Ríkisstjórnin hafnar nýsköpun og framförum Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar 2. ágúst 2012 06:00 Nýsköpun felur í sér lærdóm og kallar í mörgum tilvikum á ný viðmið þegar tekist er á um hvað sé skynsamlegt og eðlilegt. Eftir hrun gerðu margir Íslendingar sér vonir um að stjórnmálamenn myndu læra af hrakförum íslenska þjóðarbúsins og bæta starfshætti í stjórnsýslunni. Hrunið er talandi dæmi um það hversu klíkumenning stjórnmálaflokkanna er hættuleg almenningi. En umbætur í íslenskri stjórnsýslu eru nýsköpunarverkefni sem krefst breytts hugarfars og að menn komi auga á mikilvægi annarra markmiða en þeirra sem stýrðu þjóðarbúinu í þrot. Lágkúran í íslenskri stjórnmála- og stjórnsýslumenningu birtist vel í götusaltsmálinu þegar eftirlitsaðili heimilaði ölgerðinni að klára birgðirnar af salti sem ætlað er til iðnaðar og selja þær til matvælaframleiðslu. Þátttaka landlæknis í leyndarspili um gallaða brjóstapúða er annað dæmi um kæruleysi og fyrirlitningu gagnvart íslenskum neytendum. Víðast hvar í hinum vestræna heimi er talið að þegar menn eru skipaðir í ráðherraembætti sé þeim falin ábyrgð á þeim stofnunum sem heyra undir viðkomandi ráðuneyti. Það er viðtekið að þegar stjórnendur stofnana bregðast er það skylda ráðherra að sjá til þess að fjarlægja viðkomandi stjórnendur og skipa hæfa stjórnendur í þeirra stað. Þetta er þáttur í því að tryggja gæði stjórnsýslunnar, ásýnd um öryggi og mikilvægur þáttur í að skapa traust meðal almennings. Á Íslandi bera innan við 10% almennings traust til Alþingis og traust til annarra stofnana fer þverrandi. Geðþóttavald og rassvasabókhald eru einkenni á íslenskri stjórnsýslu. Steingrímur Joð hefur talað um, í ræðum erlendis, mikilvægi þess að sannfæra almenning um nauðsyn. Taka ákvarðanir og sannfæra almenning um nauðsyn þeirra. Í þessu birtist hugsunarháttur forræðishyggjunnar. Málflutningur Steingríms líkist í þessu málflutningi sérhagsmunaafla á borð við LÍÚ. Ef ákvarðanir ríkisvaldsins eru almennt vondar fyrir almenning en þjóna þröngum hagsmunum fjármálakerfis og einokunarhafa þá er eins gott að hafa sannfæringarkraftinn og friðþægja þjóðina. Leyndarhyggjan styður geðþóttavaldið sem fylgir sérhagsmunagæslunni. Hentar það ekki ráðherrum að fara eftir eðlilegum sjónarmiðum um stjórnsýslugæði við embættisverk? Enda dregur það úr valdi ráðherrans sem þá þarf að lúta faglegum sjónarmiðum sem ekki samræmast endilega hans persónulegu þörfum. Í þessum töluðu orðum er Steingrímur Joð að beita sannfæringarkraftinum við að réttlæta að farið sé á svig við gæði í ráðningarferli ráðuneytisstjóra. Hann reisir sjálfum sér stall og hlutgerir ríkið í sjálfum sér. Hann ætlar ekki að auglýsa starf ráðuneytisstjóra heldur að ráða hann á persónulegum nótum í gegnum „samninga“. En ríkið er ekki Steingrímur Joð heldur þjóðin og það kerfi sem þjóðin vill að sé mótað til þess að framfylgja vilja hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nýsköpun felur í sér lærdóm og kallar í mörgum tilvikum á ný viðmið þegar tekist er á um hvað sé skynsamlegt og eðlilegt. Eftir hrun gerðu margir Íslendingar sér vonir um að stjórnmálamenn myndu læra af hrakförum íslenska þjóðarbúsins og bæta starfshætti í stjórnsýslunni. Hrunið er talandi dæmi um það hversu klíkumenning stjórnmálaflokkanna er hættuleg almenningi. En umbætur í íslenskri stjórnsýslu eru nýsköpunarverkefni sem krefst breytts hugarfars og að menn komi auga á mikilvægi annarra markmiða en þeirra sem stýrðu þjóðarbúinu í þrot. Lágkúran í íslenskri stjórnmála- og stjórnsýslumenningu birtist vel í götusaltsmálinu þegar eftirlitsaðili heimilaði ölgerðinni að klára birgðirnar af salti sem ætlað er til iðnaðar og selja þær til matvælaframleiðslu. Þátttaka landlæknis í leyndarspili um gallaða brjóstapúða er annað dæmi um kæruleysi og fyrirlitningu gagnvart íslenskum neytendum. Víðast hvar í hinum vestræna heimi er talið að þegar menn eru skipaðir í ráðherraembætti sé þeim falin ábyrgð á þeim stofnunum sem heyra undir viðkomandi ráðuneyti. Það er viðtekið að þegar stjórnendur stofnana bregðast er það skylda ráðherra að sjá til þess að fjarlægja viðkomandi stjórnendur og skipa hæfa stjórnendur í þeirra stað. Þetta er þáttur í því að tryggja gæði stjórnsýslunnar, ásýnd um öryggi og mikilvægur þáttur í að skapa traust meðal almennings. Á Íslandi bera innan við 10% almennings traust til Alþingis og traust til annarra stofnana fer þverrandi. Geðþóttavald og rassvasabókhald eru einkenni á íslenskri stjórnsýslu. Steingrímur Joð hefur talað um, í ræðum erlendis, mikilvægi þess að sannfæra almenning um nauðsyn. Taka ákvarðanir og sannfæra almenning um nauðsyn þeirra. Í þessu birtist hugsunarháttur forræðishyggjunnar. Málflutningur Steingríms líkist í þessu málflutningi sérhagsmunaafla á borð við LÍÚ. Ef ákvarðanir ríkisvaldsins eru almennt vondar fyrir almenning en þjóna þröngum hagsmunum fjármálakerfis og einokunarhafa þá er eins gott að hafa sannfæringarkraftinn og friðþægja þjóðina. Leyndarhyggjan styður geðþóttavaldið sem fylgir sérhagsmunagæslunni. Hentar það ekki ráðherrum að fara eftir eðlilegum sjónarmiðum um stjórnsýslugæði við embættisverk? Enda dregur það úr valdi ráðherrans sem þá þarf að lúta faglegum sjónarmiðum sem ekki samræmast endilega hans persónulegu þörfum. Í þessum töluðu orðum er Steingrímur Joð að beita sannfæringarkraftinum við að réttlæta að farið sé á svig við gæði í ráðningarferli ráðuneytisstjóra. Hann reisir sjálfum sér stall og hlutgerir ríkið í sjálfum sér. Hann ætlar ekki að auglýsa starf ráðuneytisstjóra heldur að ráða hann á persónulegum nótum í gegnum „samninga“. En ríkið er ekki Steingrímur Joð heldur þjóðin og það kerfi sem þjóðin vill að sé mótað til þess að framfylgja vilja hennar.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar