Umtalaðasta kaffihús á Íslandi Pétur Magnússon skrifar 1. ágúst 2012 06:00 Undanfarið hefur verið töluvert fjallað um nýtt kaffihús sem opna mun á Hrafnistu í Reykjavík á næstunni og þá sérstaklega um vínveitingaleyfi sem sótt hefur verið um. Þó flestum þyki þetta sjálfsagður og eðlilegur hlutur, hefur umræðan stundum verið mjög villandi. Tel ég nauðsynlegt að koma á framfæri helstu staðreyndum í málinu. Hrafnista í Reykjavík er eitt af þremur heimilum Hrafnistu og er stærsta öldrunarheimili landsins með rúmlega 50 ára sögu. Heimilismenn eru rúmlega 200 en að auki eru 100-200 aðrir eldri borgarar sem nýta þjónustuna í viku hverri. Á Hrafnistu er að finna fjölbreytta þjónustu sem hentar eldri borgurum vel. Sem dæmi má nefna: Hjúkrunar- og læknisþjónustu, sjúkraþjálfun, sundlaug, iðjuþjálfun, vinnustofu, líkamsrækt, mjög fjölbreytt félagsstarf og margvíslegar uppákomur, prestsþjónustu, mötuneyti, hárgreiðslustofu, banka, snyrtistofu, verslun, þvottahús, boccia-völl og pútt-völl. Frá árinu 2007 hafa staðið yfir veigamiklar breytingar á húsnæði Hrafnistu í Reykjavík. Markmiðið er að koma betur til móts við vaxandi kröfur nútímans um aðbúnað eldra fólks og það yfirlýsta markmið Hrafnistu að vera leiðandi í þjónustu og umönnun aldraðra. Breytingarnar munu taka um 8 ár og má reikna með að heildarkostnaður verði um 2 milljarðar króna. Verkefni ársins 2012 eru umfangsmiklar breytingar á aðalborðsal heimilisins. Gjörbreyting verður gerð á þessum 55 ára gamla sal og er ætlunin að reyna að skapa hlýlegt bókakaffisumhverfi í sambland við hefðbundinn matsal sem þjónar bæði heimilisfólki, starfsfólki og gestum Hrafnistu. Aldrei hefur staðið til að opna nýjan bar eða krá á Hrafnistu. Ástæða þess að fólk býr á Hrafnistu eða notar þjónustu þar er sú að fólkið á við verulegan heilsubrest að stríða. Í hópnum er að finna þverskurð þjóðfélagsins og skýrt skal tekið fram að húsið er heimili fólksins, ekki sjúkrahús. Þessir einstaklingar eru margir í hjólastól eða hafa takmarkaða hreyfifærni og því er reynt að bjóða upp á sem fjölbreyttasta þjónustu, þjálfun og afþreyingu á staðnum. Sem dæmi má nefna að í nýafstöðnum forsetakosningum var boðið upp á utankjörstaðaatkvæðagreiðslu á öllum heimilum Hrafnistu og var það þjónusta sem margir nýttu sér án sérstakra blaðaskrifa eða gagnrýni í þjóðfélaginu. Á nýja kaffihúsinu, sem opið verður til kl. 19.00 á kvöldin, verður hægt að kaupa kaffidrykki og meðlæti eins og pönnukökur með rjóma og súkkulaðiköku. Heimilismönnum gefst þar tækifæri til að sækja kaffihús og bjóða vinum og ættingjum með sér. Líkt og á flestum kaffihúsum landsins er mögulegt að gestir geti fengið sér léttvín eða bjór kjósi þeir svo. Undirritaður undrast mjög þá umræðu að ætlunin sé að halda áfengi sérstaklega að öllum gestum og heimilismönnum, og að opnun kaffihússins leiði til þess að allir sem koma nálægt Hrafnistu verði umsvifalaust og stöðugt „dauðadrukknir“. Ekki er það reynslan af öðrum kaffihúsum eða matsölum á Íslandi og hvet ég þá sem ekki til þekkja, að kíkja á Kaffi París í Austurstræti á venjulegum þriðjudagsmorgni eða á veitingastað IKEA eftir hádegi á miðvikudegi. Það er engin ástæða til að ætla að kaffihús Hrafnistu verði eitthvað sérstaklega frábrugðið, nema þá kannski hvað varðar meðalaldur gesta. Rétt er að taka fram að opnun kaffihússins, eins og önnur starfsemi í húsi Hrafnistu, er fyrst og fremst sett fram til að auka þjónustu og fjölbreytni, ekki til að græða peninga. Vörur verða seldar á vægu verði og náist hagnaður rennur hann, rétt eins og í verslunum Hrafnistu, í skemmtisjóð heimilismanna. Staðsetning kaffihússins er töluvert frá herbergjum heimilisfólks þannig að starfsemi kaffihússins ætti ekki að valda truflun. Að lokum vil ég geta þess að vel á þriðja tug starfsstétta starfar á Hrafnistuheimilunum og flestir starfsmenn sinna umönnunarstörfum. Starfsfólk er á vakt allan sólarhringinn, alla daga ársins. Rétt eins og síðustu hálfa öld er því vel treystandi til finna farsæla úrlausn ef vandamál tengd áfengisneyslu koma upp. Á Hrafnistu höfum við, hér eftir sem hingað til, gæði og öryggi að leiðarljósi í þágu heimilisfólks. Það má þó aldrei gleyma að á Hrafnistu er fullorðið fólk sem hefur eigin skoðanir, þarfir og vilja – rétt eins og við hin sem ekki búum á Hrafnistu. Óskandi væri að sami kraftur og tími sem farið hefur í umræður um þetta litla kaffihús, væri notaður fyrir mikilvægari þætti til að bæta lífsgæði eldra fólks hér á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið töluvert fjallað um nýtt kaffihús sem opna mun á Hrafnistu í Reykjavík á næstunni og þá sérstaklega um vínveitingaleyfi sem sótt hefur verið um. Þó flestum þyki þetta sjálfsagður og eðlilegur hlutur, hefur umræðan stundum verið mjög villandi. Tel ég nauðsynlegt að koma á framfæri helstu staðreyndum í málinu. Hrafnista í Reykjavík er eitt af þremur heimilum Hrafnistu og er stærsta öldrunarheimili landsins með rúmlega 50 ára sögu. Heimilismenn eru rúmlega 200 en að auki eru 100-200 aðrir eldri borgarar sem nýta þjónustuna í viku hverri. Á Hrafnistu er að finna fjölbreytta þjónustu sem hentar eldri borgurum vel. Sem dæmi má nefna: Hjúkrunar- og læknisþjónustu, sjúkraþjálfun, sundlaug, iðjuþjálfun, vinnustofu, líkamsrækt, mjög fjölbreytt félagsstarf og margvíslegar uppákomur, prestsþjónustu, mötuneyti, hárgreiðslustofu, banka, snyrtistofu, verslun, þvottahús, boccia-völl og pútt-völl. Frá árinu 2007 hafa staðið yfir veigamiklar breytingar á húsnæði Hrafnistu í Reykjavík. Markmiðið er að koma betur til móts við vaxandi kröfur nútímans um aðbúnað eldra fólks og það yfirlýsta markmið Hrafnistu að vera leiðandi í þjónustu og umönnun aldraðra. Breytingarnar munu taka um 8 ár og má reikna með að heildarkostnaður verði um 2 milljarðar króna. Verkefni ársins 2012 eru umfangsmiklar breytingar á aðalborðsal heimilisins. Gjörbreyting verður gerð á þessum 55 ára gamla sal og er ætlunin að reyna að skapa hlýlegt bókakaffisumhverfi í sambland við hefðbundinn matsal sem þjónar bæði heimilisfólki, starfsfólki og gestum Hrafnistu. Aldrei hefur staðið til að opna nýjan bar eða krá á Hrafnistu. Ástæða þess að fólk býr á Hrafnistu eða notar þjónustu þar er sú að fólkið á við verulegan heilsubrest að stríða. Í hópnum er að finna þverskurð þjóðfélagsins og skýrt skal tekið fram að húsið er heimili fólksins, ekki sjúkrahús. Þessir einstaklingar eru margir í hjólastól eða hafa takmarkaða hreyfifærni og því er reynt að bjóða upp á sem fjölbreyttasta þjónustu, þjálfun og afþreyingu á staðnum. Sem dæmi má nefna að í nýafstöðnum forsetakosningum var boðið upp á utankjörstaðaatkvæðagreiðslu á öllum heimilum Hrafnistu og var það þjónusta sem margir nýttu sér án sérstakra blaðaskrifa eða gagnrýni í þjóðfélaginu. Á nýja kaffihúsinu, sem opið verður til kl. 19.00 á kvöldin, verður hægt að kaupa kaffidrykki og meðlæti eins og pönnukökur með rjóma og súkkulaðiköku. Heimilismönnum gefst þar tækifæri til að sækja kaffihús og bjóða vinum og ættingjum með sér. Líkt og á flestum kaffihúsum landsins er mögulegt að gestir geti fengið sér léttvín eða bjór kjósi þeir svo. Undirritaður undrast mjög þá umræðu að ætlunin sé að halda áfengi sérstaklega að öllum gestum og heimilismönnum, og að opnun kaffihússins leiði til þess að allir sem koma nálægt Hrafnistu verði umsvifalaust og stöðugt „dauðadrukknir“. Ekki er það reynslan af öðrum kaffihúsum eða matsölum á Íslandi og hvet ég þá sem ekki til þekkja, að kíkja á Kaffi París í Austurstræti á venjulegum þriðjudagsmorgni eða á veitingastað IKEA eftir hádegi á miðvikudegi. Það er engin ástæða til að ætla að kaffihús Hrafnistu verði eitthvað sérstaklega frábrugðið, nema þá kannski hvað varðar meðalaldur gesta. Rétt er að taka fram að opnun kaffihússins, eins og önnur starfsemi í húsi Hrafnistu, er fyrst og fremst sett fram til að auka þjónustu og fjölbreytni, ekki til að græða peninga. Vörur verða seldar á vægu verði og náist hagnaður rennur hann, rétt eins og í verslunum Hrafnistu, í skemmtisjóð heimilismanna. Staðsetning kaffihússins er töluvert frá herbergjum heimilisfólks þannig að starfsemi kaffihússins ætti ekki að valda truflun. Að lokum vil ég geta þess að vel á þriðja tug starfsstétta starfar á Hrafnistuheimilunum og flestir starfsmenn sinna umönnunarstörfum. Starfsfólk er á vakt allan sólarhringinn, alla daga ársins. Rétt eins og síðustu hálfa öld er því vel treystandi til finna farsæla úrlausn ef vandamál tengd áfengisneyslu koma upp. Á Hrafnistu höfum við, hér eftir sem hingað til, gæði og öryggi að leiðarljósi í þágu heimilisfólks. Það má þó aldrei gleyma að á Hrafnistu er fullorðið fólk sem hefur eigin skoðanir, þarfir og vilja – rétt eins og við hin sem ekki búum á Hrafnistu. Óskandi væri að sami kraftur og tími sem farið hefur í umræður um þetta litla kaffihús, væri notaður fyrir mikilvægari þætti til að bæta lífsgæði eldra fólks hér á landi.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar