Fleiri fréttir

Unglingar og klám

Sigga Dögg skrifar

Unglingar horfa á klám. Það er staðreynd. Margir vita að klám er óraunverulegt en reyna samt að draga einhvern lærdóm af því. Þekkingin til að greina á milli hvað sé raunhæft og hvað ekki er ekki til staðar sökum reynsluleysis í samskiptum og kynlífi. Klámið kennir börnum ekki samskipti því þar eru einungis geltar skipanir og svívirðingar. Við fullorðna fólkið vitum að sú tækni dugar skammt í raunverulegum kynmökum en þeir sem hana hafa prófað hafa oftar en ekki sármóðgað bólfélagann með tilheyrandi leiðindum. Þá kennir klámið heldur ekki tækni, þarna eru atvinnumenn á ferð og leikmenn sem ætla að herma eftir geta slasað sig og aðra.

Vald og „mótun“

Magnús Halldórsson skrifar

Á dögunum var greint frá því að Framtakssjóður Íslands hefði selt fyrirtækið Plastprent til Kvosar, móðurfélags prentsmiðjunnar Odda. Kvos fékk fimm milljarða króna afskrift á dögunum, gegn því að leggja fram nýtt hlutafé upp á fimm hundruð milljónir.

Nýtingarhlutfall – byggingarréttur

Gestur Ólafsson skrifar

Talsverð umræða um skipulagsmál hefur skapast að undanförnu í kjölfar samkeppni um hugsanlega frekari uppbyggingu við Austurvöll og Ingólfstorg. Þar hefur mönnum orðið tíðrætt um nýtingarhlutfall og hugsanlegan byggingarrétt sem hafi verið myndaður á þessu svæði og í öðrum gömlum hverfum borgarinnar.

Skuldasöfnun Jóhönnu Sigurðardóttur

Bjarni Benediktsson skrifar

Fyrir skemmstu birtist ríkisreikningur fyrir árið 2011. Samþykkt fjárlög höfðu gert ráð fyrir 46 milljarða halla. Niðurstaðan varð hins vegar 90 milljarðar.

Árangur hverra og fyrir hverja?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar

Umræða undanfarinna daga um stöðu Íslands í alþjóðlegum samanburði gefur tilefni til að benda á nokkrar staðreyndir. Umræðan er mikilvæg vegna þess að tækifæri Íslands eru líklega meiri en nokkurs annars lands en samt eigum við á hættu að glata þeim. Saga undanfarinna ára undirstrikar þetta.

Ingólfstorg – borgartorg – ekki byggingarlóð

Egill Guðmundsson skrifar

Mikil umræða er þessa dagana um nýafstaðna alþjóðlega arkitektasamkeppni á svæðinu í Kvosinni við Ingólfstorg og Kirkjustræti, sem haldin var á vegum Reykjavíkurborgar og eiganda fasteigna á svæðinu. Hann hefur hug á að byggja þar hótel. Skiptar skoðanir eru um verðlaunatillöguna úr samkeppninni, sem leggja á til grundvallar við væntanlegt deiliskipulag fyrir þennan reit í miðborg Reykjavíkur. Margir hafa þegar tjáð sig í ræðu og í riti og kallað er eftir málefnalegri umræðu um Ingólfstorg.

Barnalögin brjóta mannréttindi

François Scheefer skrifar

Barnalögin eru gölluð og í þeim felast mörg mannréttindabrot. Eitt dæmi er hinn ógnarlangi vegur að réttlætinu skv. 50 gr. barnalaga þegar lögheimilisforeldri brýtur lög og réttindi barns og foreldris með því að tálma umgengni. Lögin gefa gerandanum heimild til þess að brjóta lög og réttindi annarra nánast út í hið óendanlega og án afleiðinga af nokkru tagi.

Hvert skal stefna í ferðaþjónustu

Steinar Frímannsson skrifar

Vöxtur ferðaþjónustu er mikið í umræðu nú um stundir. Mest er talað um hversu mikinn hag við höfum og gætum haft af ferðaþjónustunni. Einnig hefur hið undarlega mál varðandi sölu eða leigu Grímsstaða á Fjöllum vakið talsverða umræðu.

Heft aðgengi leiðir til minni verslunar

Björn Jón Bragason skrifar

Steinunn Stefánsdóttir ritaði forystugrein sem birtist í Fréttablaðinu 30. júlí sl. Þar gerði hún að umtalsefni hækkun bílastæðagjalda í miðborginni um fimmtíu prósent, sem nú hefur verið kynnt. Í grein sinni nefnir Steinunn að markmið hækkunarinnar sé að „auka flæði í stæðunum“ í miðborginni og tekur hún undir sjónarmið borgarstjórnarmeirihlutans í málinu.

Kosið um aðild að ESB

Kosið var um aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu í fjórtán aðildarríkjum sambandsins af 27. Þessi ríki eru Danmörk og Írland árið 1972, Austurríki, Finnland og Svíþjóð árið 1994 og Eistland, Lettland, Litháen, Malta, Pólland, Slóvakía, Slóvenía, Tékkland og Ungverjaland árið 2003.

Ríkisstjórnin hafnar nýsköpun og framförum

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar

Nýsköpun felur í sér lærdóm og kallar í mörgum tilvikum á ný viðmið þegar tekist er á um hvað sé skynsamlegt og eðlilegt. Eftir hrun gerðu margir Íslendingar sér vonir um að stjórnmálamenn myndu læra af hrakförum íslenska þjóðarbúsins og bæta starfshætti í stjórnsýslunni. Hrunið er talandi dæmi um það hversu klíkumenning stjórnmálaflokkanna er hættuleg almenningi.

Ríkissjóður okkar og annarra

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Alvarlegar horfur í efnahagslífi fjölmargra Evrópulanda eiga ekki síst rætur sínar að rekja til þungrar skuldabyrði og hallareksturs ríkissjóða. Margir telja að komið sé að ystu mörkum þess sem viðkomandi ríki muni ráða við og svigrúm þeirra til aðgerða gagnvart efnahagskreppunni að sama skapi takmarkað. Er svo komið meira að segja að þrefalt A lánshæfismat best settu ríkjanna er ekki lengur talið öruggt. Í samanburði við flest ef ekki öll lönd Evrópu voru áhrif efnahagsáfallanna 2008 mun svakalegri á hagkerfi okkar Íslendinga. Áhrifin á afkomu ríkissjóðs voru geigvænleg en þar varð viðsnúningur frá nokkurra prósenta afgangi í yfir hátt í 14% halla í einni andrá í lok árs 2008. Eins og allir þekkja munaði þar mest um gjaldþrot Seðlabanka Íslands upp á tæplega 200 mia. k

Krónan styrkist

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Eftir hrun hefur margt unnist í endurreisn hér á landi. Ekki er þó laust við að sumum merkjum um bættan efnahag fylgi blendnar tilfinningar. Þannig hefur krónan styrkst mjög síðustu daga og er það að sjálfsögðu vel, svo fremi sú styrking skili sér í lægra vöruverði. Þess sjást þó ekki enn merki og er þá sama hvort horft er til nauðsynjavöru, neysluvarnings eða eldsneytisverðs. En þá er í öllu falli örlítið hagkvæmara að fara til útlanda.

Homo sapiens og heimabankinn

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Þetta hófst allt fyrir nokkrum milljónum ára þegar forfaðir okkar mannanna stakk hina apana af og klöngraðist niður úr trénu sínu. Heilar stækkuðu og það réttist úr bökum. Verkfæri litu dagsins ljós og eldar voru tendraðir. Bóndinn leysti veiðimanninn af hólmi og fyrirrennarar okkar latte-lepjandi borgarpakksins hófu að rotta sig saman. Píramídar risu og Ford fann upp færibandið. Newton fékk þyngdaraflið í höfuðið en maðurinn hóf sig engu að síður á loft á þöndum stálvængjum. Henry Edward Roberts bjó til borðtölvuna, Tim Berners-Lee fann upp veraldarvefinn, Steve Jobs fékk mikilmennskubrjálæði og bamm: Allt varð þetta til þess að dag einn sat undirrituð á fjöldaframleidda Klippan Ikea-sófanum sínum með internetið í kjöltunni og kaffibolla jafnháþróaðan og homo sapiens í hendinni.

Gleðitregðan

Stígur Helgason skrifar

Alla tíð – að minnsta kosti frá því að ég komst til vits og ára – hef ég lagt mig fram um að finnast verslunarmannahelgin leiðinleg. Svo umhugað hefur mér verið um að láta hefðir og venjur samfélagsins ekki skilyrða mig til skemmtunar að ég hef álitið þessa mestu ferðahelgi ársins þeim mun betur heppnaða því viðburðasnauðara sem líf mitt var á meðan. Spurningunni "Hvað gerðirðu um versló?“ hef ég til þessa viljað geta svarað hneykslaður og með þjósti: "Ekki neitt.“ Eins og spurningin hafi verið fáránleg og ég sé fyllilega tilfreðs með að hafa hvorki farið út úr húsi né yrt á nokkurn mann svo dögum skipti.

Aðgengilegri og öruggari hjólreiðar

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Þeim fjölgar sífellt sem velja að nota reiðhjól til þess að komast milli staða í höfuðborginni. Hjólreiðar sem ferðamáti eru gagnlegar bæði fyrir þann sem þær stundar og fyrir samfélagið allt.

Réttindi flóttamanna

Valgerður Húnbogadóttir skrifar

Mikil umræða hefur verið um málefni flóttamanna og af þessu tilefni langar mig að fjalla um hvaða réttindi flóttamenn hafa samkvæmt alþjóðlegum sáttmálum sem Ísland er aðili að. Ísland er aðili að alþjóðasamningi um stöðu flóttamanna frá 28. Júlí 1951 sem þýðir að stjórnvöldum ber að fara eftir honum. Í fyrstu grein samningsins er hugtakið flóttamaður skilgreint sem einstaklingur sem hefur yfirgefið heimaland sitt vegna ástæðuríks ótta við að vera ofsóttur vegna kynþáttar, þjóðernis, aðildar að tilteknum þjóðfélagshópi eða vegna stjórnmálaskoðana og getur ekki, eða vill ekki, vegna slíks ótta færa sér í nyt vernd þess lands. Þá má ekki, samkvæmt 44. grein útlendingalaga, senda einstakling aftur til lands þar sem hann á það á hættu að sæta dauðarefsingu, pyndingum eða annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.

Umtalaðasta kaffihús á Íslandi

Pétur Magnússon skrifar

Undanfarið hefur verið töluvert fjallað um nýtt kaffihús sem opna mun á Hrafnistu í Reykjavík á næstunni og þá sérstaklega um vínveitingaleyfi sem sótt hefur verið um. Þó flestum þyki þetta sjálfsagður og eðlilegur hlutur, hefur umræðan stundum verið mjög villandi. Tel ég nauðsynlegt að koma á framfæri helstu staðreyndum í málinu.

Börn ekki afskiptalaus á gæsluvelli í Setbergi

Inger Rós Ólafsdótti skrifar

Ég er fjögurra barna móðir og er yngsta mín búin að sækja gæsluvöllinn í Setbergi þar sem börn frá 2 til 5 ára koma saman og leika sér. Þarna eru börn frá alls kyns heimilum og verða foreldrar að meta börn sín sem eru kannski aðeins 2 ára hvort þau séu hæf eða tilbúin til að fara á gæsluvelli með eldri börnum í allt að 3 klst.

Gömul saga og ný

Davíð Egilsson skrifar

Það er harla fátítt að ritverk standist tímans tönn enda hafa þau eðlilega mesta skírskotun til þess tíma sem þau voru rituð á. Það hendir þó að sum verði klassísk og önnur gangi hugsanlega í endurnýjun lífdaga í ljósri samfélagsþróunar. Þannig er það að mínu viti með Salamöndrustríðið eftir Karel Capek.

Vel heppnuð samkeppni um Kvosina

Björn Ólafs skrifar

Samkeppni um Torgin í Kvosinni var óvenjulega vel undirbúin af Reykjavíkurborg. Úrslit hennar eru kunn og allir meginaðilar í borgarlífinu hafa tjáð sig um þau. Má því ætla að komið sé að næsta áfanga sem er að þróa verðlaunatillöguna sem stekkur auðvitað ekki fullsköpuð út úr höfði höfunda. Þróa hana til að hún falli sem best að umhverfinu og hafi jákvæð, spennandi áhrif á borgarlífið. Athugum því nánar hvað felst í tillögunni.

Þakkarbréf í forseta- umræðufráhvörfum

Andrea Róbertsdóttir skrifar

Ég ætla að hætta að nota „duddu“ í kvöld sagði þriggja ára sonur minn við mig fyrr í vikunni. „Er það?“ spurði ég með undrunarsvip þar sem „duddulausa lífið“ var handan við hornið. „Dudda“ er lykilorðið sem hefur svakalegan mátt á mínu heimili. Þegar ég býð upp á „duddu“ á kvöldin má sjá nautnasvipinn færast yfir son minn sem finnst ekkert betra en að fá „útúrsnuddaða dudduna“ sína fyrir háttinn. Síðan kom kvöldið, fyrsti dagurinn af restinni af lífinu, og nýja lífinu var slegið á frest. Þetta undratæki hefur nú reddað heilu boðunum og helgarinnkaupunum og mun vafalítið gera það eitthvað áfram. Snuddur eru því alls ekki slæmar. Þær tilheyra samt bara tímabili á mannsævi margra. Það kemur því sá dagur sem sonur minn mun hætta með snuð og annað tekur við í lífinu. Hann hefur bara ekki hugmynd um að það er líf, hið fínasta líf, eftir snuddulíf.

Aðalskipulagi ber að hlíta

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Gildandi aðalskipulag var samþykkt fyrir áratug. Samkvæmt því á í Vatnsmýrinni í Reykjavík, þar sem nú er flugvöllur sem þjónar innanlandsflugi, að vera blönduð byggð með íbúðum og þjónustu- og atvinnuhúsnæði.

Iss piss piss

Erla Hlynsdóttir skrifar

"Væri ég rukkuð fyrir að fara á salernið þá myndi ég glöð pissa á gólfið í staðinn.“ Þetta eru viðbrögð konu nokkurrar við því að eigandi vegasjoppu íhugar að láta þá sem ekkert versla borga fyrir að nota klósettið. Viðbrögðin má sjá á dv.is, undir frétt þar sem fjallað er um að eigandi Baulu í Borgarnesi sé búinn að fá nóg af "hlandrútum“ sem stoppi með tugi farþega sem fari bara á klósettið en kaupi ekkert.

Hvar stöndum við?

Torfi Hjartarson skrifar

Tillögur úr hugmyndasamkeppni um byggingar og almannarými við Ingólfstorg og Víkurgarð hafa vakið sterk viðbrögð enda voru forsendur keppninnar gagnrýndar harðlega þegar þær voru fyrst lagðar fram. Í stað þess að leggja alla áherslu á almannarými og verndarsjónarmið var gengið mjög langt til móts við þarfir lóðarhafa á svæðinu. Sá hefur það helst á sinni stefnuskrá að byggja stórt hótel. Andstaða við byggingaráformin hafði þó þau áhrif að í keppninni var töluverð áhersla á verndarsjónarmiðin um gamla byggð, skapað var visst svigrúm til sveigjanleika í útfærslum og þátttakendur hvattir til að færa ekki gömul hús úr stað. Margir keppenda svöruðu því kalli með því að koma sem mestu af hótelstarfseminni fyrir í Landsímahúsi við Austurvöll ásamt yngri viðbyggingum og mögulegri nýbyggingu við Kirkjustræti gegnt inngangi að Alþingi. Sumar hugmyndir að þeirri nýbyggingu eru hógværari en í verðlaunatillögunni enda tekur dómnefnd sérstaklega fram að þann hluta hennar þurfi að útfæra betur. Ýmsir hafa líka bent á að vel megi komast af með miklu minna hótel og að önnur starfsemi færi betur í Landsímahúsi, til að mynda menningar- og tómstundastarf á vegum borgarinnar eða skrifstofur Alþingis á efri hæðum ásamt öflugri veitingastarfsemi á jarðhæð sem þá yrði laus við alla langferðabíla.

Huang Gnarr

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Þegar íslensku útrásarvíkingana þraut örendið bar nokkuð nýrra við. "Sjá roðann í austri/hann brýtur sér braut“, sungum við ungir jafnaðarmenn í fyrndinni. Sá roði úr austri brýtur sér nú braut alla leiðina þaðan og upp á Grímsstaðahálendið.

Í skuggasundi

Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Ég fór í skuggasundið milli Landsímahússins og Miðbæjarmarkaðarins og skoðaði tillögurnar sem urðu hlutskarpastar í samkeppni um byggingu hótels ofl. bygginga við Ingólfstorg og Austurvöll.

Nær náttúruvernd bara að sjávarmáli?

Jónas Bjarnason og Lýður Árnason skrifar

Við Íslendingar hrósum okkur fyrir fiskvernd. Núna erum við ánægðir með þorskinn enda stofninn í betra ástandi en oft áður. Útgerðarmenn segja að lækkun heildarafla eftir ráðleggingum Hafró um 30 þúsund tonn 2007 og áfram ár frá ári til 2011 hafi leitt til þessarar góðu útkomu. Hafró miðar heildarafla að jafnaði við ákveðið hlutfall af hrygningarstofni og þessi ár var viðmiðunarstuðull lækkaður í sem samsvarar 20% af hrygningarstofni.

Biðsalur dauðans

Teitur Guðmundsson skrifar

Þetta er sterkt til orða tekið en sumir hafa kallað elli- og hjúkrunarheimili þessu nafni og fáum við væntanlega flest einhverja hryllingsmynd í hugann. Einhverjir munu hugsa með sér að þangað muni þeir aldrei fara, á meðan aðrir lofa góða þjónustu, yndislegt viðmót, fagleg vinnubrögð sem og það öryggi sem slíkt veitir þeim sem slíka aðhlynningu þurfa. Ekki síst hefur samfélagsmynstrið breytt möguleikum fjölskyldna á að búa saman frá vöggu til grafar vegna aukins álags, vinnuframlags og tímaskorts hvort heldur sem er gagnvart börnum okkar eða foreldrum. Þó skyldi stefna að búsetu á eigin heimili eins lengi og þess er nokkur kostur.

Meira um aðferðir við forsetakjör

Þorkell Helgason skrifar

Í Fréttablaðinu 25. júlí sl. er ágæt frásögn af góðu framtaki nokkurra fræðimanna sem spurðu í netkönnun hvaða aðferð fólki hugnaðist best við kjör í embætti forseta Íslands. Spurt var um fjórar aðferðir auk þeirrar núverandi þar sem einfaldur meirihluti ræður. Meðal annars var boðið upp á það sem fræðimennirnir kölluðu "varaatkvæðisaðferð“. Við þetta má bæta fróðleik sem hvorki kom fram hjá spyrlunum né heldur í fréttaskýringunni.

Kosningalögum verður breytt

Ögmundur Jónasson skrifar

Öryrkjabandalag Íslands lét reyna á það í kæru til Hæstaréttar hvort ógilda bæri nýafstaðnar forsetakosningar þar sem fatlaðir kjósendur hefðu ekki getað haft aðstoðarfólk að eigin vali sér til aðstoðar í kjörklefanum. Nú hefur Hæstiréttur hafnað kröfunni og þar með staðfest túlkun innanríkisráðuneytisins á kosningalögunum.

Bílastæða- barlómurinn

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Hækkun á gjaldskrá vegna bílastæða í miðbæ Reykjavíkur tekur gildi í dag. Hækkunin nemur 50 prósentum og nær til meirihluta stæða í miðborg Reykjavíkur. Auk þess hækka gjöld í stæði við sjúkrahúsin í borginni og við Háskólann. Gjaldskrá vegna bílastæða hefur ekki hækkað í meira en áratug og líklega er erfitt að finna aðra þjónustu sem það á við um.

Línurnar skýrast

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar

Forkólfar Sjálfstæðisflokksins rifja nú upp frjálshyggjufræði sín og boða lækkun skatta á einstaklinga og fyrirtæki á sama tíma og sligandi reikningar falla á ríkissjóð sem rekja má til bankahrunsins. Engu má hlífa við niðurskurði segir Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, og vísar þar til nærri 50 milljarða króna kostnaðar í ríkisreikningi sem fellur á ríkissjóð í eitt skipti vegna falls SpKef og tapreksturs Byggðastofnunar og Nýsköpunarsjóðs á undanförnum árum. Það er einkar hollt fyrir sjálfstæðismenn að hafa hugfast hverjir báru mesta ábyrgð á því tjóni sem almenningur ber nú vegna SpKef.

Ísland eigi Grímsstaði

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir skrifar

Enn er von til að eitthvað gott komi út úr styrnum um hina merku jörð Grímsstaði á Fjöllum, dyragættinni að víðernum Íslands. Í fæðingu er löngu tímabær umræða um gildi lands og yfirráða yfir landi og auðævum þess. Þjóðarvakning? Inn í umræðuna tvinnast margvíslegir fletir stórveldahagsmuna, stórskipahafna og olíuhreinsunarstöðva. Öllu æir saman sem aftur hefur orðið til að vekja upp gagnrýna, lifandi umræðu. Slíkt er gott.

Ofbeit og rányrkja

Herdís Þorvaldsdóttir skrifar

Gróðurþekju landsins var eytt með ofbeit og rányrkju svo að moldin varð laus undan vindinum eins og Halldór Laxness segir í frægu erindi sem hann nefndi ?Hernaðurinn gegn landinu? og hann flutti í útvarpinu fyrir u.þ.b. 40 árum.

Framtíðarbyggð í Vatnsmýri

Gísli Marteinn Baldursson skrifar

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill að Vatnsmýrin verði notuð undir flugvöll til frambúðar, frekar en að þar verði blönduð byggð. Honum er auðvitað frjálst að hafa þessa skoðun, en hann viðurkennir jafnframt að það sé Reykjavík sem fari með skipulagsvald á svæðinu og hún ?taki því ákvörðun um það sjálf? hvernig landið sé nýtt. Allt þetta kom fram í frétt á Stöð 2 í síðustu viku. Það er jákvætt að ráðherrann sýni málefnum Reykjavíkur áhuga og tjái sig um skipulagsmál í borginni. Innanríkisráðherra

Best í heimi

Atli Fannar Bjarkason skrifar

Stundum, seint á kvöldin, þá staldra ég við og hugsa um stærsta einstaka þáttinn í sögu okkar sem íþróttaþjóðar: Höfðatöluna. Ef Íslendingar væru fjölmenn þjóð þyrftum við síendurtekinn árangur til að blása upp þjóðarstoltið en í staðinn beitum við tölfræðiæfingum sem gefa okkur tímabundna, en unaðslega, vellíðan. Auðvitað eigum við að gera meira úr höfðatölunni. Samkvæmt henni hefur árangur Íslendinga á Ólympíuleikum verið óslitin sigurganga.

Vilji rati í uppbyggilegan farveg

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Vart er hægt að ímynda sér bágari stöðu í lífinu en þá að vera landlaus og á flótta. Ástæður þess að fólk sér sig knúið til að flýja heimaslóðir geta verið margar; sumir flóttamenn hafa yfirgefið stríðshrjáð svæði meðan aðrir hafa skoðanir sem ekki hugnast ráðamönnum og ástæðurnar geta verið fjölmargar fleiri.

Kærir Ögmundur sig einn ekki kollóttan?

Þorsteinn Pálsson skrifar

Frá siðferðilegu sjónarmiði er til lengri tíma litið brýnast að treysta lýðræðislega innviði samfélagsins og styrkja stjórnkerfið; bæta þarf viðskiptasiðferði, stjórnsiði og vinnulag, efla fagmennsku og siðferðisvitund.“

Ofbeldi er aldrei einkamál

Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar

Knattspyrnumaður var nýlega dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, eftir að hafa kastað bjórglasi í annan mann. Skömmu eftir að hann var dæmdur kom í ljós að hann hefur jafnframt verið ákærður fyrir tvær aðrar líkamsárásir, í þau skiptin gegn þáverandi kærustu sinni.

Sjá næstu 50 greinar