Hlustum á hafið Ólafur St. Arnarson skrifar 14. ágúst 2012 06:00 Stór hluti landgrunns Íslands er í farsímasambandi. Það mætti nota til að fylgjast með náttúru hafsins í rauntíma. Árið 2009 komst þjarkafley frá Havaí til Kaliforníu. Einu fyrirmælin sem þjarkinn fékk var lokastaðsetning. Á 82 dögum kom þjarkinn sér á áfangastað. Stýri- og staðsetningarbúnaður var knúinn af sólarorku en ölduhreyfingu sjávar notaði þjarkinn til að knýja sig áfram. Fyrirtækið Liquid Robotics sem bjó til þetta þjarkafley kallar það Wave Glider. Stærð þess er álíka og brimbretti. Liquid Robotics er með stóra drauma. Það sér fyrir sér þúsundir slíkra þjarka um öll heimsins höf, safnandi að sér upplýsingum um hafið. Sala þessara upplýsinga á að verða þeirra aðaltekjulind. Ef viðskiptavinur vill safna þessum upplýsingum sjálfur getur hann það en stykkið er selt á um tíu milljónir króna. Bretinn Mark Neal og Frakkinn Yves Brière hafa líka áhuga á að safna upplýsingum um hafið. Útfærsla þeirra er hins vegar allt önnur. Árið 2006 bjuggu þeir til keppnina MicroTransat í þeirri von að það myndi örva smíði smárra skútuþjarka. Út frá þeim liðum sem stæðu sig vel myndu spretta fyrirtæki sem hægt yrði að versla við til þess að framkvæma alþjóðlegar hafrannsóknir á skala svipuðum og Liquid Robotics dreymir um. Áhugi á þessari keppni hefur ekki orðið eins mikill og vonast var til og verkefnið kannski erfiðara en talið var. Enn hefur enginn skútuþjarki komist yfir Atlantshafið og í mark. Rauntímaupplýsingum um ástand hafsins er líka hægt að safna neðan frá. Bandaríski herinn hefur eytt um 3.000 milljörðum króna frá árinu 1949 til dagsins í dag í að hlusta eftir kafbátum með hljóðnemanetum sem liggja á sjávarbotninum. Kerfið nefnist SOSUS. Þar sem kerfið var smíðað í ákveðnum tilgangi var hljóðum náttúrunnar ekki skipulega safnað saman heldur miklu frekar skipulega hent. Meðal þeirra náttúruhljóða sem hægt er að staðsetja eru jarðskjálftar, neðansjávargos, ísbrestir, rækjusmellir, fiskitorfur og hvalahljóð. Fljótlega upp úr 1980 gátu kafbátar kafað hljóðlaust og kerfið því gagnslítið til kafbátaleitar eftir það. Nú hafa stórir hlutar þess verið lagðir niður. Sá hluti sem eftir stendur er notaður í mun meira mæli til rannsókna. Rekstri kerfisins kringum Ísland virðist hafa verið hætt árið 1996. Því miður virðist sem hljóðnemanetið kring um Ísland hafi verið mjög lítið notað til rannsókna. Síðasta rannsóknin var líklega samanburður við jarðskjálftanet Norðmanna. Í ljós kom að hljóðnemanetið reyndist tveimur til þremur stærðargráðum næmara á svæðinu milli Íslands og Svalbarða en jarðskjálftanet Norðmanna. Líklega munu áratugir líða þar til hægt verður að fylgjast með þeim hluta fiskveiðilögsögunnar sem ekki er í farsímasambandi eins og hægt hafði verið að gera í fjörutíu ár fyrir árið 1996. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Stór hluti landgrunns Íslands er í farsímasambandi. Það mætti nota til að fylgjast með náttúru hafsins í rauntíma. Árið 2009 komst þjarkafley frá Havaí til Kaliforníu. Einu fyrirmælin sem þjarkinn fékk var lokastaðsetning. Á 82 dögum kom þjarkinn sér á áfangastað. Stýri- og staðsetningarbúnaður var knúinn af sólarorku en ölduhreyfingu sjávar notaði þjarkinn til að knýja sig áfram. Fyrirtækið Liquid Robotics sem bjó til þetta þjarkafley kallar það Wave Glider. Stærð þess er álíka og brimbretti. Liquid Robotics er með stóra drauma. Það sér fyrir sér þúsundir slíkra þjarka um öll heimsins höf, safnandi að sér upplýsingum um hafið. Sala þessara upplýsinga á að verða þeirra aðaltekjulind. Ef viðskiptavinur vill safna þessum upplýsingum sjálfur getur hann það en stykkið er selt á um tíu milljónir króna. Bretinn Mark Neal og Frakkinn Yves Brière hafa líka áhuga á að safna upplýsingum um hafið. Útfærsla þeirra er hins vegar allt önnur. Árið 2006 bjuggu þeir til keppnina MicroTransat í þeirri von að það myndi örva smíði smárra skútuþjarka. Út frá þeim liðum sem stæðu sig vel myndu spretta fyrirtæki sem hægt yrði að versla við til þess að framkvæma alþjóðlegar hafrannsóknir á skala svipuðum og Liquid Robotics dreymir um. Áhugi á þessari keppni hefur ekki orðið eins mikill og vonast var til og verkefnið kannski erfiðara en talið var. Enn hefur enginn skútuþjarki komist yfir Atlantshafið og í mark. Rauntímaupplýsingum um ástand hafsins er líka hægt að safna neðan frá. Bandaríski herinn hefur eytt um 3.000 milljörðum króna frá árinu 1949 til dagsins í dag í að hlusta eftir kafbátum með hljóðnemanetum sem liggja á sjávarbotninum. Kerfið nefnist SOSUS. Þar sem kerfið var smíðað í ákveðnum tilgangi var hljóðum náttúrunnar ekki skipulega safnað saman heldur miklu frekar skipulega hent. Meðal þeirra náttúruhljóða sem hægt er að staðsetja eru jarðskjálftar, neðansjávargos, ísbrestir, rækjusmellir, fiskitorfur og hvalahljóð. Fljótlega upp úr 1980 gátu kafbátar kafað hljóðlaust og kerfið því gagnslítið til kafbátaleitar eftir það. Nú hafa stórir hlutar þess verið lagðir niður. Sá hluti sem eftir stendur er notaður í mun meira mæli til rannsókna. Rekstri kerfisins kringum Ísland virðist hafa verið hætt árið 1996. Því miður virðist sem hljóðnemanetið kring um Ísland hafi verið mjög lítið notað til rannsókna. Síðasta rannsóknin var líklega samanburður við jarðskjálftanet Norðmanna. Í ljós kom að hljóðnemanetið reyndist tveimur til þremur stærðargráðum næmara á svæðinu milli Íslands og Svalbarða en jarðskjálftanet Norðmanna. Líklega munu áratugir líða þar til hægt verður að fylgjast með þeim hluta fiskveiðilögsögunnar sem ekki er í farsímasambandi eins og hægt hafði verið að gera í fjörutíu ár fyrir árið 1996.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun