Ríkissjóður okkar og annarra Steingrímur J. Sigfússon skrifar 2. ágúst 2012 06:00 Alvarlegar horfur í efnahagslífi fjölmargra Evrópulanda eiga ekki síst rætur sínar að rekja til þungrar skuldabyrði og hallareksturs ríkissjóða. Margir telja að komið sé að ystu mörkum þess sem viðkomandi ríki muni ráða við og svigrúm þeirra til aðgerða gagnvart efnahagskreppunni að sama skapi takmarkað. Er svo komið meira að segja að þrefalt A lánshæfismat best settu ríkjanna er ekki lengur talið öruggt. Í samanburði við flest ef ekki öll lönd Evrópu voru áhrif efnahagsáfallanna 2008 mun svakalegri á hagkerfi okkar Íslendinga. Áhrifin á afkomu ríkissjóðs voru geigvænleg en þar varð viðsnúningur frá nokkurra prósenta afgangi í yfir hátt í 14% halla í einni andrá í lok árs 2008. Eins og allir þekkja munaði þar mest um gjaldþrot Seðlabanka Íslands upp á tæplega 200 mia. kr. Frá hruni hefur gríðarmikið áunnist í rekstri ríkissjóðs, en fyrir því hefur vissulega verið haft. Á þessu ári gerir spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ráð fyrir að frumjöfnuður, rekstur ríkisins að undanskildum fjármagnskostnaði, verði orðinn jákvæður upp á 1,3%. Er viðsnúningurinn á frumjöfnuði þá orðinn á annan tug prósenta á fjórum árum. Þessi árangur hefur vakið umtalsverða athygli enda fáar hliðstæður að finna.Alvarleg staða í Bretlandi og Bandaríkjunum Staða Íslands í alþjóðlegum samanburði er um margt athygliverð. Ef horft er til stöndugra landa með sjálfstæðan gjaldmiðil eins og Bretlands og Bandaríkjanna þá er á árinu 2012 gert ráð fyrir halla á frumjöfnuði upp á 5,3% í Bretlandi og 6,1% í Bandaríkjunum en meðaltalshalli þróaðra hagkerfa er rúmlega 3% samkvæmt gagnagrunni AGS. Á evrusvæðinu er engu ríki spáð betri afkomu á ríkissjóði sínum en Íslandi en ríkið sem kemst næst því er Þýskaland sem er þekkt fyrir sinn agaða ríkisrekstur. Í samanburði við Norðurlöndin kemur Ísland líka vel út að þessu leyti. Noregur er að vísu í sérflokki í slíkum samanburði enda hafa þeir lítt orðið varir við kreppu en ef litið er til Svíþjóðar (-1,1%), Danmerkur (-5,5%) og Finnlands (-2%) þá er staða Íslands vænleg. Umræða um ríkisfjármál á Íslandi virðist stundum lifa sínum eigin einangraða veruleika. Tvennt er þó ljóst. Hér hefur mikill árangur náðst og að það skiptir sköpum. Hallarekstur og skuldasöfnun er ávísun á minni velferð fyrir börnin okkar, reikningur sendur inn í framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Alvarlegar horfur í efnahagslífi fjölmargra Evrópulanda eiga ekki síst rætur sínar að rekja til þungrar skuldabyrði og hallareksturs ríkissjóða. Margir telja að komið sé að ystu mörkum þess sem viðkomandi ríki muni ráða við og svigrúm þeirra til aðgerða gagnvart efnahagskreppunni að sama skapi takmarkað. Er svo komið meira að segja að þrefalt A lánshæfismat best settu ríkjanna er ekki lengur talið öruggt. Í samanburði við flest ef ekki öll lönd Evrópu voru áhrif efnahagsáfallanna 2008 mun svakalegri á hagkerfi okkar Íslendinga. Áhrifin á afkomu ríkissjóðs voru geigvænleg en þar varð viðsnúningur frá nokkurra prósenta afgangi í yfir hátt í 14% halla í einni andrá í lok árs 2008. Eins og allir þekkja munaði þar mest um gjaldþrot Seðlabanka Íslands upp á tæplega 200 mia. kr. Frá hruni hefur gríðarmikið áunnist í rekstri ríkissjóðs, en fyrir því hefur vissulega verið haft. Á þessu ári gerir spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ráð fyrir að frumjöfnuður, rekstur ríkisins að undanskildum fjármagnskostnaði, verði orðinn jákvæður upp á 1,3%. Er viðsnúningurinn á frumjöfnuði þá orðinn á annan tug prósenta á fjórum árum. Þessi árangur hefur vakið umtalsverða athygli enda fáar hliðstæður að finna.Alvarleg staða í Bretlandi og Bandaríkjunum Staða Íslands í alþjóðlegum samanburði er um margt athygliverð. Ef horft er til stöndugra landa með sjálfstæðan gjaldmiðil eins og Bretlands og Bandaríkjanna þá er á árinu 2012 gert ráð fyrir halla á frumjöfnuði upp á 5,3% í Bretlandi og 6,1% í Bandaríkjunum en meðaltalshalli þróaðra hagkerfa er rúmlega 3% samkvæmt gagnagrunni AGS. Á evrusvæðinu er engu ríki spáð betri afkomu á ríkissjóði sínum en Íslandi en ríkið sem kemst næst því er Þýskaland sem er þekkt fyrir sinn agaða ríkisrekstur. Í samanburði við Norðurlöndin kemur Ísland líka vel út að þessu leyti. Noregur er að vísu í sérflokki í slíkum samanburði enda hafa þeir lítt orðið varir við kreppu en ef litið er til Svíþjóðar (-1,1%), Danmerkur (-5,5%) og Finnlands (-2%) þá er staða Íslands vænleg. Umræða um ríkisfjármál á Íslandi virðist stundum lifa sínum eigin einangraða veruleika. Tvennt er þó ljóst. Hér hefur mikill árangur náðst og að það skiptir sköpum. Hallarekstur og skuldasöfnun er ávísun á minni velferð fyrir börnin okkar, reikningur sendur inn í framtíðina.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun