Öll hverfi skipta máli í Garðabæ Stefán Konráðsson skrifar 20. maí 2011 07:00 Á vettvangi Skipulagsnefndar Garðabæjar hefur á undanförnum mánuðum verið unnið að mörgum og mikilvægum verkefnum. Hæst ber deiliskipulagsvinnu á Arnarnesi, Túnum og í Garðahverfi. Með þessari deiliskipulagsvinnu leggja bæjaryfirvöld áherslu á að styrkja og styðja við núverandi byggðamynstur. Haldnir hafa verið fjölmennir og áhugaverðir íbúafundir þar sem ýmis sjónarmið og skoðanir íbúa hafa verið viðraðar. Á undanförnum vikum hefur varamaður M-listans í skipulagsnefnd farið mikinn í fjölmiðlum og tjáð skoðanir sínar á deiliskipulagi Arnarness og Túna. Ég geri ekki lítið úr þeim viðhorfum sem þar hafa komið fram en legg áherslu á að við sem erum kjörin til starfa á þessum vettvangi kynnum okkur allar hliðar mála til að fá fram meiri dýpt í umræðuna. Varðandi deiliskipulag Túna hafa aðallega komið fram athugasemdir varðandi svæði þar sem Kiwanismenn hafa sína aðstöðu í gömlum skúr við róluvöll. Þá hefur verið kvartað yfir hávaða í tengslum við útleigu samkomusalar Skátaheimilisins, aðstöðu Garðyrkjudeildar við hliðina á Skátaheimilinu og fyrirhugaðan reit fyrir færanlega skólastofu við Bæjarból. Í núverandi vinnu okkar er gert ráð fyrir að svæði þar sem aðstaða Kiwanis er í dag verði útbúinn Bragalundur til minningar um sr. Braga Friðriksson, sóknarprest og heiðursborgara Garðabæjar. Þar með verði aðstaða Kiwanis víkjandi á næstu árum og ekki gert ráð fyrir byggingarreit fyrir umrætt hús. Kiwanismenn hafa unnið gríðarlega mikilvægt samfélagsstarf í Garðabæ. Til framtíðar verður að leysa þeirra húsnæðismál. Gert er ráð fyrir að aðstaða Garðyrkjudeildar verði færð og svæðið við hliðina á Skátaheimilinu verði gert að opnu svæði. Þá eru skoðaðar hugmyndir um byggingareiti við Skátaheimilið, m.a. annars til að mæta kröfum um ferlimál fatlaðra en einnig til að skerma af starfsemi í Skátaheimilinu til að minnka ónæði fyrir nágranna. Skátastarfsemin er mikilvæg fyrir samfélag okkar í Garðabæ og þar er unnið gott starf. Skipulagsnefnd fjallar ekki um útleigumál félagasamtaka. Í aðalskipulagi fellur þetta svæði undir blandaðan landnotkunarflokk sem grænt svæði til sérstakra nota og sem athafnasvæði. Á síðasta ári felldi úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála deiliskipulag Arnarness úr gildi vegna formgalla við upphaflega samþykkt skipulagsins á sjöunda áratug síðustu aldar. Skipulagsyfirvöldum var því nauðugur einn kostur að vinna nýtt deiliskipulag fyrir svæðið. Varðandi þetta deiliskipulag hefur varamaðurinn fjallað mest um göngustíg í kringum Arnarnes. Auðvitað yrði pólitískt vinsælt fyrir sveitarstjórnarmann gagnvart fjöldanum að beita sér fyrir göngustíg um Arnarnes og tengja þannig strandstígakerfið á höfuðborgarsvæðinu. En málið er ekki svo einfalt. Þetta mál snýst m.a. um eignarhald á landi, legu lóða við fjörubakkann, friðlýsingu Skerjafjarðar og síðast en ekki síst um það að eigendur sjávarlóða keyptu þær á sínum tíma í þeirri trú að ekki væri gert ráð fyrir stíg milli lóðanna og fjörunnar, enda var um vel skipulagða einbýlishúsabyggð að ræða. Í gildandi Aðalskipulagi Garðabæjar 2004-2016 er skilgreind svokölluð „útivistarleið“ umhverfis Arnarnesið. Sú leið var farin til þess að árétta að samkvæmt lögum og venju í landinu er almenningi heimil för meðfram ströndum. Það er ekki hægt að bera saman stígagerð á þessu svæði og í Skerjafirði og Kópavogi. Landlega, lóðir og fyrirkomulag er með öðrum hætti þar. Umrædd útivistarleið er skilgreind í aðalskipulagi en nú er unnið að deiliskipulagi svæðisins og lögum samkvæmt skal vera samræmi á milli skipulagsstiga. Ef gera ætti breytingu á skilgreiningum stíga þyrfti að koma til langur aðdragandi á aðalskipulagsstigi. Sem mótvægisaðgerð er rætt um að hafa þrjá útsýnispunkta við fjörubakkann á Arnarnesi fyrir gesti og gangandi og unnið er með spennandi hugmyndir varðandi stígagerð á svæðinu sem meðal annars koma vel til móts við síaukna hjólanotkun og ferð hjólreiðamanna til og frá vinnu. Auk þessa er unnið með hugmyndir um opið svæði á háholti Arnarness, nýtingarhlutfall lóða og gróður á svæðinu. Og að sjálfsögðu unnið með ýmis önnur atriði í öllu deiliskipulagi. Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa ætíð lagt metnað sinn í að vinna af heilindum með íbúum sínum að framgangi mála og svo verður áfram. Auðvitað koma upp einstaka álitamál en okkar markmið er nú eins og ævinlega að vinna fyrir íbúana og með þeim. Eins og áður sagði verða ofangreindar deiliskipulagstillögur settar í auglýsingaferli til athugasemda á næstu vikum. Íbúum gefst þá tækifæri að koma formlega á framfæri athugasemdum sínum og hvet ég íbúa Garðabæjar eindregið til þess að kynna sér tillögurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á vettvangi Skipulagsnefndar Garðabæjar hefur á undanförnum mánuðum verið unnið að mörgum og mikilvægum verkefnum. Hæst ber deiliskipulagsvinnu á Arnarnesi, Túnum og í Garðahverfi. Með þessari deiliskipulagsvinnu leggja bæjaryfirvöld áherslu á að styrkja og styðja við núverandi byggðamynstur. Haldnir hafa verið fjölmennir og áhugaverðir íbúafundir þar sem ýmis sjónarmið og skoðanir íbúa hafa verið viðraðar. Á undanförnum vikum hefur varamaður M-listans í skipulagsnefnd farið mikinn í fjölmiðlum og tjáð skoðanir sínar á deiliskipulagi Arnarness og Túna. Ég geri ekki lítið úr þeim viðhorfum sem þar hafa komið fram en legg áherslu á að við sem erum kjörin til starfa á þessum vettvangi kynnum okkur allar hliðar mála til að fá fram meiri dýpt í umræðuna. Varðandi deiliskipulag Túna hafa aðallega komið fram athugasemdir varðandi svæði þar sem Kiwanismenn hafa sína aðstöðu í gömlum skúr við róluvöll. Þá hefur verið kvartað yfir hávaða í tengslum við útleigu samkomusalar Skátaheimilisins, aðstöðu Garðyrkjudeildar við hliðina á Skátaheimilinu og fyrirhugaðan reit fyrir færanlega skólastofu við Bæjarból. Í núverandi vinnu okkar er gert ráð fyrir að svæði þar sem aðstaða Kiwanis er í dag verði útbúinn Bragalundur til minningar um sr. Braga Friðriksson, sóknarprest og heiðursborgara Garðabæjar. Þar með verði aðstaða Kiwanis víkjandi á næstu árum og ekki gert ráð fyrir byggingarreit fyrir umrætt hús. Kiwanismenn hafa unnið gríðarlega mikilvægt samfélagsstarf í Garðabæ. Til framtíðar verður að leysa þeirra húsnæðismál. Gert er ráð fyrir að aðstaða Garðyrkjudeildar verði færð og svæðið við hliðina á Skátaheimilinu verði gert að opnu svæði. Þá eru skoðaðar hugmyndir um byggingareiti við Skátaheimilið, m.a. annars til að mæta kröfum um ferlimál fatlaðra en einnig til að skerma af starfsemi í Skátaheimilinu til að minnka ónæði fyrir nágranna. Skátastarfsemin er mikilvæg fyrir samfélag okkar í Garðabæ og þar er unnið gott starf. Skipulagsnefnd fjallar ekki um útleigumál félagasamtaka. Í aðalskipulagi fellur þetta svæði undir blandaðan landnotkunarflokk sem grænt svæði til sérstakra nota og sem athafnasvæði. Á síðasta ári felldi úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála deiliskipulag Arnarness úr gildi vegna formgalla við upphaflega samþykkt skipulagsins á sjöunda áratug síðustu aldar. Skipulagsyfirvöldum var því nauðugur einn kostur að vinna nýtt deiliskipulag fyrir svæðið. Varðandi þetta deiliskipulag hefur varamaðurinn fjallað mest um göngustíg í kringum Arnarnes. Auðvitað yrði pólitískt vinsælt fyrir sveitarstjórnarmann gagnvart fjöldanum að beita sér fyrir göngustíg um Arnarnes og tengja þannig strandstígakerfið á höfuðborgarsvæðinu. En málið er ekki svo einfalt. Þetta mál snýst m.a. um eignarhald á landi, legu lóða við fjörubakkann, friðlýsingu Skerjafjarðar og síðast en ekki síst um það að eigendur sjávarlóða keyptu þær á sínum tíma í þeirri trú að ekki væri gert ráð fyrir stíg milli lóðanna og fjörunnar, enda var um vel skipulagða einbýlishúsabyggð að ræða. Í gildandi Aðalskipulagi Garðabæjar 2004-2016 er skilgreind svokölluð „útivistarleið“ umhverfis Arnarnesið. Sú leið var farin til þess að árétta að samkvæmt lögum og venju í landinu er almenningi heimil för meðfram ströndum. Það er ekki hægt að bera saman stígagerð á þessu svæði og í Skerjafirði og Kópavogi. Landlega, lóðir og fyrirkomulag er með öðrum hætti þar. Umrædd útivistarleið er skilgreind í aðalskipulagi en nú er unnið að deiliskipulagi svæðisins og lögum samkvæmt skal vera samræmi á milli skipulagsstiga. Ef gera ætti breytingu á skilgreiningum stíga þyrfti að koma til langur aðdragandi á aðalskipulagsstigi. Sem mótvægisaðgerð er rætt um að hafa þrjá útsýnispunkta við fjörubakkann á Arnarnesi fyrir gesti og gangandi og unnið er með spennandi hugmyndir varðandi stígagerð á svæðinu sem meðal annars koma vel til móts við síaukna hjólanotkun og ferð hjólreiðamanna til og frá vinnu. Auk þessa er unnið með hugmyndir um opið svæði á háholti Arnarness, nýtingarhlutfall lóða og gróður á svæðinu. Og að sjálfsögðu unnið með ýmis önnur atriði í öllu deiliskipulagi. Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa ætíð lagt metnað sinn í að vinna af heilindum með íbúum sínum að framgangi mála og svo verður áfram. Auðvitað koma upp einstaka álitamál en okkar markmið er nú eins og ævinlega að vinna fyrir íbúana og með þeim. Eins og áður sagði verða ofangreindar deiliskipulagstillögur settar í auglýsingaferli til athugasemda á næstu vikum. Íbúum gefst þá tækifæri að koma formlega á framfæri athugasemdum sínum og hvet ég íbúa Garðabæjar eindregið til þess að kynna sér tillögurnar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar