Fleiri fréttir

Hugleiðing um tjáningarfrelsi

Áslaug Thorlacius skrifar

Tjáningarfrelsið er undirstaða lýðræðisins en því miður nýtur aðeins brot mannkyns þeirra forréttinda að geta tjáð sig án þess að eiga yfir höfði sér refsingu. Við þurfum ekki að fara út fyrir Evrópu til að finna ljót dæmi. Á aðalfundi Evrópudeildar IAA (heimssamtaka myndlistarmanna) sem ég sat í október s.l. greindi formaður samtaka tyrkneskra myndlistarmanna, Bedri Baykam frá því að í Tyrklandi sitji fjölmargir listamenn í fangelsi fyrir verk sín. Hann lýsti harðvítugri baráttu gegn áformum yfirvalda um að brjóta niður verkið Minnisvarði um mannúð. Að baki liggja pólitískar ástæður en opinbera skýringin er að forseta landsins þyki verkið ósmekklegt.

Grautað í pottum

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Efni frumvarps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til breytinga á fiskveiðistjórnunarlöggjöfinni liggur nú loksins fyrir, þótt enn hafi frumvarpið ekki verið lagt formlega fram á Alþingi. Óhætt er að fullyrða að frumvarpið staðfesti þær áhyggjur sem margir höfðu fyrirfram af því að þar væri hreint glapræði á ferðinni.

Hinn hreini tónn

Sr. Sigurður Árni Þórðarson skrifar

Vídalín og Laxness voru í Hörpu um helgina. Oft hef ég ekið framhjá þessum glerkletti, hugsað um sögu byggingarinnar og glímt við andstæðar kenndir hrifningar og harms. Ég gekk svo með elskunni minni yfir fallega trébrú og á Hörputorg. Fólksmergðin var eins og á þjóðhátíð. Litir og form glerhnullunganna heilluðu. Forskálinn, almenningurinn, kom á óvart vegna stærðar.

Borgin hefur ráðin í hendi sér

Snorri F.. Hilmarsson skrifar

Fréttablaðið hefur af gefnu tilefni fjallað um auð og eyðilögð hús í miðborginni að undanförnu. Eins og Hjálmar Sveinsson bendir réttilega á í blaðinu fyrir helgi var sameining lóða hluti af átaki sveitarstjórnarmanna í Reykjavík til að laða fjárfestingu að miðborginni, losa um hömlur í skipulagi og auka byggingarmagn, oft með óraunhæfum hætti. Árangur þessarar stefnu birtist í þessum niðurlægðu húsum og er sýnilega á kostnað miðborgarinnar og þess sögulega umhverfis sem hún þrífst á.

Varnagli á pung

Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar

Ég er því fegin að eldast. Ég geri ekki lítið úr fórnunum; tannskemmd sem ég kom auga á um daginn og hef ekki enn tímt að láta gera við (ég veit þetta hljómar ekki smart), afar sérstakt útlit þegar ég vakna á morgnana og lít í spegil, nokkrar tegundir af lyfjum (sem ég man aldrei hvort ég er búin að taka eða ekki því minnisleysi er líka farið að gera vart við sig).

Hætta að karpa...

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Ég fór að skoða Hörpu. Falleg er hún að utan og glerhjúpurinn á eftir að verða ævintýralegur í síkvikri reykvískri birtunni. Við erum núna fullvissuð um að stuðlabergsformin fyrir utan séu alls alls alls ekki stuðlaberg heldur bara stærðfræði – gullinsniðsstúdía – bara tölur, ekkert annað – og þar að auki sé stuðlabergið ekkert séríslenskt og auk þess ekkert sérstakt…

Tími breytinga

Ólafur Stephensen skrifar

Tölur, sem voru kynntar á ráðstefnu Félags kvenna í atvinnurekstri, Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs á föstudag, sýna að þrátt fyrir að sett hafi verið lög um jafnari hlutföll kynjanna í stjórnum fyrirtækja fjölgar konum í stjórnum mjög hægt. Hlutfall kvenna meðal stjórnarmanna í 300 stærstu fyrirtækjum landsins er um 19 prósent, en hlutur annars kynsins má ekki vera lakari en 40% samkvæmt löggjöfinni.

Árið sem ógeðið byrjaði

Sveinn Rúnar Hauksson og Anna Pála Sverrisdóttir skrifar

Ógeðið heitir Nakba á arabísku og þýðir því sem næst katastrófan, stóra áfallið eða hörmungarnar. Árið var 1948 og það ár var Ísraelsríki stofnað þann 14. maí. Vel vopnuðum hópum innfluttra gyðinga tókst með hryðjuverkum að hrekja stóran hluta palestínsku íbúanna burt frá sínu heimalandi, ekki færri en 700 þúsund manns.

Hverjir elska okkur mest?

Pawel Bartoszek skrifar

Fram undan er Eurovision. Sumir líta á Eurovision sem söngkeppni, ég lít á hana sem margvítt reikningsdæmi. Keppnin hefur nefnilega á undanförnum árum orðið mörgum merkum fræðimönnum tilefni vandaðra skrifa í virt vísindatímarit. Jæja, kannski ekki mjög virt. Og kannski hafa skrifin ekki alltaf verið vönduð. Og kannski hafa fræðimennirnir hvorki verið margir né merkir. En eitthvað hafa þeir nú fundið út.

Hvernig er velferðin tryggð?

Ólafur Stephensen skrifar

Stundum þarf að benda á sjálfsagða hluti, sem eiga að liggja í augum uppi og vera á hvers manns vitorði en eru það af einhverjum orsökum ekki. Þetta er gert í svokallaðri skoðun Viðskiptaráðs, sem sagt var frá hér í blaðinu í vikunni.

Engar heimildir fyrir niðurníðslu

Hjálmar Sveinsson skrifar

Fréttablaðið og aðrir fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um fjölda niðurníddra húsa í miðborginni. Sú umfjöllun hefur verið málefnaleg og hún er mjög þörf. Niðurníðslan er óþolandi. Hún skaðar okkur öll því hún setur slæman svip á verðmæta sameign okkar, miðborgina. Hún verðfellir eignir í næsta nágrenni. Hún skapar íkveikjuhættu. Hún býr til hættuleg leiksvæði fyrir börn.

Ósigur skattgreiðenda

Kjartan Magnússon skrifar

Tónlistarhúsið Harpa er glæsilegt mannvirki enda um að ræða dýrasta hús Íslandssögunnar. Undarlegt er að á þeim tímamótum, sem opnun hússins er, virðast nokkrir af helstu fjölmiðlum landsins kjósa að fjalla einungis á jákvæðan hátt um húsið.

Af risaeðlum

Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar

Á að senda skattborgurunum reikninginn?

Einar K. Guðfinnsson skrifar

Margt er sagt um skuldir sjávarútvegsins og því miður ýmislegt mjög ýkjukennt. Það er því einnar messu virði að skoða þau mál eilítið.

Hneisa í Hörpu

Þröstur Ólafsson skrifar

Daginn eftir vígslutónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu 4. maí s.l. komu ýmsir að máli við mig og spurðu undrandi, hvernig stæði á því að þeim skyldi ekki hafa verið sjónvarpað. Landsmenn ættu heimtingu á að taka þátt í þessum einstaka viðburði.

Nýtt úrræði til að bæta geðheilsu

Valgerður Baldursdóttir og Inga Hrefna Jónsdóttir skrifar

Starfsfólki geðsviðs Reykjalundar er sönn ánægja að kynna útgáfu handbókar um hugræna atferlismeðferð, sem bæði er komin út í bókarformi og í netútgáfu, þar sem sækja má hljóðskrár með texta bókarinnar.

Efla verður kynferðisbrotadeild

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Stöðug fjölgun kynferðisbrota á borði lögreglu er mikið áhyggjuefni. Jafnvel þótt líklegt teljist að kynferðisbrotum hafi í raun ekki fjölgað jafnmikið og þeim málum sem koma á borð lögreglu heldur skýrist fjölgunin að minnsta kosti að hluta af góðu heilli þverrandi umburðarlyndi í samfélaginu gagnvart slíkum brotum, eins og Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur bendir á í frétt í blaðinu í dag.

Húsið okkar hún Harpa

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Ég var ein af þeim sem áttu ekki til orð yfir öllum þeim milljörðum sem kostnaður við byggingu Hörpunnar fór fram úr áætlun. Fussaði og sveiaði yfir bruðli og flottræfilshætti og fór í fýlu í hvert sinn sem ég keyrði framhjá byggingarsvæðinu við höfnina. „Réttast hefði verið að jafna kumbaldann við jörðu," tautaði ég með sjálfri mér. Gegnum árin hef ég ekki verið tíður gestur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og einungis nokkrum sinnum farið í Óperuna, þá í ódýrustu sæti uppi undir rjáfri.

Erum við of fá?

Þorvaldur Gylfason skrifar

Oft heyri ég sagt, einkum eftir hrun, að Íslendingar séu of fáir til að geta haldið uppi hagsælu og heilbrigðu samfélagi. Þessi skoðun hvílir á tveim meginstoðum. Önnur er þessi: Lítið land líður fyrir skort á hæfum mannskap.

Nýr andi laganna nái til stöðu Mehdi

Toshiki Toma skrifar

Atburðurinn um síðustu helgi, þar sem hælisleitandi frá Íran, Mehdi Pour, sagðist myndu kveikja í sér, á skrifstofu Rauða Kross Íslands í Efstaleiti var áfall fyrir margt fólk, ekki síst sjálfan mig. Hann varð þar með sjálfum sér og öðrum hættulegur, enda hann var yfirbugaður af lögreglumönnum. Eins og fréttir hermdu ítarlega, sótti Mehdi um hæli á Íslandi árið 2005 og hefur verið að berjast fyrir rétti til að dveljast hér á landi í sjö ár.

"Cheated by Iceland"

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Gljáfægðir liðu búðargluggarnir hjá, fullir af handgerðu súkkulaði og hátískufatnaði. Fyrirhafnarlaus fegurð geislaði af farðalitlum andlitum Parísar-skvísanna. Eftir bökkum Signu stikuðu franskir herramenn svo ábúðarfullir á svip að um huga þeirra hlutu að fara hugsanir samboðnar Descartes þótt umbúðirnar jöfnuðust á við Olivier Martinez. Þar sem ég sat í aftursæti leigubíls sem ók mér frá aðallestarstöð Parísarborgar á hótelið sem ég hugðist dvelja á eina helgi hríslaðist um mig eftirvænting sem aðeins yfirvofandi „croissant"-át og biðin eftir kampavíni geta framkallað. Ekkert gat raskað fullkomleika helgarinnar sem fram undan var. Eða næstum ekkert.

Tandurhrein blekking

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Á dögunum sótti ég námskeið ásamt norrænum kollegum mínum í New York. Meðal staða sem við heimsóttum í ferðinni var Scandinavian House, stofnun sem vinnur að framgangi norrænnar menningar vestra.

Góðir siðir og vondir

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Það kviknaði í mörgum hjörtum á fyrstu tónleikum Hörpunnar og gaman að skynja síðustu daga almenna gleði yfir þessu langþráða mannvirki.

Yfirvofandi læknaskortur

Ólafur Stephensen skrifar

Kjör heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi standast engan veginn samjöfnuð við það sem gerist í nágrannalöndunum. Ein birtingarmynd þess kemur fram í forsíðufrétt Fréttablaðsins í gær, þar sem sagt var frá því að margir læknar og hjúkrunarfræðingar á Íslandi notuðu sumarleyfi sín og uppsöfnuð vaktafrí til að fara á nokkurs konar vertíð í Svíþjóð og Noregi og hala inn margra mánaða laun á stuttum tíma.

Jú Jón, sjómenn njóta auðlindaarðs

Tryggvi Þór Herbertsson skrifar

Eitt af því sem ég sakna mest úr háskólaumræðunni er að takast málefnalega á við menn um grunnhugmyndir. Einn heldur einu fram og annar skorar þann á hólm í rökræðu. Þessi aðferð leiðir til þess að þekking verður til.

Sjá næstu 50 greinar