Framtíðarbyggð í Vatnsmýri Gísli Marteinn Baldursson skrifar 30. júlí 2012 06:00 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill að Vatnsmýrin verði notuð undir flugvöll til frambúðar, frekar en að þar verði blönduð byggð. Honum er auðvitað frjálst að hafa þessa skoðun, en hann viðurkennir jafnframt að það sé Reykjavík sem fari með skipulagsvald á svæðinu og hún ?taki því ákvörðun um það sjálf? hvernig landið sé nýtt. Allt þetta kom fram í frétt á Stöð 2 í síðustu viku. Það er jákvætt að ráðherrann sýni málefnum Reykjavíkur áhuga og tjái sig um skipulagsmál í borginni. Innanríkisráðherra ber skylda til að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga sem kveðið er á um í stjórnarskránni, sveitarstjórnarlögum og alþjóðlegum skuldbindingum. Í gildi er aðalskipulag Reykjavíkur sem samþykkt var fyrir áratug. Þar kemur skýrt fram að í Vatnsmýrinni skuli rísa blönduð byggð íbúða, þjónustu- og atvinnuhúsnæðis. Fyrri flugbrautin á að víkja árið 2016, en þá verða komin 14 ár síðan aðalskipulagið var samþykkt. Á þeim tíma sagði þáverandi borgarstjóri: ?Við munum ekki hrófla við flugvellinum fyrr en eftir 2016. Eftir það förum við í að undirbúa svæðið fyrir frekari uppbyggingu. Við gerum það í samráði við samgönguyfirvöld en við framseljum ekki skipulagsvaldið til þeirra. Við gerum ráð fyrir að samgönguyfirvöld hafi þá mótað sér stefnu varðandi framtíð innanlandsflugs fyrir þetta svæði. Til þess hafa þau nokkuð góðan tíma.? Það verður að segjast eins og er að ríkisvaldið hefur ekki nýtt sérlega vel þann tíma sem liðinn er frá því Reykjavík kynnti áform sín og skipulagið fékk staðfestingu umhverfisráðherra. Það er því ekki seinna vænna að ríkisvaldið, sem á og rekur Reykjavíkurflugvöll, fari að huga að nýrri staðsetningu. Ljóst er að sveitarfélögin umhverfis Reykjavík eru misáhugasöm um að bjóða land undir flugvöll. Hjá Reykjavíkurborg hefur hins vegar alltaf komið skýrt fram að finni flugvallasérfræðingar ríkisins stað innan Reykjavíkur sem ekki stangast á við uppbyggingaráform borgarinnar, muni málið leysast greiðlega. Andstæðingar byggðar í Vatnsmýrinni hafa iðulega talað um að málefni flugvallarins séu í óvissu, en óvissan liggur aðeins hjá ríkinu. Skipulagsvaldið er hjá Reykjavík, eins og innanríkisráðherra hefur ítrekað í ræðu og riti, og borgin hefur tekið af skarið um skipulag Vatnsmýrarinnar. Framtíð Vatnsmýrarinnar er umdeild í öllum flokkum. En það er rétt að árétta að ástæða þess að stærstur hluti borgarstjórnar vill byggja í Vatnsmýri er ekki sú að við hötumst við flugvöllinn. Þvert á móti vilja allir borgarfulltrúar tryggja góðar samgöngur allra landsmanna við Reykjavík. En verkefni borgarstjórnar er að skipuleggja byggð fyrir Reykvíkinga framtíðarinnar og blönduð byggð fyrir 15-20 þúsund manns í Vatnsmýri býður upp á kosti sem engir aðrir staðir innan borgarmarkanna gera. Þaðan eru vegalengdir stuttar í háskólana tvo austan og vestanmegin, að Landspítalanum, stærsta vinnustað landsins, og fjölda annarra fyrirtækja sem hafa valið sér höfuðstöðvar vestarlega í borginni. Með byggð í Vatnsmýri geta borgaryfirvöld náð markmiðum sínum um styttri ferðatíma, fjölbreytilegri ferðamáta, minni mengun, meiri sjálfbærni og þétta og skemmtilega borg sem laðar til sín hæfileikafólk og býður upp á lífsgæði á heimsmælikvarða. Innanríkisráðherra mætti gjarnan svara því hvar annars staðar það byggingarland er sem býður upp á þessa kosti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill að Vatnsmýrin verði notuð undir flugvöll til frambúðar, frekar en að þar verði blönduð byggð. Honum er auðvitað frjálst að hafa þessa skoðun, en hann viðurkennir jafnframt að það sé Reykjavík sem fari með skipulagsvald á svæðinu og hún ?taki því ákvörðun um það sjálf? hvernig landið sé nýtt. Allt þetta kom fram í frétt á Stöð 2 í síðustu viku. Það er jákvætt að ráðherrann sýni málefnum Reykjavíkur áhuga og tjái sig um skipulagsmál í borginni. Innanríkisráðherra ber skylda til að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga sem kveðið er á um í stjórnarskránni, sveitarstjórnarlögum og alþjóðlegum skuldbindingum. Í gildi er aðalskipulag Reykjavíkur sem samþykkt var fyrir áratug. Þar kemur skýrt fram að í Vatnsmýrinni skuli rísa blönduð byggð íbúða, þjónustu- og atvinnuhúsnæðis. Fyrri flugbrautin á að víkja árið 2016, en þá verða komin 14 ár síðan aðalskipulagið var samþykkt. Á þeim tíma sagði þáverandi borgarstjóri: ?Við munum ekki hrófla við flugvellinum fyrr en eftir 2016. Eftir það förum við í að undirbúa svæðið fyrir frekari uppbyggingu. Við gerum það í samráði við samgönguyfirvöld en við framseljum ekki skipulagsvaldið til þeirra. Við gerum ráð fyrir að samgönguyfirvöld hafi þá mótað sér stefnu varðandi framtíð innanlandsflugs fyrir þetta svæði. Til þess hafa þau nokkuð góðan tíma.? Það verður að segjast eins og er að ríkisvaldið hefur ekki nýtt sérlega vel þann tíma sem liðinn er frá því Reykjavík kynnti áform sín og skipulagið fékk staðfestingu umhverfisráðherra. Það er því ekki seinna vænna að ríkisvaldið, sem á og rekur Reykjavíkurflugvöll, fari að huga að nýrri staðsetningu. Ljóst er að sveitarfélögin umhverfis Reykjavík eru misáhugasöm um að bjóða land undir flugvöll. Hjá Reykjavíkurborg hefur hins vegar alltaf komið skýrt fram að finni flugvallasérfræðingar ríkisins stað innan Reykjavíkur sem ekki stangast á við uppbyggingaráform borgarinnar, muni málið leysast greiðlega. Andstæðingar byggðar í Vatnsmýrinni hafa iðulega talað um að málefni flugvallarins séu í óvissu, en óvissan liggur aðeins hjá ríkinu. Skipulagsvaldið er hjá Reykjavík, eins og innanríkisráðherra hefur ítrekað í ræðu og riti, og borgin hefur tekið af skarið um skipulag Vatnsmýrarinnar. Framtíð Vatnsmýrarinnar er umdeild í öllum flokkum. En það er rétt að árétta að ástæða þess að stærstur hluti borgarstjórnar vill byggja í Vatnsmýri er ekki sú að við hötumst við flugvöllinn. Þvert á móti vilja allir borgarfulltrúar tryggja góðar samgöngur allra landsmanna við Reykjavík. En verkefni borgarstjórnar er að skipuleggja byggð fyrir Reykvíkinga framtíðarinnar og blönduð byggð fyrir 15-20 þúsund manns í Vatnsmýri býður upp á kosti sem engir aðrir staðir innan borgarmarkanna gera. Þaðan eru vegalengdir stuttar í háskólana tvo austan og vestanmegin, að Landspítalanum, stærsta vinnustað landsins, og fjölda annarra fyrirtækja sem hafa valið sér höfuðstöðvar vestarlega í borginni. Með byggð í Vatnsmýri geta borgaryfirvöld náð markmiðum sínum um styttri ferðatíma, fjölbreytilegri ferðamáta, minni mengun, meiri sjálfbærni og þétta og skemmtilega borg sem laðar til sín hæfileikafólk og býður upp á lífsgæði á heimsmælikvarða. Innanríkisráðherra mætti gjarnan svara því hvar annars staðar það byggingarland er sem býður upp á þessa kosti.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar