Hvað felst í „faglegri ráðningu“? Gunnar Haugen skrifar 3. maí 2011 06:00 Í umræðu um opinberar ráðningar hefur hugtakið „fagleg ráðning“ verið áberandi. Það hefur borið við að skilningur mannauðsfræðanna og skilningur stjórnsýslunnar á faglegum ráðningum sé ekki sá sami. Mannauðsfræðin notar hugtakið með þeim hætti að framkvæmd sé starfsgreining og notuð séu vísindalega viðurkennd tæki og aðferðir sem best spá fyrir um frammistöðu einstaklings í nýju starfi. Stjórnsýslan notar hinsvegar hugtakið í þeirri merkingu að farið sé eftir þeim lögum og reglum sem gilda í ráðningum hins opinbera án tillits til þess að aðferðirnar spá ekki endilega fyrir um frammistöðu í starfi. Þegar einungis önnur faglega krafan er uppfyllt má segja að ekki sé um að ræða fullkomlega faglega ráðningu, sem skapar hættu á að hæfasti umsækjandinn sé ekki valinn. Bestu opinberu ráðningarnar eru þar sem faglegar kröfur beggja sjónarmiðanna eru uppfylltar – enda ekkert því til fyrirstöðu. Í stjórnsýslunni er gerð rík krafa um gagnsæi, rökstuddar ákvarðanir, upplýsingagjöf, jafnræði, andmælarétt og réttmætisreglu. Fyrir utan kröfu um nafnabirtingar umsækjenda og opnar umsagnir, eru reglurnar aðeins til þess fallnar að styðja við gott ráðningarferli. Vandinn er að í mörgum tilvikum er aðferðum mannauðsfræðanna ekki beitt. HæfnisgreiningOft má framkvæma betri hæfnisgreiningar en lögin kalla eftir. Þ.e. fara dýpra í hvaða hæfnisþætti einstaklingurinn í starfinu þarf að uppfylla. Starfsgreining getur verið tímafrek og stundum er vinnslu hennar ábótavant og oft ekki unnin eftir líkani um starfið. Starfsgreining kemur ávallt til viðbótar við það sem talið er upp í lögum um starfið. Öflun umsækjendaStrax við öflun umsækjenda hefst leitin að hæfasta einstaklingnum. Umsækjenda er fyrst og fremst aflað með auglýsingu í þeim tilgangi að fá sem stærstan hóp hæfra umsækjenda. Lög um opinbera nafnabirtingu draga hins vegar úr líkunum á að bestu umsækjendurnir fáist til að taka þátt í ráðningarferlinu. Það er mat okkar hjá Capacent ráðningum að um 15%-20% umsækjenda dragi umsókn sína til baka þegar birta á nafnalista opinberlega. Oft er mikil eftirsjá að þeim sem draga sig til baka. Þessa kröfu þarf löggjafinn að endurskoða enda ætti ekki að vera mjög erfitt að finna leið til að uppfylla tilgang laganna með öðrum hætti en nafnabirtingu. Mat á hæfniAð meta hlutlægt sem flesta þætti í fari einstaklings með réttum tækjum og tólum er áreiðanlegasta aðferðin til að uppfylla réttmætisreglu stjórnsýslunnar. Mannauðsfræðin hefur rannsakað þessi mál í meira en 70 ár og hefur yfir að ráða aðferðum sem eru óyggjandi betri en hyggjuvit stjórnenda. Mat á hæfni er framkvæmt með margs konar hætti. Umsækjendur gætu þurft að leysa starfstengt verkefni, taka stöðluð og réttmæt getupróf og síðast en ekki síst er persónuleikapróf notað til að leggja mat á það hvaða mann umsækjandi hefur að geyma. Til viðbótar eru notuð stöðluð viðtöl og umsagna er aflað. UmsagnirÞað torveldar valið á hæfasta umsækjandanum að ekki má heita trúnaði við öflun umsagna. Forspárgildi umsagna er að öllu jöfnu frekar lítið – og hætt við að forspárgildið rýrni enn frekar þegar líkur eru á að umsagnir verði gerðar opinberar. Þetta er flókið lagalegt úrlausnaratriði en til að ná markmiðinu um ráðningu þess hæfasta er nauðsynlegt að huga að lausn. ÚtvistunUmræða hefur verið um stofnun ráðningastofu ríkisins sem sæi um að meta hæfni umsækjenda og fylgja verkferlum eftir. Það er ekkert í verkferlum ráðninga hins opinbera sem ekki er hægt að sinna jafnvel eða betur af einkafyrirtækjum. Þetta snýst um þá pólitísku spurningu hvort að ríkið eigi að sinna öllum málum eða hvort fyrirtæki á almennum markaði megi þjónusta hið opinbera þegar við á. Það að standa faglega að ráðningum snýr fyrst og fremst að aðferðafræði; að uppfylla lagaskilyrði en tryggja jafnframt að viðurkenndum en ekki handahófskenndum aðferðum sé beitt við leitina að þeim hæfasta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu um opinberar ráðningar hefur hugtakið „fagleg ráðning“ verið áberandi. Það hefur borið við að skilningur mannauðsfræðanna og skilningur stjórnsýslunnar á faglegum ráðningum sé ekki sá sami. Mannauðsfræðin notar hugtakið með þeim hætti að framkvæmd sé starfsgreining og notuð séu vísindalega viðurkennd tæki og aðferðir sem best spá fyrir um frammistöðu einstaklings í nýju starfi. Stjórnsýslan notar hinsvegar hugtakið í þeirri merkingu að farið sé eftir þeim lögum og reglum sem gilda í ráðningum hins opinbera án tillits til þess að aðferðirnar spá ekki endilega fyrir um frammistöðu í starfi. Þegar einungis önnur faglega krafan er uppfyllt má segja að ekki sé um að ræða fullkomlega faglega ráðningu, sem skapar hættu á að hæfasti umsækjandinn sé ekki valinn. Bestu opinberu ráðningarnar eru þar sem faglegar kröfur beggja sjónarmiðanna eru uppfylltar – enda ekkert því til fyrirstöðu. Í stjórnsýslunni er gerð rík krafa um gagnsæi, rökstuddar ákvarðanir, upplýsingagjöf, jafnræði, andmælarétt og réttmætisreglu. Fyrir utan kröfu um nafnabirtingar umsækjenda og opnar umsagnir, eru reglurnar aðeins til þess fallnar að styðja við gott ráðningarferli. Vandinn er að í mörgum tilvikum er aðferðum mannauðsfræðanna ekki beitt. HæfnisgreiningOft má framkvæma betri hæfnisgreiningar en lögin kalla eftir. Þ.e. fara dýpra í hvaða hæfnisþætti einstaklingurinn í starfinu þarf að uppfylla. Starfsgreining getur verið tímafrek og stundum er vinnslu hennar ábótavant og oft ekki unnin eftir líkani um starfið. Starfsgreining kemur ávallt til viðbótar við það sem talið er upp í lögum um starfið. Öflun umsækjendaStrax við öflun umsækjenda hefst leitin að hæfasta einstaklingnum. Umsækjenda er fyrst og fremst aflað með auglýsingu í þeim tilgangi að fá sem stærstan hóp hæfra umsækjenda. Lög um opinbera nafnabirtingu draga hins vegar úr líkunum á að bestu umsækjendurnir fáist til að taka þátt í ráðningarferlinu. Það er mat okkar hjá Capacent ráðningum að um 15%-20% umsækjenda dragi umsókn sína til baka þegar birta á nafnalista opinberlega. Oft er mikil eftirsjá að þeim sem draga sig til baka. Þessa kröfu þarf löggjafinn að endurskoða enda ætti ekki að vera mjög erfitt að finna leið til að uppfylla tilgang laganna með öðrum hætti en nafnabirtingu. Mat á hæfniAð meta hlutlægt sem flesta þætti í fari einstaklings með réttum tækjum og tólum er áreiðanlegasta aðferðin til að uppfylla réttmætisreglu stjórnsýslunnar. Mannauðsfræðin hefur rannsakað þessi mál í meira en 70 ár og hefur yfir að ráða aðferðum sem eru óyggjandi betri en hyggjuvit stjórnenda. Mat á hæfni er framkvæmt með margs konar hætti. Umsækjendur gætu þurft að leysa starfstengt verkefni, taka stöðluð og réttmæt getupróf og síðast en ekki síst er persónuleikapróf notað til að leggja mat á það hvaða mann umsækjandi hefur að geyma. Til viðbótar eru notuð stöðluð viðtöl og umsagna er aflað. UmsagnirÞað torveldar valið á hæfasta umsækjandanum að ekki má heita trúnaði við öflun umsagna. Forspárgildi umsagna er að öllu jöfnu frekar lítið – og hætt við að forspárgildið rýrni enn frekar þegar líkur eru á að umsagnir verði gerðar opinberar. Þetta er flókið lagalegt úrlausnaratriði en til að ná markmiðinu um ráðningu þess hæfasta er nauðsynlegt að huga að lausn. ÚtvistunUmræða hefur verið um stofnun ráðningastofu ríkisins sem sæi um að meta hæfni umsækjenda og fylgja verkferlum eftir. Það er ekkert í verkferlum ráðninga hins opinbera sem ekki er hægt að sinna jafnvel eða betur af einkafyrirtækjum. Þetta snýst um þá pólitísku spurningu hvort að ríkið eigi að sinna öllum málum eða hvort fyrirtæki á almennum markaði megi þjónusta hið opinbera þegar við á. Það að standa faglega að ráðningum snýr fyrst og fremst að aðferðafræði; að uppfylla lagaskilyrði en tryggja jafnframt að viðurkenndum en ekki handahófskenndum aðferðum sé beitt við leitina að þeim hæfasta.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun