Vilji rati í uppbyggilegan farveg Steinunn Stefánsdóttir skrifar 28. júlí 2012 06:00 Vart er hægt að ímynda sér bágari stöðu í lífinu en þá að vera landlaus og á flótta. Ástæður þess að fólk sér sig knúið til að flýja heimaslóðir geta verið margar; sumir flóttamenn hafa yfirgefið stríðshrjáð svæði meðan aðrir hafa skoðanir sem ekki hugnast ráðamönnum og ástæðurnar geta verið fjölmargar fleiri. Það líf sem tekur við eftir að maður hefur ákveðið að flýja heimaland getur jafnvel verið þungbærara en að búa við ógn heima hjá sér og einkennist af því að hafa ekki vald yfir eigin lífi og aðstæðum. Hér eru málefni hælisleitenda sem komnir eru til Íslands á eigin vegum, einir eða örfáir saman, tiltölulega nýtt verkefni sem virðist hafa komið aftan að stjórnvöldum. Í það minnsta er það svo að stjórnsýslan er enn algerlega vanbúin til þess að vinna úr málefnum þeirra hælisleitenda sem hingað koma. Undanfarið hafa málefni hælisleitenda verið í brennidepli hér á landi. Þeim fjölgar vegna þess að Útlendingastofnun hefur ekki undan að vinna úr málum þeirra. Mál nokkurra hælisleitenda sem reynt hafa að flýja héðan til annarra landa hafa einnig verið í fréttum. Nú á enginn að brjóta lög, ekki heldur hælisleitendur, en áður en menn missa sig í vandlætingu vegna þeirra hælisleitenda sem laumast um borð í skip eða flugvél til þess að komast héðan ættu þeir að reyna að setja sig í spor þess sem dvalið hefur vikum og mánuðum saman í ókunnugu landi án þess að hafa nokkurt vald yfir aðstæðum sínum eða eiga möguleika á að taka þátt í samfélaginu og afla sér viðurværis og hafa engar vísbendingar um hvenær ástandið taki enda eða hvað taki þá við. Útlendingastofnun hefur bent á að með því að auka fjárframlög til stofnunarinnar megi gera hvort tveggja; sýna hælisleitendum meiri mannúð með því að afgreiðsla mála þeirra gangi hraðar fyrir sig og spara peninga því það er kostnaðarsamt fyrir ríkið að sjá hælisleitanda farborða. Í viðtali við Fréttablaðið í gær segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra málefni hælisleitenda vera það viðkvæmasta innan ráðuneytisins. Hann segir að fyrir liggi tillaga hans um aukafjárveitingu til Útlendingastofnunar sem að nokkru leyti myndi leysa þann þann bráðavanda sem við blasir í málefnum hælisleitenda. Vilji ráðherra liggur þannig fyrir. Verkefnið er að veita viljanum í farveg. Í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna kveður á um rétt allra manna til lífs, frelsis og mannhelgi. Víða um lönd er þessi yfirlýsing ekki höfð í heiðri. Hér á landi teljum við okkur virða grundvallarmannréttindi þótt vissulega komi upp tilvik þar sem bæta þarf um betur. Gæta þarf þess að mannréttindasáttmálinn gildi jafnt fyrir heimamenn og þá sem flúið hafa heimaland sitt og leita sér, sumir í örvæntingu, hælis í fjarlægu og ókunnugu landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga Skoðun
Vart er hægt að ímynda sér bágari stöðu í lífinu en þá að vera landlaus og á flótta. Ástæður þess að fólk sér sig knúið til að flýja heimaslóðir geta verið margar; sumir flóttamenn hafa yfirgefið stríðshrjáð svæði meðan aðrir hafa skoðanir sem ekki hugnast ráðamönnum og ástæðurnar geta verið fjölmargar fleiri. Það líf sem tekur við eftir að maður hefur ákveðið að flýja heimaland getur jafnvel verið þungbærara en að búa við ógn heima hjá sér og einkennist af því að hafa ekki vald yfir eigin lífi og aðstæðum. Hér eru málefni hælisleitenda sem komnir eru til Íslands á eigin vegum, einir eða örfáir saman, tiltölulega nýtt verkefni sem virðist hafa komið aftan að stjórnvöldum. Í það minnsta er það svo að stjórnsýslan er enn algerlega vanbúin til þess að vinna úr málefnum þeirra hælisleitenda sem hingað koma. Undanfarið hafa málefni hælisleitenda verið í brennidepli hér á landi. Þeim fjölgar vegna þess að Útlendingastofnun hefur ekki undan að vinna úr málum þeirra. Mál nokkurra hælisleitenda sem reynt hafa að flýja héðan til annarra landa hafa einnig verið í fréttum. Nú á enginn að brjóta lög, ekki heldur hælisleitendur, en áður en menn missa sig í vandlætingu vegna þeirra hælisleitenda sem laumast um borð í skip eða flugvél til þess að komast héðan ættu þeir að reyna að setja sig í spor þess sem dvalið hefur vikum og mánuðum saman í ókunnugu landi án þess að hafa nokkurt vald yfir aðstæðum sínum eða eiga möguleika á að taka þátt í samfélaginu og afla sér viðurværis og hafa engar vísbendingar um hvenær ástandið taki enda eða hvað taki þá við. Útlendingastofnun hefur bent á að með því að auka fjárframlög til stofnunarinnar megi gera hvort tveggja; sýna hælisleitendum meiri mannúð með því að afgreiðsla mála þeirra gangi hraðar fyrir sig og spara peninga því það er kostnaðarsamt fyrir ríkið að sjá hælisleitanda farborða. Í viðtali við Fréttablaðið í gær segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra málefni hælisleitenda vera það viðkvæmasta innan ráðuneytisins. Hann segir að fyrir liggi tillaga hans um aukafjárveitingu til Útlendingastofnunar sem að nokkru leyti myndi leysa þann þann bráðavanda sem við blasir í málefnum hælisleitenda. Vilji ráðherra liggur þannig fyrir. Verkefnið er að veita viljanum í farveg. Í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna kveður á um rétt allra manna til lífs, frelsis og mannhelgi. Víða um lönd er þessi yfirlýsing ekki höfð í heiðri. Hér á landi teljum við okkur virða grundvallarmannréttindi þótt vissulega komi upp tilvik þar sem bæta þarf um betur. Gæta þarf þess að mannréttindasáttmálinn gildi jafnt fyrir heimamenn og þá sem flúið hafa heimaland sitt og leita sér, sumir í örvæntingu, hælis í fjarlægu og ókunnugu landi.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun