Barnalögin brjóta mannréttindi François Scheefer skrifar 2. ágúst 2012 06:00 Barnalögin eru gölluð og í þeim felast mörg mannréttindabrot. Eitt dæmi er hinn ógnarlangi vegur að réttlætinu skv. 50 gr. barnalaga þegar lögheimilisforeldri brýtur lög og réttindi barns og foreldris með því að tálma umgengni. Lögin gefa gerandanum heimild til þess að brjóta lög og réttindi annarra nánast út í hið óendanlega og án afleiðinga af nokkru tagi. Lagaframkvæmd embættismanna tekur svo langan tíma að hún á þátt í að valda enn meiri skaða. Og þegar réttlætið nær loks fram að ganga fylgir því ekkert fordæmi eða styttra ferli, hvað þá refsing þótt lögbrjóturinn hafi sannarlega verið sekur fundinn. Því ef gerandinn heldur uppteknum hætti þarf að hefja allt ferlið upp á nýtt. Lögbrjóturinn stendur með pálmann í höndunum en fórnarlömbin fá engar bætur. 43. gr. barnalaga gerir það auk þess sáraauðvelt að hunsa óskir, vilja og skoðanir barns og að á það sé hlustað, eins og rannsóknir sýna að gerist oft hjá bæði sýslumönnum og barnaverndarstofnunum. Þetta er skýlaust brot á einstaklingsfrelsi barna.Refsingarlaus lögbrot Hvers vegna liggja engar refsingar við lögbrotum á þeim réttindum barns og foreldris að eiga saman fjölskyldulíf eftir skilnað þótt í 46 gr. barnalaga segi skýrum stöfum að báðir foreldrar skuli virða þennan rétt barnsins og hins foreldrisins til hins ýtrasta? Hvers vegna er í reynd nær ómögulegt að koma í veg fyrir slík lögbrot sem gerir það ómögulegt fyrir barnið og foreldrið að fá réttindi sín uppfyllt? Hvers vegna þurfa fórnarlömbin að bíða frá einu og upp í þrjú ár til þess að stöðva glæpi vegna tálmunar? Og hvers vegna liggur engin refsing við því að lögheimilisforeldri hunsi úrskurð stjórnvalds þótt það geti tekið allt að þrjú ár að fá hann, heldur þarf að hefja allt ferlið upp á nýtt? Eru úrskurðir dómstóla og sýslumanna einskis virði á Íslandi? Ferlið tekur allt frá einu og upp í þrjú ár. Og á meðan halda lögbrotin áfram refsingarlaus og óáreitt. Og ef barn fær að sjá umgengnisforeldri sitt í skamman tíma og brotin halda áfram strax eftir það, fellur allt ferlið niður og þarf að hefja það upp á nýtt. Þetta eru skýlaus brot á mannréttindum barna og foreldra. Hvers vegna eru öll þessi lögbrot gjörsamlega refsingarlaus? Og hvers vegna leyfir 29 gr. barnalaga kærasta eða kærustu lögheimilisforeldris að fá forsjá yfir barni umfram raunverulegt foreldri barnsins? Hvers vegna gefur 30 gr. sambýlismanneskju sjálfkrafa sömu réttindi við dauða lögheimilisforeldris á meðan forsjárlausa foreldrið er enn réttindalaust gagnvart eigin barni?Hættulegt vopn? Hvers vegna gerist ekkert við lagningu dagsekta í 100 daga vegna ólöglegrar tálmunar lögheimilisforeldris skv. 48 gr. og brotin eru látin halda áfram óáreitt á meðan? Hvers vegna falla dagsektir strax niður ef barn hittir foreldri sitt í örskamma stund, jafnvel þótt brotin haldi áfram strax eftir það? Hvers vegna mega dagsektir ekki hefjast fyrr en eftir 8-10 mánaða bið eftir úrskurði sýslumanns og eftir 5-8 mánaða áfrýjunarferli hjá innanríkisráðuneytinu? Og hvers vegna eru engir vextir eða refsing við vanefndum á greiðslu dagsekta og þær dregnar af launum eins og meðlög, heldur eru þær afskrifaðar eftir eitt ár séu þær ekki greiddar? Hvers vegna á meðlagsgreiðandi skv. 60 gr. að greiða sinn hluta kostnaðar vegna barns þótt foreldrið sé aldrei með í ráðum um slík útgjöld því þau eru öll ákveðin einhliða af lögheimilisforeldrinu? Og líka kostnað vegna t.d. skírnar og fermingar þótt foreldrinu og fjölskyldu þess og barnsins hafi ekki einu sinni verið boðið í athöfnina? Hvers vegna er réttur meðlagsgreiðandans enginn en hann á aðeins að borga peninga? Barnalögin brjóta mannréttindi og eru hættulegt vopn í höndum glæpsamlegra foreldra sem geta notað þau til að ræna barn sitt eðlilegu lífi með fjölskyldu sinni og aðra manneskju eðlilegu lífi með eigin barni svo árum skiptir. Og í öllu þessu tekur embættismannakerfið fullan þátt vegna vítaverðra galla og mannréttindabrota í lögunum. Þessu þarf að breyta. Eftir hverju er verið að bíða? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Barnalögin eru gölluð og í þeim felast mörg mannréttindabrot. Eitt dæmi er hinn ógnarlangi vegur að réttlætinu skv. 50 gr. barnalaga þegar lögheimilisforeldri brýtur lög og réttindi barns og foreldris með því að tálma umgengni. Lögin gefa gerandanum heimild til þess að brjóta lög og réttindi annarra nánast út í hið óendanlega og án afleiðinga af nokkru tagi. Lagaframkvæmd embættismanna tekur svo langan tíma að hún á þátt í að valda enn meiri skaða. Og þegar réttlætið nær loks fram að ganga fylgir því ekkert fordæmi eða styttra ferli, hvað þá refsing þótt lögbrjóturinn hafi sannarlega verið sekur fundinn. Því ef gerandinn heldur uppteknum hætti þarf að hefja allt ferlið upp á nýtt. Lögbrjóturinn stendur með pálmann í höndunum en fórnarlömbin fá engar bætur. 43. gr. barnalaga gerir það auk þess sáraauðvelt að hunsa óskir, vilja og skoðanir barns og að á það sé hlustað, eins og rannsóknir sýna að gerist oft hjá bæði sýslumönnum og barnaverndarstofnunum. Þetta er skýlaust brot á einstaklingsfrelsi barna.Refsingarlaus lögbrot Hvers vegna liggja engar refsingar við lögbrotum á þeim réttindum barns og foreldris að eiga saman fjölskyldulíf eftir skilnað þótt í 46 gr. barnalaga segi skýrum stöfum að báðir foreldrar skuli virða þennan rétt barnsins og hins foreldrisins til hins ýtrasta? Hvers vegna er í reynd nær ómögulegt að koma í veg fyrir slík lögbrot sem gerir það ómögulegt fyrir barnið og foreldrið að fá réttindi sín uppfyllt? Hvers vegna þurfa fórnarlömbin að bíða frá einu og upp í þrjú ár til þess að stöðva glæpi vegna tálmunar? Og hvers vegna liggur engin refsing við því að lögheimilisforeldri hunsi úrskurð stjórnvalds þótt það geti tekið allt að þrjú ár að fá hann, heldur þarf að hefja allt ferlið upp á nýtt? Eru úrskurðir dómstóla og sýslumanna einskis virði á Íslandi? Ferlið tekur allt frá einu og upp í þrjú ár. Og á meðan halda lögbrotin áfram refsingarlaus og óáreitt. Og ef barn fær að sjá umgengnisforeldri sitt í skamman tíma og brotin halda áfram strax eftir það, fellur allt ferlið niður og þarf að hefja það upp á nýtt. Þetta eru skýlaus brot á mannréttindum barna og foreldra. Hvers vegna eru öll þessi lögbrot gjörsamlega refsingarlaus? Og hvers vegna leyfir 29 gr. barnalaga kærasta eða kærustu lögheimilisforeldris að fá forsjá yfir barni umfram raunverulegt foreldri barnsins? Hvers vegna gefur 30 gr. sambýlismanneskju sjálfkrafa sömu réttindi við dauða lögheimilisforeldris á meðan forsjárlausa foreldrið er enn réttindalaust gagnvart eigin barni?Hættulegt vopn? Hvers vegna gerist ekkert við lagningu dagsekta í 100 daga vegna ólöglegrar tálmunar lögheimilisforeldris skv. 48 gr. og brotin eru látin halda áfram óáreitt á meðan? Hvers vegna falla dagsektir strax niður ef barn hittir foreldri sitt í örskamma stund, jafnvel þótt brotin haldi áfram strax eftir það? Hvers vegna mega dagsektir ekki hefjast fyrr en eftir 8-10 mánaða bið eftir úrskurði sýslumanns og eftir 5-8 mánaða áfrýjunarferli hjá innanríkisráðuneytinu? Og hvers vegna eru engir vextir eða refsing við vanefndum á greiðslu dagsekta og þær dregnar af launum eins og meðlög, heldur eru þær afskrifaðar eftir eitt ár séu þær ekki greiddar? Hvers vegna á meðlagsgreiðandi skv. 60 gr. að greiða sinn hluta kostnaðar vegna barns þótt foreldrið sé aldrei með í ráðum um slík útgjöld því þau eru öll ákveðin einhliða af lögheimilisforeldrinu? Og líka kostnað vegna t.d. skírnar og fermingar þótt foreldrinu og fjölskyldu þess og barnsins hafi ekki einu sinni verið boðið í athöfnina? Hvers vegna er réttur meðlagsgreiðandans enginn en hann á aðeins að borga peninga? Barnalögin brjóta mannréttindi og eru hættulegt vopn í höndum glæpsamlegra foreldra sem geta notað þau til að ræna barn sitt eðlilegu lífi með fjölskyldu sinni og aðra manneskju eðlilegu lífi með eigin barni svo árum skiptir. Og í öllu þessu tekur embættismannakerfið fullan þátt vegna vítaverðra galla og mannréttindabrota í lögunum. Þessu þarf að breyta. Eftir hverju er verið að bíða?
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun