Er verið að leggja niður sérskóla fyrir þroskahömluð börn? Jóhanna G. Kristjánsdóttir skrifar 19. maí 2011 09:00 Tilefni eftirfarandi vangaveltna er m.a. grein Ragnars Þorsteinssonar, fræðslustjóra í Reykjavík, Sérskólar og nemendur með þroskahömlun sem birtist í Fréttablaðinu 31. mars sl. Grein hans fylgir í kjölfar nokkurrar umræðu um breytingarnar sem gerðar hafa verið af hálfu Reykjavíkurborgar og varða skólagöngu nemenda með væga þroskahömlun. Inntökuskilyrðum í Öskjuhlíðarskóla hefur nú þegar verið breytt og Safamýrarskóli og Öskjuhlíðarskóli verða sameinaðir frá og með næsta hausti. Umræðan hófst með grein Ástu K. Ólafsdóttur, sálfræðings og móður drengs með væga þroskahömlun Hvers vegna má ég ekki ganga í sérskóla? sem birtist í Fréttablaðinu 27. janúar sl. Nemendahópurinn sem á við væga þroskahömlun að stríða er nokkuð stór eða allt að 2% af hverjum aldursárgangi. Skilgreiningar á þroskahömlun gera ráð fyrir fjórum stigum skerts vitsmunaþroska eða frá vægri (greindartala 50-70) til mjög alvarlegrar þroskahömlunar. Nemendur með væga þroskahömlun, sem áður áttu kost á skólagöngu í Höfðaskóla frá 1961 og frá 1975 í Öskjuhlíðarskóla, fá nú ekki lengur inngöngu nema um fjölfatlaða nemendur sé að ræða. Nú skal þörfum þessa hóps alfarið mætt innan almennu grunnskólanna, ýmist í almennum bekkjardeildum eða svokölluðum þátttökubekkjum þar sem möguleikar verða stórlega skertir sé miðað við sérskólastarf þar sem nemendafjöldi og aldursdreifing er meiri. Það er skólastarfið í sinni fjölbreyttu mynd í sérskólanum sem er nemendum ekki hvað síst dýrmætt. Hugmyndafræðina að baki stefnunnar Skóli án aðgreiningar má rekja til baráttuhreyfinga fyrir félagslegum réttlætismálum og hafa lög og reglugerðir víða tekið mið af stefnunni þrátt fyrir nokkurt andóf í hinum vestræna heimshluta og víðar. Samkvæmt henni eiga öll börn að stunda nám í almennum skólum. Allan þennan tíma hafa hins vegar verið nokkuð skiptar skoðanir meðal talsmanna hugmyndafræðinnar hvort leyfa eigi einhverjar undantekningar frá stefnunni. Ef engar undantekningar eru leyfðar eiga foreldrar augljóslega ekkert val um það hvort fatlað barn þeirra stundi nám í sérskóla eða almennum skóla. Nú er það staðreynd að á Íslandi hefur valkosturinn sérskóli fyrir nemendur með væga þroskahömlun verið tekinn frá foreldrum. Sú gjörð verður undirstrikuð með því að leggja niður nafnið Öskjuhlíðarskóli. Fræðslustjórinn í Reykjavík, Ragnar Þorsteinsson, neitar því hins vegar í grein sinni, sem vísað var til hér að framan, að verið sé að leggja niður sérskóla í Reykjavík, sbr. þessi orð hans: „Ekki stendur til að leggja niður rekstur sérskóla í Reykjavík, né hefur komið fram tillaga þess efnis.“ Þessi orð eru afar villandi því það er vissulega verið að leggja niður sérskólann fyrir nemendur með væga þroskahömlun. Framkvæmdinni er bara skipt í áfanga þar sem breytingum á viðmiðunum varðandi inntökuskilyrði í Öskjuhlíðarskóla var komið á nokkru áður en ákvörðun um sameiningu sérskólanna var tilkynnt. Ljóst má vera að það var gert til þess að ráðamenn gætu sagt að sameining sérskólanna hefði í sjálfu sér enga breytingu í för með sér varðandi inntökuskilyrðin. Öskjuhlíðarskóli hefur frá 1975 þjónað öllu landinu þótt rekstur hafi undanfarin ár verið á ábyrgð fræðsluyfirvalda í Reykjavík. Í grein fræðslustjóra segir einnig að þegar ný lög um grunnskóla hafi verið samþykkt árið 1990 hafi fallið úr gildi viðmið sem áður hefðu gilt um inntöku nemenda í sérskóla, þ.e. efri og neðri mörk „greindartölu“. Hann segir ennfremur að umræðan hafi þróast „frá umræðu um afmarkaða þætti, s.s. greindarstig, yfir í áherslu á heildaraðstæður nemandans í samspili við það umhverfi sem hann er hluti af og umræðu um fjölbreyttar leiðir í námi og kennslu“. Þessi orð fræðslustjóra er erfitt að skilja þar sem það er einmitt „greindarstigsviðmiðið“ sem notað hefur verið grimmt til þess að koma í veg fyrir skólavist nemenda með væga þroskahömlun í Öskjuhlíðarskóla sl. tvö ár. Þá virðast hvorki hafðar í huga heildaraðstæður nemandans né óskir foreldra – aðeins „greindartalan“. Það er nú einlæg von mín að eftirfarandi orð fræðslustjóra séu sett fram í alvöru og af einlægni: „Starfsemi sérskóla sem annarra grunnskóla er og á að vera í stöðugri endurskoðun og þróun. Mestu skiptir að slík endurskoðun fari fram á faglegum grunni, ávallt sé litið til allra þátta og ákvarðanir teknar á grunni núverandi aðstæðna og framtíðarsýnar.“ Vegna þessara orða leyfi ég mér að vona að tekin verði sem allra fyrst til endurskoðunar skólastefnan sem sett hefur verið fram af svo mikilli óbilgirni á undanförnum árum og áratugum. Tilboðin eiga að vera fjölbreytt og sveigjanleg. Börn með væga þroskahömlun eiga áfram að eiga þess kost að stunda nám í sérskóla sem miðar kennslu og uppeldisstarf við þeirra hæfi. Foreldrar eiga hér eftir sem hingað til að hafa síðasta orðið um þá ákvörðun hvort sérskólinn eða almenni skólinn sé valinn. Það eru mikil mistök og skammsýni að taka þennan valkost frá foreldrum. Vonandi verða mistökin leiðrétt sem allra fyrst. Og vonandi verður tekin upp málefnaleg umræða um skólamál fatlaðra barna og þeim misskilningi útrýmt að það sé eins og brot á helgisetningu að mæla með því eða óska eftir því að barn með væga þroskaskerðingu njóti kennslu og uppeldisskilyrða í vönduðum sérskóla. Takk Ásta fyrir að hafa kjark til að taka þessi mál til skoðunar á opinberum vettvangi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Sjá meira
Tilefni eftirfarandi vangaveltna er m.a. grein Ragnars Þorsteinssonar, fræðslustjóra í Reykjavík, Sérskólar og nemendur með þroskahömlun sem birtist í Fréttablaðinu 31. mars sl. Grein hans fylgir í kjölfar nokkurrar umræðu um breytingarnar sem gerðar hafa verið af hálfu Reykjavíkurborgar og varða skólagöngu nemenda með væga þroskahömlun. Inntökuskilyrðum í Öskjuhlíðarskóla hefur nú þegar verið breytt og Safamýrarskóli og Öskjuhlíðarskóli verða sameinaðir frá og með næsta hausti. Umræðan hófst með grein Ástu K. Ólafsdóttur, sálfræðings og móður drengs með væga þroskahömlun Hvers vegna má ég ekki ganga í sérskóla? sem birtist í Fréttablaðinu 27. janúar sl. Nemendahópurinn sem á við væga þroskahömlun að stríða er nokkuð stór eða allt að 2% af hverjum aldursárgangi. Skilgreiningar á þroskahömlun gera ráð fyrir fjórum stigum skerts vitsmunaþroska eða frá vægri (greindartala 50-70) til mjög alvarlegrar þroskahömlunar. Nemendur með væga þroskahömlun, sem áður áttu kost á skólagöngu í Höfðaskóla frá 1961 og frá 1975 í Öskjuhlíðarskóla, fá nú ekki lengur inngöngu nema um fjölfatlaða nemendur sé að ræða. Nú skal þörfum þessa hóps alfarið mætt innan almennu grunnskólanna, ýmist í almennum bekkjardeildum eða svokölluðum þátttökubekkjum þar sem möguleikar verða stórlega skertir sé miðað við sérskólastarf þar sem nemendafjöldi og aldursdreifing er meiri. Það er skólastarfið í sinni fjölbreyttu mynd í sérskólanum sem er nemendum ekki hvað síst dýrmætt. Hugmyndafræðina að baki stefnunnar Skóli án aðgreiningar má rekja til baráttuhreyfinga fyrir félagslegum réttlætismálum og hafa lög og reglugerðir víða tekið mið af stefnunni þrátt fyrir nokkurt andóf í hinum vestræna heimshluta og víðar. Samkvæmt henni eiga öll börn að stunda nám í almennum skólum. Allan þennan tíma hafa hins vegar verið nokkuð skiptar skoðanir meðal talsmanna hugmyndafræðinnar hvort leyfa eigi einhverjar undantekningar frá stefnunni. Ef engar undantekningar eru leyfðar eiga foreldrar augljóslega ekkert val um það hvort fatlað barn þeirra stundi nám í sérskóla eða almennum skóla. Nú er það staðreynd að á Íslandi hefur valkosturinn sérskóli fyrir nemendur með væga þroskahömlun verið tekinn frá foreldrum. Sú gjörð verður undirstrikuð með því að leggja niður nafnið Öskjuhlíðarskóli. Fræðslustjórinn í Reykjavík, Ragnar Þorsteinsson, neitar því hins vegar í grein sinni, sem vísað var til hér að framan, að verið sé að leggja niður sérskóla í Reykjavík, sbr. þessi orð hans: „Ekki stendur til að leggja niður rekstur sérskóla í Reykjavík, né hefur komið fram tillaga þess efnis.“ Þessi orð eru afar villandi því það er vissulega verið að leggja niður sérskólann fyrir nemendur með væga þroskahömlun. Framkvæmdinni er bara skipt í áfanga þar sem breytingum á viðmiðunum varðandi inntökuskilyrði í Öskjuhlíðarskóla var komið á nokkru áður en ákvörðun um sameiningu sérskólanna var tilkynnt. Ljóst má vera að það var gert til þess að ráðamenn gætu sagt að sameining sérskólanna hefði í sjálfu sér enga breytingu í för með sér varðandi inntökuskilyrðin. Öskjuhlíðarskóli hefur frá 1975 þjónað öllu landinu þótt rekstur hafi undanfarin ár verið á ábyrgð fræðsluyfirvalda í Reykjavík. Í grein fræðslustjóra segir einnig að þegar ný lög um grunnskóla hafi verið samþykkt árið 1990 hafi fallið úr gildi viðmið sem áður hefðu gilt um inntöku nemenda í sérskóla, þ.e. efri og neðri mörk „greindartölu“. Hann segir ennfremur að umræðan hafi þróast „frá umræðu um afmarkaða þætti, s.s. greindarstig, yfir í áherslu á heildaraðstæður nemandans í samspili við það umhverfi sem hann er hluti af og umræðu um fjölbreyttar leiðir í námi og kennslu“. Þessi orð fræðslustjóra er erfitt að skilja þar sem það er einmitt „greindarstigsviðmiðið“ sem notað hefur verið grimmt til þess að koma í veg fyrir skólavist nemenda með væga þroskahömlun í Öskjuhlíðarskóla sl. tvö ár. Þá virðast hvorki hafðar í huga heildaraðstæður nemandans né óskir foreldra – aðeins „greindartalan“. Það er nú einlæg von mín að eftirfarandi orð fræðslustjóra séu sett fram í alvöru og af einlægni: „Starfsemi sérskóla sem annarra grunnskóla er og á að vera í stöðugri endurskoðun og þróun. Mestu skiptir að slík endurskoðun fari fram á faglegum grunni, ávallt sé litið til allra þátta og ákvarðanir teknar á grunni núverandi aðstæðna og framtíðarsýnar.“ Vegna þessara orða leyfi ég mér að vona að tekin verði sem allra fyrst til endurskoðunar skólastefnan sem sett hefur verið fram af svo mikilli óbilgirni á undanförnum árum og áratugum. Tilboðin eiga að vera fjölbreytt og sveigjanleg. Börn með væga þroskahömlun eiga áfram að eiga þess kost að stunda nám í sérskóla sem miðar kennslu og uppeldisstarf við þeirra hæfi. Foreldrar eiga hér eftir sem hingað til að hafa síðasta orðið um þá ákvörðun hvort sérskólinn eða almenni skólinn sé valinn. Það eru mikil mistök og skammsýni að taka þennan valkost frá foreldrum. Vonandi verða mistökin leiðrétt sem allra fyrst. Og vonandi verður tekin upp málefnaleg umræða um skólamál fatlaðra barna og þeim misskilningi útrýmt að það sé eins og brot á helgisetningu að mæla með því eða óska eftir því að barn með væga þroskaskerðingu njóti kennslu og uppeldisskilyrða í vönduðum sérskóla. Takk Ásta fyrir að hafa kjark til að taka þessi mál til skoðunar á opinberum vettvangi!
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun