Ferðaþjónustan og tíminn Pétur Óskarsson skrifar 17. ágúst 2012 06:00 Hugmynd sett fram af fjármálaráðherra um hækkun á virðisaukaskatti á gistingu frá 1. júní 2013 er nú þegar farin að hafa neikvæð áhrif á sölu Íslandsferða fyrir næsta ár. Óvissan er algjör, málið virðist vera órætt meðal stjórnarliða og enginn veit hvert þessi vonda hugmynd er að fara. Það er óþolandi fyrir okkur sem störfum í greininni að svona sé sett fram með svo stuttum fyrirvara með þeim skilaboðum að ákvörðunin verði ekki tekin fyrr en í lok þessa árs. Salan á Íslandsferðum árið 2013 er í gangi núna, ekki seinna. Margir ferðaheildsalar eru búnir að ganga frá öllum sínum samningum fyrir sumarið 2013 og tilboðagerð og sala hjá öðrum er nú í fullum gangi. Það er ljóst að ekki verður hægt að setja skattahækkun innanlands út í verðið á samningum sem búið er að gera. Fjármálaráðherra þarf að svara því strax, hvað við sem erum að selja Íslandsferðir eigum að gera núna. Eigum við að hækka verðið strax á ferðum til Íslands frá og með 1. júní 2013 í þeim samningum sem við eigum eftir að gera fyrir næsta sumar? Enginn erlendur dreifiaðili mun setja slíka vöru í hilluna við hliðina á vörum frá þeim sem sömdu áður en ráðherra kastaði sprengjunni. Eða eigum við að láta sem ekkert sé og taka áhættuna á því að allar tekjur okkar sem ferðaheildsala sem eru í meðalári u.þ.b. 10% af veltu verði þurrkaðar upp með ákvörðun í desember þegar fjárlagafrumvarpið verður afgreitt af Alþingi? Öllum völdum fylgir ábyrgð, stjórnmálamennirnir okkar verða að umgangast atvinnugreinarnar okkar af virðingu, þar er mikið í húfi. Það er alveg sama hversu vond eða góð þingmönnunum okkar kann að finnast hugmyndin um hækkunina vera. Það er ekki hægt að koma slíkri hækkun í framkvæmd nema með a.m.k. 18 mánaða fyrirvara eigi atvinnugreinin að geta velt slíkum breytingum til þeirra neytenda sem eiga að bera þessa hækkun. Eins og þetta liggur fyrir í dag, lendir þessi hækkun fyrir vanþekkingu stjórnmálamanna á starfsháttum og eðli ferðaþjónustunnar, á ferðaþjónustufyrirtækjunum sjálfum. Ekki þarf sérfræðinga til þess að skoða stöðu margra fyrirtækja í greininni til þess að sjá að þau munu ekki þola slíkt högg. Ef svo ólíklega vill til að meirihluti þingmanna á haustþingi styður þessa tillögu, þá verður sá meirihluti a.m.k. að sýna þá ábyrgð að hækkunin taki ekki gildi fyrir 1. júní 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Skoðun Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hugmynd sett fram af fjármálaráðherra um hækkun á virðisaukaskatti á gistingu frá 1. júní 2013 er nú þegar farin að hafa neikvæð áhrif á sölu Íslandsferða fyrir næsta ár. Óvissan er algjör, málið virðist vera órætt meðal stjórnarliða og enginn veit hvert þessi vonda hugmynd er að fara. Það er óþolandi fyrir okkur sem störfum í greininni að svona sé sett fram með svo stuttum fyrirvara með þeim skilaboðum að ákvörðunin verði ekki tekin fyrr en í lok þessa árs. Salan á Íslandsferðum árið 2013 er í gangi núna, ekki seinna. Margir ferðaheildsalar eru búnir að ganga frá öllum sínum samningum fyrir sumarið 2013 og tilboðagerð og sala hjá öðrum er nú í fullum gangi. Það er ljóst að ekki verður hægt að setja skattahækkun innanlands út í verðið á samningum sem búið er að gera. Fjármálaráðherra þarf að svara því strax, hvað við sem erum að selja Íslandsferðir eigum að gera núna. Eigum við að hækka verðið strax á ferðum til Íslands frá og með 1. júní 2013 í þeim samningum sem við eigum eftir að gera fyrir næsta sumar? Enginn erlendur dreifiaðili mun setja slíka vöru í hilluna við hliðina á vörum frá þeim sem sömdu áður en ráðherra kastaði sprengjunni. Eða eigum við að láta sem ekkert sé og taka áhættuna á því að allar tekjur okkar sem ferðaheildsala sem eru í meðalári u.þ.b. 10% af veltu verði þurrkaðar upp með ákvörðun í desember þegar fjárlagafrumvarpið verður afgreitt af Alþingi? Öllum völdum fylgir ábyrgð, stjórnmálamennirnir okkar verða að umgangast atvinnugreinarnar okkar af virðingu, þar er mikið í húfi. Það er alveg sama hversu vond eða góð þingmönnunum okkar kann að finnast hugmyndin um hækkunina vera. Það er ekki hægt að koma slíkri hækkun í framkvæmd nema með a.m.k. 18 mánaða fyrirvara eigi atvinnugreinin að geta velt slíkum breytingum til þeirra neytenda sem eiga að bera þessa hækkun. Eins og þetta liggur fyrir í dag, lendir þessi hækkun fyrir vanþekkingu stjórnmálamanna á starfsháttum og eðli ferðaþjónustunnar, á ferðaþjónustufyrirtækjunum sjálfum. Ekki þarf sérfræðinga til þess að skoða stöðu margra fyrirtækja í greininni til þess að sjá að þau munu ekki þola slíkt högg. Ef svo ólíklega vill til að meirihluti þingmanna á haustþingi styður þessa tillögu, þá verður sá meirihluti a.m.k. að sýna þá ábyrgð að hækkunin taki ekki gildi fyrir 1. júní 2014.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun