Gömul saga og ný Davíð Egilsson skrifar 1. ágúst 2012 06:00 Það er harla fátítt að ritverk standist tímans tönn enda hafa þau eðlilega mesta skírskotun til þess tíma sem þau voru rituð á. Það hendir þó að sum verði klassísk og önnur gangi hugsanlega í endurnýjun lífdaga í ljósri samfélagsþróunar. Þannig er það að mínu viti með Salamöndrustríðið eftir Karel Capek. Sagan hefst á því að í Suður-Kyrrahafi finnur hollenskur skipstjóri salamöndrur sem hafa sem nánast mannlega greind. Hann byrjar að nota sér hæfileika þeirra til að skapa sjálfum sér fjölmörg viðskiptatækifæri enda vinnuaflið ódýrt. Þegar fréttir berast út af árangri salamandranna við að leysa hin ýmsu verk vilja æ fleiri nýta sér þjónustu þeirra. Fyrst er litið á salamöndrurnar sem þræla og vinnudýr en þær auka þekkingu sína og færni hratt og fara fljótlega að sýna sjálfstæðan vilja eftir því sem þær þroskast. Salamöndrurnar fjölga sér hratt, átta sig fljótt á að þær eru ómissandi og fara að huga að eigin hag. Samningsstaða þeirra verður mjög sterk þegar fram líður. Salamöndrur hafa öðrum hagsmunum að gæta en menn og fyrr en varir fer spenna að myndast þar á milli. Kjörlífsskilyrði fyrir salamöndrurnar eru við grunnsævi og taka þær því til við að sprengja land niður svo það verði hentugt fyrir þær. Að sjálfsögu verður mannfólkið fyrir búsifjum þegar landið er sprengt undan því. Hins vegar eru salamöndrurnar orðnar hluti af hagkerfinu þar sem þær skapa auð. Jafnframt er það hagur margra manna að selja þeim vörur, sprengiefni og verkfæri til landmótunar. Þannig fá þær að breyta landinu eftir þörfum til að auka lífsskilyrði sín á kostnað mannsins og vítahringurinn myndast. Salamöndrustríðið er skrifuð á fjórum mánuðum 1935 og er háðsk samtímaádeila. Bókin sem kom út 1936 er augljóslega skrumskæling á stjórnmálaástandi þess tíma, svo sem nýlendustefnu, fasisma, nasisma í Evrópu og kynþáttastefnunni í Bandaríkjunum ásamt vopnakapphlaupinu sem var fyrirboði seinni heimsstyrjaldarinnar. Eins er þar deilt mjög á vanhæfni alþjóðasamfélagsins til að takast á við og leysa sameiginleg viðfangsefni. Bókin er meinfyndin og hið merkilega er að þrátt fyrir að hún sé skrifuð fyrir tæpum 80 árum á margt beint við okkar tíma. Umtalsvert af því sem þar er haft eftir ýmsum stjórnvöldum í bókinni gæti t.d. hæglega birst í fjölmiðlum nútímans. Undir lokin beinir höfundur sjónum að því og hvernig skammtímahagsmunir gera fólki ókleift að takast á við aðsteðjandi vanda sem flest teikn benda til að sé fyrir hendi. Um lokakaflann segir höfundurinn í lauslegri endursögn; Innihaldið er mjög einfalt: eyðing jarðar og íbúa þess. Þetta er viðbjóðslegur kafli byggður eingöngu á rökleiðingu. Samt sem áður varð hann að enda svona. Það sem drepur okkur verður ekki heimsendir en í stað þess pólitískt yfirskyn, fjármál, heiður og svoleiðis (tekið úr Wikipediu). Síðasti þáttur bókarinnar er mjög áleitinn. Hann veltir upp spurningum eins og þessum: Hvert er gjaldið fyrir hagvöxtinn, hvar eru mörkin þegar gjaldið verður hærra en ávinningurinn og hvað er til ráða ef of langt er gengið? Í skýrslu Evrópsku umhverfisstofnunarinnar um ástand umhverfismála í Evrópu, SOER 2010, eru leidd að því rök að aðgerðir í umhverfismálum hafi skilað verulegum árangri á mörgum sviðum, en miklar áskoranir séu framundan, http://www.eea.europa.eu/soer/synthesis. Í skýrslunni er bent á að umhverfismál séu engan veginn einangrað fyrirbrigði heldur að áhrifin á umhverfi okkar séu afleiðing alþjóðlegrar þróunar þar sem saman fléttist samfélagsmál, stjórnmál, tækniþróun, efnahagsmál og umhverfismál. SOER 2010 minnir á að horfast verið í augu við þessi samverkandi áhrif eigi lífsgæði að aukast eða haldast. Það má velta fyrir sér hvort átök milli hagsmuna sem stafa af ofangreindum drifkröftum verði salamöndrustríð vorra tíma. Við ættum þó að hafa þekkinguna til að koma í veg fyrir þann hildarleik og lestur bókarinnar gæti orðið nokkrum hvatning til að staldra við og meta hvert verið er að fara. Það væri hollt fyrir sem flesta að lesa Salamöndrustríðið í ágætri þýðingu Jóhannesar úr Kötlum. Þeir sem hafa ekki aðgang að henni, en ráða við ensku, geta fundið hana á vefnum. Þá hefur Blindrabókasafnið hljóðbækur til útlána; http://www.bbi.is/hljodbaekur/nyjar-baekur/nr/1237. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Það er harla fátítt að ritverk standist tímans tönn enda hafa þau eðlilega mesta skírskotun til þess tíma sem þau voru rituð á. Það hendir þó að sum verði klassísk og önnur gangi hugsanlega í endurnýjun lífdaga í ljósri samfélagsþróunar. Þannig er það að mínu viti með Salamöndrustríðið eftir Karel Capek. Sagan hefst á því að í Suður-Kyrrahafi finnur hollenskur skipstjóri salamöndrur sem hafa sem nánast mannlega greind. Hann byrjar að nota sér hæfileika þeirra til að skapa sjálfum sér fjölmörg viðskiptatækifæri enda vinnuaflið ódýrt. Þegar fréttir berast út af árangri salamandranna við að leysa hin ýmsu verk vilja æ fleiri nýta sér þjónustu þeirra. Fyrst er litið á salamöndrurnar sem þræla og vinnudýr en þær auka þekkingu sína og færni hratt og fara fljótlega að sýna sjálfstæðan vilja eftir því sem þær þroskast. Salamöndrurnar fjölga sér hratt, átta sig fljótt á að þær eru ómissandi og fara að huga að eigin hag. Samningsstaða þeirra verður mjög sterk þegar fram líður. Salamöndrur hafa öðrum hagsmunum að gæta en menn og fyrr en varir fer spenna að myndast þar á milli. Kjörlífsskilyrði fyrir salamöndrurnar eru við grunnsævi og taka þær því til við að sprengja land niður svo það verði hentugt fyrir þær. Að sjálfsögu verður mannfólkið fyrir búsifjum þegar landið er sprengt undan því. Hins vegar eru salamöndrurnar orðnar hluti af hagkerfinu þar sem þær skapa auð. Jafnframt er það hagur margra manna að selja þeim vörur, sprengiefni og verkfæri til landmótunar. Þannig fá þær að breyta landinu eftir þörfum til að auka lífsskilyrði sín á kostnað mannsins og vítahringurinn myndast. Salamöndrustríðið er skrifuð á fjórum mánuðum 1935 og er háðsk samtímaádeila. Bókin sem kom út 1936 er augljóslega skrumskæling á stjórnmálaástandi þess tíma, svo sem nýlendustefnu, fasisma, nasisma í Evrópu og kynþáttastefnunni í Bandaríkjunum ásamt vopnakapphlaupinu sem var fyrirboði seinni heimsstyrjaldarinnar. Eins er þar deilt mjög á vanhæfni alþjóðasamfélagsins til að takast á við og leysa sameiginleg viðfangsefni. Bókin er meinfyndin og hið merkilega er að þrátt fyrir að hún sé skrifuð fyrir tæpum 80 árum á margt beint við okkar tíma. Umtalsvert af því sem þar er haft eftir ýmsum stjórnvöldum í bókinni gæti t.d. hæglega birst í fjölmiðlum nútímans. Undir lokin beinir höfundur sjónum að því og hvernig skammtímahagsmunir gera fólki ókleift að takast á við aðsteðjandi vanda sem flest teikn benda til að sé fyrir hendi. Um lokakaflann segir höfundurinn í lauslegri endursögn; Innihaldið er mjög einfalt: eyðing jarðar og íbúa þess. Þetta er viðbjóðslegur kafli byggður eingöngu á rökleiðingu. Samt sem áður varð hann að enda svona. Það sem drepur okkur verður ekki heimsendir en í stað þess pólitískt yfirskyn, fjármál, heiður og svoleiðis (tekið úr Wikipediu). Síðasti þáttur bókarinnar er mjög áleitinn. Hann veltir upp spurningum eins og þessum: Hvert er gjaldið fyrir hagvöxtinn, hvar eru mörkin þegar gjaldið verður hærra en ávinningurinn og hvað er til ráða ef of langt er gengið? Í skýrslu Evrópsku umhverfisstofnunarinnar um ástand umhverfismála í Evrópu, SOER 2010, eru leidd að því rök að aðgerðir í umhverfismálum hafi skilað verulegum árangri á mörgum sviðum, en miklar áskoranir séu framundan, http://www.eea.europa.eu/soer/synthesis. Í skýrslunni er bent á að umhverfismál séu engan veginn einangrað fyrirbrigði heldur að áhrifin á umhverfi okkar séu afleiðing alþjóðlegrar þróunar þar sem saman fléttist samfélagsmál, stjórnmál, tækniþróun, efnahagsmál og umhverfismál. SOER 2010 minnir á að horfast verið í augu við þessi samverkandi áhrif eigi lífsgæði að aukast eða haldast. Það má velta fyrir sér hvort átök milli hagsmuna sem stafa af ofangreindum drifkröftum verði salamöndrustríð vorra tíma. Við ættum þó að hafa þekkinguna til að koma í veg fyrir þann hildarleik og lestur bókarinnar gæti orðið nokkrum hvatning til að staldra við og meta hvert verið er að fara. Það væri hollt fyrir sem flesta að lesa Salamöndrustríðið í ágætri þýðingu Jóhannesar úr Kötlum. Þeir sem hafa ekki aðgang að henni, en ráða við ensku, geta fundið hana á vefnum. Þá hefur Blindrabókasafnið hljóðbækur til útlána; http://www.bbi.is/hljodbaekur/nyjar-baekur/nr/1237.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun