu. Á undanförnum mánuðum höfum við aðstoðað félaga okkar í Sómalíu við að styðja munaðarlaus börn á tveimur stöðum í landinu. Og nú er verið að koma á laggirnar sjúkrastöð á hjólum, sem þjónar hirðingjum norðarlega í landinu. Læknar og hjúkrunarfræðingar á stórum fjórhjóladrifnum bíl munu veita hirðingjum heilbrigðisþjónustu og meðal annars fylgjast með næringarástandi barna og gefa þeim mat sem illa eru haldin. Þetta verður hægt að gera þökk sé stuðningi frá Íslandi. Í fyrra tókst að minnka verulega skaðann af hrikalegri hungursneyð. Í framtíðinni aukast lífsgæði hirðingja og lífslíkur barna þeirra fyrir aðstoð Rauða krossins á Íslandi. Íslenskur almenningur, sem styður þetta starf, getur verið stoltur af árangrinum.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun