Frelsi fylgir ábyrgð - I Katrín Jakobsdóttir skrifar 19. maí 2011 10:00 Í lok apríl samþykkti Alþingi lög um fjölmiðla og setti þar með í fyrsta sinn heildarlöggjöf um fjölmiðla og starfsemi þeirra hér á landi. Markmið laganna er að stuðla að tjáningarfrelsi, rétti til upplýsinga, fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlun, sem og að efla vernd neytenda á þeim vettvangi. Aðdragandi og kynningLíklega hafa fá lög sem sett hafa verið á undanförnum árum átt jafn langan aðdraganda og hlotið eins góðan undirbúning. Í raun má segja að undirbúningur hafi hafist haustið 2004 þegar þáverandi menntamálaráðherra skipaði þverpólitíska nefnd stjórnmálamanna til að athuga ýmis atriði er lúta að íslensku fjölmiðlaumhverfi. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra vorið 2005 og í framhaldinu var síðan lagt fram frumvarp sem byggðist á tillögum hennar. Í lok árs 2007 samþykkti Evrópuþingið og -ráðið nýja hljóð- og myndmiðlunartilskipun sem verður að leiða í lög hér á landi á grundvelli EES-samningsins og eru í henni breytingar á þeirri tilskipun sem útvarpslögin frá árinu 2000 byggðust á. Vinna við gerð þess frumvarps, sem nú er orðið að lögum, hófst í byrjun árs 2008 og var þá ákveðið að byggja lögin á þessu tvennu. Síðar var ákveðið að láta frumvarpið taka til allra fjölmiðla vegna þess að gildandi prentlög og útvarpslög hafa ekki fylgt þeim tæknibreytingum sem orðið hafa, m.a. með tilkomu netsins. Þá þótti rétt að skýra og bæta réttarstöðu blaða- og fréttamanna, t.d. með því að samræma ábyrgðarreglur milli ólíkra miðla. Við gerð frumvarpsins var löggjöf nágrannaríkja okkar, tilmæli og leiðbeinandi reglur Evrópuráðsins og Evrópusambandsins athugaðar og hafðar til hliðsjónar. Haustið 2009 þegar frumvarpið var fullbúið var það sett í almenna kynningu á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem allir gátu gert athugasemdir við það. Tekið var tillit til margra þeirra athugasemda sem bárust áður en frumvarpið var lagt fram. Upphaflega var mælt fyrir frumvarpinu á vorþingi 2010 og var það tekið til umfjöllunar í menntamálanefnd og leitað umsagna frá ýmsum aðilum. Gerði nefndin ýmsar breytingar á frumvarpinu, sem ekki gafst tími til að ljúka áður en þingi var slitið. Af því leiddi að frumvarpið var lagt fram að nýju á haustþingi 2010 með þeim breytingum sem menntamálanefnd Alþingis hafði gert. Að lokinni ítarlegri og vandaðri meðferð nefndarinnar samþykkti Alþingi frumvarpið sem lög hinn 15. apríl síðastliðinn. Hvers vegna lög um fjölmiðla?Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er hlutverk fjölmiðla skilgreint með skýrum hætti en þar segir að fjölmiðlar leiki „lykilhlutverk í lýðræðissamfélagi með því að upplýsa almenning, vera vettvangur þjóðfélagsumræðu og veita aðhald þeim öflum sem vinna gegn almannahag". Í fjölmiðlalögunum er gengið út frá þessari skilgreiningu. Auk tjáningarfrelsis, sem allir þegnar í lýðræðisríkjum njóta, eru fjölmiðlum veitt tiltekin réttindi umfram aðra, t.d. er varðar vernd heimildarmanna. Í ljósi þeirrar sérstöðu og áhrifavalds sem fjölmiðlar í lýðræðisríkjum hafa er litið svo á að þeir hafi ríkum skyldum að gegna gagnvart almenningi. Í evrópskum lýðræðisríkjum er því almennt talið að fjölmiðlar séu af þessum sökum ólíkir öðrum fyrirtækjum og því sé eðlilegt að um þá gildi annað regluverk en um hefðbundinn rekstur. Menn líta þó fjölmiðla ólíkum augum og eru sumir þeirrar skoðunar að þeir séu ekki á nokkurn hátt frábrugðnir öðrum fyrirtækjum. Oft er í því samhengi vitnað til ummæla Marks Fowler, fyrrverandi formanns Fjölmiðlanefndar Bandaríkjanna, sem taldi að sjónvarp væri eins og hvert annað rafmagnstæki – væri brauðrist með myndum! Afstaða af þessu tagi til fjölmiðla er mun almennari í Bandaríkjunum en í Evrópu. Í nýjum fjölmiðlalögum okkar er hið evrópska sjónarmið ríkjandi. Réttindi fjölmiðlafólks tryggðEitt meginmarkmið nýrra fjölmiðlalaga er að skýra og bæta réttarumhverfi blaða- og fréttamanna. Sett voru ákvæði um vernd heimildarmanna, ábyrgðarreglur voru samræmdar fyrir hljóð- og myndmiðla, nýmiðla og prentmiðla. Jafnframt var sett ákvæði um sjálfstæði ritstjórna, þar sem tekið er til starfsskilyrða og starfshátta til að tryggja sjálfstæði blaða- og fréttamanna gagnvart eigendum auk skilyrða fyrir áminningum og brottrekstri blaða- og fréttamanna. Við undirbúning lagafrumvarpsins var leitað upplýsinga um ábyrgðarreglur í hinum Norðurlandaríkjunum og hvernig stjórnvaldssektum, fésektum og skaðabótakröfum er beitt gagnvart fjölmiðlum. Fulltrúar blaðamannasamtaka á Norðurlöndunum veittu fúslega upplýsingar um ýmis mál auk þess sem lög nágrannaríkja okkar voru höfð til hliðsjónar við frumvarpssmíðina. Markmiðið með fyrrgreindum ákvæðum er að draga úr svokölluðum kælingaráhrifum, sem birtast í því að blaða- og fréttamenn hika við að taka á viðkvæmum málum vegna þess að það getur komið sér illa fyrir eigendur þeirra eða aðra hagsmunaaðila, t.d. auglýsendur. Lögin eiga að gera fjölmiðlafólki auðveldara með að vernda heimildarmenn sína, það verði ekki gert ábyrgt fyrir beinum tilvitnunum nafngreindra heimildarmanna í greinum sínum og dregið verði úr líkum á tilefnislausum brottrekstri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í lok apríl samþykkti Alþingi lög um fjölmiðla og setti þar með í fyrsta sinn heildarlöggjöf um fjölmiðla og starfsemi þeirra hér á landi. Markmið laganna er að stuðla að tjáningarfrelsi, rétti til upplýsinga, fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlun, sem og að efla vernd neytenda á þeim vettvangi. Aðdragandi og kynningLíklega hafa fá lög sem sett hafa verið á undanförnum árum átt jafn langan aðdraganda og hlotið eins góðan undirbúning. Í raun má segja að undirbúningur hafi hafist haustið 2004 þegar þáverandi menntamálaráðherra skipaði þverpólitíska nefnd stjórnmálamanna til að athuga ýmis atriði er lúta að íslensku fjölmiðlaumhverfi. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra vorið 2005 og í framhaldinu var síðan lagt fram frumvarp sem byggðist á tillögum hennar. Í lok árs 2007 samþykkti Evrópuþingið og -ráðið nýja hljóð- og myndmiðlunartilskipun sem verður að leiða í lög hér á landi á grundvelli EES-samningsins og eru í henni breytingar á þeirri tilskipun sem útvarpslögin frá árinu 2000 byggðust á. Vinna við gerð þess frumvarps, sem nú er orðið að lögum, hófst í byrjun árs 2008 og var þá ákveðið að byggja lögin á þessu tvennu. Síðar var ákveðið að láta frumvarpið taka til allra fjölmiðla vegna þess að gildandi prentlög og útvarpslög hafa ekki fylgt þeim tæknibreytingum sem orðið hafa, m.a. með tilkomu netsins. Þá þótti rétt að skýra og bæta réttarstöðu blaða- og fréttamanna, t.d. með því að samræma ábyrgðarreglur milli ólíkra miðla. Við gerð frumvarpsins var löggjöf nágrannaríkja okkar, tilmæli og leiðbeinandi reglur Evrópuráðsins og Evrópusambandsins athugaðar og hafðar til hliðsjónar. Haustið 2009 þegar frumvarpið var fullbúið var það sett í almenna kynningu á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem allir gátu gert athugasemdir við það. Tekið var tillit til margra þeirra athugasemda sem bárust áður en frumvarpið var lagt fram. Upphaflega var mælt fyrir frumvarpinu á vorþingi 2010 og var það tekið til umfjöllunar í menntamálanefnd og leitað umsagna frá ýmsum aðilum. Gerði nefndin ýmsar breytingar á frumvarpinu, sem ekki gafst tími til að ljúka áður en þingi var slitið. Af því leiddi að frumvarpið var lagt fram að nýju á haustþingi 2010 með þeim breytingum sem menntamálanefnd Alþingis hafði gert. Að lokinni ítarlegri og vandaðri meðferð nefndarinnar samþykkti Alþingi frumvarpið sem lög hinn 15. apríl síðastliðinn. Hvers vegna lög um fjölmiðla?Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er hlutverk fjölmiðla skilgreint með skýrum hætti en þar segir að fjölmiðlar leiki „lykilhlutverk í lýðræðissamfélagi með því að upplýsa almenning, vera vettvangur þjóðfélagsumræðu og veita aðhald þeim öflum sem vinna gegn almannahag". Í fjölmiðlalögunum er gengið út frá þessari skilgreiningu. Auk tjáningarfrelsis, sem allir þegnar í lýðræðisríkjum njóta, eru fjölmiðlum veitt tiltekin réttindi umfram aðra, t.d. er varðar vernd heimildarmanna. Í ljósi þeirrar sérstöðu og áhrifavalds sem fjölmiðlar í lýðræðisríkjum hafa er litið svo á að þeir hafi ríkum skyldum að gegna gagnvart almenningi. Í evrópskum lýðræðisríkjum er því almennt talið að fjölmiðlar séu af þessum sökum ólíkir öðrum fyrirtækjum og því sé eðlilegt að um þá gildi annað regluverk en um hefðbundinn rekstur. Menn líta þó fjölmiðla ólíkum augum og eru sumir þeirrar skoðunar að þeir séu ekki á nokkurn hátt frábrugðnir öðrum fyrirtækjum. Oft er í því samhengi vitnað til ummæla Marks Fowler, fyrrverandi formanns Fjölmiðlanefndar Bandaríkjanna, sem taldi að sjónvarp væri eins og hvert annað rafmagnstæki – væri brauðrist með myndum! Afstaða af þessu tagi til fjölmiðla er mun almennari í Bandaríkjunum en í Evrópu. Í nýjum fjölmiðlalögum okkar er hið evrópska sjónarmið ríkjandi. Réttindi fjölmiðlafólks tryggðEitt meginmarkmið nýrra fjölmiðlalaga er að skýra og bæta réttarumhverfi blaða- og fréttamanna. Sett voru ákvæði um vernd heimildarmanna, ábyrgðarreglur voru samræmdar fyrir hljóð- og myndmiðla, nýmiðla og prentmiðla. Jafnframt var sett ákvæði um sjálfstæði ritstjórna, þar sem tekið er til starfsskilyrða og starfshátta til að tryggja sjálfstæði blaða- og fréttamanna gagnvart eigendum auk skilyrða fyrir áminningum og brottrekstri blaða- og fréttamanna. Við undirbúning lagafrumvarpsins var leitað upplýsinga um ábyrgðarreglur í hinum Norðurlandaríkjunum og hvernig stjórnvaldssektum, fésektum og skaðabótakröfum er beitt gagnvart fjölmiðlum. Fulltrúar blaðamannasamtaka á Norðurlöndunum veittu fúslega upplýsingar um ýmis mál auk þess sem lög nágrannaríkja okkar voru höfð til hliðsjónar við frumvarpssmíðina. Markmiðið með fyrrgreindum ákvæðum er að draga úr svokölluðum kælingaráhrifum, sem birtast í því að blaða- og fréttamenn hika við að taka á viðkvæmum málum vegna þess að það getur komið sér illa fyrir eigendur þeirra eða aðra hagsmunaaðila, t.d. auglýsendur. Lögin eiga að gera fjölmiðlafólki auðveldara með að vernda heimildarmenn sína, það verði ekki gert ábyrgt fyrir beinum tilvitnunum nafngreindra heimildarmanna í greinum sínum og dregið verði úr líkum á tilefnislausum brottrekstri.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar