Ofbeit og rányrkja Herdís Þorvaldsdóttir skrifar 30. júlí 2012 06:00 Gróðurþekju landsins var eytt með ofbeit og rányrkju svo að moldin varð laus undan vindinum eins og Halldór Laxness segir í frægu erindi sem hann nefndi ?Hernaðurinn gegn landinu? og hann flutti í útvarpinu fyrir u.þ.b. 40 árum. Enn þann dag í dag erum við stöðugt að láta sauðfé og hesta ráfa stjórnlaust um landið og naga niður allt sem þeir girnast hvort sem er á ofnýttum landsvæðum til mikils skaða eða á annarra manna löndum, því þeir geta ekki varið lönd sín, til mikils ama. Á meðan löngu úrelt lausaganga búfjár er stunduð á landinu er auðvitað ekki hægt að stýra beitinni. Hvers eigum við hin að gjalda, sem eigum líka landið og þurfum með ærnum kostnaði að girða okkur af frá sauðkindinni hvar sem við viljum rækta blóm eða tré, og verðum að láta okkur nægja niðurnöguð blómlaus beitilönd sem vistland þegar við viljum njóta náttúrunnar í ferðum um landið? Er það ekki virðingarleysi við landið og okkur skattborgarana að láta okkur borga sauðfjárbændum 4,2 milljarða á ári fyrir að framleiða allt of margar skepnur sem stöðugt skaða landið? Svo borgum við Landgræðslunni milljarða fyrir að gera við skemmdirnar vegna ofbeitarinnar sl. 1000 ár, án þess að sannanlegur árangur gróðuraukningar hafi náðst, segir landgræðslustjóri í viðtali. Hann bendir svo á að líklega sé sú litla gróðuraukning sem sjáist meira hnattrænni hlýnun að þakka frekar en máttlausri viðspyrnu okkar. Jarðvegurinn, moldin, er dýrasta auðlind okkar. Hún er fokin á haf út í tonna tali og gerir enn á stórum svæðum svo líflaus klungur og nakin grjóturð er ein eftir þar sem áður var gróið land sem skýldi jarðveginum. Þetta ástand mun halda svona áfram eins og hingað til ef við stöðvum ekki gróðureyðinguna og ræktum upp landið, en það tekst aðeins með því að stöðva lausabeitina svo landið fái frið til að græða sárin. Jóhann Þórðarson, sérfræðingur hjá Landgræðslunni, var meðal fyrirlesara á málþingi sem efnt var til nýlega undir yfirskriftinni ?Ástand lands, moldrok eða grænar hlíðar?. Hann segir að ?langan tíma þurfi til að bæta skaða sem hlýst af uppblæstri, við erum að tala um árþúsund í því samhengi?. Aðalfyrirlesari var Jeffrey Henrick sem er sérfræðingur í ástandi úthaga. Hann talaði um þá áhættu sem fylgir því að stunda ekki sjálfbæra landnýtingu. Afleiðingarnar geti verið grafalvarlegar, við verðum að axla ábyrgð í þessum málum. Allt of lengi höfum við stundað rányrkju og ofbeit á landinu svo nú erum við þekkt fyrir það að vera með verst farna land af búsetu í Evrópu og með stærstu manngerðu eyðimerkurnar. Það þarf að leita til Norður-Afríku til samjafnaðar. Þvílík skömm. Er ekki kominn tími til að vakna af aldardoðanum og forneskjuháttum og horfast í augu við nútímann þar sem krafan er sjálfbær og vistvæn nýting lands? Við verðum að sýna umheiminum að við getum búið í þessu fallega landi okkar, án þess að rýra stöðugt gæði þess fyrir afkomendum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Gróðurþekju landsins var eytt með ofbeit og rányrkju svo að moldin varð laus undan vindinum eins og Halldór Laxness segir í frægu erindi sem hann nefndi ?Hernaðurinn gegn landinu? og hann flutti í útvarpinu fyrir u.þ.b. 40 árum. Enn þann dag í dag erum við stöðugt að láta sauðfé og hesta ráfa stjórnlaust um landið og naga niður allt sem þeir girnast hvort sem er á ofnýttum landsvæðum til mikils skaða eða á annarra manna löndum, því þeir geta ekki varið lönd sín, til mikils ama. Á meðan löngu úrelt lausaganga búfjár er stunduð á landinu er auðvitað ekki hægt að stýra beitinni. Hvers eigum við hin að gjalda, sem eigum líka landið og þurfum með ærnum kostnaði að girða okkur af frá sauðkindinni hvar sem við viljum rækta blóm eða tré, og verðum að láta okkur nægja niðurnöguð blómlaus beitilönd sem vistland þegar við viljum njóta náttúrunnar í ferðum um landið? Er það ekki virðingarleysi við landið og okkur skattborgarana að láta okkur borga sauðfjárbændum 4,2 milljarða á ári fyrir að framleiða allt of margar skepnur sem stöðugt skaða landið? Svo borgum við Landgræðslunni milljarða fyrir að gera við skemmdirnar vegna ofbeitarinnar sl. 1000 ár, án þess að sannanlegur árangur gróðuraukningar hafi náðst, segir landgræðslustjóri í viðtali. Hann bendir svo á að líklega sé sú litla gróðuraukning sem sjáist meira hnattrænni hlýnun að þakka frekar en máttlausri viðspyrnu okkar. Jarðvegurinn, moldin, er dýrasta auðlind okkar. Hún er fokin á haf út í tonna tali og gerir enn á stórum svæðum svo líflaus klungur og nakin grjóturð er ein eftir þar sem áður var gróið land sem skýldi jarðveginum. Þetta ástand mun halda svona áfram eins og hingað til ef við stöðvum ekki gróðureyðinguna og ræktum upp landið, en það tekst aðeins með því að stöðva lausabeitina svo landið fái frið til að græða sárin. Jóhann Þórðarson, sérfræðingur hjá Landgræðslunni, var meðal fyrirlesara á málþingi sem efnt var til nýlega undir yfirskriftinni ?Ástand lands, moldrok eða grænar hlíðar?. Hann segir að ?langan tíma þurfi til að bæta skaða sem hlýst af uppblæstri, við erum að tala um árþúsund í því samhengi?. Aðalfyrirlesari var Jeffrey Henrick sem er sérfræðingur í ástandi úthaga. Hann talaði um þá áhættu sem fylgir því að stunda ekki sjálfbæra landnýtingu. Afleiðingarnar geti verið grafalvarlegar, við verðum að axla ábyrgð í þessum málum. Allt of lengi höfum við stundað rányrkju og ofbeit á landinu svo nú erum við þekkt fyrir það að vera með verst farna land af búsetu í Evrópu og með stærstu manngerðu eyðimerkurnar. Það þarf að leita til Norður-Afríku til samjafnaðar. Þvílík skömm. Er ekki kominn tími til að vakna af aldardoðanum og forneskjuháttum og horfast í augu við nútímann þar sem krafan er sjálfbær og vistvæn nýting lands? Við verðum að sýna umheiminum að við getum búið í þessu fallega landi okkar, án þess að rýra stöðugt gæði þess fyrir afkomendum okkar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar