Ferðaþjónustan og tíminn Pétur Óskarsson skrifar 17. ágúst 2012 06:00 Hugmynd sett fram af fjármálaráðherra um hækkun á virðisaukaskatti á gistingu frá 1. júní 2013 er nú þegar farin að hafa neikvæð áhrif á sölu Íslandsferða fyrir næsta ár. Óvissan er algjör, málið virðist vera órætt meðal stjórnarliða og enginn veit hvert þessi vonda hugmynd er að fara. Það er óþolandi fyrir okkur sem störfum í greininni að svona sé sett fram með svo stuttum fyrirvara með þeim skilaboðum að ákvörðunin verði ekki tekin fyrr en í lok þessa árs. Salan á Íslandsferðum árið 2013 er í gangi núna, ekki seinna. Margir ferðaheildsalar eru búnir að ganga frá öllum sínum samningum fyrir sumarið 2013 og tilboðagerð og sala hjá öðrum er nú í fullum gangi. Það er ljóst að ekki verður hægt að setja skattahækkun innanlands út í verðið á samningum sem búið er að gera. Fjármálaráðherra þarf að svara því strax, hvað við sem erum að selja Íslandsferðir eigum að gera núna. Eigum við að hækka verðið strax á ferðum til Íslands frá og með 1. júní 2013 í þeim samningum sem við eigum eftir að gera fyrir næsta sumar? Enginn erlendur dreifiaðili mun setja slíka vöru í hilluna við hliðina á vörum frá þeim sem sömdu áður en ráðherra kastaði sprengjunni. Eða eigum við að láta sem ekkert sé og taka áhættuna á því að allar tekjur okkar sem ferðaheildsala sem eru í meðalári u.þ.b. 10% af veltu verði þurrkaðar upp með ákvörðun í desember þegar fjárlagafrumvarpið verður afgreitt af Alþingi? Öllum völdum fylgir ábyrgð, stjórnmálamennirnir okkar verða að umgangast atvinnugreinarnar okkar af virðingu, þar er mikið í húfi. Það er alveg sama hversu vond eða góð þingmönnunum okkar kann að finnast hugmyndin um hækkunina vera. Það er ekki hægt að koma slíkri hækkun í framkvæmd nema með a.m.k. 18 mánaða fyrirvara eigi atvinnugreinin að geta velt slíkum breytingum til þeirra neytenda sem eiga að bera þessa hækkun. Eins og þetta liggur fyrir í dag, lendir þessi hækkun fyrir vanþekkingu stjórnmálamanna á starfsháttum og eðli ferðaþjónustunnar, á ferðaþjónustufyrirtækjunum sjálfum. Ekki þarf sérfræðinga til þess að skoða stöðu margra fyrirtækja í greininni til þess að sjá að þau munu ekki þola slíkt högg. Ef svo ólíklega vill til að meirihluti þingmanna á haustþingi styður þessa tillögu, þá verður sá meirihluti a.m.k. að sýna þá ábyrgð að hækkunin taki ekki gildi fyrir 1. júní 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Hugmynd sett fram af fjármálaráðherra um hækkun á virðisaukaskatti á gistingu frá 1. júní 2013 er nú þegar farin að hafa neikvæð áhrif á sölu Íslandsferða fyrir næsta ár. Óvissan er algjör, málið virðist vera órætt meðal stjórnarliða og enginn veit hvert þessi vonda hugmynd er að fara. Það er óþolandi fyrir okkur sem störfum í greininni að svona sé sett fram með svo stuttum fyrirvara með þeim skilaboðum að ákvörðunin verði ekki tekin fyrr en í lok þessa árs. Salan á Íslandsferðum árið 2013 er í gangi núna, ekki seinna. Margir ferðaheildsalar eru búnir að ganga frá öllum sínum samningum fyrir sumarið 2013 og tilboðagerð og sala hjá öðrum er nú í fullum gangi. Það er ljóst að ekki verður hægt að setja skattahækkun innanlands út í verðið á samningum sem búið er að gera. Fjármálaráðherra þarf að svara því strax, hvað við sem erum að selja Íslandsferðir eigum að gera núna. Eigum við að hækka verðið strax á ferðum til Íslands frá og með 1. júní 2013 í þeim samningum sem við eigum eftir að gera fyrir næsta sumar? Enginn erlendur dreifiaðili mun setja slíka vöru í hilluna við hliðina á vörum frá þeim sem sömdu áður en ráðherra kastaði sprengjunni. Eða eigum við að láta sem ekkert sé og taka áhættuna á því að allar tekjur okkar sem ferðaheildsala sem eru í meðalári u.þ.b. 10% af veltu verði þurrkaðar upp með ákvörðun í desember þegar fjárlagafrumvarpið verður afgreitt af Alþingi? Öllum völdum fylgir ábyrgð, stjórnmálamennirnir okkar verða að umgangast atvinnugreinarnar okkar af virðingu, þar er mikið í húfi. Það er alveg sama hversu vond eða góð þingmönnunum okkar kann að finnast hugmyndin um hækkunina vera. Það er ekki hægt að koma slíkri hækkun í framkvæmd nema með a.m.k. 18 mánaða fyrirvara eigi atvinnugreinin að geta velt slíkum breytingum til þeirra neytenda sem eiga að bera þessa hækkun. Eins og þetta liggur fyrir í dag, lendir þessi hækkun fyrir vanþekkingu stjórnmálamanna á starfsháttum og eðli ferðaþjónustunnar, á ferðaþjónustufyrirtækjunum sjálfum. Ekki þarf sérfræðinga til þess að skoða stöðu margra fyrirtækja í greininni til þess að sjá að þau munu ekki þola slíkt högg. Ef svo ólíklega vill til að meirihluti þingmanna á haustþingi styður þessa tillögu, þá verður sá meirihluti a.m.k. að sýna þá ábyrgð að hækkunin taki ekki gildi fyrir 1. júní 2014.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar