Ferðaþjónustan og tíminn Pétur Óskarsson skrifar 17. ágúst 2012 06:00 Hugmynd sett fram af fjármálaráðherra um hækkun á virðisaukaskatti á gistingu frá 1. júní 2013 er nú þegar farin að hafa neikvæð áhrif á sölu Íslandsferða fyrir næsta ár. Óvissan er algjör, málið virðist vera órætt meðal stjórnarliða og enginn veit hvert þessi vonda hugmynd er að fara. Það er óþolandi fyrir okkur sem störfum í greininni að svona sé sett fram með svo stuttum fyrirvara með þeim skilaboðum að ákvörðunin verði ekki tekin fyrr en í lok þessa árs. Salan á Íslandsferðum árið 2013 er í gangi núna, ekki seinna. Margir ferðaheildsalar eru búnir að ganga frá öllum sínum samningum fyrir sumarið 2013 og tilboðagerð og sala hjá öðrum er nú í fullum gangi. Það er ljóst að ekki verður hægt að setja skattahækkun innanlands út í verðið á samningum sem búið er að gera. Fjármálaráðherra þarf að svara því strax, hvað við sem erum að selja Íslandsferðir eigum að gera núna. Eigum við að hækka verðið strax á ferðum til Íslands frá og með 1. júní 2013 í þeim samningum sem við eigum eftir að gera fyrir næsta sumar? Enginn erlendur dreifiaðili mun setja slíka vöru í hilluna við hliðina á vörum frá þeim sem sömdu áður en ráðherra kastaði sprengjunni. Eða eigum við að láta sem ekkert sé og taka áhættuna á því að allar tekjur okkar sem ferðaheildsala sem eru í meðalári u.þ.b. 10% af veltu verði þurrkaðar upp með ákvörðun í desember þegar fjárlagafrumvarpið verður afgreitt af Alþingi? Öllum völdum fylgir ábyrgð, stjórnmálamennirnir okkar verða að umgangast atvinnugreinarnar okkar af virðingu, þar er mikið í húfi. Það er alveg sama hversu vond eða góð þingmönnunum okkar kann að finnast hugmyndin um hækkunina vera. Það er ekki hægt að koma slíkri hækkun í framkvæmd nema með a.m.k. 18 mánaða fyrirvara eigi atvinnugreinin að geta velt slíkum breytingum til þeirra neytenda sem eiga að bera þessa hækkun. Eins og þetta liggur fyrir í dag, lendir þessi hækkun fyrir vanþekkingu stjórnmálamanna á starfsháttum og eðli ferðaþjónustunnar, á ferðaþjónustufyrirtækjunum sjálfum. Ekki þarf sérfræðinga til þess að skoða stöðu margra fyrirtækja í greininni til þess að sjá að þau munu ekki þola slíkt högg. Ef svo ólíklega vill til að meirihluti þingmanna á haustþingi styður þessa tillögu, þá verður sá meirihluti a.m.k. að sýna þá ábyrgð að hækkunin taki ekki gildi fyrir 1. júní 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Hugmynd sett fram af fjármálaráðherra um hækkun á virðisaukaskatti á gistingu frá 1. júní 2013 er nú þegar farin að hafa neikvæð áhrif á sölu Íslandsferða fyrir næsta ár. Óvissan er algjör, málið virðist vera órætt meðal stjórnarliða og enginn veit hvert þessi vonda hugmynd er að fara. Það er óþolandi fyrir okkur sem störfum í greininni að svona sé sett fram með svo stuttum fyrirvara með þeim skilaboðum að ákvörðunin verði ekki tekin fyrr en í lok þessa árs. Salan á Íslandsferðum árið 2013 er í gangi núna, ekki seinna. Margir ferðaheildsalar eru búnir að ganga frá öllum sínum samningum fyrir sumarið 2013 og tilboðagerð og sala hjá öðrum er nú í fullum gangi. Það er ljóst að ekki verður hægt að setja skattahækkun innanlands út í verðið á samningum sem búið er að gera. Fjármálaráðherra þarf að svara því strax, hvað við sem erum að selja Íslandsferðir eigum að gera núna. Eigum við að hækka verðið strax á ferðum til Íslands frá og með 1. júní 2013 í þeim samningum sem við eigum eftir að gera fyrir næsta sumar? Enginn erlendur dreifiaðili mun setja slíka vöru í hilluna við hliðina á vörum frá þeim sem sömdu áður en ráðherra kastaði sprengjunni. Eða eigum við að láta sem ekkert sé og taka áhættuna á því að allar tekjur okkar sem ferðaheildsala sem eru í meðalári u.þ.b. 10% af veltu verði þurrkaðar upp með ákvörðun í desember þegar fjárlagafrumvarpið verður afgreitt af Alþingi? Öllum völdum fylgir ábyrgð, stjórnmálamennirnir okkar verða að umgangast atvinnugreinarnar okkar af virðingu, þar er mikið í húfi. Það er alveg sama hversu vond eða góð þingmönnunum okkar kann að finnast hugmyndin um hækkunina vera. Það er ekki hægt að koma slíkri hækkun í framkvæmd nema með a.m.k. 18 mánaða fyrirvara eigi atvinnugreinin að geta velt slíkum breytingum til þeirra neytenda sem eiga að bera þessa hækkun. Eins og þetta liggur fyrir í dag, lendir þessi hækkun fyrir vanþekkingu stjórnmálamanna á starfsháttum og eðli ferðaþjónustunnar, á ferðaþjónustufyrirtækjunum sjálfum. Ekki þarf sérfræðinga til þess að skoða stöðu margra fyrirtækja í greininni til þess að sjá að þau munu ekki þola slíkt högg. Ef svo ólíklega vill til að meirihluti þingmanna á haustþingi styður þessa tillögu, þá verður sá meirihluti a.m.k. að sýna þá ábyrgð að hækkunin taki ekki gildi fyrir 1. júní 2014.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar