Biblían og bókstafurinn Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar 14. ágúst 2012 06:00 Nafnlausa auglýsingin sem birtist í Fréttablaðinu um helgina vakti sterk viðbrögð. Auglýsingin og viðbrögðin gefa tilefni til að ræða um Biblíuna og notkun hennar í samtímanum. Algeng og kannski eðlileg viðbrögð við því að sjá svona vitnað til texta um „saurlífismenn, skurðgoðadýrkendur, hórkarla, kynvillinga" eru að ganga út frá því að þar með sé hægt að slá einhverju föstu um afstöðu trúaðra um tiltekið efni – s.s. samkynhneigð – í samtímanum. En er það svo? Biblían er trúarrit kristinna og inniheldur ólík rit frá ólíkum tímum, rituð í margvíslegum tilgangi. Í Biblíunni er margt sem er svo framandi okkur í menningu og tíma að það missir algjörlega marks að slengja því fram samhengislaust. Versið í auglýsingunni er gott dæmi um þetta. Ekki er með neinu móti hægt að halda því fram að þar sé fjallað um ástrík sambönd samkynhneigðra í samtímanum. Um hvað fjallar textinn þá? Rannsóknir á Nýja testamentinu sýna að bréf Páls til safnaðarins í Korintu hefur ótal skírskotanir í siðfræði, rökfræði og venjur þess tíma. Þessi vers eru hluti af lastalista og ber að skoðast í samhengi við hugmyndir um dyggðir og sjálfsstjórn á 1. öld okkar tímatals. Kristin manneskja byggir ekki trú sína á bókstöfum og lögmáli, heldur fyrirheitinu um frelsi og ást Guðs, eins og það birtist í Jesú frá Nasaret. Mælistikan á það sem stendur í Biblíunni er hvort það þjóni þessu frelsi eða vinni gegn því. Bókstafshyggja, eins og sú sem lesa má úr auglýsingunni, er og hefur alltaf verið framandi stærstum hópi þeirra sem aðhyllast kristna trú. Að smætta kristni í bókstafstrú og tefla henni gegn manneskjunni, vinnur gegn eðli hennar og er til skaða í samfélaginu. Auglýsingin um helgina minnir okkur á það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Nafnlausa auglýsingin sem birtist í Fréttablaðinu um helgina vakti sterk viðbrögð. Auglýsingin og viðbrögðin gefa tilefni til að ræða um Biblíuna og notkun hennar í samtímanum. Algeng og kannski eðlileg viðbrögð við því að sjá svona vitnað til texta um „saurlífismenn, skurðgoðadýrkendur, hórkarla, kynvillinga" eru að ganga út frá því að þar með sé hægt að slá einhverju föstu um afstöðu trúaðra um tiltekið efni – s.s. samkynhneigð – í samtímanum. En er það svo? Biblían er trúarrit kristinna og inniheldur ólík rit frá ólíkum tímum, rituð í margvíslegum tilgangi. Í Biblíunni er margt sem er svo framandi okkur í menningu og tíma að það missir algjörlega marks að slengja því fram samhengislaust. Versið í auglýsingunni er gott dæmi um þetta. Ekki er með neinu móti hægt að halda því fram að þar sé fjallað um ástrík sambönd samkynhneigðra í samtímanum. Um hvað fjallar textinn þá? Rannsóknir á Nýja testamentinu sýna að bréf Páls til safnaðarins í Korintu hefur ótal skírskotanir í siðfræði, rökfræði og venjur þess tíma. Þessi vers eru hluti af lastalista og ber að skoðast í samhengi við hugmyndir um dyggðir og sjálfsstjórn á 1. öld okkar tímatals. Kristin manneskja byggir ekki trú sína á bókstöfum og lögmáli, heldur fyrirheitinu um frelsi og ást Guðs, eins og það birtist í Jesú frá Nasaret. Mælistikan á það sem stendur í Biblíunni er hvort það þjóni þessu frelsi eða vinni gegn því. Bókstafshyggja, eins og sú sem lesa má úr auglýsingunni, er og hefur alltaf verið framandi stærstum hópi þeirra sem aðhyllast kristna trú. Að smætta kristni í bókstafstrú og tefla henni gegn manneskjunni, vinnur gegn eðli hennar og er til skaða í samfélaginu. Auglýsingin um helgina minnir okkur á það.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun