Niðurgreidd ferðaþjónusta Steinar Berg skrifar 12. apríl 2012 06:00 Á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 17. janúar sl. var samþykkt að ráðstafa 4.895.000 kr. til reksturs tjaldsvæðis bæjarins árið 2012. Á tjaldsvæðinu er boðið upp á frítt aðgengi að rafmagni og frítt aðgengi að þvottavél og þurrkara. Í stað eðlilegrar verðlagningar fyrir þessa aðstöðu og þjónustu hefur bæjarstjórnarfólk á Akranesi og fjölmörgum öðrum sveitafélögum ákveðið að niðurgreiða þjónustu tjaldsvæðis bæjarins. Tillagan var samþykkt 9:0. Á heimasíðu Útilegukortsins eru talin upp á fimmta tug stéttarfélaga og spurt: Er þitt félag að niðurgreiða Útilegukortið? Á heimasíðunni eru líka talin upp 44 tjaldsvæði þar sem Útilegukortið gildir. Langflest þessara tjaldsvæða eru á vegum sveitafélaga sem niðurgreiða reksturinn. Þarna er ekki að finna nokkur helstu tjaldsvæði landsins sem af metnaði hafa byggt upp aðstöðu og þjónustu fyrir ferðamenn undanfarin ár og þurfa að fá fyrir það eðlilegt endurgjald. Útilegukortið er selt til Íslendinga og þá helst í gegnum stéttarfélög sem niðurgreiða kaupin fyrir félagsmenn. Útilegukortið er einnig selt til útlendinga. Kaupendur eru m.a. erlendir ferðaskipuleggjendur sem koma með marga hópa húsbílafólks hvert sumar og fara hringinn í kringum landið. Þessir aðilar kaupa t.d. 20 kort og nota fyrir hópinn. Að afloknum hring um landið er hópnum skilað í Norrænu og næsti hópur kemur og tekur yfir notkun kortanna; og svo hring eftir hring, næsti og næsti. Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein og tiltölulega ung og enn eru margir þættir hennar að mótast. Það er t.d. ekki langt síðan sveitarfélög komu að rekstri gistiheimila og hótela með niðurgreiðslum á sömu forsendum og vafalaust eru notaðar til þess að réttlæta niðurgreiðslur á rekstri tjaldsvæðanna. Áframhaldandi vöxtur og uppbygging ferðaþjónustunnar hlýtur að byggjast á samvinnu margra aðila sem allir þurfa að hafa skýrt hlutverk og framtíðarsýn. Þannig þurfa sveitarfélög að einblína á grunnþætti s.s. aðlaðandi umgjörð og aðstæður sem dregur að ferðafólk og skapa þannig grundvöll fyrir heilbrigðan rekstur ferðaþjónustufyrirtækja. Í þeim tilfellum þar sem tjaldsvæði eru fyrir hlýtur að vera eðlilegra að bjóða reksturinn út heldur en að niðurgreiða hann úr sameiginlegum sjóðum. Það hlýtur að vera uppbyggilegra að þessi rekstur lúti þeim almennu samkeppnis- og rekstrarforsendum sem gilda en niðurgreiðslum bæjarfélagsins. Forystumenn stéttarfélaga hafa það að atvinnu að vera talsmenn sanngirni og varða veginn til framtíðar. Báðir aðilar, sveitarfélagsfólk og forystufólk stéttarfélaga, fara með vald til þess að ráðstafa úr sameiginlegum sjóðum og vilja vafalaust gera það af ábyrgð og fagmennsku. Langtímasjónarmið hljóta að vega þyngra en skammtímasjónarmið. Með því að stéttarfélög greiði hluta kaupverðs Útilegukortsins, eru þau í raun að millifæra úr sjóðum sínum til milliliðar sem hagnast af sölu niðurgreiddrar vöru. Áhrif niðurgeiðslnanna virka sem inngrip inn í viðkvæman rekstur þeirra ferðaþjónustuaðila sem eru að þróa og byggja upp rekstur sinn. Getur það verið að þessir aðilar deili með sér þeirri hugsjón að allur rekstur tjaldsvæða á Íslandi eigi að vera niðurgreiddur? Ég beini því til forystufólks stéttarfélaga og sveitastjórnarfólks að það hugsi sinn gang upp á nýtt og geri inngrip af þessu tagi ekki að sjálfvirkum þætti starfs síns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Á fundi bæjarstjórnar Akraness þann 17. janúar sl. var samþykkt að ráðstafa 4.895.000 kr. til reksturs tjaldsvæðis bæjarins árið 2012. Á tjaldsvæðinu er boðið upp á frítt aðgengi að rafmagni og frítt aðgengi að þvottavél og þurrkara. Í stað eðlilegrar verðlagningar fyrir þessa aðstöðu og þjónustu hefur bæjarstjórnarfólk á Akranesi og fjölmörgum öðrum sveitafélögum ákveðið að niðurgreiða þjónustu tjaldsvæðis bæjarins. Tillagan var samþykkt 9:0. Á heimasíðu Útilegukortsins eru talin upp á fimmta tug stéttarfélaga og spurt: Er þitt félag að niðurgreiða Útilegukortið? Á heimasíðunni eru líka talin upp 44 tjaldsvæði þar sem Útilegukortið gildir. Langflest þessara tjaldsvæða eru á vegum sveitafélaga sem niðurgreiða reksturinn. Þarna er ekki að finna nokkur helstu tjaldsvæði landsins sem af metnaði hafa byggt upp aðstöðu og þjónustu fyrir ferðamenn undanfarin ár og þurfa að fá fyrir það eðlilegt endurgjald. Útilegukortið er selt til Íslendinga og þá helst í gegnum stéttarfélög sem niðurgreiða kaupin fyrir félagsmenn. Útilegukortið er einnig selt til útlendinga. Kaupendur eru m.a. erlendir ferðaskipuleggjendur sem koma með marga hópa húsbílafólks hvert sumar og fara hringinn í kringum landið. Þessir aðilar kaupa t.d. 20 kort og nota fyrir hópinn. Að afloknum hring um landið er hópnum skilað í Norrænu og næsti hópur kemur og tekur yfir notkun kortanna; og svo hring eftir hring, næsti og næsti. Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein og tiltölulega ung og enn eru margir þættir hennar að mótast. Það er t.d. ekki langt síðan sveitarfélög komu að rekstri gistiheimila og hótela með niðurgreiðslum á sömu forsendum og vafalaust eru notaðar til þess að réttlæta niðurgreiðslur á rekstri tjaldsvæðanna. Áframhaldandi vöxtur og uppbygging ferðaþjónustunnar hlýtur að byggjast á samvinnu margra aðila sem allir þurfa að hafa skýrt hlutverk og framtíðarsýn. Þannig þurfa sveitarfélög að einblína á grunnþætti s.s. aðlaðandi umgjörð og aðstæður sem dregur að ferðafólk og skapa þannig grundvöll fyrir heilbrigðan rekstur ferðaþjónustufyrirtækja. Í þeim tilfellum þar sem tjaldsvæði eru fyrir hlýtur að vera eðlilegra að bjóða reksturinn út heldur en að niðurgreiða hann úr sameiginlegum sjóðum. Það hlýtur að vera uppbyggilegra að þessi rekstur lúti þeim almennu samkeppnis- og rekstrarforsendum sem gilda en niðurgreiðslum bæjarfélagsins. Forystumenn stéttarfélaga hafa það að atvinnu að vera talsmenn sanngirni og varða veginn til framtíðar. Báðir aðilar, sveitarfélagsfólk og forystufólk stéttarfélaga, fara með vald til þess að ráðstafa úr sameiginlegum sjóðum og vilja vafalaust gera það af ábyrgð og fagmennsku. Langtímasjónarmið hljóta að vega þyngra en skammtímasjónarmið. Með því að stéttarfélög greiði hluta kaupverðs Útilegukortsins, eru þau í raun að millifæra úr sjóðum sínum til milliliðar sem hagnast af sölu niðurgreiddrar vöru. Áhrif niðurgeiðslnanna virka sem inngrip inn í viðkvæman rekstur þeirra ferðaþjónustuaðila sem eru að þróa og byggja upp rekstur sinn. Getur það verið að þessir aðilar deili með sér þeirri hugsjón að allur rekstur tjaldsvæða á Íslandi eigi að vera niðurgreiddur? Ég beini því til forystufólks stéttarfélaga og sveitastjórnarfólks að það hugsi sinn gang upp á nýtt og geri inngrip af þessu tagi ekki að sjálfvirkum þætti starfs síns.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar