Gömul saga og ný Davíð Egilsson skrifar 1. ágúst 2012 06:00 Það er harla fátítt að ritverk standist tímans tönn enda hafa þau eðlilega mesta skírskotun til þess tíma sem þau voru rituð á. Það hendir þó að sum verði klassísk og önnur gangi hugsanlega í endurnýjun lífdaga í ljósri samfélagsþróunar. Þannig er það að mínu viti með Salamöndrustríðið eftir Karel Capek. Sagan hefst á því að í Suður-Kyrrahafi finnur hollenskur skipstjóri salamöndrur sem hafa sem nánast mannlega greind. Hann byrjar að nota sér hæfileika þeirra til að skapa sjálfum sér fjölmörg viðskiptatækifæri enda vinnuaflið ódýrt. Þegar fréttir berast út af árangri salamandranna við að leysa hin ýmsu verk vilja æ fleiri nýta sér þjónustu þeirra. Fyrst er litið á salamöndrurnar sem þræla og vinnudýr en þær auka þekkingu sína og færni hratt og fara fljótlega að sýna sjálfstæðan vilja eftir því sem þær þroskast. Salamöndrurnar fjölga sér hratt, átta sig fljótt á að þær eru ómissandi og fara að huga að eigin hag. Samningsstaða þeirra verður mjög sterk þegar fram líður. Salamöndrur hafa öðrum hagsmunum að gæta en menn og fyrr en varir fer spenna að myndast þar á milli. Kjörlífsskilyrði fyrir salamöndrurnar eru við grunnsævi og taka þær því til við að sprengja land niður svo það verði hentugt fyrir þær. Að sjálfsögu verður mannfólkið fyrir búsifjum þegar landið er sprengt undan því. Hins vegar eru salamöndrurnar orðnar hluti af hagkerfinu þar sem þær skapa auð. Jafnframt er það hagur margra manna að selja þeim vörur, sprengiefni og verkfæri til landmótunar. Þannig fá þær að breyta landinu eftir þörfum til að auka lífsskilyrði sín á kostnað mannsins og vítahringurinn myndast. Salamöndrustríðið er skrifuð á fjórum mánuðum 1935 og er háðsk samtímaádeila. Bókin sem kom út 1936 er augljóslega skrumskæling á stjórnmálaástandi þess tíma, svo sem nýlendustefnu, fasisma, nasisma í Evrópu og kynþáttastefnunni í Bandaríkjunum ásamt vopnakapphlaupinu sem var fyrirboði seinni heimsstyrjaldarinnar. Eins er þar deilt mjög á vanhæfni alþjóðasamfélagsins til að takast á við og leysa sameiginleg viðfangsefni. Bókin er meinfyndin og hið merkilega er að þrátt fyrir að hún sé skrifuð fyrir tæpum 80 árum á margt beint við okkar tíma. Umtalsvert af því sem þar er haft eftir ýmsum stjórnvöldum í bókinni gæti t.d. hæglega birst í fjölmiðlum nútímans. Undir lokin beinir höfundur sjónum að því og hvernig skammtímahagsmunir gera fólki ókleift að takast á við aðsteðjandi vanda sem flest teikn benda til að sé fyrir hendi. Um lokakaflann segir höfundurinn í lauslegri endursögn; Innihaldið er mjög einfalt: eyðing jarðar og íbúa þess. Þetta er viðbjóðslegur kafli byggður eingöngu á rökleiðingu. Samt sem áður varð hann að enda svona. Það sem drepur okkur verður ekki heimsendir en í stað þess pólitískt yfirskyn, fjármál, heiður og svoleiðis (tekið úr Wikipediu). Síðasti þáttur bókarinnar er mjög áleitinn. Hann veltir upp spurningum eins og þessum: Hvert er gjaldið fyrir hagvöxtinn, hvar eru mörkin þegar gjaldið verður hærra en ávinningurinn og hvað er til ráða ef of langt er gengið? Í skýrslu Evrópsku umhverfisstofnunarinnar um ástand umhverfismála í Evrópu, SOER 2010, eru leidd að því rök að aðgerðir í umhverfismálum hafi skilað verulegum árangri á mörgum sviðum, en miklar áskoranir séu framundan, http://www.eea.europa.eu/soer/synthesis. Í skýrslunni er bent á að umhverfismál séu engan veginn einangrað fyrirbrigði heldur að áhrifin á umhverfi okkar séu afleiðing alþjóðlegrar þróunar þar sem saman fléttist samfélagsmál, stjórnmál, tækniþróun, efnahagsmál og umhverfismál. SOER 2010 minnir á að horfast verið í augu við þessi samverkandi áhrif eigi lífsgæði að aukast eða haldast. Það má velta fyrir sér hvort átök milli hagsmuna sem stafa af ofangreindum drifkröftum verði salamöndrustríð vorra tíma. Við ættum þó að hafa þekkinguna til að koma í veg fyrir þann hildarleik og lestur bókarinnar gæti orðið nokkrum hvatning til að staldra við og meta hvert verið er að fara. Það væri hollt fyrir sem flesta að lesa Salamöndrustríðið í ágætri þýðingu Jóhannesar úr Kötlum. Þeir sem hafa ekki aðgang að henni, en ráða við ensku, geta fundið hana á vefnum. Þá hefur Blindrabókasafnið hljóðbækur til útlána; http://www.bbi.is/hljodbaekur/nyjar-baekur/nr/1237. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Það er harla fátítt að ritverk standist tímans tönn enda hafa þau eðlilega mesta skírskotun til þess tíma sem þau voru rituð á. Það hendir þó að sum verði klassísk og önnur gangi hugsanlega í endurnýjun lífdaga í ljósri samfélagsþróunar. Þannig er það að mínu viti með Salamöndrustríðið eftir Karel Capek. Sagan hefst á því að í Suður-Kyrrahafi finnur hollenskur skipstjóri salamöndrur sem hafa sem nánast mannlega greind. Hann byrjar að nota sér hæfileika þeirra til að skapa sjálfum sér fjölmörg viðskiptatækifæri enda vinnuaflið ódýrt. Þegar fréttir berast út af árangri salamandranna við að leysa hin ýmsu verk vilja æ fleiri nýta sér þjónustu þeirra. Fyrst er litið á salamöndrurnar sem þræla og vinnudýr en þær auka þekkingu sína og færni hratt og fara fljótlega að sýna sjálfstæðan vilja eftir því sem þær þroskast. Salamöndrurnar fjölga sér hratt, átta sig fljótt á að þær eru ómissandi og fara að huga að eigin hag. Samningsstaða þeirra verður mjög sterk þegar fram líður. Salamöndrur hafa öðrum hagsmunum að gæta en menn og fyrr en varir fer spenna að myndast þar á milli. Kjörlífsskilyrði fyrir salamöndrurnar eru við grunnsævi og taka þær því til við að sprengja land niður svo það verði hentugt fyrir þær. Að sjálfsögu verður mannfólkið fyrir búsifjum þegar landið er sprengt undan því. Hins vegar eru salamöndrurnar orðnar hluti af hagkerfinu þar sem þær skapa auð. Jafnframt er það hagur margra manna að selja þeim vörur, sprengiefni og verkfæri til landmótunar. Þannig fá þær að breyta landinu eftir þörfum til að auka lífsskilyrði sín á kostnað mannsins og vítahringurinn myndast. Salamöndrustríðið er skrifuð á fjórum mánuðum 1935 og er háðsk samtímaádeila. Bókin sem kom út 1936 er augljóslega skrumskæling á stjórnmálaástandi þess tíma, svo sem nýlendustefnu, fasisma, nasisma í Evrópu og kynþáttastefnunni í Bandaríkjunum ásamt vopnakapphlaupinu sem var fyrirboði seinni heimsstyrjaldarinnar. Eins er þar deilt mjög á vanhæfni alþjóðasamfélagsins til að takast á við og leysa sameiginleg viðfangsefni. Bókin er meinfyndin og hið merkilega er að þrátt fyrir að hún sé skrifuð fyrir tæpum 80 árum á margt beint við okkar tíma. Umtalsvert af því sem þar er haft eftir ýmsum stjórnvöldum í bókinni gæti t.d. hæglega birst í fjölmiðlum nútímans. Undir lokin beinir höfundur sjónum að því og hvernig skammtímahagsmunir gera fólki ókleift að takast á við aðsteðjandi vanda sem flest teikn benda til að sé fyrir hendi. Um lokakaflann segir höfundurinn í lauslegri endursögn; Innihaldið er mjög einfalt: eyðing jarðar og íbúa þess. Þetta er viðbjóðslegur kafli byggður eingöngu á rökleiðingu. Samt sem áður varð hann að enda svona. Það sem drepur okkur verður ekki heimsendir en í stað þess pólitískt yfirskyn, fjármál, heiður og svoleiðis (tekið úr Wikipediu). Síðasti þáttur bókarinnar er mjög áleitinn. Hann veltir upp spurningum eins og þessum: Hvert er gjaldið fyrir hagvöxtinn, hvar eru mörkin þegar gjaldið verður hærra en ávinningurinn og hvað er til ráða ef of langt er gengið? Í skýrslu Evrópsku umhverfisstofnunarinnar um ástand umhverfismála í Evrópu, SOER 2010, eru leidd að því rök að aðgerðir í umhverfismálum hafi skilað verulegum árangri á mörgum sviðum, en miklar áskoranir séu framundan, http://www.eea.europa.eu/soer/synthesis. Í skýrslunni er bent á að umhverfismál séu engan veginn einangrað fyrirbrigði heldur að áhrifin á umhverfi okkar séu afleiðing alþjóðlegrar þróunar þar sem saman fléttist samfélagsmál, stjórnmál, tækniþróun, efnahagsmál og umhverfismál. SOER 2010 minnir á að horfast verið í augu við þessi samverkandi áhrif eigi lífsgæði að aukast eða haldast. Það má velta fyrir sér hvort átök milli hagsmuna sem stafa af ofangreindum drifkröftum verði salamöndrustríð vorra tíma. Við ættum þó að hafa þekkinguna til að koma í veg fyrir þann hildarleik og lestur bókarinnar gæti orðið nokkrum hvatning til að staldra við og meta hvert verið er að fara. Það væri hollt fyrir sem flesta að lesa Salamöndrustríðið í ágætri þýðingu Jóhannesar úr Kötlum. Þeir sem hafa ekki aðgang að henni, en ráða við ensku, geta fundið hana á vefnum. Þá hefur Blindrabókasafnið hljóðbækur til útlána; http://www.bbi.is/hljodbaekur/nyjar-baekur/nr/1237.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun