Ingólfstorg – borgartorg – ekki byggingarlóð Egill Guðmundsson skrifar 2. ágúst 2012 06:00 Mikil umræða er þessa dagana um nýafstaðna alþjóðlega arkitektasamkeppni á svæðinu í Kvosinni við Ingólfstorg og Kirkjustræti, sem haldin var á vegum Reykjavíkurborgar og eiganda fasteigna á svæðinu. Hann hefur hug á að byggja þar hótel. Skiptar skoðanir eru um verðlaunatillöguna úr samkeppninni, sem leggja á til grundvallar við væntanlegt deiliskipulag fyrir þennan reit í miðborg Reykjavíkur. Margir hafa þegar tjáð sig í ræðu og í riti og kallað er eftir málefnalegri umræðu um Ingólfstorg. Ekki ætti að koma neinum á óvart að Reykvíkingar hafi skoðanir á þessu máli, því að skipulagsmál eru ekki einkamál borgaryfirvalda heldur varða borgarbúa alla. Svæðið sem um ræðir er hluti af elstu kaupstaðarmynd Reykjavíkur. Til fróðleiks þá er Aðalstræti elsta gata Reykjavíkur samkvæmt upplýsingum úr bókinni Kvosin eftir Guðmund Ingólfsson, Guðnýju G. Gunnarsdóttur og Hjörleif Stefánsson, og var upprunalega nefnd „Hovedgaden“. Ekki er þó rætt um Aðalstræti sem götu fyrr en við stofnun og uppbyggingu Innréttinganna undir forystu Skúla fógeta og fyrstu húsa sem þar voru byggð um 1750. Frá þeim tíma hefur byggð staðið við götuna. Eitt húsanna, Aðalstræti 10, er eitt af húsum Innréttinganna. Það stendur enn og myndar nú eitt af hornum Ingólfstorgs ásamt öðrum byggingum. Skúli gætir ennþá svæðisins í Fógetagarðinum, steyptur í kopar. Hvað skyldi honum finnast um hið nýja skipulag Ingólfstorgs? Eðli allra borga er að þær þróast í tímanna rás og forsendur fyrri tíma fyrir skipulagi þeirra breytast. Miðborg Reykjavíkur hefur þannig þróast frá tíð Innréttinganna til okkar daga eins og má sjá á Ingólfstorgi, sem í raun er ekki upprunalegt torg í borginni, samkvæmt skipulagi hennar, heldur varð rými torgsins til þegar að Hótel Ísland brann árið 1944 og ekki byggt þar aftur, og síðan þegar að byggingar norðar á torginu voru fjarlægðar, ein af annarri. Torgið hefur síðan fest sig í sessi sem eitt af helstu opnu rýmum miðborgarinnar og er gott dæmi um hvernig borgarrými geta þróast, jafnvel án þess að gert hafi verið ráð fyrir því í skipulagi. Ingólfstorg er nú eitt af aðaltorgum borgarinnar samkvæmt samþykktu skipulagi Kvosarinnar. Sú hugmynd að byggja á torginu af því að Hótel Ísland stóð þar áður á varla við rök að styðjast í dag. Aðstæður í Reykjavík laust eftir 1900 þegar bygging hússins hófst voru allt aðrar en í dag auk þess sem þörf fyrir stórt almenningsrými er önnur en þá. Ingólfstorg er í dag, að mínu mati, aðalborgartorg Reykjavíkur. Lækjartorg vantar þá afmörkun sem yfirleitt er notuð um torg, sem er a.m.k fjórar hliðar til afmörkunar rýmisins. Austurvöllur er blanda af torgi og garði og þess vegna ekki með sömu eiginleika og borgartorg, sem flest eru með hörðu undirlagi og henta því betur. Önnur torg eða svæði af svipaðri stærð og með eiginleika borgartorga eru ekki í miðborginni. Ingólfstorg er staður fyrir alla og þar hefur þróast mjög fjölbreytt mannlíf undanfarna áratugi, allt frá ungum borgarbúum á hjólabrettum til formlegra atburða á tyllidögum. Í því liggur besta nýting torgsins fyrir Reykvíkinga, ekki síst í þessari margbreytilegu notkun og fjölnota möguleikum. Þetta mannlíf mætti eflaust styrkja með því að skipuleggja torgið betur, t.d. minnka þá miklu bílaumferð sem oft myndast við Aðalstræti vegna hótela sem þar eru. Núverandi stærð torgsins og afmörkun má hins vegar varla vera minni til þess að torgið standi undir nafni sem aðalborgartorg Reykjavíkur með fjölbreytilega nýtingarmöguleika og sem torg fyrir umtalsverðan fjölda fólks eins og þörf er á t.d. á þjóðhátíðardaginn. Ef byggt verður á Ingólfstorgi miðað við verðlaunatillöguna minnkar heildarstærð torgsins um ca. 40% frá því sem nú er. Það sem þá yrði eftir af torginu er að mínu mati orðið of lítið rými til þess að uppfylla eðli torgsins sem aðalborgartorgs Reykjavíkur. Skuggavarp af fyrirhuguðum nýbyggingum sem verða allt að 3 hæðir verður einnig umtalsvert á þann hluta sem eftir verður af torginu og opnar sig á móti sólu vegna þess að suðurhlið núverandi torgs færist til norðurs. Ekki verður heldur séð hvers vegna byggja þarf á torginu. Er vöntun á húsnæði fyrir þá starfsemi sem fyrirhuguð er byggingunni? Ef þétta þarf byggðina í miðborginni eða nágrenni vegna skorts á húsnæði eða af öðrum ástæðum, þá hlýtur að finnast annar staður en Ingólfstorg. Eins og fram hefur komið hjá borgaryfirvöldum verður verðlaunatillaga samkeppninnar um fyrirhugað hótel og skipulag Ingólfstorgs notuð sem grunnur að gerð nýs deiliskipulags fyrir þennan reit. Ingólfstorg og umhverfi þess er mikilvægur staður í hjarta Reykjavíkur þar sem fjölbreytilegt mannlíf er vissulega til staðar í dag. Því er nauðsynlegt að vel takist til við endanlega uppbyggingu svæðisins og skipulag torgsins og einnig að sátt verði um heildarlausn. Enn eiga borgaryfirvöld eftir að fara yfir öll atriði þessa máls á nýjan leik og einnig að kynna þau fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu og borgarbúum þannig að það verði ekki eingöngu hagsmunir eiganda fyrirhugaðs hótels sem aðallega ráða ferðinni. Ég vona að skipulagsyfirvöld í Reykjavík beri gæfu til að hlífa Ingólfstorgi við frekari byggð þannig að það geti staðið áfram sem aðal borgartorg Reykjavíkur í nútíð og framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða er þessa dagana um nýafstaðna alþjóðlega arkitektasamkeppni á svæðinu í Kvosinni við Ingólfstorg og Kirkjustræti, sem haldin var á vegum Reykjavíkurborgar og eiganda fasteigna á svæðinu. Hann hefur hug á að byggja þar hótel. Skiptar skoðanir eru um verðlaunatillöguna úr samkeppninni, sem leggja á til grundvallar við væntanlegt deiliskipulag fyrir þennan reit í miðborg Reykjavíkur. Margir hafa þegar tjáð sig í ræðu og í riti og kallað er eftir málefnalegri umræðu um Ingólfstorg. Ekki ætti að koma neinum á óvart að Reykvíkingar hafi skoðanir á þessu máli, því að skipulagsmál eru ekki einkamál borgaryfirvalda heldur varða borgarbúa alla. Svæðið sem um ræðir er hluti af elstu kaupstaðarmynd Reykjavíkur. Til fróðleiks þá er Aðalstræti elsta gata Reykjavíkur samkvæmt upplýsingum úr bókinni Kvosin eftir Guðmund Ingólfsson, Guðnýju G. Gunnarsdóttur og Hjörleif Stefánsson, og var upprunalega nefnd „Hovedgaden“. Ekki er þó rætt um Aðalstræti sem götu fyrr en við stofnun og uppbyggingu Innréttinganna undir forystu Skúla fógeta og fyrstu húsa sem þar voru byggð um 1750. Frá þeim tíma hefur byggð staðið við götuna. Eitt húsanna, Aðalstræti 10, er eitt af húsum Innréttinganna. Það stendur enn og myndar nú eitt af hornum Ingólfstorgs ásamt öðrum byggingum. Skúli gætir ennþá svæðisins í Fógetagarðinum, steyptur í kopar. Hvað skyldi honum finnast um hið nýja skipulag Ingólfstorgs? Eðli allra borga er að þær þróast í tímanna rás og forsendur fyrri tíma fyrir skipulagi þeirra breytast. Miðborg Reykjavíkur hefur þannig þróast frá tíð Innréttinganna til okkar daga eins og má sjá á Ingólfstorgi, sem í raun er ekki upprunalegt torg í borginni, samkvæmt skipulagi hennar, heldur varð rými torgsins til þegar að Hótel Ísland brann árið 1944 og ekki byggt þar aftur, og síðan þegar að byggingar norðar á torginu voru fjarlægðar, ein af annarri. Torgið hefur síðan fest sig í sessi sem eitt af helstu opnu rýmum miðborgarinnar og er gott dæmi um hvernig borgarrými geta þróast, jafnvel án þess að gert hafi verið ráð fyrir því í skipulagi. Ingólfstorg er nú eitt af aðaltorgum borgarinnar samkvæmt samþykktu skipulagi Kvosarinnar. Sú hugmynd að byggja á torginu af því að Hótel Ísland stóð þar áður á varla við rök að styðjast í dag. Aðstæður í Reykjavík laust eftir 1900 þegar bygging hússins hófst voru allt aðrar en í dag auk þess sem þörf fyrir stórt almenningsrými er önnur en þá. Ingólfstorg er í dag, að mínu mati, aðalborgartorg Reykjavíkur. Lækjartorg vantar þá afmörkun sem yfirleitt er notuð um torg, sem er a.m.k fjórar hliðar til afmörkunar rýmisins. Austurvöllur er blanda af torgi og garði og þess vegna ekki með sömu eiginleika og borgartorg, sem flest eru með hörðu undirlagi og henta því betur. Önnur torg eða svæði af svipaðri stærð og með eiginleika borgartorga eru ekki í miðborginni. Ingólfstorg er staður fyrir alla og þar hefur þróast mjög fjölbreytt mannlíf undanfarna áratugi, allt frá ungum borgarbúum á hjólabrettum til formlegra atburða á tyllidögum. Í því liggur besta nýting torgsins fyrir Reykvíkinga, ekki síst í þessari margbreytilegu notkun og fjölnota möguleikum. Þetta mannlíf mætti eflaust styrkja með því að skipuleggja torgið betur, t.d. minnka þá miklu bílaumferð sem oft myndast við Aðalstræti vegna hótela sem þar eru. Núverandi stærð torgsins og afmörkun má hins vegar varla vera minni til þess að torgið standi undir nafni sem aðalborgartorg Reykjavíkur með fjölbreytilega nýtingarmöguleika og sem torg fyrir umtalsverðan fjölda fólks eins og þörf er á t.d. á þjóðhátíðardaginn. Ef byggt verður á Ingólfstorgi miðað við verðlaunatillöguna minnkar heildarstærð torgsins um ca. 40% frá því sem nú er. Það sem þá yrði eftir af torginu er að mínu mati orðið of lítið rými til þess að uppfylla eðli torgsins sem aðalborgartorgs Reykjavíkur. Skuggavarp af fyrirhuguðum nýbyggingum sem verða allt að 3 hæðir verður einnig umtalsvert á þann hluta sem eftir verður af torginu og opnar sig á móti sólu vegna þess að suðurhlið núverandi torgs færist til norðurs. Ekki verður heldur séð hvers vegna byggja þarf á torginu. Er vöntun á húsnæði fyrir þá starfsemi sem fyrirhuguð er byggingunni? Ef þétta þarf byggðina í miðborginni eða nágrenni vegna skorts á húsnæði eða af öðrum ástæðum, þá hlýtur að finnast annar staður en Ingólfstorg. Eins og fram hefur komið hjá borgaryfirvöldum verður verðlaunatillaga samkeppninnar um fyrirhugað hótel og skipulag Ingólfstorgs notuð sem grunnur að gerð nýs deiliskipulags fyrir þennan reit. Ingólfstorg og umhverfi þess er mikilvægur staður í hjarta Reykjavíkur þar sem fjölbreytilegt mannlíf er vissulega til staðar í dag. Því er nauðsynlegt að vel takist til við endanlega uppbyggingu svæðisins og skipulag torgsins og einnig að sátt verði um heildarlausn. Enn eiga borgaryfirvöld eftir að fara yfir öll atriði þessa máls á nýjan leik og einnig að kynna þau fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu og borgarbúum þannig að það verði ekki eingöngu hagsmunir eiganda fyrirhugaðs hótels sem aðallega ráða ferðinni. Ég vona að skipulagsyfirvöld í Reykjavík beri gæfu til að hlífa Ingólfstorgi við frekari byggð þannig að það geti staðið áfram sem aðal borgartorg Reykjavíkur í nútíð og framtíð.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun