Sáttin er sæt Tryggvi Þór Herbertsson skrifar 7. maí 2011 08:00 Uppsveiflan sem endaði með hruni bankakerfisins er sú fyrsta frá stríðslokum sem ekki var knúin áfram af útflutningi sjávarafurða. Á síðasta áratug breiddist því sá misskilningur því út að sjávarútvegur skipti ekki lengur máli fyrir efnahagslíf landsins. Hátæknigreinar, fjármálageirinn og nýja hagkerfið væru að taka við því hlutverki sem sjávarútvegur hafði áður. Atburðir síðustu missera hafa hins vegar sýnt okkur að lítið hefur breyst í íslensku efnahagslífi. Landið er háð sjávarútvegi sem skapar bróðurpartinn af vöruútflutningi landsins með stóriðju. Hægt er að komast undan þessu tímabundið með erlendum lántökum, líkt og gert var síðustu árin fyrir bankahrun. Samhliða færðist efnahagslífið lengra í átt til verslunar og þjónustu en annars hefði verið mögulegt. Staðreyndin er þó sú að landsmenn verða enn að styðjast við sjávarútveg. Íslendingar hafa því ekki sama svigrúm og aðrar stærri þjóðir að hræra í sjávarútvegi á pólitískum forsendum því það kemur beint niður á lífskjörum þjóðarinnar. Þetta þýðir samt ekki að aldrei megi víkja frá ítrustu hagkvæmnisjónarmiðum, en ef það gerist verður það að vera að yfirlögðu ráði og þjóðin öll verður að gera sér grein fyrir afleiðingum þess. Norðmenn veiða t.d. svipaðan afla og Íslendingar, en þeir gera það með mun fleiri sjómönnum og skipum. Norðmenn nýta þannig auðlindarentuna meðvitað til að styðja við byggðirnar. Þeir hafa efni á því. Þá má einnig benda á að hagsmunir einstakra hópa innan sjávarútvegsins þurfa alls ekki að fara saman við hagsmuni heildarinnar. Stöðugt rekstrarumhverfi skiptir miklu fyrir öll atvinnufyrirtæki. Sjávarútvegsfyrirtæki þurfa að glíma við meiri óstöðugleika en þekkist í flestum öðrum greinum vegna náttúrulegra sveiflna í stofnstærðum. Ekki er heppilegt að bæta pólitískri óvissu þar á ofan. Sjávarútvegur er hins vegar ekki einkamál sjómanna, útgerðarmanna eða nokkurra annarra. Hann er ein meginstoð íslensks efnahagslífs og afkoma hans skiptir sköpum fyrir lífskjör almennings, hvar sem er á landinu. Í þessu ljósi er umræða um kvótakerfið oft óábyrg. Gagnrýnendur eru margir og stórorðir. Það er aðeins andstaðan við núverandi kerfi sem sameinar þá. Engin samstaða hefur náðst um nokkra aðra leið. Sumir vilja stjórna með handafli, aðrir með sóknarmarki og enn aðrir vilja frjálsar veiðar. Hægt er að sjá fyrir umbætur á núverandi kerfi en gagnger umbylting sem allir gætu sætt sig við er mjög ólíkleg. Því var það nánast kraftaverk að nær allir hagsmunaðilar og stjórnmálaöfl skildu geta komið sér saman um ramma fyrir nýtt kerfi líkt og nýlega gerðist með samningaleiðinni svokölluðu. En eins og ég hef áður bent á, innan þess ramma vill forsætisráðherra ekki staðsetja sig. Forsætisráðherra þarf jú sitt olíufélag. Stór hluti þjóðarinnar virðist vera þeirrar skoðunar að leggja beri auðlindaskatta á útgerðina þar sem auðlindin sé lögfest eign þjóðarinnar allrar og því skuli hún öll njóta afrakstursins. Þeir hinir sömu verða að hafa í huga að ef skattleggja á auðlindahagnaðinn þá þarf hann að vera til staðar og eina þekkta raunhæfa kerfið sem tryggir hann er aflamarkskerfi líkt og hið íslenska, allt annað eru töfluæfingar. Jafnframt virðist það gleymast í umræðunni að útvegurinn borgar nú þegar um 3 milljarða á ári í auðlindagjald. En til að varðveita auðlindaarðinn þarf að tryggja að fiskveiðistjórnunarkerfið búi yfir tilteknum eiginleikum:Aðgangur að auðlindinni þarf að vera takmarkaður. Með aðgangstakmörkunum er komið í veg fyrir sorgarsögu almenninganna. Eins og ég hef áður rakið leiða frjálsar veiðar til þess að of margir fiskimenn fjárfesta í of miklum búnaði sem leiðir til sóunar fiskveiðiarðsins og rányrkju á fiskistofnum.Rétturinn til að nýta auðlindina þarf að vera því sem næst varanlegur. Með því að aðgangsrétturinn sé til langs tíma myndar hann verðmæti og langtímahugsun við nýtingu auðlindarinnar er tryggð. Það er ekki rétt sem oft er haldið fram að með varanlegum nýtingarrétti sé verið að færa útgerðum auðlindana. Alþingi getur á hverjum tíma afturkallað heimildir með lagasetningu. Íslenska ríkið á auðlindina.Aðgangsrétturinn þarf að vera framseljanlegur. Til að auðlindarentan myndist að fullu öllum Íslendingum til hagsbótar þarf að ná fram hagkvæmni. Það er gert með því að hagkvæmar útgerðir geti keypt út þær óhagkvæmu. Þannig minnkar sóknargeta og offjárfesting – auðlindaarðurinn verður til. Því þarf að vera hægt að kaupa og selja nýtingarréttinn. Íslenska aflamarkskerfið hefur alla þessa eiginleika. Eins og ég hef sýnt fram á hér í blaðinu undanfarna daga byggist gagnrýni á kerfið að mestu á staðleysum. Kerfið er hins vegar ekki gallalaust. En að það þurfi að umturna öllu kerfinu til að lagfæra þá og setja um leið útveginn í algjört uppnám er einfaldlega rangt. Vel er hægt að sníða af ágalla með tiltölulega einföldum hætti eins og samningaleið sáttanefndarinnar sýnir. Það er von mín að greinarnar fimm sem birtar hafa verið hér í blaðinu undanfarna daga leiði til aukins skilnings á fiskveiðistjórnunarkerfinu íslenska. Til mikils væri að vinna ef stjórnmálamenn bæru gæfu til að ná sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið til frambúðar. Ekki eingöngu vegna þess að þannig væri hægt að tryggja að auðlindarðurinn yrði varðveittur heldur vegna þess að sáttin er einfaldlega sæt og við þurfum svo sárlega á henni að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Uppsveiflan sem endaði með hruni bankakerfisins er sú fyrsta frá stríðslokum sem ekki var knúin áfram af útflutningi sjávarafurða. Á síðasta áratug breiddist því sá misskilningur því út að sjávarútvegur skipti ekki lengur máli fyrir efnahagslíf landsins. Hátæknigreinar, fjármálageirinn og nýja hagkerfið væru að taka við því hlutverki sem sjávarútvegur hafði áður. Atburðir síðustu missera hafa hins vegar sýnt okkur að lítið hefur breyst í íslensku efnahagslífi. Landið er háð sjávarútvegi sem skapar bróðurpartinn af vöruútflutningi landsins með stóriðju. Hægt er að komast undan þessu tímabundið með erlendum lántökum, líkt og gert var síðustu árin fyrir bankahrun. Samhliða færðist efnahagslífið lengra í átt til verslunar og þjónustu en annars hefði verið mögulegt. Staðreyndin er þó sú að landsmenn verða enn að styðjast við sjávarútveg. Íslendingar hafa því ekki sama svigrúm og aðrar stærri þjóðir að hræra í sjávarútvegi á pólitískum forsendum því það kemur beint niður á lífskjörum þjóðarinnar. Þetta þýðir samt ekki að aldrei megi víkja frá ítrustu hagkvæmnisjónarmiðum, en ef það gerist verður það að vera að yfirlögðu ráði og þjóðin öll verður að gera sér grein fyrir afleiðingum þess. Norðmenn veiða t.d. svipaðan afla og Íslendingar, en þeir gera það með mun fleiri sjómönnum og skipum. Norðmenn nýta þannig auðlindarentuna meðvitað til að styðja við byggðirnar. Þeir hafa efni á því. Þá má einnig benda á að hagsmunir einstakra hópa innan sjávarútvegsins þurfa alls ekki að fara saman við hagsmuni heildarinnar. Stöðugt rekstrarumhverfi skiptir miklu fyrir öll atvinnufyrirtæki. Sjávarútvegsfyrirtæki þurfa að glíma við meiri óstöðugleika en þekkist í flestum öðrum greinum vegna náttúrulegra sveiflna í stofnstærðum. Ekki er heppilegt að bæta pólitískri óvissu þar á ofan. Sjávarútvegur er hins vegar ekki einkamál sjómanna, útgerðarmanna eða nokkurra annarra. Hann er ein meginstoð íslensks efnahagslífs og afkoma hans skiptir sköpum fyrir lífskjör almennings, hvar sem er á landinu. Í þessu ljósi er umræða um kvótakerfið oft óábyrg. Gagnrýnendur eru margir og stórorðir. Það er aðeins andstaðan við núverandi kerfi sem sameinar þá. Engin samstaða hefur náðst um nokkra aðra leið. Sumir vilja stjórna með handafli, aðrir með sóknarmarki og enn aðrir vilja frjálsar veiðar. Hægt er að sjá fyrir umbætur á núverandi kerfi en gagnger umbylting sem allir gætu sætt sig við er mjög ólíkleg. Því var það nánast kraftaverk að nær allir hagsmunaðilar og stjórnmálaöfl skildu geta komið sér saman um ramma fyrir nýtt kerfi líkt og nýlega gerðist með samningaleiðinni svokölluðu. En eins og ég hef áður bent á, innan þess ramma vill forsætisráðherra ekki staðsetja sig. Forsætisráðherra þarf jú sitt olíufélag. Stór hluti þjóðarinnar virðist vera þeirrar skoðunar að leggja beri auðlindaskatta á útgerðina þar sem auðlindin sé lögfest eign þjóðarinnar allrar og því skuli hún öll njóta afrakstursins. Þeir hinir sömu verða að hafa í huga að ef skattleggja á auðlindahagnaðinn þá þarf hann að vera til staðar og eina þekkta raunhæfa kerfið sem tryggir hann er aflamarkskerfi líkt og hið íslenska, allt annað eru töfluæfingar. Jafnframt virðist það gleymast í umræðunni að útvegurinn borgar nú þegar um 3 milljarða á ári í auðlindagjald. En til að varðveita auðlindaarðinn þarf að tryggja að fiskveiðistjórnunarkerfið búi yfir tilteknum eiginleikum:Aðgangur að auðlindinni þarf að vera takmarkaður. Með aðgangstakmörkunum er komið í veg fyrir sorgarsögu almenninganna. Eins og ég hef áður rakið leiða frjálsar veiðar til þess að of margir fiskimenn fjárfesta í of miklum búnaði sem leiðir til sóunar fiskveiðiarðsins og rányrkju á fiskistofnum.Rétturinn til að nýta auðlindina þarf að vera því sem næst varanlegur. Með því að aðgangsrétturinn sé til langs tíma myndar hann verðmæti og langtímahugsun við nýtingu auðlindarinnar er tryggð. Það er ekki rétt sem oft er haldið fram að með varanlegum nýtingarrétti sé verið að færa útgerðum auðlindana. Alþingi getur á hverjum tíma afturkallað heimildir með lagasetningu. Íslenska ríkið á auðlindina.Aðgangsrétturinn þarf að vera framseljanlegur. Til að auðlindarentan myndist að fullu öllum Íslendingum til hagsbótar þarf að ná fram hagkvæmni. Það er gert með því að hagkvæmar útgerðir geti keypt út þær óhagkvæmu. Þannig minnkar sóknargeta og offjárfesting – auðlindaarðurinn verður til. Því þarf að vera hægt að kaupa og selja nýtingarréttinn. Íslenska aflamarkskerfið hefur alla þessa eiginleika. Eins og ég hef sýnt fram á hér í blaðinu undanfarna daga byggist gagnrýni á kerfið að mestu á staðleysum. Kerfið er hins vegar ekki gallalaust. En að það þurfi að umturna öllu kerfinu til að lagfæra þá og setja um leið útveginn í algjört uppnám er einfaldlega rangt. Vel er hægt að sníða af ágalla með tiltölulega einföldum hætti eins og samningaleið sáttanefndarinnar sýnir. Það er von mín að greinarnar fimm sem birtar hafa verið hér í blaðinu undanfarna daga leiði til aukins skilnings á fiskveiðistjórnunarkerfinu íslenska. Til mikils væri að vinna ef stjórnmálamenn bæru gæfu til að ná sátt um fiskveiðistjórnunarkerfið til frambúðar. Ekki eingöngu vegna þess að þannig væri hægt að tryggja að auðlindarðurinn yrði varðveittur heldur vegna þess að sáttin er einfaldlega sæt og við þurfum svo sárlega á henni að halda.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun