Hvernig á lögreglumaður að vinna vinnu sína? G. Jökull Gíslason skrifar 19. maí 2011 10:00 Í vikunni var þingfest ákæra á hendur lögreglumanni fyrir meint brot í starfi. Hið meinta brot er að hafa unnið vinnu sína af kostgæfni. Það hafði afleiðingar í för með sér að ungur maður fótbrotnaði eða réttara sagt ungur ökuníðingur sem var að reyna að stinga af frá umferðarlagabroti og hlýddi engum stöðvunarmerkjum og gerði sitt ítrasta til að flýja frá lögreglu. Í eftirförinni fótbrotnaði hann þegar hann reyndi að hlaupa frá bíl sínum eftir að hafa lokast af í botngötu. Nú situr lögreglumaðurinn sem veitti honum eftirför sjálfur fyrir dómara sem á eftir að meta hvort hann hafi gerst brotlegur við vinnu sína. Allt þetta mál er hið versta, bæði fyrir lögreglumanninn sjálfan og ekki síður hinn almenna borgara, vegna þess að ákæra af þessu tagi sýnir að lögreglumenn njóta takmarkaðar verndar í starfi sem fyrir er í fólgin mikil áhætta, sérstaklega ef á að vinna lögreglustarfið vel. Á þrettán ára starfsferli hef ég unnið með mörgum lögreglumönnum, langflestum úrvals mönnum en inni á milli voru einstaklingar sem voru hræddir við vinnu sína og þorðu ekki að taka ákvarðanir eða fara út í aðgerðir af ótta við afleiðingar. Það eru verstu lögreglumenn sem ég hef unnið með. Lögreglustarfið er ekki í dags daglegu umhverfi þar sem allir einstaklingar eru góðir og gegnir borgarar heldur í jaðri samfélagsins þar sem níðingsverk, óheilindi og illur ásetningur á sér stað og það er hlutverk lögreglumanna öðru fremur að halda þessum myrkari hluta daglegs lífs í skefjum og sjá þannig til þess að venjulegt fólk geti lifað sínu venjulega lífi í friði. En til þess að vera vernd samfélagsins þurfa lögreglumenn sjálfir að njóta verndar og það verður að gefa þeim nauðsynlegt svigrúm til þess að vinna sína vinnu. Hvaða skilaboð er þá verið að senda með því að gefa út ákærur fyrir brot sem unnin eru í starfi og eru í raun fólgin í því að vinna vinnu sína? Nokkrar ákærur hafa verið gefnar út af slíkum atvikum og dómar fallið og í sumum tilvikum án þess að eiginlegt tjón eigi sér stað. Í héraðsdómi þar sem lögreglumaður var ákærður fyrir að aka ólátasegg tíu mínútna leið úr miðbæ Reykjavíkur var lögreglumaðurinn sýknaður og dómarinn varði þó nokkru af rökstuðning sínum í að velta fyrir sér starfsumhverfi lögreglu og allsherjarreglu. Sá dómur er fyrir margt sérstakur þar sem hann er eini dómurinn sem til er á Íslandi þar sem dómari gefur þessum atriðum gaum en fordæmisgildi hans er ekkert þar sem dómnum var að hluta til snúið í Hæstarétti án þess að farið væri út í slík atriði í rökstuðningi. Nú ætla ég ekki að útiloka að lögreglumaður eigi eftir að brjóta alvarlega af sér né segja að ekki eigi að kæra slík mál, heldur vil ég benda á að eðli starfsins vegna þurfi að fara varlega í að gefa út slíkar ákærur og lögreglumenn verði að hafa svigrúm til að geta unnið vinnu sína án þess að stærsti áhættuþátturinn í þeirra annars hættulega starfi sé að sitja uppi með ákærur fyrir atvik sem eru hluti af þeirra starfsumhverfi. Erlendis þekkist það víða að fagnefndir meti slík atvik út frá eðli lögreglustarfsins áður en ákvörðun um ákæru er gefin út. Hér á landi fá slík mál enga slíka faglega umfjöllun heldur er það sami aðili sem rannsakar meint brot og gefur út ákæru, en það á ekki við um nein önnur brot. Þá er það orðið afar áhættusamt að vinna sem lögreglumaður þegar lögreglumenn eiga yfir höfði sér háar bótakröfur frá einstaklingum sem ættu í raun betur heima hjá ríki á grundvelli húsbóndaábyrgðar. Með þessari grein vil ég vekja lesendur til umhugsunar um það hvernig lögreglumenn þeir vilja hafa. Viljum við lögreglumenn sem vinna óhræddir af bestu samvisku við það að sporna við afbrotum eða lögreglumenn sem vilja frekar heima sitja vegna ótta við að hver einasta misfella verði kærð? Í því máli sem nú er kært fyrir hefði það verið hægur leikur fyrir lögreglumanninn að missa af ökuníðingnum og koma sér þannig frá áhættu um hugsanlegar afleiðingar. Þess í stað væri miklu einfaldara að kæra aðeins þá sem eru löghlýðnari og stoppa af sjálfsdáðum. Eða bara gera sem allra minnst. Eru það skilaboðin sem við viljum senda til lögreglumanna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í vikunni var þingfest ákæra á hendur lögreglumanni fyrir meint brot í starfi. Hið meinta brot er að hafa unnið vinnu sína af kostgæfni. Það hafði afleiðingar í för með sér að ungur maður fótbrotnaði eða réttara sagt ungur ökuníðingur sem var að reyna að stinga af frá umferðarlagabroti og hlýddi engum stöðvunarmerkjum og gerði sitt ítrasta til að flýja frá lögreglu. Í eftirförinni fótbrotnaði hann þegar hann reyndi að hlaupa frá bíl sínum eftir að hafa lokast af í botngötu. Nú situr lögreglumaðurinn sem veitti honum eftirför sjálfur fyrir dómara sem á eftir að meta hvort hann hafi gerst brotlegur við vinnu sína. Allt þetta mál er hið versta, bæði fyrir lögreglumanninn sjálfan og ekki síður hinn almenna borgara, vegna þess að ákæra af þessu tagi sýnir að lögreglumenn njóta takmarkaðar verndar í starfi sem fyrir er í fólgin mikil áhætta, sérstaklega ef á að vinna lögreglustarfið vel. Á þrettán ára starfsferli hef ég unnið með mörgum lögreglumönnum, langflestum úrvals mönnum en inni á milli voru einstaklingar sem voru hræddir við vinnu sína og þorðu ekki að taka ákvarðanir eða fara út í aðgerðir af ótta við afleiðingar. Það eru verstu lögreglumenn sem ég hef unnið með. Lögreglustarfið er ekki í dags daglegu umhverfi þar sem allir einstaklingar eru góðir og gegnir borgarar heldur í jaðri samfélagsins þar sem níðingsverk, óheilindi og illur ásetningur á sér stað og það er hlutverk lögreglumanna öðru fremur að halda þessum myrkari hluta daglegs lífs í skefjum og sjá þannig til þess að venjulegt fólk geti lifað sínu venjulega lífi í friði. En til þess að vera vernd samfélagsins þurfa lögreglumenn sjálfir að njóta verndar og það verður að gefa þeim nauðsynlegt svigrúm til þess að vinna sína vinnu. Hvaða skilaboð er þá verið að senda með því að gefa út ákærur fyrir brot sem unnin eru í starfi og eru í raun fólgin í því að vinna vinnu sína? Nokkrar ákærur hafa verið gefnar út af slíkum atvikum og dómar fallið og í sumum tilvikum án þess að eiginlegt tjón eigi sér stað. Í héraðsdómi þar sem lögreglumaður var ákærður fyrir að aka ólátasegg tíu mínútna leið úr miðbæ Reykjavíkur var lögreglumaðurinn sýknaður og dómarinn varði þó nokkru af rökstuðning sínum í að velta fyrir sér starfsumhverfi lögreglu og allsherjarreglu. Sá dómur er fyrir margt sérstakur þar sem hann er eini dómurinn sem til er á Íslandi þar sem dómari gefur þessum atriðum gaum en fordæmisgildi hans er ekkert þar sem dómnum var að hluta til snúið í Hæstarétti án þess að farið væri út í slík atriði í rökstuðningi. Nú ætla ég ekki að útiloka að lögreglumaður eigi eftir að brjóta alvarlega af sér né segja að ekki eigi að kæra slík mál, heldur vil ég benda á að eðli starfsins vegna þurfi að fara varlega í að gefa út slíkar ákærur og lögreglumenn verði að hafa svigrúm til að geta unnið vinnu sína án þess að stærsti áhættuþátturinn í þeirra annars hættulega starfi sé að sitja uppi með ákærur fyrir atvik sem eru hluti af þeirra starfsumhverfi. Erlendis þekkist það víða að fagnefndir meti slík atvik út frá eðli lögreglustarfsins áður en ákvörðun um ákæru er gefin út. Hér á landi fá slík mál enga slíka faglega umfjöllun heldur er það sami aðili sem rannsakar meint brot og gefur út ákæru, en það á ekki við um nein önnur brot. Þá er það orðið afar áhættusamt að vinna sem lögreglumaður þegar lögreglumenn eiga yfir höfði sér háar bótakröfur frá einstaklingum sem ættu í raun betur heima hjá ríki á grundvelli húsbóndaábyrgðar. Með þessari grein vil ég vekja lesendur til umhugsunar um það hvernig lögreglumenn þeir vilja hafa. Viljum við lögreglumenn sem vinna óhræddir af bestu samvisku við það að sporna við afbrotum eða lögreglumenn sem vilja frekar heima sitja vegna ótta við að hver einasta misfella verði kærð? Í því máli sem nú er kært fyrir hefði það verið hægur leikur fyrir lögreglumanninn að missa af ökuníðingnum og koma sér þannig frá áhættu um hugsanlegar afleiðingar. Þess í stað væri miklu einfaldara að kæra aðeins þá sem eru löghlýðnari og stoppa af sjálfsdáðum. Eða bara gera sem allra minnst. Eru það skilaboðin sem við viljum senda til lögreglumanna?
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar