Fleiri fréttir

Af samskiptum við Deloitte og sérstakan saksóknara

Ólafur Hauksson skrifar

Ég finn mig knúinn til að segja stuttlega frá samskiptum mínum og félaga minna við Deloitte. Tilefni skrifanna er umræða um hvort álit frá fyrirtækinu fáist keypt. Því hefur Deloitte reyndar neitað. Sérstakur saksóknari kemur hér einnig við sögu.

Niðurgreidd ferðaþjónusta

Steinar Berg skrifar

Á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 17. janúar sl. var samþykkt að ráðstafa 4.895.000 kr. til reksturs tjaldsvæðis bæjarins árið 2012. Á tjaldsvæðinu er boðið upp á frítt aðgengi að rafmagni og frítt aðgengi að þvottavél og þurrkara. Í stað eðlilegrar verðlagningar fyrir þessa aðstöðu og þjónustu hefur bæjarstjórnarfólk á Akranesi og fjölmörgum öðrum sveitafélögum ákveðið að niðurgreiða þjónustu tjaldsvæðis bæjarins. Tillagan var samþykkt 9:0.

Hundalógik

Sigurður Pálsson skrifar

Molahöfundur „Frá degi til dags" á leiðaraopnu Fréttablaðsins þ. 10. apríl sl., kolbeinn@frettabladid.is, stendur á öndinni af vandlætingu yfir því sem hann kallar páskaávarp biskups Íslands. Það sem veldur andnauð molahöfundarins er að biskup skuli leyfa sér að vekja athygli á skefjalausum áróðri gegn kirkju, hinum kristna sið og trúarhefðum. Hneykslan blaðamannsins virðist eiga sér rætur í því að þar sem hann telur þjóðkirkjuna njóta forréttinda á margan hátt sé fáránlegt að biskup veki athygli á umræddum áróðri.

Ástarsögur

Sigurður Árni Þórðarson skrifar

Þetta er kirkjan okkar. Kirkjan er hluti af okkur. Við viljum halda í hana og hafa hana fallega." Ég stóð við hliðina á sóknarnefndarformanni norður í landi og ræddi við hann um stöðu kirkjunnar, um kirkjuhúsið og þróun kirkjumála. Hann færði í orð viðhorf fólks um allt land. Við eldhúsborð og í stofum hef ég heyrt svipaðar sögur fólks um kirkjuna. Þjóðkirkjan skiptir þau máli, en það er kirkjan þeirra, sóknarkirkjan og líf hennar, sem þau tala um af mestri elskusemi.

Að brjótast út – afnám gjaldeyrishafta

Árni Páll Árnason skrifar

Í fyrri greinum hef ég rætt um það mikla tjón sem gjaldeyrishöftin valda og hversu ólíklegt er að stefna stjórnvalda og Seðlabanka um afnám hafta nái fullnægjandi árangri. Sú mikla aukning sem varð á umfangi aflandskrónuvandans með síðustu lagabreytingum veldur því að tiltækar leiðir eru alltof seinvirkar til lausna.

Verkefnið skuldastaða heimilanna

Jón Lárusson skrifar

Við stöndum einungis frammi fyrir verkefnum og þau er annaðhvort hægt að leysa eða ekki. Vandamál er því ekki til, nema verkefnið sé óleysanlegt og hafi áhrif á aðra þætti í kringum okkur.

Kvótakerfi 2.0

Álfheiður Eymarsdóttir skrifar

Eftir að sjávarútvegsráðherra lagði fram frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (þskj. 1052) og frumvarp um veiðigjald (þskj. 1053) hefur umræðan snúist nær alfarið um upphæð veiðigjaldsins í stað grundvallaratriða fiskveiðistjórnunar.

Hræðilegar virkjanir

Sigurður Friðleifsson skrifar

Þessi fyrirsögn er nú einungis sett fram til að draga lesendur að meginmálinu. Það sorglega er að þessa aðferðafræði nota hagsmunahópar í dag til að einfalda umræðuna og sleppa þannig við að beita alvöru rökum til að kynna málstað sinn. Virkjanir eru bara vondar og því langbest og einfaldast að vera bara á móti þeim öllum og eyða ekki dýrmætum tíma í að rökræða hverja fyrir sig. Í því samhengi er Rammaáætlun tilgangslaus, enda ætluð til þess að meta virkjanakosti bæði út frá sjónarmiðum verndar og nýtingar.

Kynslóðasátt - Leiðréttingarsjóður verðtryggðra húsnæðislána

Guðmundur Franklín Jónsson skrifar

Stjórnmálahreyfingin Hægri grænir, flokkur fólksins vill fara bandarísku leiðina til þess að leiðrétta verðtryggð lán heimilanna. Markmiðið með þessum aðgerðum er að fara að lögum nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti sem tóku gildi 1. nóvember 2007. Með þeim var innleidd í íslenskan rétt tilskipun Evrópusambandsins um markaði fyrir fjármálagerninga. Bandaríska leiðin kallast „The Troubled Asset Relief Program" (TARP). Bandaríski TARP sjóðurinn var magnbundin íhlutun (e. quantitative easing) Seðlabanka Bandaríkjanna sem notuð var til þess að bjarga bandaríska húsnæðislánakerfinu, leysa úr vanda undirmálshúsnæðislána á fjármálamarkaði, og kaupa til baka yfirveðsett húsnæðislán einstaklinga af fjármálafyrirtækjum.

Þurrpressa

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Ég þekki ekki vel til íslenskra veðurfræðinga en ég gæti ímyndað mér að skömmu fyrir verslunarmannahelgi finni þeir fyrir nokkurri pressu. Sérstaklega held ég að það sé þrúgandi ef rigningin er á tilviljunarkenndu ráfi og hálf vonlaust að sjá fyrir hvort landinn muni líka vökna útvortis þessa miklu ferðahelgi. Aldrei er jafn mikilvægt fyrir veðurfræðing að hafa vaðið fyrir neðan sig vilji hann ekki vera skammaður fyrir að skemma útihátíð.

Norðurslóðir, Ísland og Kína: Efnahagsleg tækifæri og pólitískt mikilvægi

Egill Þór Níelsson skrifar

Málefni norðurslóða hafa öðlast aukið vægi í alþjóðlegri umræðu samfara hnattrænum loftslagsbreytingum sem hafa áhrif á aðgengi að auðlindum og skipaumferð á svæðinu. Arktíska svæðið hefur verið kallað "seinasti nýmarkaðurinn“ (e. the last emerging market) vegna náttúruauðlinda þess, samhliða því að minnkandi ís á svæðinu getur gjörbylt sjóflutningamarkaði framtíðarinnar. Pólitískt mikilvægi norðurslóða hefur ekki verið meira frá dögum kalda stríðsins, en í dag einkennist pólitískt landslag svæðisins mest af stöðugleika og samvinnu á milli hagsmunaaðila. Norðurskautsráðið og Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna eru í forgrunni samvinnustjórnunar á norðurslóðum og alþjóðlegt samstarf við utanaðkomandi aðila, svo sem Kína, fer fram undir þeim formerkjum. En hvaða efnahagslegu tækifæri liggja á norðurslóðum, hví ætti Ísland að auka norðurslóðasamstarf sitt við Kína og hvernig má best tryggja framtíðarhagsmuni Íslands á svæðinu?

Samvizka lýðræðisríkis

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Tíu þingmenn úr öllum flokkum öðrum en Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að iðkendur Falun Gong verði beðnir afsökunar á aðgerðum íslenzkra stjórnvalda gagnvart þeim árið 2002. Jafnframt verði þeim sem ekki hafa fengið greiddar bætur vegna fjárhagstjóns af völdum aðgerðanna tryggðar slíkar bætur.

Rammaáætlun markar sátt um nýtingu og verndun

Oddný Harðardóttir skrifar

Markmiðin að baki rammaáætlun eru alveg skýr og þau má draga saman í tvö hugtök; SKYNSEMI og SÁTT. Eða eins og segir í lögunum um rammaáætlun nr. 48/2011; að tryggja að nýting landsvæða þar sem er að finna virkjunarkosti byggist á langtímasjónarmiðum og heildstæðu hagsmunamati þar sem tekið er tillit til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arðsemi ólíkra nýtingarkosta og annarra gilda sem varða þjóðarhag, svo og hagsmuna þeirra sem nýta þessi sömu gæði, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.

Njótum frídagsins

Hvernig hafðirðu það nú um páskana? Fórstu eitthvert? Fékkstu gott veður? að þessu spyrja vinnufélagarnir þegar fólk skreiðist aftur til vinnu eftir fríið. Þetta var enda langt frí, fimm heilir dagar og því talsvert lengra en jólafríið var núna síðustu jól.

Boltinn og "bissness"

Þorgils Jónsson skrifar

Oft er sagt að peningar séu hreyfiafl heimsins. Með nægu fjármagni á flest að vera mögulegt ef rétt er á haldið. Áherslan er auðvitað á niðurlagið: Ef rétt er á haldið. Eitt allra besta dæmið um vanmátt auðmagnsins út af fyrir sig er að finna í nýlegri samantekt á síðunni Transferleague þar sem borin eru saman útgjöld liðanna í ensku úrvalsdeildinni í leikmannakaupum frá árinu 2006.

Markmið í ójafnvægi

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Greinargerðir hagfræðinga og endurskoðenda, sem til þessa hafa komið fram um ný kvótafrumvörp sjávarútvegsráðherra, eru allar mjög á einn veg. Þar er annars vegar varað eindregið við áhrifunum af mikilli hækkun veiðigjalds á afkomu útgerðarinnar. Hins vegar er bent á að önnur ákvæði frumvarpsins, til dæmis um takmarkanir á framsali aflaheimilda og færslu veiðiheimilda frá útgerðunum í hina ýmsu „potta“ muni draga úr langtímahagkvæmni útgerðarinnar og minnka hvata til að fjárfesta, byggja upp og fara vel með auðlindina.

Að ausa fley með fingurbjörg – veikleikar núverandi stefnu um afnám hafta

Árni Páll Árnason skrifar

Við höfum nú búið við gjaldeyrishöft frá nóvemberlokum 2008. Í upphafi bundum við vonir við að hægt væri að leysa úr þeim vanda á 3 til 12 mánuðum. Nú þremur og hálfu ári síðar er ekkert sem bendir til að það takist að losna við höftin í fyrirsjáanlegri framtíð.

Lán - og ólán

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Mikið er nú talað um nauðsyn þess að samfélagið leysi vandamál þeirra skuldara, sem þegið hafa lánsveð af skyldmennum en ekki getað borgað.

Ætla fjölmiðlar að velja forsetann?

Ástþór Magnússon skrifar

Lykillinn að raunverulegum lýðræðisumbótum liggur hjá fjölmiðlum sem í dag ráðskast með lýðræðið fyrir sérhagsmuni eigenda sinna eða valdaelítuna.

Opið bréf frá Falun Gong iðkendum

Þórdís Hauksdóttir og Peder Giertsen skrifar

Falun Gong iðkendur styðja af heilum hug þingsályktun Guðmundar Steingrímssonar og tíu annarra þingmanna Alþingis sem miðar að formlegri leiðréttingu á þeim óheppilegu aðgerðum sem beindust gegn Falun Gong iðkendum í tengslum við opinbera heimsókn þáverandi leiðtoga Alþýðulýðveldisins Kína til Íslands í júní 2002.

Köstum krónunni

Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar

Það þarf væntanlega ekki að segja mörgum Íslendingum að verðbólgan hafi verið til viðvarandi vandræða í hagkerfinu enda nægar áminningar að fá í verslunum landsins. Enn ein barst svo á dögunum þegar Seðlabankinn tilkynnti að til stæði að hefja útgáfu á 10.000 króna seðlum. Seðlarnir munu bera mynd af Jónasi Hallgrímssyni, sem er vel valið, auk lóunnar. Sumir kunna að spyrja af hverju Seðlabankinn stígur þetta skref, skortur á 10.000 króna seðlum er jú varla aðkallandi vandamál í lífi margra. Þeir sömu mega þó hafa í huga að verðlag hefur næstum því sexfaldast frá því að 5.000 króna seðilinn var gefinn út árið 1986.

Stíflugarðar á floti – um gagnslítil og stórskaðleg gjaldeyrishöft

Árni Páll Árnason skrifar

Hert gjaldeyrishöft, meint brot Samherja á gjaldeyrislöggjöfinni og misheppnað gjaldeyrisútboð Seðlabankans nú nýlega eru atburðir sem kalla á endurmat á þeirri umgjörð sem við höfum búið íslensku atvinnulífi með gjaldeyrishöftum. Undan því endurmati getur enginn vikist.

Sjálfbært borgarskipulag

Trausti Valsson skrifar

Aðferðir og sjónarmið sem tengjast sjálfbærni í borgarskipulagi eru í sókn. Bíl-miðað skipulag er talið dýrasta tegund skipulags, einkum vegna þess að með því verður byggðin mjög dreifð og vegalengdir miklar. Allt sem leiðir til hás stofn- og rekstrarkostnaðar telst óhagkvæmt og því óvistvænt eða jafnvel ósjálfbært. Mest áberandi í umræðunni erlendis er að bílaborgir nota meira jarðefnaeldsneyti en borgir t.d. með góðu lestakerfi. Brennsla jarðefnaeldsneytis skapar gróðurhúsalofttegundir og leiðir víða til mikillar mengunar.

Ábyrgðarkver

Reimar Pétursson skrifar

Út er komin bókin Ábyrgðarkver eftir Gunnlaug Jónsson sem fjallar um "bankahrun og lærdóminn um ábyrgð". Bókin er kærkomin viðbót við þau rit sem þegar hafa verið skrifuð um hugsanlegar orsakir efnahagshrunsins 2008.

Er sem sagt, sko?

Jón Axel Egilsson skrifar

Æskuvinir mínir voru skrítinn hópur og aldursmunur þess yngsta og elsta hátt í fjögur ár. Þegar einn þeirra elstu komst inn í MR og sagði okkur frá upphefðinni orðaði hann það svona: „Nú er ég kominn í menntaskóla, hættur að segja mér hlakkar til en segi mig hlakkar til.“ Þegar þetta féll í grýttan farveg hjá hópnum bætti hann við: „Maður á nefnilega að segja ég hlakka til.“ Þetta er ein besta kennslustund í íslensku sem ég hlaut um ævina.

Öskjuhlíð, fólkvangur í miðri borg

Sigríður Sigurðardóttir skrifar

Reykjavíkurborg sótti um hjá Evrópusambandinu um að vera græn höfuðborg og komst í úrslit. Borgirnar sem verða fyrir valinu eru metnar út frá ýmsum hliðum borgarlífsins þ.m.t. grænum svæðum og þurfa að huga að sjálfbærni innan borgarmarkanna með tilliti til velferðar íbúa og varðveislu menningararfsins. Velferð er hluti af sjálfbærri hugsun og því mikilvægt að Reykjavíkurborg fari varlega þegar deiliskipulag er gert með græn svæði.

Hugmynd að grænu hjarta í Reykjavík

Björn B. Björnsson skrifar

Margir Reykvíkingar eru á móti fyrirhugaðri hótelbyggingu við sunnanvert Ingólfstorg vegna þess skaða sem hún veldur á umhverfi miðborgarinnar: Við fáum minni sól á Ingólfstorg, Nasa verður rifið og risahótel kallar á aukna umferð um þennan viðkvæmasta blett borgarinnar á kostnað almannarýma og Alþingis.

Við eigum brekku eftir

Oddný G. Harðardóttir skrifar

Hvernig hefur ríkissjóður það og hvernig gengur að halda kúrs? Þetta eru spurningar sem ég fæ oft þessa dagana. Getum við ekki farið að slaka á klónni? Og svarið er: "Við eigum brekku eftir.“

Hagsmunaárekstrar í heilbrigðisþjónustu

Teitur Guðmundsson skrifar

Nýleg umræða um samskipti lækna og lyfjafyrirtækja og þingsályktunartillaga þeirra Eyglóar Harðardóttur og Margrétar Tryggvadóttur, sem ætlað er að herða reglur og tryggja að fjárhagslegir hagsmunir heilbrigðisþjónustuaðila tengist ekki meðferð eða ráðgjöf sjúklinga, hefur vakið athygli.

Misskilningur um forsetaframboð

Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar

Samfélagsumræðan á það til að komast á flug á algjörlega röngum forsendum. Einhver heldur einhverju fram og án þess að fólk hafi fyrir því að kanna hvort fullyrðingin sé rétt eða röng tekur það hana upp á sína arma.

Varúð! Engin ábyrgð

Magnús Halldórsson skrifar

Gunnlaugur Jónsson hefur sent frá sér bókina Ábyrgðarkver – Bankahrun og lærdómurinn um ábyrgð. Þar er rætt um hugtakið ábyrgð og það sett í samhengi við bankahrunið, ástæður þess og eftirköst. Ýmislegt hefur verið ritað um ábyrgð varðandi bankahrunið, og þá einkum út frá spurningunni um hver beri ábyrgð á hinum ýmsu hlutum sem að lokum leiddu til hruns bankanna hér á landi og allsherjarhruns á heimsvísu raunar.

Eggið eða hænan?

Þorsteinn Pálsson skrifar

Vandamál ríkisstjórnarinnar er að mínu mati Jóhanna Sigurðardóttir sjálf.“ Þannig tók Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til orða í viðtali við Ríkissjónvarpið á fimmtudag í síðustu viku. Fremur óvanalegt er að áhrifamaður í ríkisstjórnarflokki lýsi stöðu ríkisstjórnar á þennan veg.

Efinn og upprisan

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Á laugardaginn fyrir páska einhvern tímann í kringum árið 30 eftir okkar tímatali, voru fylgjendur Jesú Krists ákaflega dapur söfnuður. Leiðtogi þeirra hafði ekki aðeins verið tekinn af lífi daginn áður eins og hver annar glæpamaður, dæmdur af valdamönnum og úthrópaður af almenningi. Söfnuðurinn var líka fullur efasemda um að Jesús væri yfirleitt sá sem hann hafði sagzt vera, frelsari mannkynsins og Guðs sonur. Sjálfur Símon Pétur hafði afneitað honum þrisvar í hallargarði æðsta prestsins.

Brot úr sögu Neytendasamtakanna

Jóhannes Gunnarsson skrifar

Á næsta ári eru liðin 60 ár frá stofnun Neytendasamtakanna en þau eru þriðju elstu neytendasamtök í heiminum. Það var framsýnt fólk sem stóð að stofnun samtakanna á sínum tíma og að öðrum ólöstuðum fór Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur þar fremstur í flokki. Neytendasamtökin hafa í gegnum tíðina haft afskipti af ótal málum sem varða hagsmuni neytenda og er hér tæpt á nokkrum þeirra.

Sykursíkið

Atli Fannar Bjarkason skrifar

Páskadagur er á morgun og ég er búinn með helminginn af páskaegginu mínu. Þegar ég segi "helminginn“ meina ég "eiginlega allt“. Ég er kámugur á puttunum eftir óhóflega neyslu af unaðslegu súkkulaði og sé ekki eftir neinu. Samt er ég meðvitaður um að sykur er ávanabindandi eitur sem er að drepa okkur öll.

Auðlindir og almannahagur

Ögmundur Jónasson skrifar

Sú hugmynd, sem ég nýlega varpaði fram, að útgerðarfyrirtæki sem gerðust brotleg við skatta- og gjaldeyrislög skyldu svipt kvóta- eða veiðileyfisrétti hefur fengið nokkuð blendnar viðtökur.

Útgerðin getur lagt meira af mörkum

Huginn Freyr Þorsteinsson skrifar

Síðustu 2 til 3 ár hafa verið mjög hagfelld fyrir rekstur flestra sjávarútvegsfyrirtækja þótt afkoma sé nokkuð mismunandi eftir því hvers eðlis þau eru. Ytri aðstæður hafa á heildina litið verið hagfelldar frá árinu 2009. Þrátt fyrir miklar sveiflur á erlendum mörkuðum hefur verð á sjávarafurðum, mælt í erlendri mynt, haldist hátt í flestum afurðaflokkum. Þorskstofninn er á uppleið eftir mögur ár og eins er ástand uppsjávarfiskstofna gott en þar vegur þungt góð makríl- og loðnuveiði.

Jöfnuður – markmið friðar

Gunnar Hersveinn skrifar

Allt sem við viljum er friður á jörð! Friðurinn stendur til boða – ef við viljum. Afl friðar er jöfnuður og gjafmildi. Afl ófriðar er græðgi og heimska.

Hvað vill Ólafur Ragnar?

Haukur Sigurðsson skrifar

Í síðasta nýársávarpi sínu gaf forseti sterklega í skyn að þetta yrði hans síðasta kjörtímabil. Orðalagið virðist ekki hafa náð nógu vel til hlustenda en texti forseta um þetta féll svo vel að því sem á undan var komið að það átti ekki að misskiljast. Sumir töldu að þarna væri smuga þar sem forseti hefði ekki sagt: „Þetta verður mitt síðasta kjörtímabil í þessu embætti,” eða eitthvað slíkt.

Sjá næstu 50 greinar