Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar 25. desember 2025 13:16 Kæra lýðræðisjafnaðarfólk og aðrir sem þetta lesa, gleðileg jól, farsælt komandi ár, höldum áfram að sigra. Innan Samfylkingar – jafnaðarflokks Íslands í Reykjavík er hefð fyrir því að kosið er um oddvitasætið fyrir sveitarfélagskosningar þegar fyrrum kjörni oddviti býður sig ekki aftur fram. Dagur B. Eggertsson sem hafði verið kjörinn oddviti síðan 2006, hefur horfið til nýrra og góðra starfa sem þingmaður á Alþingi. Næsti aðili á lista, Heiða Björg Hilmisdóttir núverandi borgarstjóri, steig því upp í stöðu oddvita án þess að vera kjörin í það embætti í flokksvali (prófkjöri) flokksins. Heiða Björg er sem stendur sú eina sem hefur gefið það út opinberlega að hún stefni á fyrsta sætið í flokksvalinu og er það vel. Mikilvægt er að sá einstaklingur sem mun leiða lista Samfylkingar í borginni gangi frá flokksvalinu með kýrskýrt umboð frá flokksfélögum í Reykjavík, en fái ekki svokallaða krýningu. Þetta snýst ekki síst um hið lýðræðislega ferli og sátt um efstu sætin á lista Samfylkingar í borgarstjórnarkosningum í vor. Sósíaldemókratisminn byggir á þátttöku fjöldans til að skapa jöfn tækifæri og lýðræðislegri ábyrgð á þeim kerfum sem við rekum saman. Því skora ég á allt gott fólk með jafnaðartaug og borgarstjóradraum í maganum til að bjóða sig fram í 1. sætið. Framboðsfrestur er til hádegis 3. janúar 2026. Vona ég að keppt verði drengilega um oddvitasætið jafnt sem sæti 2–6. Að flokksvali loknu sameinumst við, að hætti stoltra sósíaldemókrata, þétt á bakvið listann í kosningunum í maí og höldum áfram að sigra. Einnig vil ég árétta að flokksvalið er rétti vettvangurinn fyrir kjósendur Samfylkingar til að hafa áhrif. Þetta er vinsamleg áminning til kjósenda sem ekki eru skráðir í flokkinn og vilja hafa áhrif í flokksvalinu, að skrá sig í flokkinn og taka þátt í þessari lýðræðisveislu. Höfundur er lýðræðisjafnaðarmaður í Reykjavík og félagi í Samfylkingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Sjá meira
Kæra lýðræðisjafnaðarfólk og aðrir sem þetta lesa, gleðileg jól, farsælt komandi ár, höldum áfram að sigra. Innan Samfylkingar – jafnaðarflokks Íslands í Reykjavík er hefð fyrir því að kosið er um oddvitasætið fyrir sveitarfélagskosningar þegar fyrrum kjörni oddviti býður sig ekki aftur fram. Dagur B. Eggertsson sem hafði verið kjörinn oddviti síðan 2006, hefur horfið til nýrra og góðra starfa sem þingmaður á Alþingi. Næsti aðili á lista, Heiða Björg Hilmisdóttir núverandi borgarstjóri, steig því upp í stöðu oddvita án þess að vera kjörin í það embætti í flokksvali (prófkjöri) flokksins. Heiða Björg er sem stendur sú eina sem hefur gefið það út opinberlega að hún stefni á fyrsta sætið í flokksvalinu og er það vel. Mikilvægt er að sá einstaklingur sem mun leiða lista Samfylkingar í borginni gangi frá flokksvalinu með kýrskýrt umboð frá flokksfélögum í Reykjavík, en fái ekki svokallaða krýningu. Þetta snýst ekki síst um hið lýðræðislega ferli og sátt um efstu sætin á lista Samfylkingar í borgarstjórnarkosningum í vor. Sósíaldemókratisminn byggir á þátttöku fjöldans til að skapa jöfn tækifæri og lýðræðislegri ábyrgð á þeim kerfum sem við rekum saman. Því skora ég á allt gott fólk með jafnaðartaug og borgarstjóradraum í maganum til að bjóða sig fram í 1. sætið. Framboðsfrestur er til hádegis 3. janúar 2026. Vona ég að keppt verði drengilega um oddvitasætið jafnt sem sæti 2–6. Að flokksvali loknu sameinumst við, að hætti stoltra sósíaldemókrata, þétt á bakvið listann í kosningunum í maí og höldum áfram að sigra. Einnig vil ég árétta að flokksvalið er rétti vettvangurinn fyrir kjósendur Samfylkingar til að hafa áhrif. Þetta er vinsamleg áminning til kjósenda sem ekki eru skráðir í flokkinn og vilja hafa áhrif í flokksvalinu, að skrá sig í flokkinn og taka þátt í þessari lýðræðisveislu. Höfundur er lýðræðisjafnaðarmaður í Reykjavík og félagi í Samfylkingunni.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun