Nær náttúruvernd bara að sjávarmáli? Jónas Bjarnason og Lýður Árnason skrifar 31. júlí 2012 06:00 Við Íslendingar hrósum okkur fyrir fiskvernd. Núna erum við ánægðir með þorskinn enda stofninn í betra ástandi en oft áður. Útgerðarmenn segja að lækkun heildarafla eftir ráðleggingum Hafró um 30 þúsund tonn 2007 og áfram ár frá ári til 2011 hafi leitt til þessarar góðu útkomu. Hafró miðar heildarafla að jafnaði við ákveðið hlutfall af hrygningarstofni og þessi ár var viðmiðunarstuðull lækkaður í sem samsvarar 20% af hrygningarstofni. Til að finna út þolmörk þorskstofnsins er farið svokallað vorrall, en þá fara skip Hafró á stúfana og kanna þorskgengd kringum landið. Styrkur hrygningarstofns er mældur, ekki bara í fjölda fiska heldur einnig í meðalþyngd þeirra. Aðalæti þorsksins hefur verið loðna en nú er makríllinn kominn til sögunnar og ekki ljóst hvaða áhrif hann hefur. Þó menn deili um gagnsemi og aðferðafræði Hafró er samanburður við útlönd sláandi. Nær alls staðar hafa botnfisksstofnar í Evrópu hrunið og eru nú brot af því sem áður var. Væntanlega er einhverri ofveiði um að kenna en þó frekar slæmri umgengni um fiskimiðin með eyðileggjandi veiðarfærum. Því hafa þjóðir Evrópu neyðst til að leggja meira upp úr uppsjávarfiskum eins og síld og makríl. Írar eru gott dæmi um það. Þöggun hefur ríkt um eyðileggingu hafsbotnsins og lífríkis hans, en svo virðist sem umhverfisvernd nái einungis að sjávarmáli. Gildir það einnig um Ísland. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skrifaði þó nýlega fréttagrein um lífríki hafsins og segir m.a., að lífríki hafsins sé fjölbreytt og þekking okkar á vistkerfum undirdjúpanna minni en ofansjávar. Það skipti máli að tryggja viðgang vistkerfisins í heild, en ekki bara einstakra fiskistofna eins og nú tíðkast. Almennt gildi sú regla að reyna að lágmarka skaða sem athafnir mannsins geta valdið á lífríkinu, sem hægt er að gera með umhverfisvænni veiðiaðferðum án þess að draga úr afla eða verðmæti hans. Ráðherra minnist þarna á veiðiaðferðir og á væntanlega við botnvörpuna, sem búin er að eyðileggja nánast öll botnmið Evrópu og Bandaríkjanna og hálfnuð með íslensku fiskimiðin. Þrátt fyrir að skaðsemi botnvörpuveiða sé vísindalega sönnuð (University of Oregon) liggur hún í þagnargildi. Hvers vegna? Þegar hagsmunir lífríkis og veiðimanna takast á er augljóst að lífríkið á að njóta vafans. Hafsbotninn má ekki við átroðningi frekar en hálendissvörðurinn og umhverfisvænni veiðiaðferðir eins og krókaveiðar eru miklu fýsilegri en botnskrapið. Að dýfa öngli í vatn raskar engu, en að draga eftir botninum þreskivél sem engu eirir, öllu. Og viti menn. Krókaveiðar með línu kosta fjórum sinnum minni eldsneytisbrennslu en botnvörpuveiðar á togurum miðað við sama afla. Á þöggunin einnig að ríkja um það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar hrósum okkur fyrir fiskvernd. Núna erum við ánægðir með þorskinn enda stofninn í betra ástandi en oft áður. Útgerðarmenn segja að lækkun heildarafla eftir ráðleggingum Hafró um 30 þúsund tonn 2007 og áfram ár frá ári til 2011 hafi leitt til þessarar góðu útkomu. Hafró miðar heildarafla að jafnaði við ákveðið hlutfall af hrygningarstofni og þessi ár var viðmiðunarstuðull lækkaður í sem samsvarar 20% af hrygningarstofni. Til að finna út þolmörk þorskstofnsins er farið svokallað vorrall, en þá fara skip Hafró á stúfana og kanna þorskgengd kringum landið. Styrkur hrygningarstofns er mældur, ekki bara í fjölda fiska heldur einnig í meðalþyngd þeirra. Aðalæti þorsksins hefur verið loðna en nú er makríllinn kominn til sögunnar og ekki ljóst hvaða áhrif hann hefur. Þó menn deili um gagnsemi og aðferðafræði Hafró er samanburður við útlönd sláandi. Nær alls staðar hafa botnfisksstofnar í Evrópu hrunið og eru nú brot af því sem áður var. Væntanlega er einhverri ofveiði um að kenna en þó frekar slæmri umgengni um fiskimiðin með eyðileggjandi veiðarfærum. Því hafa þjóðir Evrópu neyðst til að leggja meira upp úr uppsjávarfiskum eins og síld og makríl. Írar eru gott dæmi um það. Þöggun hefur ríkt um eyðileggingu hafsbotnsins og lífríkis hans, en svo virðist sem umhverfisvernd nái einungis að sjávarmáli. Gildir það einnig um Ísland. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skrifaði þó nýlega fréttagrein um lífríki hafsins og segir m.a., að lífríki hafsins sé fjölbreytt og þekking okkar á vistkerfum undirdjúpanna minni en ofansjávar. Það skipti máli að tryggja viðgang vistkerfisins í heild, en ekki bara einstakra fiskistofna eins og nú tíðkast. Almennt gildi sú regla að reyna að lágmarka skaða sem athafnir mannsins geta valdið á lífríkinu, sem hægt er að gera með umhverfisvænni veiðiaðferðum án þess að draga úr afla eða verðmæti hans. Ráðherra minnist þarna á veiðiaðferðir og á væntanlega við botnvörpuna, sem búin er að eyðileggja nánast öll botnmið Evrópu og Bandaríkjanna og hálfnuð með íslensku fiskimiðin. Þrátt fyrir að skaðsemi botnvörpuveiða sé vísindalega sönnuð (University of Oregon) liggur hún í þagnargildi. Hvers vegna? Þegar hagsmunir lífríkis og veiðimanna takast á er augljóst að lífríkið á að njóta vafans. Hafsbotninn má ekki við átroðningi frekar en hálendissvörðurinn og umhverfisvænni veiðiaðferðir eins og krókaveiðar eru miklu fýsilegri en botnskrapið. Að dýfa öngli í vatn raskar engu, en að draga eftir botninum þreskivél sem engu eirir, öllu. Og viti menn. Krókaveiðar með línu kosta fjórum sinnum minni eldsneytisbrennslu en botnvörpuveiðar á togurum miðað við sama afla. Á þöggunin einnig að ríkja um það?
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar