Umtalaðasta kaffihús á Íslandi Pétur Magnússon skrifar 1. ágúst 2012 06:00 Undanfarið hefur verið töluvert fjallað um nýtt kaffihús sem opna mun á Hrafnistu í Reykjavík á næstunni og þá sérstaklega um vínveitingaleyfi sem sótt hefur verið um. Þó flestum þyki þetta sjálfsagður og eðlilegur hlutur, hefur umræðan stundum verið mjög villandi. Tel ég nauðsynlegt að koma á framfæri helstu staðreyndum í málinu. Hrafnista í Reykjavík er eitt af þremur heimilum Hrafnistu og er stærsta öldrunarheimili landsins með rúmlega 50 ára sögu. Heimilismenn eru rúmlega 200 en að auki eru 100-200 aðrir eldri borgarar sem nýta þjónustuna í viku hverri. Á Hrafnistu er að finna fjölbreytta þjónustu sem hentar eldri borgurum vel. Sem dæmi má nefna: Hjúkrunar- og læknisþjónustu, sjúkraþjálfun, sundlaug, iðjuþjálfun, vinnustofu, líkamsrækt, mjög fjölbreytt félagsstarf og margvíslegar uppákomur, prestsþjónustu, mötuneyti, hárgreiðslustofu, banka, snyrtistofu, verslun, þvottahús, boccia-völl og pútt-völl. Frá árinu 2007 hafa staðið yfir veigamiklar breytingar á húsnæði Hrafnistu í Reykjavík. Markmiðið er að koma betur til móts við vaxandi kröfur nútímans um aðbúnað eldra fólks og það yfirlýsta markmið Hrafnistu að vera leiðandi í þjónustu og umönnun aldraðra. Breytingarnar munu taka um 8 ár og má reikna með að heildarkostnaður verði um 2 milljarðar króna. Verkefni ársins 2012 eru umfangsmiklar breytingar á aðalborðsal heimilisins. Gjörbreyting verður gerð á þessum 55 ára gamla sal og er ætlunin að reyna að skapa hlýlegt bókakaffisumhverfi í sambland við hefðbundinn matsal sem þjónar bæði heimilisfólki, starfsfólki og gestum Hrafnistu. Aldrei hefur staðið til að opna nýjan bar eða krá á Hrafnistu. Ástæða þess að fólk býr á Hrafnistu eða notar þjónustu þar er sú að fólkið á við verulegan heilsubrest að stríða. Í hópnum er að finna þverskurð þjóðfélagsins og skýrt skal tekið fram að húsið er heimili fólksins, ekki sjúkrahús. Þessir einstaklingar eru margir í hjólastól eða hafa takmarkaða hreyfifærni og því er reynt að bjóða upp á sem fjölbreyttasta þjónustu, þjálfun og afþreyingu á staðnum. Sem dæmi má nefna að í nýafstöðnum forsetakosningum var boðið upp á utankjörstaðaatkvæðagreiðslu á öllum heimilum Hrafnistu og var það þjónusta sem margir nýttu sér án sérstakra blaðaskrifa eða gagnrýni í þjóðfélaginu. Á nýja kaffihúsinu, sem opið verður til kl. 19.00 á kvöldin, verður hægt að kaupa kaffidrykki og meðlæti eins og pönnukökur með rjóma og súkkulaðiköku. Heimilismönnum gefst þar tækifæri til að sækja kaffihús og bjóða vinum og ættingjum með sér. Líkt og á flestum kaffihúsum landsins er mögulegt að gestir geti fengið sér léttvín eða bjór kjósi þeir svo. Undirritaður undrast mjög þá umræðu að ætlunin sé að halda áfengi sérstaklega að öllum gestum og heimilismönnum, og að opnun kaffihússins leiði til þess að allir sem koma nálægt Hrafnistu verði umsvifalaust og stöðugt „dauðadrukknir“. Ekki er það reynslan af öðrum kaffihúsum eða matsölum á Íslandi og hvet ég þá sem ekki til þekkja, að kíkja á Kaffi París í Austurstræti á venjulegum þriðjudagsmorgni eða á veitingastað IKEA eftir hádegi á miðvikudegi. Það er engin ástæða til að ætla að kaffihús Hrafnistu verði eitthvað sérstaklega frábrugðið, nema þá kannski hvað varðar meðalaldur gesta. Rétt er að taka fram að opnun kaffihússins, eins og önnur starfsemi í húsi Hrafnistu, er fyrst og fremst sett fram til að auka þjónustu og fjölbreytni, ekki til að græða peninga. Vörur verða seldar á vægu verði og náist hagnaður rennur hann, rétt eins og í verslunum Hrafnistu, í skemmtisjóð heimilismanna. Staðsetning kaffihússins er töluvert frá herbergjum heimilisfólks þannig að starfsemi kaffihússins ætti ekki að valda truflun. Að lokum vil ég geta þess að vel á þriðja tug starfsstétta starfar á Hrafnistuheimilunum og flestir starfsmenn sinna umönnunarstörfum. Starfsfólk er á vakt allan sólarhringinn, alla daga ársins. Rétt eins og síðustu hálfa öld er því vel treystandi til finna farsæla úrlausn ef vandamál tengd áfengisneyslu koma upp. Á Hrafnistu höfum við, hér eftir sem hingað til, gæði og öryggi að leiðarljósi í þágu heimilisfólks. Það má þó aldrei gleyma að á Hrafnistu er fullorðið fólk sem hefur eigin skoðanir, þarfir og vilja – rétt eins og við hin sem ekki búum á Hrafnistu. Óskandi væri að sami kraftur og tími sem farið hefur í umræður um þetta litla kaffihús, væri notaður fyrir mikilvægari þætti til að bæta lífsgæði eldra fólks hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið töluvert fjallað um nýtt kaffihús sem opna mun á Hrafnistu í Reykjavík á næstunni og þá sérstaklega um vínveitingaleyfi sem sótt hefur verið um. Þó flestum þyki þetta sjálfsagður og eðlilegur hlutur, hefur umræðan stundum verið mjög villandi. Tel ég nauðsynlegt að koma á framfæri helstu staðreyndum í málinu. Hrafnista í Reykjavík er eitt af þremur heimilum Hrafnistu og er stærsta öldrunarheimili landsins með rúmlega 50 ára sögu. Heimilismenn eru rúmlega 200 en að auki eru 100-200 aðrir eldri borgarar sem nýta þjónustuna í viku hverri. Á Hrafnistu er að finna fjölbreytta þjónustu sem hentar eldri borgurum vel. Sem dæmi má nefna: Hjúkrunar- og læknisþjónustu, sjúkraþjálfun, sundlaug, iðjuþjálfun, vinnustofu, líkamsrækt, mjög fjölbreytt félagsstarf og margvíslegar uppákomur, prestsþjónustu, mötuneyti, hárgreiðslustofu, banka, snyrtistofu, verslun, þvottahús, boccia-völl og pútt-völl. Frá árinu 2007 hafa staðið yfir veigamiklar breytingar á húsnæði Hrafnistu í Reykjavík. Markmiðið er að koma betur til móts við vaxandi kröfur nútímans um aðbúnað eldra fólks og það yfirlýsta markmið Hrafnistu að vera leiðandi í þjónustu og umönnun aldraðra. Breytingarnar munu taka um 8 ár og má reikna með að heildarkostnaður verði um 2 milljarðar króna. Verkefni ársins 2012 eru umfangsmiklar breytingar á aðalborðsal heimilisins. Gjörbreyting verður gerð á þessum 55 ára gamla sal og er ætlunin að reyna að skapa hlýlegt bókakaffisumhverfi í sambland við hefðbundinn matsal sem þjónar bæði heimilisfólki, starfsfólki og gestum Hrafnistu. Aldrei hefur staðið til að opna nýjan bar eða krá á Hrafnistu. Ástæða þess að fólk býr á Hrafnistu eða notar þjónustu þar er sú að fólkið á við verulegan heilsubrest að stríða. Í hópnum er að finna þverskurð þjóðfélagsins og skýrt skal tekið fram að húsið er heimili fólksins, ekki sjúkrahús. Þessir einstaklingar eru margir í hjólastól eða hafa takmarkaða hreyfifærni og því er reynt að bjóða upp á sem fjölbreyttasta þjónustu, þjálfun og afþreyingu á staðnum. Sem dæmi má nefna að í nýafstöðnum forsetakosningum var boðið upp á utankjörstaðaatkvæðagreiðslu á öllum heimilum Hrafnistu og var það þjónusta sem margir nýttu sér án sérstakra blaðaskrifa eða gagnrýni í þjóðfélaginu. Á nýja kaffihúsinu, sem opið verður til kl. 19.00 á kvöldin, verður hægt að kaupa kaffidrykki og meðlæti eins og pönnukökur með rjóma og súkkulaðiköku. Heimilismönnum gefst þar tækifæri til að sækja kaffihús og bjóða vinum og ættingjum með sér. Líkt og á flestum kaffihúsum landsins er mögulegt að gestir geti fengið sér léttvín eða bjór kjósi þeir svo. Undirritaður undrast mjög þá umræðu að ætlunin sé að halda áfengi sérstaklega að öllum gestum og heimilismönnum, og að opnun kaffihússins leiði til þess að allir sem koma nálægt Hrafnistu verði umsvifalaust og stöðugt „dauðadrukknir“. Ekki er það reynslan af öðrum kaffihúsum eða matsölum á Íslandi og hvet ég þá sem ekki til þekkja, að kíkja á Kaffi París í Austurstræti á venjulegum þriðjudagsmorgni eða á veitingastað IKEA eftir hádegi á miðvikudegi. Það er engin ástæða til að ætla að kaffihús Hrafnistu verði eitthvað sérstaklega frábrugðið, nema þá kannski hvað varðar meðalaldur gesta. Rétt er að taka fram að opnun kaffihússins, eins og önnur starfsemi í húsi Hrafnistu, er fyrst og fremst sett fram til að auka þjónustu og fjölbreytni, ekki til að græða peninga. Vörur verða seldar á vægu verði og náist hagnaður rennur hann, rétt eins og í verslunum Hrafnistu, í skemmtisjóð heimilismanna. Staðsetning kaffihússins er töluvert frá herbergjum heimilisfólks þannig að starfsemi kaffihússins ætti ekki að valda truflun. Að lokum vil ég geta þess að vel á þriðja tug starfsstétta starfar á Hrafnistuheimilunum og flestir starfsmenn sinna umönnunarstörfum. Starfsfólk er á vakt allan sólarhringinn, alla daga ársins. Rétt eins og síðustu hálfa öld er því vel treystandi til finna farsæla úrlausn ef vandamál tengd áfengisneyslu koma upp. Á Hrafnistu höfum við, hér eftir sem hingað til, gæði og öryggi að leiðarljósi í þágu heimilisfólks. Það má þó aldrei gleyma að á Hrafnistu er fullorðið fólk sem hefur eigin skoðanir, þarfir og vilja – rétt eins og við hin sem ekki búum á Hrafnistu. Óskandi væri að sami kraftur og tími sem farið hefur í umræður um þetta litla kaffihús, væri notaður fyrir mikilvægari þætti til að bæta lífsgæði eldra fólks hér á landi.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar