Fleiri fréttir Menntun er lykill Steinunn Stefánsdóttir skrifar Menntun ungs fólks er ávísun á aukin lífsgæði í framtíðinni. Það er sama hvert litið er, fylgni milli menntunar og þátta sem almennt flokkast sem gæði í lífinu er mikil. 11.8.2012 06:00 Áætlanir um Hörpu – svar til Hjörleifs Stefánssonar arkitekts Stefán Hermannsson skrifar Það er óhjákvæmilegt að gera nokkrar athugasemdir við grein Hjörleifs Stefánssonar arkitekts sem birtist í Fréttablaðinu miðvikudaginn 8. ágúst. Undirritaður er þó honum sammála um að Harpa sé gott tónlistarhús og mikilvæg fyrir menningarlíf okkar. Ljóst er að fyrir stjórnendum Hörpu liggur erfitt verkefni við að ná rekstri hússins í viðunandi horf á nokkrum árum, og þarf Harpa á velvild allra landsmanna að halda til að auka aðsókn og nýtingu á húsinu. Ekki þjónar það miklum tilgangi að velta núna upp deilum um þau hús sem ekki sigruðu í samkeppninni á sínum tíma. Hjörleifur var í fyrirsvari fyrir slíku verkefni sem ekki hlaut nægilega góða umsögn til að halda áfram, þó ýmislegt væri þar vel gert af arkitektinum Jean Nouvel. 11.8.2012 06:00 Hvenær koma leðurhommarnir? 11.8.2012 06:00 Er möguleiki á framhaldslífi? Þorsteinn Pálsson skrifar Stjórnarflokkarnir unnu kosningasigur allra tíma fyrir þremur árum. Skoðanakannanir sýna að samanlagt fylgi þeirra er nú nærri fjörutíu prósent minna. Þegar rúmir átta mánuðir eru til kosninga er þrátt fyrir þetta alls ekki víst að dagar ríkisstjórnarinnar séu taldir. Hún gæti átt möguleika á framhaldslífi. 11.8.2012 06:00 Líf með reisn Steinunn Stefánsdóttir skrifar Framtíðarsýn Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðra er að fatlað fólk sem þarf aðstoð í daglegu lífi á að geta valið hvernig hún er veitt. 10.8.2012 06:00 Kveðja frá Hinsegin dögum Þorvaldur Kristinsson skrifar Hinsegin dagar í Reykjavík eru nú haldnir í fjórtánda sinn. Frá því að vera lítil eins dags hátíð sem fimmtán hundruð gestir sóttu, hefur hátíðin vaxið og dafnað með hverju ári og er núna litrík sex daga hátíð sem 80–90 þúsund manns sækja. 10.8.2012 06:00 Samstaða kynslóða Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir skrifar Æskan er dýrmæt. Þá er grunnurinn lagður að því sem koma skal í lífi hvers og eins okkar. Eitt af mikilvægustu verkefnum kjörinna fulltrúa í lýðræðissamfélagi, hvort sem er hjá ríki eða sveitarfélögum, er að sjá börnum fyrir öruggum aðstæðum og nægum tækifærum til að þroska hæfileika sína. 10.8.2012 06:00 Ólympíuandinn svokallaði Pawel Bartoszek skrifar Þegar ég heyri orðið "Ólympíuandi“ sé ég ósjálfrátt fyrir mér sárþjáðan, haltrandi íþróttamann að reyna að klára hlaup undir dynjandi lófataki áhorfenda. Með aukinni þátttöku almennings í íþróttum er reyndar vonandi kominn meiri skilningur á því að það er ekkert sérlega skynsamlegt að menn reyni að staulast í mark í 800 metra hlaupinu með tognað læri. Enginn íþróttamaður á Ólympíuleikunum ætti að þurfa að sanna að hann geti að hlaupið tvo hringi í kringum hlaupabrautina. 10.8.2012 06:00 Sýnum djörfung og dug Birna Þórðardóttir skrifar Heimþrá þarf maður vart að hafa á Ítalíu, hér er allt svo eðlilegt: 10.8.2012 06:00 Ólympíugull í Ríó 2016! Magnús Þorlákur skrifar Eftir grátlegt tap handboltalandsliðsins á miðvikudag og góða, en þó ekki frábæra, frammistöðu Ásdísar Hjálmsdóttur í spjótkasti er orðið ljóst að Ísland vinnur ekki til verðlauna á þessum Ólympíuleikum. Nema auðvitað að Kári Steinn bæti sig verulega í maraþonhlaupinu sem er ólíklegt. (Við höfum samt fulla trú á þér Kári!). Þessi uppskera er ólíðandi enda fátt betur til þess fallið að vekja athygli á yfirburðum þjóðar og menningar en medalíur. En hvernig getum við eiginlega fjölgað íslenskum verðlaunum og jafnvel loks unnið fyrsta gullið? 10.8.2012 06:00 Íslenska leiðin Árni Páll Árnason skrifar Í síðustu grein rakti ég þann mikla árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum á þessu kjörtímabili. Forsenda þessa bata er skynsamleg efnahagsstefna sem mörkuð var í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og þessi ríkisstjórn hefur unnið eftir allt kjörtímabilið. Samfylkingin ber lykilábyrgð á þessari stefnu, jafnt í fyrri ríkisstjórn og þeirri sem nú situr. Hún fól í sér blandaða leið skattahækkana, tímabundins hallarekstrar, skuldaúrvinnslu og niðurskurðar í ríkisútgjöldum, til að koma á jöfnuði í ríkisrekstri og leggja grunn að heilbrigðri endurreisn. Við nýttum okkur samvinnuna við AGS til að milda höggið af hruninu. 10.8.2012 06:00 Halldór 09.08.2012 9.8.2012 16:00 Vinstri, hægri snú Magnús Halldórsson skrifar Opinberar skuldir ríkisins og sveitarfélaga nema ríflega 140 prósent af landsframleiðslu þegar allt er talið, eða sem nemur yfir 2.300 milljörðum íslenskra króna. Þar af er skuldsetning ríkissjóðs ríflega 100 prósent af landsframleiðslu, eða sem nemur milli 1.600 og 1.700 milljarðar króna. 9.8.2012 11:26 Íslensk ábyrgð Þórður Snær Júlíusson skrifar Þegar íslenska ríkið og Reykjavíkurborg ákváðu að taka yfir byggingu og rekstur Hörpunnar í byrjun árs 2009 var það gert á grundvelli svokallaðrar yfirtökuáætlunar. Hún snerist bæði um ætlaðan kostnað vegna byggingar hússins, hver rekstrargjöld þess yrðu þegar það væri tilbúið og hvers konar tekjum það myndi skila. Líkt og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu á undanförnum dögum þá stóðust þessar áætlanir varla að nokkru leyti. Byggingarkostnaður hefur verið mun hærri en upphaflega var áætlað, rekstrarkostnaður meiri og tekjur mun lægri. Mest sláandi er að tekjur af ráðstefnuhaldi hafa verið 80 prósentum lægri en tilgreint var í upphaflegum áætlunum. 9.8.2012 06:00 Betri tíð Árni Páll Árnason skrifar Við höfum öll heyrt jákvæðar fréttir af stöðu efnahagsmála upp á síðkastið. Þessi mynd er mjög ólík þeirri sem blasti við fljótlega eftir hrun, þegar halli á ríkissjóði var á þriðja hundrað milljarða, hagkerfið dróst stöðugt saman, fjöldagjaldþrot fyrirtækja vofðu yfir og atvinnuleysi jókst frá mánuði til mánaðar. 9.8.2012 06:00 Um neteinelti Haukur Arnþórsson skrifar Dagana 28.–29. júní sl. var haldin alþjóðleg ráðstefna um einelti á netinu í Sorbonne háskólanum í París. Hún var haldin af samstarfsverkefninu COST Action IS801 Cyberbullying: coping with negative and enhancing positive uses of new technologies, in relationships in educational settings. Það starfar á vegum Evrópusambandsins. Vefslóð þess er https://sites.google.com/site/costis0801/ og á henni má nálgast frekari upplýsingar. Verkefninu er stýrt af Peter K. Smith, prófessor emeritus í sálfræði við Goldsmiths háskólann í London. 9.8.2012 06:00 Að byggja upp nýja siðmenningu Eðvarð T. Jónsson skrifar 40ár eru liðin frá því að andlegt þjóðarráð bahá'ía á Íslandi var fyrst kosið. Þjóðarráðið fer með yfirstjórn bahá'í samfélagsins hér á landi. Í því sitja níu meðlimir sem kosnir eru til eins árs í senn á landsþingi bahá'ía. Bahá'í (framborið: bahæ) trúin á sér langa sögu á Íslandi. Höfundar hennar, Bahá'u'lláh, var hér fyrst getið á prenti árið 1908, er Þórhallur Bjarnarson, síðar biskup, fór um hann svofelldum orðum í Nýja kirkjublaðinu: "Fyrir fjörutíu árum reis upp dýrlegur kennimaður og guðsvottur í Persalandi, og hét hann Baha Ullah. Eins og við mátti búast, dó hann píslarvættisdauða, andaðist í tyrkneskri prísund 1892. Margir fylgjendur hans hafa látið lífið fyrir trúarskoðanir sínar, en þær breiðast því betur út. Kenningar hans eru að mörgu leyti svipaðar kenningum kristindómsins eins og mannúðlegast og göfugast er með þær farið.“ 9.8.2012 06:00 Þín vegna, af þinni hálfu, fyrir þig Örn Bárður Jónsson skrifar Ég hitti þær að loknum vinnudegi. Þær komu beint af vaktinni, dauðþreyttar, eftir að hafa hjúkrað öldruðum á fjölmennri deild, undirmannaðri og vanbúinni af tækjum. Deildin er kölluð biðdeild. Hún var opnuð á Landakoti eftir að líknardeildinni þar var lokað þrátt fyrir að yfirstjórnendur LHS hefðu fengið 50 milljóna króna aukafjárveitingu frá Alþingi eftir að Hollvinasamtök líknardeilda höfðu gengið á fund fjárlaganefndar. Deildinni var lokað í trássi við vilja Alþingis. 9.8.2012 06:00 Ráð við gjaldeyrisgræðgi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Það er sama hvort ég labba um Laugaveginn eða vappa um Skagafjörðinn, ég er farinn að reka upp fagnaðaróp þegar ég heyri einhvern orða hugsun sína á okkar ylhýra. Ekki svo að mér þyki erlendir ferðamenn leiðinlegir en það er bara svo ágætt að rekast á Íslendinga, sérstaklega þegar maður er búinn að hafa fyrir því að koma sér til Íslands. 9.8.2012 00:01 Halldór 08.08.2012 8.8.2012 16:00 Friðarloginn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Ég er af þeirri kynslóð sem man ógnina af kjarnorkuvopnum. Reglulega hlustaði maður á fregnir af því að samanlagður sprengikraftur vopnabúrs Bandaríkjanna og Sovétríkjanna dygði nú til að eyða jörðinni margoft. Og eftir því sem árin liðu var hægt að eyða jörðinni oftar, eins og einu sinni væri ekki nóg. Það er ekki nema von að dimm nýbylgjutónlist og volæðislegir textar hafi heillað ungmenni þessa tíma. Það hefur áhrif á lífsgleðina að heyra reglulega að möguleikinn á að tortíma jörðinni sé í höndum bjána eins og leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. 8.8.2012 06:00 Tvískinnungur í ógöngum Hörpu Hjörleifur Stefánsson skrifar Nú er orðin heyrinkunn sú staðreynd að Harpa, hin nýja tónlistar- og ráðstefnuhöll, er rekin með fjögur hundruð milljóna króna halla og eru þó framlög úr opinberum sjóðum til hennar ærin. 8.8.2012 06:00 Þegar Hótel Ísland brann Guðfinna Guðmundsdóttir skrifar Ég man það eins og gerst hefði í gær. Það var í janúar 1944. Ég var rétt orðin tólf ára og fékk stöku sinnum leyfi til að fara í bæinn. Við bjuggum ofarlega á Njálsgötunni, við Barónsstíg. Fréttin hafði borist eins og eldur í sinu um Reykjavík – Hótel Ísland var að brenna. Daginn eftir fórum við saman eldri systir mín, vinkona hennar og ég til að sjá rústirnar og þær voru tilkomumiklar því hörkufrost var og því hafði vatnið sem notað var til slökkvistarfsins frosið í íshröngla – allt í klakaböndum. Slökkvistarfið hafði einungis getað farið fram frá Austurstræti og Aðalstræti. Ekki gat slökkvilið Reykjavíkurborgar athafnað sig í Vallarstræti eða Veltusundi því þar var allt of þröngt. 8.8.2012 06:00 Evrópa unga fólksins er fyrir þig! Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Evrópa unga fólksins eða EUF er styrkjaáætlun sem ætluð er ungu fólki á aldrinum 13-30 ára og þeim sem starfa með ungu fólki. EUF býður upp á sjö tegundir styrkja sem allir eiga það sameiginlegt að snúa að ungu fólki. Þessir sjö flokkar eru: ungmennaskipti, frumkvæði ungs fólks, lýðræðisverkefni, sjálfboðaliðastarf, þjálfun og samstarf, fundir ungs fólks og námskeið í Evrópu. 8.8.2012 06:00 Litríka hátíðin gengin í garð Steinunn Stefánsdóttir skrifar Hinsegin dagar eru runnir upp í Reykjavík í fjórtánda sinn. Hátíðin sem byrjaði sem eins dags hátíð er orðin að sex daga menningar- og skemmtidagskrá. Hápunkturinn er svo gleðigangan sjálf á laugardaginn. 8.8.2012 09:00 Áskorun til olíufélaganna Unnar Erlingsson skrifar ÓBkom með skemmtilega nýjung í markaðsherferð félagsins í upphafi Ólympíuleikanna í London og bauð afslátt til okkar ökumanna í takt við gengi íslenska handboltalandsliðsins á leikunum. Spennan í upphafi var helst hversu stór afslátturinn yrði eftir viðureignina við nýliða Bretlands sem lauk í gærkveldi. Niðurstaðan var sautján marka munur og í morgun buðu nærri öll olíufélögin upp á sama afslátt, sautján krónur af hverjum bensínlítra. 8.8.2012 06:00 Don't drive offroad you might kill an elf Valdimar Örn Flygenring skrifar Ég sem aðili í ferðaþjónustu finn mig knúinn til að vekja máls á ákveðnu atriði er varðar greinina í heild. 8.8.2012 10:00 Halldór 07.08.2012 7.8.2012 16:00 Aðild Íslands að ESB – Hagstæð eða óhagstæð fyrir neytendur? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Um þessar mundir standa yfir aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu (ESB). Neytendasamtökin (NS) hafa ekki tekið afstöðu með eða á móti aðild Íslands að ESB en í nokkur ár hafa NS skoðað kosti og galla mögulegrar aðildar. Að mati NS væri aðild að ESB í mörgu mjög góður kostur fyrir íslenska neytendur. Ef Ísland gerist aðili mun það styrkja fjárhag heimilanna. Hagur neytenda myndi batna vegna þess að Ísland yrði aðili að mun stærra markaðssvæði og samkeppni myndi því aukast. Að vera utan ESB geri 7.8.2012 11:00 Smá nauðgað, annars fínt Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Það er orðið árviss viðburður að fá fréttir af nauðgunum um Verslunarmannahelgi. Sem betur fer virðist ákveðin vitundarvakning hafa orðið í þessum efnum og jafnvel örgustu tréhausar hafa samþykkt víðtækari aðgerðir til að sporna við þeim hryllilega glæp sem nauðgun er. Á stundum hefur manni nefnilega fundist að skipuleggjendur hátíða telji það gefa þeim slæmt orðspor ef það spyrst út að til allra ráðstafana sé gripið til að hamla gegn nauðgunum. Það er auðvitað mikill misskilningur, orðspor hátíða batnar aðeins við það að allra bragða sé beitt til að koma í veg fyrir að sálsjúkir karlpungar nauðgi. 7.8.2012 06:00 Afætur eða falinn fjársjóður? Guðjón Sigurðsson skrifar Í Reykjavík síðdegis í símatíma um daginn var öryrki sem skammaðist út í íþróttafélög sem ekki hleyptu honum frítt inn á kappleiki og svo kom annar sem kallaði öryrkjann frekju á sínu framfæri. Báðir þessir aðilar eru öfgamenn í málefnum okkar öryrkja bara hvor á sínum endanum og eru hvorki öryrkjum til framdráttar né Íslandi yfir höfuð. Barátta MND félagsins hefur snúið að því að aðstoðarmenn okkar fengju frítt inn á viðburði. Ef við hefðum ekki aðstoð kæmumst við ekkert og því ósanngjarnt að við greiðum fyrir tvo. 7.8.2012 10:00 Hugleiðing heimilislæknis Salóme Ásta Arnardóttir skrifar Enn á ný berst heimilislæknaskortur í tal í fjölmiðlum. Fyrir skömmu kom yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans fram í sjónvarpi og sagði frá því að fólk kynni ekki að leita sér aðstoðar í heilbrigðiskerfinu og kæmi því óþarflega oft á bráðamóttöku með sín veikindi, slys og áhyggjur af heilsu, vandamál sem annars ættu heima í heilsugæslunni sem er undirmönnuð og þreytt. Heimilislæknum fer ört fækkandi þó verkefnin séu næg, því að þótt þjóðin hafi aldrei verið hraustari þá höfum við heldur aldrei verið óöruggari um heilsu okkar og þegar áhyggjur gera vart við sig þá er nauðsynlegt að eiga einhvern að til að viðra áhyggjur sínar við og leita ráða hjá. 7.8.2012 06:00 Sanngjarnt hvatasamfélag í stað sérhagsmuna og forræðishyggju Guðmundur G. Kristinsson skrifar Samfélagsgerð er afleiðing af umhverfi sem þróast í langan tíma. Foreldrar skapa umgjörð í uppeldi sem leggur grunn að hugarfari þeirra barna og börnin beita síðan sömu aðferðum í uppeldi sinna barna. Það eru mikil tengsl á milli foreldra og barna í menntun, tekjum og lífsmunstri og foreldrar eru í uppeldinu að leggja grunn að lífsmunstri sinna barna. 7.8.2012 06:00 Evrópumet í skattahækkunum Svana Helen Björnsdóttir skrifar Nú standa yfir í London Ólympíuleikar og á hverjum degi berast fregnir af fræknum íþróttamönnum sem setja bæði ný Ólympíumet og heimsmet. Þetta eru fréttir sem við gleðjumst öll yfir. 7.8.2012 10:15 Úr vörn í sókn Hilmar Oddsson skrifar Þær ánægjulegu fréttir bárust nýverið úr herbúðum ríkisstjórnarinnar að nú gætum við Íslendingar loks farið að rétta úr kútnum eftir allmörg mögur ár, botninum væri náð og fram undan væri betri, alltént skárri, tíð. Þjóðin hefur af skiljanlegum ástæðum verið í vörn síðan hún skoraði eitthvert eftirminnilegasta sjálfsmark sem nokkur þjóð hefur skorað á undanförnum áratugum. 7.8.2012 06:00 Út úr bíóunum Rekstur tónlistarhússins Hörpu verður að óbreyttu með rúmlega 400 milljóna króna tapi á þessu ári. Þetta er vitanlega þungur baggi bæði fyrir ríki og borg og þar með skattgreiðendur, ekki síst í Reykjavík. 7.8.2012 06:00 Hófsöm hirting Þorsteinn Pálsson skrifar Ræða forseta Íslands við embættistökuna nú í vikunni var ekki gallalaus. Sjálfsupphafningin var til að mynda á sínum stað þótt hún hafi að þessu sinni fremur verið ívaf en uppistaða. Kjarninn í ræðunni var hins vegar hófsöm hirting vegna ráðleysis og sundurlyndis við meðferð stjórnarskrármálsins á Alþingi. 4.8.2012 11:00 Vonir og væntingar Brynhildur Björnsdóttir skrifar Það var á Bindindismótinu í Galtalæk 1986 sem Greifarnir léku lagið Útihátíð í fyrsta sinn um verslunarmannahelgi og meitluðu í tón um eilífð stemninguna þessa fyrstu helgi í ágúst, sem er jafnframt síðasta helgi í sumarleyfi hjá mörgum og stærsta ferða-, útihátíða- og áfengisneysluhelgi ársins hjá öllum, að minnsta kosti að meðaltali. Ég man þetta af því þetta var mín fyrsta og síðasta útihátíð. Síðan hef ég reynt að eyða verslunarmannahelgum, sem og flestum öðrum dögum ársins, í tæri við kranavatn, heitt og kalt, útveggi og kaffivélar og ekki innan um of margt fólk. En það er bara ég og ég fagna þeim sem streymdu út úr bæjum og borgum í gær á hátíðasvæði eða sumarbústaði og vona að þeir skemmti sér vel. 4.8.2012 06:00 Þolinmæði, gleði og virðing Steinunn Stefánsdóttir skrifar Ferðahelgin stóra, verslunarmannahelgin, er runnin upp. Þriggja daga helgi sem er mörgum langþráð. Helgina má nýta til margs. Margir velja rólegheitin heima hjá sér en hjá stórum hópi er helgin nýtt til ferðalaga með áherslu á annað hvort að njóta náttúrunnar eða samveru við annað fólk, nema hvort tveggja sé. 4.8.2012 06:00 Halldór 03.08.2012 3.8.2012 16:00 Kjósum fulltrúa innflytjenda! Toshiki Toma skrifar Í tilefni af fyrsta Fjölmenningarþingi árið 2010 voru kosningar til Fjölmenningarráðs haldnar af Reykjavíkurborg. Tilgangur ráðsins var að brúa bilið á milli innflytjenda og stjórnsýslu borgarinnar. Sjö einstaklingar voru kosnir sem ,,raddir“ innflytjenda í borginni. 3.8.2012 06:00 Ráðist að meinsemdinni sjálfri Steinunn Stefánsdóttir skrifar Norðmenn hafa búið til vefsíu sem hindrar notkun á barnaklámi og stöðvar mörg þúsund heimsóknir á barnaklámssíður þar dag hvern. Í síuna eru skráðar um þúsund vefsíður sem hafa verið skilgreindar ólöglegar. Hún er sett upp hjá netþjónustum og nær þá til allra sem eru í viðskiptum við þau fyrirtæki sem nota síuna. Virknin er þannig að ef notandi reynir að fara inn á skráða síðu þá fær hann skilaboð um að hún innihaldi ólöglegt efni. 3.8.2012 06:00 Boltinn rúllar Björn Þór Sigbjörnsson skrifar Þegar ég var gutti mætti ég stundum á fótboltaæfingar á malarvelli KA. Þjálfarinn reykti á æfingum og var stundum fullur. Ég átti ekki upp á pallborðið hjá honum; fékk fá tækifæri eins og það heitir, og þótt aðrir þjálfarar kæmu seinna, óreykjandi og edrú, komst ég heldur ekki í liðið. Fljótlega hætti ég að æfa en hafði áfram áhuga á fótbolta. 3.8.2012 06:00 "Er þetta ekki örugglega nóg?“ Pawel Bartoszek skrifar Ein af fjölmörgum dellum íslenskrar áfengisstefnu byggði á þeirri kenningu að ef menn væru neyddir til að kaupa meira áfengi í einu þá myndu þeir drekka minna af því. Þannig máttu Íslendingar lengi minnst kaupa sex bjóra í einni búðarferð. Líklegast byggðist þetta á þeirri hugsun að ef menn hækka upphafshæðina í hástökki þá muni færri reyna að stökkva yfir. Sem sagt: Það væri dýrara að kaupa heila kippu en einn bjór og stykkjasölubannið hindraði því dagdrykkju. 3.8.2012 12:00 Halldór 02.08.2012 2.8.2012 16:00 Sjá næstu 50 greinar
Menntun er lykill Steinunn Stefánsdóttir skrifar Menntun ungs fólks er ávísun á aukin lífsgæði í framtíðinni. Það er sama hvert litið er, fylgni milli menntunar og þátta sem almennt flokkast sem gæði í lífinu er mikil. 11.8.2012 06:00
Áætlanir um Hörpu – svar til Hjörleifs Stefánssonar arkitekts Stefán Hermannsson skrifar Það er óhjákvæmilegt að gera nokkrar athugasemdir við grein Hjörleifs Stefánssonar arkitekts sem birtist í Fréttablaðinu miðvikudaginn 8. ágúst. Undirritaður er þó honum sammála um að Harpa sé gott tónlistarhús og mikilvæg fyrir menningarlíf okkar. Ljóst er að fyrir stjórnendum Hörpu liggur erfitt verkefni við að ná rekstri hússins í viðunandi horf á nokkrum árum, og þarf Harpa á velvild allra landsmanna að halda til að auka aðsókn og nýtingu á húsinu. Ekki þjónar það miklum tilgangi að velta núna upp deilum um þau hús sem ekki sigruðu í samkeppninni á sínum tíma. Hjörleifur var í fyrirsvari fyrir slíku verkefni sem ekki hlaut nægilega góða umsögn til að halda áfram, þó ýmislegt væri þar vel gert af arkitektinum Jean Nouvel. 11.8.2012 06:00
Er möguleiki á framhaldslífi? Þorsteinn Pálsson skrifar Stjórnarflokkarnir unnu kosningasigur allra tíma fyrir þremur árum. Skoðanakannanir sýna að samanlagt fylgi þeirra er nú nærri fjörutíu prósent minna. Þegar rúmir átta mánuðir eru til kosninga er þrátt fyrir þetta alls ekki víst að dagar ríkisstjórnarinnar séu taldir. Hún gæti átt möguleika á framhaldslífi. 11.8.2012 06:00
Líf með reisn Steinunn Stefánsdóttir skrifar Framtíðarsýn Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðra er að fatlað fólk sem þarf aðstoð í daglegu lífi á að geta valið hvernig hún er veitt. 10.8.2012 06:00
Kveðja frá Hinsegin dögum Þorvaldur Kristinsson skrifar Hinsegin dagar í Reykjavík eru nú haldnir í fjórtánda sinn. Frá því að vera lítil eins dags hátíð sem fimmtán hundruð gestir sóttu, hefur hátíðin vaxið og dafnað með hverju ári og er núna litrík sex daga hátíð sem 80–90 þúsund manns sækja. 10.8.2012 06:00
Samstaða kynslóða Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir skrifar Æskan er dýrmæt. Þá er grunnurinn lagður að því sem koma skal í lífi hvers og eins okkar. Eitt af mikilvægustu verkefnum kjörinna fulltrúa í lýðræðissamfélagi, hvort sem er hjá ríki eða sveitarfélögum, er að sjá börnum fyrir öruggum aðstæðum og nægum tækifærum til að þroska hæfileika sína. 10.8.2012 06:00
Ólympíuandinn svokallaði Pawel Bartoszek skrifar Þegar ég heyri orðið "Ólympíuandi“ sé ég ósjálfrátt fyrir mér sárþjáðan, haltrandi íþróttamann að reyna að klára hlaup undir dynjandi lófataki áhorfenda. Með aukinni þátttöku almennings í íþróttum er reyndar vonandi kominn meiri skilningur á því að það er ekkert sérlega skynsamlegt að menn reyni að staulast í mark í 800 metra hlaupinu með tognað læri. Enginn íþróttamaður á Ólympíuleikunum ætti að þurfa að sanna að hann geti að hlaupið tvo hringi í kringum hlaupabrautina. 10.8.2012 06:00
Sýnum djörfung og dug Birna Þórðardóttir skrifar Heimþrá þarf maður vart að hafa á Ítalíu, hér er allt svo eðlilegt: 10.8.2012 06:00
Ólympíugull í Ríó 2016! Magnús Þorlákur skrifar Eftir grátlegt tap handboltalandsliðsins á miðvikudag og góða, en þó ekki frábæra, frammistöðu Ásdísar Hjálmsdóttur í spjótkasti er orðið ljóst að Ísland vinnur ekki til verðlauna á þessum Ólympíuleikum. Nema auðvitað að Kári Steinn bæti sig verulega í maraþonhlaupinu sem er ólíklegt. (Við höfum samt fulla trú á þér Kári!). Þessi uppskera er ólíðandi enda fátt betur til þess fallið að vekja athygli á yfirburðum þjóðar og menningar en medalíur. En hvernig getum við eiginlega fjölgað íslenskum verðlaunum og jafnvel loks unnið fyrsta gullið? 10.8.2012 06:00
Íslenska leiðin Árni Páll Árnason skrifar Í síðustu grein rakti ég þann mikla árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum á þessu kjörtímabili. Forsenda þessa bata er skynsamleg efnahagsstefna sem mörkuð var í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og þessi ríkisstjórn hefur unnið eftir allt kjörtímabilið. Samfylkingin ber lykilábyrgð á þessari stefnu, jafnt í fyrri ríkisstjórn og þeirri sem nú situr. Hún fól í sér blandaða leið skattahækkana, tímabundins hallarekstrar, skuldaúrvinnslu og niðurskurðar í ríkisútgjöldum, til að koma á jöfnuði í ríkisrekstri og leggja grunn að heilbrigðri endurreisn. Við nýttum okkur samvinnuna við AGS til að milda höggið af hruninu. 10.8.2012 06:00
Vinstri, hægri snú Magnús Halldórsson skrifar Opinberar skuldir ríkisins og sveitarfélaga nema ríflega 140 prósent af landsframleiðslu þegar allt er talið, eða sem nemur yfir 2.300 milljörðum íslenskra króna. Þar af er skuldsetning ríkissjóðs ríflega 100 prósent af landsframleiðslu, eða sem nemur milli 1.600 og 1.700 milljarðar króna. 9.8.2012 11:26
Íslensk ábyrgð Þórður Snær Júlíusson skrifar Þegar íslenska ríkið og Reykjavíkurborg ákváðu að taka yfir byggingu og rekstur Hörpunnar í byrjun árs 2009 var það gert á grundvelli svokallaðrar yfirtökuáætlunar. Hún snerist bæði um ætlaðan kostnað vegna byggingar hússins, hver rekstrargjöld þess yrðu þegar það væri tilbúið og hvers konar tekjum það myndi skila. Líkt og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu á undanförnum dögum þá stóðust þessar áætlanir varla að nokkru leyti. Byggingarkostnaður hefur verið mun hærri en upphaflega var áætlað, rekstrarkostnaður meiri og tekjur mun lægri. Mest sláandi er að tekjur af ráðstefnuhaldi hafa verið 80 prósentum lægri en tilgreint var í upphaflegum áætlunum. 9.8.2012 06:00
Betri tíð Árni Páll Árnason skrifar Við höfum öll heyrt jákvæðar fréttir af stöðu efnahagsmála upp á síðkastið. Þessi mynd er mjög ólík þeirri sem blasti við fljótlega eftir hrun, þegar halli á ríkissjóði var á þriðja hundrað milljarða, hagkerfið dróst stöðugt saman, fjöldagjaldþrot fyrirtækja vofðu yfir og atvinnuleysi jókst frá mánuði til mánaðar. 9.8.2012 06:00
Um neteinelti Haukur Arnþórsson skrifar Dagana 28.–29. júní sl. var haldin alþjóðleg ráðstefna um einelti á netinu í Sorbonne háskólanum í París. Hún var haldin af samstarfsverkefninu COST Action IS801 Cyberbullying: coping with negative and enhancing positive uses of new technologies, in relationships in educational settings. Það starfar á vegum Evrópusambandsins. Vefslóð þess er https://sites.google.com/site/costis0801/ og á henni má nálgast frekari upplýsingar. Verkefninu er stýrt af Peter K. Smith, prófessor emeritus í sálfræði við Goldsmiths háskólann í London. 9.8.2012 06:00
Að byggja upp nýja siðmenningu Eðvarð T. Jónsson skrifar 40ár eru liðin frá því að andlegt þjóðarráð bahá'ía á Íslandi var fyrst kosið. Þjóðarráðið fer með yfirstjórn bahá'í samfélagsins hér á landi. Í því sitja níu meðlimir sem kosnir eru til eins árs í senn á landsþingi bahá'ía. Bahá'í (framborið: bahæ) trúin á sér langa sögu á Íslandi. Höfundar hennar, Bahá'u'lláh, var hér fyrst getið á prenti árið 1908, er Þórhallur Bjarnarson, síðar biskup, fór um hann svofelldum orðum í Nýja kirkjublaðinu: "Fyrir fjörutíu árum reis upp dýrlegur kennimaður og guðsvottur í Persalandi, og hét hann Baha Ullah. Eins og við mátti búast, dó hann píslarvættisdauða, andaðist í tyrkneskri prísund 1892. Margir fylgjendur hans hafa látið lífið fyrir trúarskoðanir sínar, en þær breiðast því betur út. Kenningar hans eru að mörgu leyti svipaðar kenningum kristindómsins eins og mannúðlegast og göfugast er með þær farið.“ 9.8.2012 06:00
Þín vegna, af þinni hálfu, fyrir þig Örn Bárður Jónsson skrifar Ég hitti þær að loknum vinnudegi. Þær komu beint af vaktinni, dauðþreyttar, eftir að hafa hjúkrað öldruðum á fjölmennri deild, undirmannaðri og vanbúinni af tækjum. Deildin er kölluð biðdeild. Hún var opnuð á Landakoti eftir að líknardeildinni þar var lokað þrátt fyrir að yfirstjórnendur LHS hefðu fengið 50 milljóna króna aukafjárveitingu frá Alþingi eftir að Hollvinasamtök líknardeilda höfðu gengið á fund fjárlaganefndar. Deildinni var lokað í trássi við vilja Alþingis. 9.8.2012 06:00
Ráð við gjaldeyrisgræðgi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Það er sama hvort ég labba um Laugaveginn eða vappa um Skagafjörðinn, ég er farinn að reka upp fagnaðaróp þegar ég heyri einhvern orða hugsun sína á okkar ylhýra. Ekki svo að mér þyki erlendir ferðamenn leiðinlegir en það er bara svo ágætt að rekast á Íslendinga, sérstaklega þegar maður er búinn að hafa fyrir því að koma sér til Íslands. 9.8.2012 00:01
Friðarloginn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Ég er af þeirri kynslóð sem man ógnina af kjarnorkuvopnum. Reglulega hlustaði maður á fregnir af því að samanlagður sprengikraftur vopnabúrs Bandaríkjanna og Sovétríkjanna dygði nú til að eyða jörðinni margoft. Og eftir því sem árin liðu var hægt að eyða jörðinni oftar, eins og einu sinni væri ekki nóg. Það er ekki nema von að dimm nýbylgjutónlist og volæðislegir textar hafi heillað ungmenni þessa tíma. Það hefur áhrif á lífsgleðina að heyra reglulega að möguleikinn á að tortíma jörðinni sé í höndum bjána eins og leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. 8.8.2012 06:00
Tvískinnungur í ógöngum Hörpu Hjörleifur Stefánsson skrifar Nú er orðin heyrinkunn sú staðreynd að Harpa, hin nýja tónlistar- og ráðstefnuhöll, er rekin með fjögur hundruð milljóna króna halla og eru þó framlög úr opinberum sjóðum til hennar ærin. 8.8.2012 06:00
Þegar Hótel Ísland brann Guðfinna Guðmundsdóttir skrifar Ég man það eins og gerst hefði í gær. Það var í janúar 1944. Ég var rétt orðin tólf ára og fékk stöku sinnum leyfi til að fara í bæinn. Við bjuggum ofarlega á Njálsgötunni, við Barónsstíg. Fréttin hafði borist eins og eldur í sinu um Reykjavík – Hótel Ísland var að brenna. Daginn eftir fórum við saman eldri systir mín, vinkona hennar og ég til að sjá rústirnar og þær voru tilkomumiklar því hörkufrost var og því hafði vatnið sem notað var til slökkvistarfsins frosið í íshröngla – allt í klakaböndum. Slökkvistarfið hafði einungis getað farið fram frá Austurstræti og Aðalstræti. Ekki gat slökkvilið Reykjavíkurborgar athafnað sig í Vallarstræti eða Veltusundi því þar var allt of þröngt. 8.8.2012 06:00
Evrópa unga fólksins er fyrir þig! Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Evrópa unga fólksins eða EUF er styrkjaáætlun sem ætluð er ungu fólki á aldrinum 13-30 ára og þeim sem starfa með ungu fólki. EUF býður upp á sjö tegundir styrkja sem allir eiga það sameiginlegt að snúa að ungu fólki. Þessir sjö flokkar eru: ungmennaskipti, frumkvæði ungs fólks, lýðræðisverkefni, sjálfboðaliðastarf, þjálfun og samstarf, fundir ungs fólks og námskeið í Evrópu. 8.8.2012 06:00
Litríka hátíðin gengin í garð Steinunn Stefánsdóttir skrifar Hinsegin dagar eru runnir upp í Reykjavík í fjórtánda sinn. Hátíðin sem byrjaði sem eins dags hátíð er orðin að sex daga menningar- og skemmtidagskrá. Hápunkturinn er svo gleðigangan sjálf á laugardaginn. 8.8.2012 09:00
Áskorun til olíufélaganna Unnar Erlingsson skrifar ÓBkom með skemmtilega nýjung í markaðsherferð félagsins í upphafi Ólympíuleikanna í London og bauð afslátt til okkar ökumanna í takt við gengi íslenska handboltalandsliðsins á leikunum. Spennan í upphafi var helst hversu stór afslátturinn yrði eftir viðureignina við nýliða Bretlands sem lauk í gærkveldi. Niðurstaðan var sautján marka munur og í morgun buðu nærri öll olíufélögin upp á sama afslátt, sautján krónur af hverjum bensínlítra. 8.8.2012 06:00
Don't drive offroad you might kill an elf Valdimar Örn Flygenring skrifar Ég sem aðili í ferðaþjónustu finn mig knúinn til að vekja máls á ákveðnu atriði er varðar greinina í heild. 8.8.2012 10:00
Aðild Íslands að ESB – Hagstæð eða óhagstæð fyrir neytendur? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Um þessar mundir standa yfir aðildarviðræður Íslands að Evrópusambandinu (ESB). Neytendasamtökin (NS) hafa ekki tekið afstöðu með eða á móti aðild Íslands að ESB en í nokkur ár hafa NS skoðað kosti og galla mögulegrar aðildar. Að mati NS væri aðild að ESB í mörgu mjög góður kostur fyrir íslenska neytendur. Ef Ísland gerist aðili mun það styrkja fjárhag heimilanna. Hagur neytenda myndi batna vegna þess að Ísland yrði aðili að mun stærra markaðssvæði og samkeppni myndi því aukast. Að vera utan ESB geri 7.8.2012 11:00
Smá nauðgað, annars fínt Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar Það er orðið árviss viðburður að fá fréttir af nauðgunum um Verslunarmannahelgi. Sem betur fer virðist ákveðin vitundarvakning hafa orðið í þessum efnum og jafnvel örgustu tréhausar hafa samþykkt víðtækari aðgerðir til að sporna við þeim hryllilega glæp sem nauðgun er. Á stundum hefur manni nefnilega fundist að skipuleggjendur hátíða telji það gefa þeim slæmt orðspor ef það spyrst út að til allra ráðstafana sé gripið til að hamla gegn nauðgunum. Það er auðvitað mikill misskilningur, orðspor hátíða batnar aðeins við það að allra bragða sé beitt til að koma í veg fyrir að sálsjúkir karlpungar nauðgi. 7.8.2012 06:00
Afætur eða falinn fjársjóður? Guðjón Sigurðsson skrifar Í Reykjavík síðdegis í símatíma um daginn var öryrki sem skammaðist út í íþróttafélög sem ekki hleyptu honum frítt inn á kappleiki og svo kom annar sem kallaði öryrkjann frekju á sínu framfæri. Báðir þessir aðilar eru öfgamenn í málefnum okkar öryrkja bara hvor á sínum endanum og eru hvorki öryrkjum til framdráttar né Íslandi yfir höfuð. Barátta MND félagsins hefur snúið að því að aðstoðarmenn okkar fengju frítt inn á viðburði. Ef við hefðum ekki aðstoð kæmumst við ekkert og því ósanngjarnt að við greiðum fyrir tvo. 7.8.2012 10:00
Hugleiðing heimilislæknis Salóme Ásta Arnardóttir skrifar Enn á ný berst heimilislæknaskortur í tal í fjölmiðlum. Fyrir skömmu kom yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans fram í sjónvarpi og sagði frá því að fólk kynni ekki að leita sér aðstoðar í heilbrigðiskerfinu og kæmi því óþarflega oft á bráðamóttöku með sín veikindi, slys og áhyggjur af heilsu, vandamál sem annars ættu heima í heilsugæslunni sem er undirmönnuð og þreytt. Heimilislæknum fer ört fækkandi þó verkefnin séu næg, því að þótt þjóðin hafi aldrei verið hraustari þá höfum við heldur aldrei verið óöruggari um heilsu okkar og þegar áhyggjur gera vart við sig þá er nauðsynlegt að eiga einhvern að til að viðra áhyggjur sínar við og leita ráða hjá. 7.8.2012 06:00
Sanngjarnt hvatasamfélag í stað sérhagsmuna og forræðishyggju Guðmundur G. Kristinsson skrifar Samfélagsgerð er afleiðing af umhverfi sem þróast í langan tíma. Foreldrar skapa umgjörð í uppeldi sem leggur grunn að hugarfari þeirra barna og börnin beita síðan sömu aðferðum í uppeldi sinna barna. Það eru mikil tengsl á milli foreldra og barna í menntun, tekjum og lífsmunstri og foreldrar eru í uppeldinu að leggja grunn að lífsmunstri sinna barna. 7.8.2012 06:00
Evrópumet í skattahækkunum Svana Helen Björnsdóttir skrifar Nú standa yfir í London Ólympíuleikar og á hverjum degi berast fregnir af fræknum íþróttamönnum sem setja bæði ný Ólympíumet og heimsmet. Þetta eru fréttir sem við gleðjumst öll yfir. 7.8.2012 10:15
Úr vörn í sókn Hilmar Oddsson skrifar Þær ánægjulegu fréttir bárust nýverið úr herbúðum ríkisstjórnarinnar að nú gætum við Íslendingar loks farið að rétta úr kútnum eftir allmörg mögur ár, botninum væri náð og fram undan væri betri, alltént skárri, tíð. Þjóðin hefur af skiljanlegum ástæðum verið í vörn síðan hún skoraði eitthvert eftirminnilegasta sjálfsmark sem nokkur þjóð hefur skorað á undanförnum áratugum. 7.8.2012 06:00
Út úr bíóunum Rekstur tónlistarhússins Hörpu verður að óbreyttu með rúmlega 400 milljóna króna tapi á þessu ári. Þetta er vitanlega þungur baggi bæði fyrir ríki og borg og þar með skattgreiðendur, ekki síst í Reykjavík. 7.8.2012 06:00
Hófsöm hirting Þorsteinn Pálsson skrifar Ræða forseta Íslands við embættistökuna nú í vikunni var ekki gallalaus. Sjálfsupphafningin var til að mynda á sínum stað þótt hún hafi að þessu sinni fremur verið ívaf en uppistaða. Kjarninn í ræðunni var hins vegar hófsöm hirting vegna ráðleysis og sundurlyndis við meðferð stjórnarskrármálsins á Alþingi. 4.8.2012 11:00
Vonir og væntingar Brynhildur Björnsdóttir skrifar Það var á Bindindismótinu í Galtalæk 1986 sem Greifarnir léku lagið Útihátíð í fyrsta sinn um verslunarmannahelgi og meitluðu í tón um eilífð stemninguna þessa fyrstu helgi í ágúst, sem er jafnframt síðasta helgi í sumarleyfi hjá mörgum og stærsta ferða-, útihátíða- og áfengisneysluhelgi ársins hjá öllum, að minnsta kosti að meðaltali. Ég man þetta af því þetta var mín fyrsta og síðasta útihátíð. Síðan hef ég reynt að eyða verslunarmannahelgum, sem og flestum öðrum dögum ársins, í tæri við kranavatn, heitt og kalt, útveggi og kaffivélar og ekki innan um of margt fólk. En það er bara ég og ég fagna þeim sem streymdu út úr bæjum og borgum í gær á hátíðasvæði eða sumarbústaði og vona að þeir skemmti sér vel. 4.8.2012 06:00
Þolinmæði, gleði og virðing Steinunn Stefánsdóttir skrifar Ferðahelgin stóra, verslunarmannahelgin, er runnin upp. Þriggja daga helgi sem er mörgum langþráð. Helgina má nýta til margs. Margir velja rólegheitin heima hjá sér en hjá stórum hópi er helgin nýtt til ferðalaga með áherslu á annað hvort að njóta náttúrunnar eða samveru við annað fólk, nema hvort tveggja sé. 4.8.2012 06:00
Kjósum fulltrúa innflytjenda! Toshiki Toma skrifar Í tilefni af fyrsta Fjölmenningarþingi árið 2010 voru kosningar til Fjölmenningarráðs haldnar af Reykjavíkurborg. Tilgangur ráðsins var að brúa bilið á milli innflytjenda og stjórnsýslu borgarinnar. Sjö einstaklingar voru kosnir sem ,,raddir“ innflytjenda í borginni. 3.8.2012 06:00
Ráðist að meinsemdinni sjálfri Steinunn Stefánsdóttir skrifar Norðmenn hafa búið til vefsíu sem hindrar notkun á barnaklámi og stöðvar mörg þúsund heimsóknir á barnaklámssíður þar dag hvern. Í síuna eru skráðar um þúsund vefsíður sem hafa verið skilgreindar ólöglegar. Hún er sett upp hjá netþjónustum og nær þá til allra sem eru í viðskiptum við þau fyrirtæki sem nota síuna. Virknin er þannig að ef notandi reynir að fara inn á skráða síðu þá fær hann skilaboð um að hún innihaldi ólöglegt efni. 3.8.2012 06:00
Boltinn rúllar Björn Þór Sigbjörnsson skrifar Þegar ég var gutti mætti ég stundum á fótboltaæfingar á malarvelli KA. Þjálfarinn reykti á æfingum og var stundum fullur. Ég átti ekki upp á pallborðið hjá honum; fékk fá tækifæri eins og það heitir, og þótt aðrir þjálfarar kæmu seinna, óreykjandi og edrú, komst ég heldur ekki í liðið. Fljótlega hætti ég að æfa en hafði áfram áhuga á fótbolta. 3.8.2012 06:00
"Er þetta ekki örugglega nóg?“ Pawel Bartoszek skrifar Ein af fjölmörgum dellum íslenskrar áfengisstefnu byggði á þeirri kenningu að ef menn væru neyddir til að kaupa meira áfengi í einu þá myndu þeir drekka minna af því. Þannig máttu Íslendingar lengi minnst kaupa sex bjóra í einni búðarferð. Líklegast byggðist þetta á þeirri hugsun að ef menn hækka upphafshæðina í hástökki þá muni færri reyna að stökkva yfir. Sem sagt: Það væri dýrara að kaupa heila kippu en einn bjór og stykkjasölubannið hindraði því dagdrykkju. 3.8.2012 12:00