"Gat ekki hugsað mér að standa í biðröð til að fá mat" Bjarni Gíslason skrifar 19. maí 2011 08:00 Það eru ófá símtölin sem við höfum fengið hjá Hjálpastarfi kirkjunnar eftir að við breyttum til varðandi mataraðstoðina. Frá 1. maí hættum við að útdeila mat í poka og tókum upp inneignarkort fyrir barnafjölskyldur. „Ég gat ekki hugsað mér að standa í biðröð til að fá mat í poka, samt er ástandið hjá mér mjög slæmt, nú langar mig aðathuga með þessi inneignarkort" sagði einstæð tveggja barna móðir sem hringdi. „Það er niðurlægjandi að fara í röð aftur og aftur til að fá mat í poka" eru orð konu sem var að leita sér aðstoðar. „Það fylgir þessu skömm. Þetta á alls ekki að vera svona en það er eitthvað með hvernig maður upplifir þetta" sagði önnur. Hluti af nýrri leið er einmitt að gera fólki kleift að leita sér aðstoðar með meiri virðingu. Kostir við inneignarkortin eru m.a. þeir að hver og einn sækir sér þær matvörur sem hann kýs, börn verða ekki vör við að aðföng heimilisins komi frá hjálparsamtökum og hægt er að leggja inn á kortin án þess að viðtakandi þurfi að fara sérferð til Hjálparstarfsins. Engin kort eru afhent fyrr en eftir að ítarlegum gögnum um tekjur og gjöld hefur verið skilað og viðtal við félagsráðgjafa þar sem farið er yfir stöðu hvers og eins. Í nýjum siðareglum Hjálparstarfs kirkjunnar segir: „Hjálparstarf kirkjunnar veitir aðstoð til sjálfshjálpar og virkjar skjólstæðinga eins og mögulegt er, í öllu ferli aðstoðar." Ráðgjöf og hvati til sjálfshjálpar, samstarf, virkni og virðing eru grunnþættir í aðstoðinni. Sjálfshjálp og virkni sem skapar von um breyttar aðstæður, kraft og aukið sjálfstraust til að taka lítil skref til betra lífs. Það eru líka lítil skref, framlag og stuðningur eftir getu hvers og eins, sem skapa samstöðu og hjálparafl sem þarf til að veita stuðning með meiri virðingu. Ert þú með? Að greiða valgreiðslu í heimabanka til stuðnings nýrri nálgun í mataraðstoð er lítið skref. Að setja sig í spor þeirra sem orðið hafa undir og fræðast um aðstæður þeirra er líka lítið skref. Tækifæri til þess gefst með því að horfa á þátt á Stöð 2 um fátækt á Íslandi 26. maí og um leið auka hjálparaflið í samfélaginu með þátttöku í söfnunarátaki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Sjá meira
Það eru ófá símtölin sem við höfum fengið hjá Hjálpastarfi kirkjunnar eftir að við breyttum til varðandi mataraðstoðina. Frá 1. maí hættum við að útdeila mat í poka og tókum upp inneignarkort fyrir barnafjölskyldur. „Ég gat ekki hugsað mér að standa í biðröð til að fá mat í poka, samt er ástandið hjá mér mjög slæmt, nú langar mig aðathuga með þessi inneignarkort" sagði einstæð tveggja barna móðir sem hringdi. „Það er niðurlægjandi að fara í röð aftur og aftur til að fá mat í poka" eru orð konu sem var að leita sér aðstoðar. „Það fylgir þessu skömm. Þetta á alls ekki að vera svona en það er eitthvað með hvernig maður upplifir þetta" sagði önnur. Hluti af nýrri leið er einmitt að gera fólki kleift að leita sér aðstoðar með meiri virðingu. Kostir við inneignarkortin eru m.a. þeir að hver og einn sækir sér þær matvörur sem hann kýs, börn verða ekki vör við að aðföng heimilisins komi frá hjálparsamtökum og hægt er að leggja inn á kortin án þess að viðtakandi þurfi að fara sérferð til Hjálparstarfsins. Engin kort eru afhent fyrr en eftir að ítarlegum gögnum um tekjur og gjöld hefur verið skilað og viðtal við félagsráðgjafa þar sem farið er yfir stöðu hvers og eins. Í nýjum siðareglum Hjálparstarfs kirkjunnar segir: „Hjálparstarf kirkjunnar veitir aðstoð til sjálfshjálpar og virkjar skjólstæðinga eins og mögulegt er, í öllu ferli aðstoðar." Ráðgjöf og hvati til sjálfshjálpar, samstarf, virkni og virðing eru grunnþættir í aðstoðinni. Sjálfshjálp og virkni sem skapar von um breyttar aðstæður, kraft og aukið sjálfstraust til að taka lítil skref til betra lífs. Það eru líka lítil skref, framlag og stuðningur eftir getu hvers og eins, sem skapa samstöðu og hjálparafl sem þarf til að veita stuðning með meiri virðingu. Ert þú með? Að greiða valgreiðslu í heimabanka til stuðnings nýrri nálgun í mataraðstoð er lítið skref. Að setja sig í spor þeirra sem orðið hafa undir og fræðast um aðstæður þeirra er líka lítið skref. Tækifæri til þess gefst með því að horfa á þátt á Stöð 2 um fátækt á Íslandi 26. maí og um leið auka hjálparaflið í samfélaginu með þátttöku í söfnunarátaki.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun