Flæði erfðaefnis, ábyrgðarleysi og fullnægjandi rannsóknir Jón Hallsteinn Hallsson skrifar 21. maí 2011 11:00 Þann 18. apríl s.l. birtist í Fréttablaðinu grein eftir Kesöru Anamthawat-Jónsson prófessor við Háskóla Íslands um ræktun erfðabreytts byggs utandyra. Í greininni viðrar Kesara þá hugmynd sína að vísindamennirnir 37 sem nýverið mótmæltu tillögu til þingsályktunar um útiræktun á erfðabreyttum lífverum hafi byggt álit sitt á rannsókn sem framkvæmd var af starfsmönnum Landbúnaðarháskóla Íslands (1). Ekki er gott að vita hvort grunur Kesöru sé á rökum reistur, en þó er rétt að benda á að umrædd rannsókn er ekki sú eina sem metið hefur erfðaflæði frá byggi og skyldum tegundum og því má telja víst að skoðun vísindamannanna 37 sé byggð á fleiri og ítarlegri rannsóknum (sjá t.d. 2,3). Kesara gerir síðan tilrauninni skil og gagnrýnir þar ýmislegt. Tvennt er rétt að fjalla um sérstaklega. Í fyrsta lagi er gagnrýnt að notast var við svipgerðir plantna til að fylgja eftir genaflæði (í stað t.d. erfðamarka eða erfðabreytinga) og gert að umtalsefni að þessar svipgerðir, tveggja- og sexraða öx, séu „ólíkir hópar innan tegundarinnar Hordeum vulgare“, en H. vulgare er í daglegu tali kallað bygg. Hér er óljóst hvað Kesara á við enda hugtakið hópur í þessu samhengi illa skilgreint. Framsetningin er þó með þeim hætti að ætla mætti að þarna væru á ferðinni tvær ólíkar flokkunarfræðilegar einingar og að erfðaflæði milli þessara „hópa“ væri á einhvern hátt takmarkað umfram það sem gerist almennt á milli byggyrkja. Svo er hins vegar ekki raunin. Ítarleg umfjöllun Kesöru um erfðafræðilegan mun á tveggja- og sexraða-byggi er því í raun óþarfa málalenging þar sem þetta ákveðna atriði breytir engu um niðurstöður rannsóknarinnar. Síðan segir hún: „Til þess að fá öruggar niðurstöður um genaflæði er nauðsynlegt að greina tilvist framandi gens eða gena og meta tjáningu þeirra í viðtökuplöntum með sameindaerfðafræðilegum aðferðum. Mér er ekki kunnugt um að þetta hafi verið gert.“ Kesara lýsir hér tilraun þar sem erfðabreyttar plöntur eru notaðar sem frjógjafar við mat á erfðaflæði. Til að gefa raunsanna mynd yrði slík tilraun að fara fram utandyra. Við þetta er helst tvennt að athuga. Í fyrsta lagi hefur tilraun af þessu tagi þegar verið framkvæmd, sýndi hún lága tíðni genaflæðis (2) og voru helstu ályktanir samhljóma þeim sem settar voru fram í greininni í IAS (1). Í öðru lagi þá skýtur það skökku við að leggja til sleppingu á erfðabreyttum plöntum utandyra til þess að mæla flæði erfðaefnis í sömu grein og því er lýst sem „ábyrgðarleysi“ af hálfu íslenskra vísindamanna að leggjast ekki eindregið gegn sleppingu slíkra plantna. Þó áframhaldandi rannsóknir á erfðaflæði séu góðra gjalda verðar þá væri rannsókn af því tagi sem hér er lýst andstæðingum erfðabreyttra plantna varla að skapi auk þess sem hugmyndin gengur þvert gegn megin niðurstöðu greinar Kesöru. En grein Kesöru líður ekki eingöngu fyrir óþarfa málalengingar og þversagnakenndar tillögur að frekari rannsóknum, heldur einnig óljósa notkun hugtaka og stóryrði. Hún kallar það „ábyrgðarleysi hjá vísindamönnum að gera ekki kröfur um fullnægjandi rannsóknir og vísar hér aftur til 37 menninganna. Harðari verður gagnrýni á vísindamenn varla, enda ábyrgðarlaus vísindamaður ekki á vetur setjandi. Helsta vandamálið í þessum málflutningi Kesöru eru þó ekki stóryrðin heldur það að hún gerir enga tilraun til að varpa ljósi á hvað geti talist „fullnægjandi rannsókn“ og enn síður hver eigi að ákveða hvenær þeim mikilvæga áfanga sé náð að rannsókn teljist fullnægjandi. Samkvæmt Kesöru eru það hvorki vísindamennirnir 37, en á þeim lista eru margir af okkur færustu erfðafræðingum, né ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur sem ætlað er að fjalla um umsóknir um leyfi til sleppingar á erfðabreyttum lífverum. Því vaknar sú spurning hvort það sé ekki miklu fremur ábyrgðarleysi hjá vísindamönnum að sitja hjá í þjóðfélagsumræðunni og skýla sér á bak við kröfur um sífellt ítarlegri rannsóknir í stað þess að taka afstöðu? Hlutverk vísindamanna er að afla nýrrar þekkingar, en þeir verða einnig að hafa þor til að túlka fyrirliggjandi niðurstöður á hverjum tíma og draga af þeim ályktanir, jafnvel þegar um er að ræða jafn umdeilt efni og erfðatækni. 1. Hermannsson J, Kristjánsdóttir TA, Stefánsson TS, Hallsson JH. Measuring gene flow in barley fields under Icelandic sub-arctic conditions using closed-flowering varieties. Icelandic Agricultural Sciences. 2010;23:51-59. 2. Ritala A, Nuutila AM, Aikasalo R, Kauppinen V, Tammisola J. Measuring gene flow in the cultivation of transgenic barley. Crop Science. 2002;42(1):278-285. 3. Gatford KT, Basri Z, Edlington J, Lloyd J, Qureshi JA, Brettell R, et al. Gene flow from transgenic wheat and barley under field conditions. Euphytica. 2006;151(3):383-391. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Þann 18. apríl s.l. birtist í Fréttablaðinu grein eftir Kesöru Anamthawat-Jónsson prófessor við Háskóla Íslands um ræktun erfðabreytts byggs utandyra. Í greininni viðrar Kesara þá hugmynd sína að vísindamennirnir 37 sem nýverið mótmæltu tillögu til þingsályktunar um útiræktun á erfðabreyttum lífverum hafi byggt álit sitt á rannsókn sem framkvæmd var af starfsmönnum Landbúnaðarháskóla Íslands (1). Ekki er gott að vita hvort grunur Kesöru sé á rökum reistur, en þó er rétt að benda á að umrædd rannsókn er ekki sú eina sem metið hefur erfðaflæði frá byggi og skyldum tegundum og því má telja víst að skoðun vísindamannanna 37 sé byggð á fleiri og ítarlegri rannsóknum (sjá t.d. 2,3). Kesara gerir síðan tilrauninni skil og gagnrýnir þar ýmislegt. Tvennt er rétt að fjalla um sérstaklega. Í fyrsta lagi er gagnrýnt að notast var við svipgerðir plantna til að fylgja eftir genaflæði (í stað t.d. erfðamarka eða erfðabreytinga) og gert að umtalsefni að þessar svipgerðir, tveggja- og sexraða öx, séu „ólíkir hópar innan tegundarinnar Hordeum vulgare“, en H. vulgare er í daglegu tali kallað bygg. Hér er óljóst hvað Kesara á við enda hugtakið hópur í þessu samhengi illa skilgreint. Framsetningin er þó með þeim hætti að ætla mætti að þarna væru á ferðinni tvær ólíkar flokkunarfræðilegar einingar og að erfðaflæði milli þessara „hópa“ væri á einhvern hátt takmarkað umfram það sem gerist almennt á milli byggyrkja. Svo er hins vegar ekki raunin. Ítarleg umfjöllun Kesöru um erfðafræðilegan mun á tveggja- og sexraða-byggi er því í raun óþarfa málalenging þar sem þetta ákveðna atriði breytir engu um niðurstöður rannsóknarinnar. Síðan segir hún: „Til þess að fá öruggar niðurstöður um genaflæði er nauðsynlegt að greina tilvist framandi gens eða gena og meta tjáningu þeirra í viðtökuplöntum með sameindaerfðafræðilegum aðferðum. Mér er ekki kunnugt um að þetta hafi verið gert.“ Kesara lýsir hér tilraun þar sem erfðabreyttar plöntur eru notaðar sem frjógjafar við mat á erfðaflæði. Til að gefa raunsanna mynd yrði slík tilraun að fara fram utandyra. Við þetta er helst tvennt að athuga. Í fyrsta lagi hefur tilraun af þessu tagi þegar verið framkvæmd, sýndi hún lága tíðni genaflæðis (2) og voru helstu ályktanir samhljóma þeim sem settar voru fram í greininni í IAS (1). Í öðru lagi þá skýtur það skökku við að leggja til sleppingu á erfðabreyttum plöntum utandyra til þess að mæla flæði erfðaefnis í sömu grein og því er lýst sem „ábyrgðarleysi“ af hálfu íslenskra vísindamanna að leggjast ekki eindregið gegn sleppingu slíkra plantna. Þó áframhaldandi rannsóknir á erfðaflæði séu góðra gjalda verðar þá væri rannsókn af því tagi sem hér er lýst andstæðingum erfðabreyttra plantna varla að skapi auk þess sem hugmyndin gengur þvert gegn megin niðurstöðu greinar Kesöru. En grein Kesöru líður ekki eingöngu fyrir óþarfa málalengingar og þversagnakenndar tillögur að frekari rannsóknum, heldur einnig óljósa notkun hugtaka og stóryrði. Hún kallar það „ábyrgðarleysi hjá vísindamönnum að gera ekki kröfur um fullnægjandi rannsóknir og vísar hér aftur til 37 menninganna. Harðari verður gagnrýni á vísindamenn varla, enda ábyrgðarlaus vísindamaður ekki á vetur setjandi. Helsta vandamálið í þessum málflutningi Kesöru eru þó ekki stóryrðin heldur það að hún gerir enga tilraun til að varpa ljósi á hvað geti talist „fullnægjandi rannsókn“ og enn síður hver eigi að ákveða hvenær þeim mikilvæga áfanga sé náð að rannsókn teljist fullnægjandi. Samkvæmt Kesöru eru það hvorki vísindamennirnir 37, en á þeim lista eru margir af okkur færustu erfðafræðingum, né ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur sem ætlað er að fjalla um umsóknir um leyfi til sleppingar á erfðabreyttum lífverum. Því vaknar sú spurning hvort það sé ekki miklu fremur ábyrgðarleysi hjá vísindamönnum að sitja hjá í þjóðfélagsumræðunni og skýla sér á bak við kröfur um sífellt ítarlegri rannsóknir í stað þess að taka afstöðu? Hlutverk vísindamanna er að afla nýrrar þekkingar, en þeir verða einnig að hafa þor til að túlka fyrirliggjandi niðurstöður á hverjum tíma og draga af þeim ályktanir, jafnvel þegar um er að ræða jafn umdeilt efni og erfðatækni. 1. Hermannsson J, Kristjánsdóttir TA, Stefánsson TS, Hallsson JH. Measuring gene flow in barley fields under Icelandic sub-arctic conditions using closed-flowering varieties. Icelandic Agricultural Sciences. 2010;23:51-59. 2. Ritala A, Nuutila AM, Aikasalo R, Kauppinen V, Tammisola J. Measuring gene flow in the cultivation of transgenic barley. Crop Science. 2002;42(1):278-285. 3. Gatford KT, Basri Z, Edlington J, Lloyd J, Qureshi JA, Brettell R, et al. Gene flow from transgenic wheat and barley under field conditions. Euphytica. 2006;151(3):383-391.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun