Framtíðarbyggð í Vatnsmýri Gísli Marteinn Baldursson skrifar 30. júlí 2012 06:00 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill að Vatnsmýrin verði notuð undir flugvöll til frambúðar, frekar en að þar verði blönduð byggð. Honum er auðvitað frjálst að hafa þessa skoðun, en hann viðurkennir jafnframt að það sé Reykjavík sem fari með skipulagsvald á svæðinu og hún ?taki því ákvörðun um það sjálf? hvernig landið sé nýtt. Allt þetta kom fram í frétt á Stöð 2 í síðustu viku. Það er jákvætt að ráðherrann sýni málefnum Reykjavíkur áhuga og tjái sig um skipulagsmál í borginni. Innanríkisráðherra ber skylda til að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga sem kveðið er á um í stjórnarskránni, sveitarstjórnarlögum og alþjóðlegum skuldbindingum. Í gildi er aðalskipulag Reykjavíkur sem samþykkt var fyrir áratug. Þar kemur skýrt fram að í Vatnsmýrinni skuli rísa blönduð byggð íbúða, þjónustu- og atvinnuhúsnæðis. Fyrri flugbrautin á að víkja árið 2016, en þá verða komin 14 ár síðan aðalskipulagið var samþykkt. Á þeim tíma sagði þáverandi borgarstjóri: ?Við munum ekki hrófla við flugvellinum fyrr en eftir 2016. Eftir það förum við í að undirbúa svæðið fyrir frekari uppbyggingu. Við gerum það í samráði við samgönguyfirvöld en við framseljum ekki skipulagsvaldið til þeirra. Við gerum ráð fyrir að samgönguyfirvöld hafi þá mótað sér stefnu varðandi framtíð innanlandsflugs fyrir þetta svæði. Til þess hafa þau nokkuð góðan tíma.? Það verður að segjast eins og er að ríkisvaldið hefur ekki nýtt sérlega vel þann tíma sem liðinn er frá því Reykjavík kynnti áform sín og skipulagið fékk staðfestingu umhverfisráðherra. Það er því ekki seinna vænna að ríkisvaldið, sem á og rekur Reykjavíkurflugvöll, fari að huga að nýrri staðsetningu. Ljóst er að sveitarfélögin umhverfis Reykjavík eru misáhugasöm um að bjóða land undir flugvöll. Hjá Reykjavíkurborg hefur hins vegar alltaf komið skýrt fram að finni flugvallasérfræðingar ríkisins stað innan Reykjavíkur sem ekki stangast á við uppbyggingaráform borgarinnar, muni málið leysast greiðlega. Andstæðingar byggðar í Vatnsmýrinni hafa iðulega talað um að málefni flugvallarins séu í óvissu, en óvissan liggur aðeins hjá ríkinu. Skipulagsvaldið er hjá Reykjavík, eins og innanríkisráðherra hefur ítrekað í ræðu og riti, og borgin hefur tekið af skarið um skipulag Vatnsmýrarinnar. Framtíð Vatnsmýrarinnar er umdeild í öllum flokkum. En það er rétt að árétta að ástæða þess að stærstur hluti borgarstjórnar vill byggja í Vatnsmýri er ekki sú að við hötumst við flugvöllinn. Þvert á móti vilja allir borgarfulltrúar tryggja góðar samgöngur allra landsmanna við Reykjavík. En verkefni borgarstjórnar er að skipuleggja byggð fyrir Reykvíkinga framtíðarinnar og blönduð byggð fyrir 15-20 þúsund manns í Vatnsmýri býður upp á kosti sem engir aðrir staðir innan borgarmarkanna gera. Þaðan eru vegalengdir stuttar í háskólana tvo austan og vestanmegin, að Landspítalanum, stærsta vinnustað landsins, og fjölda annarra fyrirtækja sem hafa valið sér höfuðstöðvar vestarlega í borginni. Með byggð í Vatnsmýri geta borgaryfirvöld náð markmiðum sínum um styttri ferðatíma, fjölbreytilegri ferðamáta, minni mengun, meiri sjálfbærni og þétta og skemmtilega borg sem laðar til sín hæfileikafólk og býður upp á lífsgæði á heimsmælikvarða. Innanríkisráðherra mætti gjarnan svara því hvar annars staðar það byggingarland er sem býður upp á þessa kosti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill að Vatnsmýrin verði notuð undir flugvöll til frambúðar, frekar en að þar verði blönduð byggð. Honum er auðvitað frjálst að hafa þessa skoðun, en hann viðurkennir jafnframt að það sé Reykjavík sem fari með skipulagsvald á svæðinu og hún ?taki því ákvörðun um það sjálf? hvernig landið sé nýtt. Allt þetta kom fram í frétt á Stöð 2 í síðustu viku. Það er jákvætt að ráðherrann sýni málefnum Reykjavíkur áhuga og tjái sig um skipulagsmál í borginni. Innanríkisráðherra ber skylda til að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga sem kveðið er á um í stjórnarskránni, sveitarstjórnarlögum og alþjóðlegum skuldbindingum. Í gildi er aðalskipulag Reykjavíkur sem samþykkt var fyrir áratug. Þar kemur skýrt fram að í Vatnsmýrinni skuli rísa blönduð byggð íbúða, þjónustu- og atvinnuhúsnæðis. Fyrri flugbrautin á að víkja árið 2016, en þá verða komin 14 ár síðan aðalskipulagið var samþykkt. Á þeim tíma sagði þáverandi borgarstjóri: ?Við munum ekki hrófla við flugvellinum fyrr en eftir 2016. Eftir það förum við í að undirbúa svæðið fyrir frekari uppbyggingu. Við gerum það í samráði við samgönguyfirvöld en við framseljum ekki skipulagsvaldið til þeirra. Við gerum ráð fyrir að samgönguyfirvöld hafi þá mótað sér stefnu varðandi framtíð innanlandsflugs fyrir þetta svæði. Til þess hafa þau nokkuð góðan tíma.? Það verður að segjast eins og er að ríkisvaldið hefur ekki nýtt sérlega vel þann tíma sem liðinn er frá því Reykjavík kynnti áform sín og skipulagið fékk staðfestingu umhverfisráðherra. Það er því ekki seinna vænna að ríkisvaldið, sem á og rekur Reykjavíkurflugvöll, fari að huga að nýrri staðsetningu. Ljóst er að sveitarfélögin umhverfis Reykjavík eru misáhugasöm um að bjóða land undir flugvöll. Hjá Reykjavíkurborg hefur hins vegar alltaf komið skýrt fram að finni flugvallasérfræðingar ríkisins stað innan Reykjavíkur sem ekki stangast á við uppbyggingaráform borgarinnar, muni málið leysast greiðlega. Andstæðingar byggðar í Vatnsmýrinni hafa iðulega talað um að málefni flugvallarins séu í óvissu, en óvissan liggur aðeins hjá ríkinu. Skipulagsvaldið er hjá Reykjavík, eins og innanríkisráðherra hefur ítrekað í ræðu og riti, og borgin hefur tekið af skarið um skipulag Vatnsmýrarinnar. Framtíð Vatnsmýrarinnar er umdeild í öllum flokkum. En það er rétt að árétta að ástæða þess að stærstur hluti borgarstjórnar vill byggja í Vatnsmýri er ekki sú að við hötumst við flugvöllinn. Þvert á móti vilja allir borgarfulltrúar tryggja góðar samgöngur allra landsmanna við Reykjavík. En verkefni borgarstjórnar er að skipuleggja byggð fyrir Reykvíkinga framtíðarinnar og blönduð byggð fyrir 15-20 þúsund manns í Vatnsmýri býður upp á kosti sem engir aðrir staðir innan borgarmarkanna gera. Þaðan eru vegalengdir stuttar í háskólana tvo austan og vestanmegin, að Landspítalanum, stærsta vinnustað landsins, og fjölda annarra fyrirtækja sem hafa valið sér höfuðstöðvar vestarlega í borginni. Með byggð í Vatnsmýri geta borgaryfirvöld náð markmiðum sínum um styttri ferðatíma, fjölbreytilegri ferðamáta, minni mengun, meiri sjálfbærni og þétta og skemmtilega borg sem laðar til sín hæfileikafólk og býður upp á lífsgæði á heimsmælikvarða. Innanríkisráðherra mætti gjarnan svara því hvar annars staðar það byggingarland er sem býður upp á þessa kosti.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar