Fleiri fréttir

Vondar fréttir, samstillt viðbrögð

Eldgosið í Grímsvötnum minnir okkur enn og aftur á að við búum í landi þar sem náttúruöflin eru óútreiknanleg og geta hvenær sem er gripið harkalega inn í okkar daglega líf. Náttúran sýnir mátt sinn og megin og manneskjurnar verða um leið ósköp smáar frammi fyrir þeim ógnarkrafti sem í henni býr.

Samþykki á að draga til baka

Í frétt á mbl.is síðdegis 30. apríl segir: „Hersveitir NATO hafa varpað sprengjum á stjórnarbyggingu í Trípólí þar sem m.a. ríkissjónvarpið er til húsa. Yfirvöld í Líbíu segja að tilgangur loftárásarinnar hafi verið að drepa Gaddafi þegar hann var að ávarpa þjóðina í ríkissjónvarpinu.“

Fréttir úr sortanum

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Ógæfu Íslands verður allt að vopni, æpti ég upp yfir mig í gær þegar ég horfði á fréttir úr sortanum á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni. „Fyrst hrunið með tilheyrandi kaupmáttarrýrnun,

Vinátta

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Eitt af því dýrmætasta í lífinu er traust og varanleg vinátta.

Réttlæti siðaðra þjóða

Gerður Kristný skrifar

Undanfarnar vikur hefur athygli heimsbyggðarinnar beinst að Úganda, litlu ríki í Austur-Afríku sem miðað við smæð hefur verið furðu oft í fréttum frá því ég komst til vits á ára.

Unnið fyrir opnum tjöldum

Ólafur Stephensen skrifar

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, svo og Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis, hafa gert alvarlegar athugasemdir við frummatsskýrslu Orkuveitu Reykjavíkur vegna fyrirhugaðrar jarðhitavinnslu við Gráuhnúka í Bláfjöllum.

(Ó)verðtryggð lán

Már Wolfgang Mixa skrifar

Eftir verðbólguskot í kjölfar Hruns hefur umræðan um að banna eigi verðtryggð lán verið hávær, meðal annars í nýlegri skýrslu Verðtryggingarnefndar.

Draumurinn um „eitthvað annað“

Þorsteinn Pálsson skrifar

Fjármálaráðherra skrifaði grein í vikunni sem var málefnaleg tilraun til að sýna fram á að Ísland væri að rísa á ný. Síðast þegar ráðherrann reyndi þetta með yfirlýsingu á Alþingi um nýtt hagvaxtarskeið barði Hagstofan hann niður strax daginn eftir meðhttp://edit.visir.is/apps/pbcsedit.dll/red# tölum um samdrátt í stað hagvaxtar.

Hverjir eru bestir?

Amerískur spéfugl sneri eitt sinn út úr þekktu máltæki og sagði að þótt hægt væri að leiða mann að háskóla væri ekki hægt að láta hann hugsa.

Orðin tóm

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Takk!

Erla Skúladóttir. skrifar

Í vetur syntum við fjölskyldan á móti straumnum og fluttum til Íslands eftir fjögurra ára búsetu í Svíþjóð. Við höfðum auðvitað, eins og aðrir Íslendingar, fylgst með hinni neikvæðu umræðu á landinu bláa í kjölfar efnahagshrunsins en mátum þó kostina við að flytja heim ríkari en gallana.

Öll hverfi skipta máli í Garðabæ

Stefán Konráðsson skrifar

Á vettvangi Skipulagsnefndar Garðabæjar hefur á undanförnum mánuðum verið unnið að mörgum og mikilvægum verkefnum. Hæst ber deiliskipulagsvinnu á Arnarnesi, Túnum og í Garðahverfi. Með þessari deiliskipulagsvinnu leggja bæjaryfirvöld áherslu á að styrkja og styðja við núverandi byggðamynstur. Haldnir hafa verið fjölmennir og áhugaverðir íbúafundir þar sem ýmis sjónarmið og skoðanir íbúa hafa verið viðraðar.

Hljómleikarnir í London 1985

Einar Benediktsson skrifar

Fyrir einum þremur áratugum spurðist það til okkar sem vorum erlendis, að langþráður skriður væri kominn á að reisa tónleikahöll í Reykjavík. Það var til vansa að víðfrægir erlendir hljómlistamenn urðu að sæta þeirri allsendis ófullnægjandi aðstöðu, sem Íslendingar máttu láta sér nægja.

Clinton, Ísland og norðurslóðir

Össur Skarphéðinsson skrifar

Sameiginlegir hagsmunir Íslands og Bandaríkjanna um norðurslóðir eru miklir. Þeir varða jafnt siglingar yfir heimskautið í kjölfar bráðnunar sem og aðgerðir til að tryggja öryggi sæfarenda og þeirra sem munu vinna við nýtingu auðlinda undir hafsbotni á norðurslóðum. Báðum þjóðum er mikilvægt að nýta friðsamlegar leiðir til að greiða úr deilum sem kunna að spretta upp um landamörk á hafsbotni og þar með eignarhald á auðlindum.

Frelsi fylgir ábyrgð – II

Katrín Jakobsdóttir skrifar

Í nýjum lögum um fjölmiðla er kveðið á um að ávallt sé upplýst með gegnsæjum og aðgengilegum hætti fyrir almenning hvernig eignarhaldi fjölmiðla sé háttað. Þá var kveðið á um skipan þverpólitískrar nefndar með fulltrúum allra þingflokka, sem hefur það hlutverk að kanna samþjöppun á eignarhaldi á fjölmiðlamarkaði hér á landi og gera eftir atvikum tillögur um einhverjar skorður í þeim efnum. Er hún nú að störfum og á að skila tillögum í sumar.

Hver er besti framhaldsskóli landsins?

Starfsfólk Verkmenntaskóla Austurlands skrifar

Þessari spurningu er varpað fram í auglýsingum frá tímaritinu Frjálsri verslun og vísað í grein um könnun Pawels Bartoszek um gæði framhaldsskóla á Íslandi. Við viljum setja alvarlega fyrirvara um þau vinnubrögð sem þar eru viðhöfð en einnig er fréttaflutningurinn af könnuninni mjög ámælisverður.

Frelsi fylgir ábyrgð - I

Katrín Jakobsdóttir skrifar

Í lok apríl samþykkti Alþingi lög um fjölmiðla og setti þar með í fyrsta sinn heildarlöggjöf um fjölmiðla og starfsemi þeirra hér á landi. Markmið laganna er að stuðla að tjáningarfrelsi, rétti til upplýsinga, fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlun, sem og að efla vernd neytenda á þeim vettvangi.

Verðtrygging - deyfilyf stjórnvalda

Á 9. áratugnum var verðtrygging launa lögð af vegna þess að hún var talin leiða til víxlverkunar launa og verðlags. Eftir að verðtrygging launa var afnumin hefur komið í ljós að verðtrygging útlána og lífeyrissparnaðar magnar upp sveiflur og óstöðugleika í efnahagslífinu.

Hvernig á lögreglumaður að vinna vinnu sína?

G. Jökull Gíslason skrifar

Í vikunni var þingfest ákæra á hendur lögreglumanni fyrir meint brot í starfi. Hið meinta brot er að hafa unnið vinnu sína af kostgæfni. Það hafði afleiðingar í för með sér að ungur maður fótbrotnaði eða réttara sagt ungur ökuníðingur sem var að reyna að stinga af frá umferðarlagabroti og hlýddi engum stöðvunarmerkjum og gerði sitt ítrasta til að flýja frá lögreglu. Í eftirförinni fótbrotnaði hann þegar hann reyndi að hlaupa frá bíl sínum eftir að hafa lokast af í botngötu.

Er þetta eitthvað nýtt?

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Sú var tíðin – og ekki svo ýkjalangt síðan – að á Íslandi þótti glataður hver geymdur eyrir. Um að gera var að koma því strax í lóg, ef eitthvað stóð eftir af vikukaupinu. Þá var um að gera að kaupa steypu, kaupa vöru – kaupa eitthvað. Kaupa strax því annars varð "aurinn“ að engu.

Er verið að leggja niður sérskóla fyrir þroskahömluð börn?

Jóhanna G. Kristjánsdóttir skrifar

Tilefni eftirfarandi vangaveltna er m.a. grein Ragnars Þorsteinssonar, fræðslustjóra í Reykjavík, Sérskólar og nemendur með þroskahömlun sem birtist í Fréttablaðinu 31. mars sl. Grein hans fylgir í kjölfar nokkurrar umræðu um breytingarnar sem gerðar hafa verið af hálfu Reykjavíkurborgar og varða skólagöngu nemenda með væga þroskahömlun.

"Gat ekki hugsað mér að standa í biðröð til að fá mat"

Bjarni Gíslason skrifar

Það eru ófá símtölin sem við höfum fengið hjá Hjálpastarfi kirkjunnar eftir að við breyttum til varðandi mataraðstoðina. Frá 1. maí hættum við að útdeila mat í poka og tókum upp inneignarkort fyrir barnafjölskyldur. "Ég gat ekki hugsað mér að standa í biðröð til að fá mat í poka, samt er ástandið hjá mér mjög slæmt, nú langar mig að athuga með þessi inneignarkort“ sagði einstæð tveggja barna móðir sem hringdi.

Fara markmiðin saman?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti, sagði í gær frá nýrri mælingu svissneska viðskiptaháskólans IMD á samkeppnishæfni ríkja. Ísland sígur um eitt sæti á listanum, niður í það 31. en var árið 2006 í fjórða sætinu. Flest lönd sem við viljum bera okkur saman við eru miklu ofar á listanum.

Allir eru jafnir fyrir lögum

Þorvaldur Gylfason skrifar

Stjórnlagaráð leggur í hverri viku fram tillögur að texta nýrrar stjórnarskrár. Textinn birtist í áfangaskjali á vefsetri ráðsins (stjornlagarad.is). Þar getur hver sem er kynnt sér textann og gert tillögur um breytingar á honum. Hugsunin á bak við þetta fyrirkomulag er að þjóðin sjálf setur sér nýja stjórnarskrá, þótt stjórnlagaráðið hafi verið kosið og síðan skipað til að sitja við lyklaborðin. Það er hugur í ráðinu, ríkur samhugur. Þess má vænta, að lokagerð textans muni, þegar allir hnútar hafa verið hnýttir, geyma ýmis nýmæli og horfa til framfara svo sem þjóðfundurinn í október 2010 kallaði eftir og stjórnlagaráðinu ber samkvæmt lögum að taka mið af. Hrunið land þarf hreint borð.

Skattahækkanir í Reykjavík voru óþarfar

Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar

Ársreikningur Reykjavíkurborgar 2010, sem lagður var fram í borgarstjórn á þriðjudag, staðfestir þann mikla árangur sem náðist með nýjum vinnubrögðum og góðri sátt á síðasta kjörtímabili. Með samstilltu átaki allrar borgarstjórnar og borgarstarfsmanna tókst þrjú ár í

Óþarft að kjósa tvisvar

Arnþór Helgason skrifar

Frá því að íslenska fjármálakerfið hrundi árið 2008 hefur talsverð umræða orðið um það manna á meðal hvernig haga beri kosningum. Þrátt fyrir áhuga á umbótum hefur hvert óhappið rekið annað. Má þar nefna kosningu til stjórnlagaþings, ákvörðun Alþingis um það hverjir skyldu ákærðir fyrir Landsdómi og nú síðast kjör vígslubiskups í Skálholti.

Hvaða valdi skal stjórnarskráin dreifa?

Jón Þór Ólafsson skrifar

Valddreifingar kröfur Þjóðfundarins á síðasta ári ganga eðlilega lengra en þrískipting Montesquieu á ríkisvaldinu. Þrískipting franska greifans var greiningarlíkan og gagnrýni á því hvar vald ríkisins var að finna fyrir tæpum þrjú hundruð árum.

Áfram frjáls för

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Frjáls för fólks á milli ríkja Evrópu er einn mikilvægasti ávinningur Evrópusamstarfsins. Hægt er að ferðast frá Bjargtöngum í vestri til Narvi í Eistlandi í austri án þess að standa í biðröð eftir vegabréfaskoðun. Svíinn, sem afgreiðir í búð í Kaupmannahöfn og talar við íslenzka viðskiptavini með skánskum hreim, sá ekki einu sinni landamæravörð við skiltið „Danmark" við Eyrarsundsbrúna þegar hann ók í vinnuna. Víða um Evrópu eru landamærin ekki annað en strik á korti.

Atvinna í stað aðgerðaleysis

Björk Vilhelmsdóttir skrifar

Reykjavíkurborg ákvað nýverið að bjóða upp á 1900 sumarstörf fyrir ungt fólk í stað 1500 starfa eins og hefur verið síðastliðin sumur. Ástæðan er sú að síðastliðið sumar þáðu um 400 námsmenn fjárhagsaðstoð frá borginni.

Sjá næstu 50 greinar