Börn ekki afskiptalaus á gæsluvelli í Setbergi Inger Rós Ólafsdótti skrifar 1. ágúst 2012 06:00 Ég er fjögurra barna móðir og er yngsta mín búin að sækja gæsluvöllinn í Setbergi þar sem börn frá 2 til 5 ára koma saman og leika sér. Þarna eru börn frá alls kyns heimilum og verða foreldrar að meta börn sín sem eru kannski aðeins 2 ára hvort þau séu hæf eða tilbúin til að fara á gæsluvelli með eldri börnum í allt að 3 klst. Í tilefni af grein Laufeyjar Ómarsdóttur þann 27. júlí 2012 þar sem hún minnist á að börn séu án fata, að 4 ára strákur tók barn hálstaki og keyrði það ofan í stéttina – vil ég benda á að svona atvik er uppeldismál sem kemur að heiman frá og erfitt er fyrir starfsfólk sem starfar á gæsluvellinum að hafa fulla stjórn á hvernig börn haga sér þegar komið er inn á leiksvæðið. Einnig hefur verið mjög gott veður í sumar og eru lítil börn oft fljót að klæða sig úr fötunum í hitanum og ekkert skaðlegt við það. Starfsfólkið er oft að klæða börnin í fötin aftur og aftur allan liðlangan daginn. Fyrir mér virðast þessi ummæli í blöðunum vera skrifuð af ungum foreldrum sem eiga ekki mörg börn og hafa kannski ekki mikla reynslu eða gera ekki greinarmun á leikskóla og róluvelli. Ég hef heyrt að flestir okkar foreldra sem eru með börn þarna eru mjög ánægð með starfsemina og ekki er sjálfsagt á þessum tímum að bæjarfélög bjóði upp á þessa þjónustu fyrir íbúa. Þarna starfa ungir krakkar sem hafa tekið vel á móti börnum okkar með bros á vör og hefur mér fundist þessir krakkar hafa reynt að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hafa ofan af fyrir þessum börnum með góðri umsjón og leikjum á hverjum degi nú í sumarfríum leikskólanna. Í Setbergi er gott eftirlit með börnum okkar og starfa nú bæði kynin þarna og vil ég koma á framfæri þakklæti til Þóru Þórarinsdóttir sem hefur stýrt gæsluvellinum og ættum við einnig að þakka fyrir að hafa svona góðan gæsluvöll yfir sumartímann. Það er mjög mikilvægt fyrir foreldra að börn okkar geti farið að leika við önnur börn þó svo að hættan á árekstrum sé til staðar. Gæsluvöllurinn hefur nú aldursskipt svæðinu sem sýnir gott úrræði starfsfólks til að gera leikvöllinn hættuminni fyrir þau yngstu sem hafa hingað til verið að leika sér við þau eldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er fjögurra barna móðir og er yngsta mín búin að sækja gæsluvöllinn í Setbergi þar sem börn frá 2 til 5 ára koma saman og leika sér. Þarna eru börn frá alls kyns heimilum og verða foreldrar að meta börn sín sem eru kannski aðeins 2 ára hvort þau séu hæf eða tilbúin til að fara á gæsluvelli með eldri börnum í allt að 3 klst. Í tilefni af grein Laufeyjar Ómarsdóttur þann 27. júlí 2012 þar sem hún minnist á að börn séu án fata, að 4 ára strákur tók barn hálstaki og keyrði það ofan í stéttina – vil ég benda á að svona atvik er uppeldismál sem kemur að heiman frá og erfitt er fyrir starfsfólk sem starfar á gæsluvellinum að hafa fulla stjórn á hvernig börn haga sér þegar komið er inn á leiksvæðið. Einnig hefur verið mjög gott veður í sumar og eru lítil börn oft fljót að klæða sig úr fötunum í hitanum og ekkert skaðlegt við það. Starfsfólkið er oft að klæða börnin í fötin aftur og aftur allan liðlangan daginn. Fyrir mér virðast þessi ummæli í blöðunum vera skrifuð af ungum foreldrum sem eiga ekki mörg börn og hafa kannski ekki mikla reynslu eða gera ekki greinarmun á leikskóla og róluvelli. Ég hef heyrt að flestir okkar foreldra sem eru með börn þarna eru mjög ánægð með starfsemina og ekki er sjálfsagt á þessum tímum að bæjarfélög bjóði upp á þessa þjónustu fyrir íbúa. Þarna starfa ungir krakkar sem hafa tekið vel á móti börnum okkar með bros á vör og hefur mér fundist þessir krakkar hafa reynt að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hafa ofan af fyrir þessum börnum með góðri umsjón og leikjum á hverjum degi nú í sumarfríum leikskólanna. Í Setbergi er gott eftirlit með börnum okkar og starfa nú bæði kynin þarna og vil ég koma á framfæri þakklæti til Þóru Þórarinsdóttir sem hefur stýrt gæsluvellinum og ættum við einnig að þakka fyrir að hafa svona góðan gæsluvöll yfir sumartímann. Það er mjög mikilvægt fyrir foreldra að börn okkar geti farið að leika við önnur börn þó svo að hættan á árekstrum sé til staðar. Gæsluvöllurinn hefur nú aldursskipt svæðinu sem sýnir gott úrræði starfsfólks til að gera leikvöllinn hættuminni fyrir þau yngstu sem hafa hingað til verið að leika sér við þau eldri.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar