Nei, þetta er ekki vonlaust! Stefán Ingi Stefánsson skrifar 19. maí 2011 10:00 Í ótal löndum um allan heim búa börn við nístandi fátækt. Þau skortir aðgengi að hreinu vatni, komast ekki undir læknishendur þegar þau veikjast og líða fyrir alvarlega vannæringu. Árlega látast milljónir barna af ástæðum sem eru vel fyrirbyggjanlegar. Er þetta þá allt vonlaust? Sem betur fer ekki. Mun færri börn deyja fyrir fimm ára aldur í dag en fyrir rúmum tuttugu árum. Raunar hefur tíðni barnadauða lækkað um þriðjung! Það eru gleðifréttir – og það sýnir að hægt er að breyta hlutum til hins betra. Árið 1990 létust á hverju ári nærri 12,5 milljónir barna undir fimm ára aldri en tuttugu árum síðar var talan komin niður í rúmar 8 milljónir. Þetta er mikill árangur, ekki síst í ljósi þess að á sama tíma fjölgaði fólki í heiminum. Enn er tíðni barnadauða þó alltof há. Það er þyngra en tárum taki að á hverjum degi látist þúsundir barna af orsökum sem auðvelt og ódýrt er að koma í veg fyrir. Þetta er óásættanlegt og þessu verður að breyta. Fréttir um lækkandi tíðni barnadauða sýna að það er hægt. Árangur hefur náðst í öllum heimshlutum – líka í sumum af fátækustu löndum í heimi. Eitt af þeim er Afríkuríkið Malaví. Þar eru íbúar á góðri leið með að ná þúsaldarmarkmiðinu svokallaða um að draga úr ungbarnadauða um 2/3 á tímabilinu 1990-2015. Moskítónet og bólusetningarHæsta tíðni barnadauða er þó enn í Afríku sunnan Sahara, þar sem eitt af hverjum átta börnum lætur lífið fyrir fimm ára aldur. Helmingur allra þeirra barna sem eru yngri en fimm ára og látast á hverju ári er hins vegar frá einungis fimm löndum: Indlandi, Nígeríu, Austur-Kongó, Pakistan og Kína. Þetta eru allt fjölmenn ríki. Lýðheilsusérfræðingar segja að lækkun barnadauða megi að stórum hluta þakka nokkrum lykilinngripum á borð við bólusetningar, A-vítamíngjöf og aukna dreifingu moskítóneta til að koma í veg fyrir malaríusmit. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, mun áfram leggja sitt af mörkum til að draga úr barnadauða. Árið 2010 dreifði UNICEF 2,3 milljörðum skammta af bóluefnum í nærri 90 löndum. Einn milljarður barna var bólusettur gegn taugaveiki. Þúsundir Íslendinga aðstoðaUNICEF á Íslandi er stolt af því að vera hluti af stærstu barnahjálparsamtökum heims – samtökum sem breyta lífi milljóna barna á hverju ári. Þetta gætum við ekki án þeirra þúsunda Íslendinga sem styðja starf okkar mánaðarlega sem heimsforeldrar, allra þeirra fyrirtækja sem lagt hafa okkur lið og alls þess fólks sem stutt hefur starfið með einstaka framlögum. Heimsforeldrar UNICEF eru orðnir hátt í 17.000 talsins og fyrir það erum við ákaflega þakklát. Það er ekki einfalt mál að vinna bug á fátækt, bæta velferð barna í heiminum og draga úr barnadauða. Verkefnin framundan eru mörg og erfið – dæmin sýna hins vegar að þau eru langt í frá óyfirstíganleg! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Sjá meira
Í ótal löndum um allan heim búa börn við nístandi fátækt. Þau skortir aðgengi að hreinu vatni, komast ekki undir læknishendur þegar þau veikjast og líða fyrir alvarlega vannæringu. Árlega látast milljónir barna af ástæðum sem eru vel fyrirbyggjanlegar. Er þetta þá allt vonlaust? Sem betur fer ekki. Mun færri börn deyja fyrir fimm ára aldur í dag en fyrir rúmum tuttugu árum. Raunar hefur tíðni barnadauða lækkað um þriðjung! Það eru gleðifréttir – og það sýnir að hægt er að breyta hlutum til hins betra. Árið 1990 létust á hverju ári nærri 12,5 milljónir barna undir fimm ára aldri en tuttugu árum síðar var talan komin niður í rúmar 8 milljónir. Þetta er mikill árangur, ekki síst í ljósi þess að á sama tíma fjölgaði fólki í heiminum. Enn er tíðni barnadauða þó alltof há. Það er þyngra en tárum taki að á hverjum degi látist þúsundir barna af orsökum sem auðvelt og ódýrt er að koma í veg fyrir. Þetta er óásættanlegt og þessu verður að breyta. Fréttir um lækkandi tíðni barnadauða sýna að það er hægt. Árangur hefur náðst í öllum heimshlutum – líka í sumum af fátækustu löndum í heimi. Eitt af þeim er Afríkuríkið Malaví. Þar eru íbúar á góðri leið með að ná þúsaldarmarkmiðinu svokallaða um að draga úr ungbarnadauða um 2/3 á tímabilinu 1990-2015. Moskítónet og bólusetningarHæsta tíðni barnadauða er þó enn í Afríku sunnan Sahara, þar sem eitt af hverjum átta börnum lætur lífið fyrir fimm ára aldur. Helmingur allra þeirra barna sem eru yngri en fimm ára og látast á hverju ári er hins vegar frá einungis fimm löndum: Indlandi, Nígeríu, Austur-Kongó, Pakistan og Kína. Þetta eru allt fjölmenn ríki. Lýðheilsusérfræðingar segja að lækkun barnadauða megi að stórum hluta þakka nokkrum lykilinngripum á borð við bólusetningar, A-vítamíngjöf og aukna dreifingu moskítóneta til að koma í veg fyrir malaríusmit. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, mun áfram leggja sitt af mörkum til að draga úr barnadauða. Árið 2010 dreifði UNICEF 2,3 milljörðum skammta af bóluefnum í nærri 90 löndum. Einn milljarður barna var bólusettur gegn taugaveiki. Þúsundir Íslendinga aðstoðaUNICEF á Íslandi er stolt af því að vera hluti af stærstu barnahjálparsamtökum heims – samtökum sem breyta lífi milljóna barna á hverju ári. Þetta gætum við ekki án þeirra þúsunda Íslendinga sem styðja starf okkar mánaðarlega sem heimsforeldrar, allra þeirra fyrirtækja sem lagt hafa okkur lið og alls þess fólks sem stutt hefur starfið með einstaka framlögum. Heimsforeldrar UNICEF eru orðnir hátt í 17.000 talsins og fyrir það erum við ákaflega þakklát. Það er ekki einfalt mál að vinna bug á fátækt, bæta velferð barna í heiminum og draga úr barnadauða. Verkefnin framundan eru mörg og erfið – dæmin sýna hins vegar að þau eru langt í frá óyfirstíganleg!
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun