
Biblían og bókstafurinn
Algeng og kannski eðlileg viðbrögð við því að sjá svona vitnað til texta um „saurlífismenn, skurðgoðadýrkendur, hórkarla, kynvillinga" eru að ganga út frá því að þar með sé hægt að slá einhverju föstu um afstöðu trúaðra um tiltekið efni – s.s. samkynhneigð – í samtímanum. En er það svo?
Biblían er trúarrit kristinna og inniheldur ólík rit frá ólíkum tímum, rituð í margvíslegum tilgangi. Í Biblíunni er margt sem er svo framandi okkur í menningu og tíma að það missir algjörlega marks að slengja því fram samhengislaust. Versið í auglýsingunni er gott dæmi um þetta. Ekki er með neinu móti hægt að halda því fram að þar sé fjallað um ástrík sambönd samkynhneigðra í samtímanum.
Um hvað fjallar textinn þá? Rannsóknir á Nýja testamentinu sýna að bréf Páls til safnaðarins í Korintu hefur ótal skírskotanir í siðfræði, rökfræði og venjur þess tíma. Þessi vers eru hluti af lastalista og ber að skoðast í samhengi við hugmyndir um dyggðir og sjálfsstjórn á 1. öld okkar tímatals.
Kristin manneskja byggir ekki trú sína á bókstöfum og lögmáli, heldur fyrirheitinu um frelsi og ást Guðs, eins og það birtist í Jesú frá Nasaret. Mælistikan á það sem stendur í Biblíunni er hvort það þjóni þessu frelsi eða vinni gegn því.
Bókstafshyggja, eins og sú sem lesa má úr auglýsingunni, er og hefur alltaf verið framandi stærstum hópi þeirra sem aðhyllast kristna trú. Að smætta kristni í bókstafstrú og tefla henni gegn manneskjunni, vinnur gegn eðli hennar og er til skaða í samfélaginu. Auglýsingin um helgina minnir okkur á það.
Skoðun

Hvar skildi pabbi vera á biðlistanum, ætli honum endist ævin að komast af þeim lista?
Davíð Bergmann skrifar

Skipulagsmál á sjálfstýringu hjá meirihlutanum í Kópavogi
Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar

Vanþekking
Eymundur Eymundsson skrifar

Hvalreki eða Maybe Mútur?
Pétur Heimisson skrifar

Fyrirbyggjum áreitni og ofbeldi innan ferðaþjónustunnar
Bryndís Skarphéðinsdóttir,Margrét Wendt,Ólína Laxdal skrifar

Hittumst og ræðum um menntamál!
Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Kyrrstaða þrátt fyrir tækifæri til breytinga
Hildur Harðardóttir skrifar

Stígum öll upp úr skotgröfunum
Gísli Rafn Ólafsson skrifar

Átt þú barn með ADHD?
Hólmfríður Árnadóttir skrifar

Ríkisstjórnin svínaði á eftirlaunafólki fimm ár í röð
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Ný og nauðsynleg nálgun í þjónustu við eldra fólk
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Menntun og velsæld barna í fyrsta sæti
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar

Transvæðingin og umræðan
Eva Hauksdóttir skrifar

Áskorun til borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs
Sigurður Gylfi Magnússon skrifar

Stórtækar umbætur í fangelsismálum
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Við getum víst hindrað laxastrok
Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Breytum um kúrs
Sigmar Guðmundsson skrifar

Nýjar lausnir fyrir nýja tíma
Finnur Beck skrifar

Freklega vegið að líffræðilegum fjölbreytileika
Jódís Skúladóttir skrifar

… hver er á bakvakt?
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar

Lygarinn, ég?
Jón Ármann Steinsson skrifar

Nokkur orð um Sinfó
Víkingur Heiðar Ólafsson skrifar

Að verða vitni að drápi á hvalkýr og kálfi
Arne Feuerhahn skrifar

Eflum Tjarnarbíó og sjálfstæðar sviðslistir
Skúli Helgason skrifar

Ópera - framtíðin er björt!
Andri Björn Róbertsson skrifar

Þegar lítil þúfa...
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Að brenna bláa akurinn
Jón Kaldal skrifar

Mikilvægi lyfjameðferðar við ADHD
Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar

Breytum um kúrs
Sigmar Guðmundsson skrifar

Ferðarisi að laumupúkast undir fölsku nafni
Jón Ármann Steinsson skrifar