Fleiri fréttir

Mörg spurningamerki

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði er alla jafna fagnaðarefni. Nú hafa verið gerðir kjarasamningar til þriggja ára. Það eykur vissulega líkurnar á stöðugleika og friði á vinnumarkaðnum á þeim tíma og að íslenzkt atvinnulíf nái vopnum sínum og geti á nýjan leik farið að skapa atvinnu og hagvöxt.

Áframhaldandi leynd

Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar

Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp að breytingum á upplýsingalögum. Af því tilefni rifjaðist upp fyrir mér að í mars 2007 óskuðu blaðamenn Fréttablaðsins eftir upplýsingum um notkun ráðherra á greiðslukortum ráðuneytanna árið 2006. Sjálfsagt mál hefði maður ætlað í opnu lýðræðisríki, enda um notkun á opinberu fé að ræða. Nei, öll ráðuneytin synjuðu þessari ósk Fréttablaðsins. Árni Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, brást hinn versti við fyrirspurn blaðsins og lét hafa eftir sér á síðum þess: "Þetta er bara ómerkilegt, subbulegt mál þar sem verið er að reyna að gera heiðarlegt fólk að skúrkum algjörlega að ástæðulausu.“ Ósk um upplýsingar um notkun ráðherra á peningum skattgreiðenda var orðin ómerkilegur subbuskapur. Fréttablaðið sætti sig ekki við leyndarhyggju og leitaði á náðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin staðfesti ákvörðun ráðuneytanna á þeim grundvelli að yfirlit greiðslukorta væru bókhaldsgögn sem féllu ekki undir 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga um gögn sem almenningur ætti rétt til aðgangs að. Einnig var vísað til þess að beiðni Fréttablaðsins fæli í sér kröfu um að teknar yrðu saman upplýsingar eða útbúin ný gögn, en það samræmdist ekki 1. mgr. 3. gr. laga sem segði að stjórnvöldum væri skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum en ekki að útbúa ný skjöl. Þannig beittu ráðuneytin ákvæðum upplýsingalaganna til að sveigja hjá markmiði sömu laga um opna og lýðræðislega umræðu.

Forystan í Evrópumálum

Þorsteinn Pálsson skrifar

Talsmenn Evrópuandstöðunnar endurtaka í sífellu þau ósannindi að aðildarumsóknin að ESB sé einkamál Samfylkingarinnar. Í síðustu þingkosningum voru þrír flokkar með aðild á stefnuskrá og þeir fengu meirihluta þingmanna. Minnihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins studdi einnig umsóknina. Að baki henni var því öflugur stuðningur meirihluta kjósenda.

Hugleiðingar að loknum Hönnunarmars 2011

Ég naut þess á dögunum að vera viðstaddur opnun sýningar á íslenskri hönnun sem fram fór í gömlu netagerðarhúsnæði vestur á Granda á annarri hæð í lyftu-lausu húsi. Sýnt var á stórum fleti margskonar hlutir, húsgögn og ýmsir nytjahlutir. Ég fór fremur hratt yfir, enda ekki margir hlutir sem sérstaklega vöktu athygli mína fyrir góða og áhugaverða hönnun. Á meðan ég var staddur á sýningunni átti ég símtal við kollega minn og samstarfsmann Pétur B. Lúthersson húsgagna- og innanhússarkitekt sem spurði mig frétta af sýningunni. Ég svaraði honum á þann veg „að þetta minnti mig helst á vorsýningu frá hönnunarskóla okkar í Kaupmannahöfn á árunum 1963-64“.

Sáttin er sæt

Tryggvi Þór Herbertsson skrifar

Uppsveiflan sem endaði með hruni bankakerfisins er sú fyrsta frá stríðslokum sem ekki var knúin áfram af útflutningi sjávarafurða.

Lífskjarasóknin er hafin

Þáttaskil hafa nú orðið í endurreisnarferli íslensks efnahagslífs. Tveggja ára samdráttarskeiði, eftir eitt alvarlegasta efnahagshrun hagsögunnar, er lokið og hagur landsmanna vænkast nú á ný. Vextir og verðbólga hafa ekki verið lægri í áraraðir og gengi krónunnar er stöðugt. Með undirritun kjarasamninga til þriggja ára á almennum vinnumarkaði hafa skapast mikilvægar forsendur til verja þennan góða árangur og hefja kraftmikla lífskjarasókn fyrir landsmenn.

Glötuð æska

Atli Fannar Bjarkason skrifar

Körfuboltamaðurinn Derrick Rose var í vikunni valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Rose er yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að hljóta þennan heiður, en hann er aðeins 22 ára gamall – fæddur í oktbóber árið 1988.

Hættulegar fantasíur og tottkeppnir

Sigga Dögg skrifar

Sæl Sigga, hvaða fantasíur teljast afbrigðilegar/hættulegar í kynlífi? Svar: Fantasíur verða í raun aðeins hættulegar þegar þær hætta að verða fantasíur í hugarheimi viðkomandi og verða gjörðir. Þannig gætu hættulegar fantasíur talist þær sem eru ólöglegar samkvæmt gildandi lögum þess lands sem viðkomandi er í hverju sinni. Þá mætti einnig líta á fantasíur sem snúa að sjálfsmeiðingum sem mögulega "hættulegar" ef þær valda einstaklingnum alvarlegum líkamsskaða og gætu leitt til dauða, eins og til dæmis erótísk köfnun.

Til hamingju með Hörpu

Ólafur Stephensen skrifar

Full ástæða er til að óska Íslendingum til hamingju með tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu, þar sem fyrstu sinfóníutónleikarnir voru haldnir í fyrrakvöld. Loksins hefur Ísland eignazt tónlistarhús sem stenzt samjöfnuð við mörg þau beztu í nágrannalöndum okkar. Loksins hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands fengið samastað sem henni hæfir og leyfir henni að hljóma eins og hún á skilið. Loksins fær Íslenzka óperan sal þar sem von er til að stórar sýningar standi undir sér.

Kúrinn

Brynhildur Björnsdóttir skrifar

Veiðum meiri þorsk

Grétar Mar Jónsson skrifar

Ríkisstjórn sem á hátíðardögum eða þegar mikið liggur við kennir sig við jafnaðarmennsku og félagshyggju en lætur sig ekki varða að brotin séu mannréttindi á almenningi í landinu ætti að skammast sín. Ríkisstjórnin hefur enn ekki brugðist við áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá 12. desember 2007.

Barnafjölskyldur standa verst

Eldey Huld Jónsdóttir skrifar

Hjálparstarf kirkjunnar hefur um árabil sinnt neyðaraðstoð bæði heima og erlendis. Nú þegar Íslendingar takast á við aukið atvinnuleysi, hækkandi verðlag og aukna skuldabyrði er þörfin fyrir aðstoð meiri en áður.

Tækniframfarir í hnotskurn

Tryggvi Þór Herbertsson skrifar

Þegar fjallað er um byggðaröskun á Íslandi benda margir á kvótakerfið sem sökudólg. Það er mikil einföldun. Kvótaflutningar eiga sér yfirleitt stað í tengslum við hagræðingu af einhverjum toga, sem oft er forsenda þess að útgerðarfyrirtækin geti greitt hærri laun. Þessar færslur hafa því stutt við byggð á allmörgum stöðum um landið, þó það sé alls ekki sjálfgefið að fólksfjöldi vaxi í kjölfar bættrar kvótastöðu. Fólksfækkun hefur

Hættuleg tilraunastarfsemi

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Innan Evrópusambandsins hafa um nokkurt skeið verið til umræðu hugmyndir um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfi sambandsins sem taka mjög mið af íslenzka kvótakerfinu. Framkvæmdastjórn ESB hefur kynnt sér íslenzka kerfið vel, leitað til íslenzkra ráðgjafa um endurskoðun sjávarútvegsstefnu ESB og litið um margt til Íslands sem fyrirmyndar um stjórn fiskveiða.

Fiskveiðar sem atvinnubótavinna

Tryggvi Þór Herbertsson skrifar

Heildaraflaverðmæti á síðasta ári nam um 138 milljörðum króna. Af þessari upphæð fóru um 55 milljarðar í laun og tengd gjöld (þ.a.m. tryggingagjald) til um 4.500 sjómanna Þetta gerir rúmar 12 milljónir á hvert starf að meðaltali. Margir halda því fram að með því að leyfa ólympískar (óheftar) veiðar megi fjölga störfum um allt að helming. Laun og

Frábærar hugmyndir stjórnvalda

Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar

Í síðasta mánuði kynntu stjórnvöld hugmyndir sínar um að leggja 10 milljarða í eflingu almenningssamgangna á komandi árum. Ætlunin er að fá sveitarfélögin til að leggja einnig fram fjármagn og að með þessu átaki verði hægt að gera samgöngur "greiðari, hagkvæmari og sjálfbærari“ eins og segir í tilkynningu á vef Innanríkisráðuneytisins. Af sama tilefni kynnti ráðuneytið tillögur starfshóps sem settur var á fót til að móta helstu áherslur. Þar er lykilatriðið eftirfarandi: "Efling göngu, hjólreiða og

Besta afmælisgjöfin

Sigursteinn Másson skrifar

Í ár er haldið upp á 75 ára afmæli Tryggingastofnunar ríkisins og hálfrar aldar afmæli Öryrkjabandalags Íslands. Sem stjórnarmaður í TR til fjögurra ára og fyrrverandi formaður ÖBÍ finnst mér rétt að stinga niður penna á þessum tímamótum. Það var gríðarlegt framfaraspor í velferðarmálum á Íslandi þegar TR var stofnað. Margir þekkja þá sögu mun betur en ég en það er engum blöðum um það að fletta að lög um

Nýtt vor í tónlist

Guðni Tómasson skrifar

Það vorar í íslensku tónlistarlífi. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa, við Austurhöfnina í Reykjavík, boðar nýtt upphaf fyrir tónlistarfólk og tónlistaráhugamenn á Íslandi. Miklir möguleikar skapast í flutningi á alls kyns tónlist í húsi sem stenst allar væntingar sem gerðar eru til tónlistarhúsa í dag. Í kvöld rennur upp merkileg stund í menningu

Tillaga að sameiningu

Kolbrún Björt Sigfúsdóttir skrifar

Oft hef ég heyrt því fleygt að unga fólkið beri enga virðingu fyrir gamla fólkinu í landinu. Ef svo væri, og ég er ekki að segja að svo sé, væri þá ekki upplagt að gera því kleift að kynnast gömlu fólki betur?

Landið mitt góða

Haraldur F. Gíslason skrifar

Ég bý í stórkostlegu landi. Hér er hreint loft, drykkjarhæft vatn úr krananum, náttúruauðlindir sem fáar þjóðir geta státað sig af og frábært veður. Nei, glens í mér. Veðrið er ekkert frábært. Veður hefur samt aldrei haft mikil áhrif á mig. Veður er bara veður, þú breytir því ekkert. Vissulega er gaman að hafa sól og blíðu en samt ekki alltaf. Ég hef farið í sólarlandaferðir og alltaf finnst mér jafn óþægilegt að geta ekki opnað gluggann og fundið svalan vind leika um mig. Mér finnst gott að lenda í Keflavík í

Önnur Kalifornía?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Beint lýðræði er í sókn víða um heim, einkum á Vesturlöndum. Yfir helmingur þjóðaratkvæðagreiðslna, sem efnt hefur verið til frá frönsku byltingunni, hefur átt sér stað á undanförnum 25 árum. Nýlega ákváðu íbúar í Suður-Súdan í

Menntun kvenna lykill að velferð barna

Katrín Jakobsdóttir skrifar

Fyrir margar konur í hinum vestræna heimi er fæðing barns tilhlökkunarefni enda er víðast hvar, sem betur fer, hægt að treysta á góðan aðbúnað og aðstoð fagfólks, hvort sem er ljósmæðra eða lækna. Mæðravernd og ungbarnaeftirlit á Íslandi hefur skilað okkur gríðarlegum árangri – dánartíðni ungbarna er hvergi minni í heiminum en á Íslandi

Hvað felst í „faglegri ráðningu“?

Gunnar Haugen skrifar

Í umræðu um opinberar ráðningar hefur hugtakið „fagleg ráðning“ verið áberandi. Það hefur borið við að skilningur mannauðsfræðanna og skilningur stjórnsýslunnar á faglegum ráðningum sé ekki sá sami.

Almenn vaxtaniðurgreiðsla til stuðnings íbúðaeigendum

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Hátt í þriðjungur landsmanna varð þess var nú um mánaðamótin að lögð var inn á bankareikning þeirra sérstök vaxtaniðurgreiðsla. Þann 1. maí voru greiddar út sérstakar bætur til tæplega 97 þúsund einstaklinga og eru útgjöld ríkissjóðs vegna útgreiðslunnar um 3 mia. kr. (um 5% af heildargreiðslum heimilanna á ári vegna íbúðalána). Síðari hluti útgreiðslu þessa árs verður greiddur út í ágústmánuði.

Sorgarsaga almenninganna

Tryggvi Þór Herbertsson skrifar

Í efnahagslegu tilliti eru fiskveiðar frábrugðnar öðrum atvinnugreinum. Við rétt skilyrði er ekki einungis um hefðbundinn hagnað að ræða af útgerð heldur gefur auðlindin af sér svo kallaðan auðlindaarð eða auðlindarentu. En til þess að þessi arður myndist þurfa að ríkja ströng skilyrði. Aðgangur að auðlindinni þarf að vera takmarkaður (til að hver sem er geti ekki sótt í auðlindina), rétturinn til að nýta hana þarf að vera því sem næst

Alþjóðadagur tjáningarfrelsis

Luis Arreaga skrifar

Sameinuðu þjóðirnar efndu til Alþjóðadags tjáningarfrelsis, sem haldinn er hátíðlegur á hverju ári um allan heim þann 3. maí, til að vekja athygli á meginreglum frjálsrar fjölmiðlunar og minnast þeirra sem hafa barist og látið lífið við að reyna að framfylgja þeim. Á þessu ári taka Bandaríkin höndum saman við Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) og halda alþjóðadag tjáningarfrelsis hátíðlegan í fyrsta skipti í Washington, D.C.

Mannréttindi í stjórnarskrá

Oddný Mjöll Arnardóttir skrifar

Stjórnlagaráð starfar nú að endurskoðun stjórnarskrárinnar í samræmi við ályktun Alþingis þess efnis. Samkvæmt þingsályktuninni var ráðinu falið að fjalla um 8 nánar tilgreind viðfangsefni auk annarra málefna sem ráðið sjálft ákvæði að taka til umfjöllunar. Mannréttindakafli stjórnarskrárinnar var ekki tilgreindur sérstaklega í þingsályktunni en því ber að fagna að stjórnlagaráð hefur ákveðið að taka mannréttindamál til umfjöllunar í einni af þremur starfsnefndum sínum.

Mýtan hrakin - skapandi greinar hafa ótvírætt hagrænt gildi

Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar

Þriðjudaginn 3. maí nk. verður skýrsla sem nefndist "Hagræn áhrif skapandi greina“ kynnt á málstofu í Háskóla Íslands. Þetta er tímamótaskýrsla þar sem skapandi greinar eru í fyrsta sinn skilgreindar á Íslandi sem atvinnuvegur með ótvírætt hagrænt gildi.

Sameiginleg ábyrgð

Ólafur Stephensen skrifar

Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar og forysta ríkisstjórnarinnar hafa fundið sér sameiginlegan blóraböggul ef marka má ræðuhöld gærdagsins, Landssamband íslenzkra útvegsmanna. Hin ófrávíkjanlega krafa atvinnurekenda að fá einhverja vissu um starfsskilyrði sjávarútvegsins áður en gengið yrði frá kjarasamningum er kölluð "grímulaus sérhagsmunagæzla“ og "kúgun“ LÍÚ.

Allir þurfa sitt olíufélag

Tryggvi Þór Herbertsson skrifar

Í tvö og hálft ár höfum við Íslendingar burðast með þær þungu byrðar sem fjármálahrunið lagði á herðar okkar – hrunið sem stafaði af eftirlitsleysi stjórnvalda á Vesturlöndum og fífldirfsku fjármálamanna sem nýttu sér glufurnar. Flestum þykir nóg um en það á víst ekki af okkur að ganga. Alvarleg staða blasir nú við á ný í efnahagsmálum þjóðarinnar. Enn á að þyngja byrðarnar, ekki af nauðsyn heldur vegna tækifærismennsku ófyrirleitinna stjórnmálamanna.

Sjá næstu 50 greinar