Tækniframfarir í hnotskurn Tryggvi Þór Herbertsson skrifar 5. maí 2011 06:00 Þegar fjallað er um byggðaröskun á Íslandi benda margir á kvótakerfið sem sökudólg. Það er mikil einföldun. Kvótaflutningar eiga sér yfirleitt stað í tengslum við hagræðingu af einhverjum toga, sem oft er forsenda þess að útgerðarfyrirtækin geti greitt hærri laun. Þessar færslur hafa því stutt við byggð á allmörgum stöðum um landið, þó það sé alls ekki sjálfgefið að fólksfjöldi vaxi í kjölfar bættrar kvótastöðu. Fólksfækkun hefur jafnvel átt sér stað á sumum stöðum sem bætt hafa við sig kvóta, t.d. á Neskaupstað. Kvóta- og fólksflutningar á milli sveitarfélaga eru því aðeins einn þáttur í ferli sem á sér mun dýpri rætur. Ekki er því hægt því að tengja þessa tvö atriði saman með jafn afgerandi hætti og margir gera. Til að skilja þessar breytingar þarf að skoða þær í sögulegu samhengi. Rót vandans í mörgum smærri sveitarfélögum liggur í frystihúsa- og skuttogaravæðingu byggðanna sem ráðist var í á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Þessi fjárfesting leiddi til mikillar aflaaukningar og örrar fólksfjölgunar á smærri stöðum, sem nú er að nokkru að ganga til baka. Afkastageta fiskvinnslunnar vítt og breitt um landið hefur lengi verið mun meiri en þörf er á og því er viðbúið að staðir á landsbyggðinni takist á um hráefni og kvóta. Ef sóknarmark yrði tekið upp í fiskveiðum við Ísland yrðu áhrifin eftir landshlutum mjög mismunandi. Þeir útgerðarstaðir sem næstir eru miðunum gætu hagnast á kostnað þeirra staða sem fjær eru. Þetta stafar af því að við sóknarmark verða veiðarnar að keppni á milli einstakra skipa og byggðarlaga. Þeir sem eiga styst til hafnar frá miðunum hafa því möguleika til þess að veiða mest. Veiðiþol fiskistofnanna er takmarkað og ef þeir sem eru nær veiða meira hlýtur minna að koma í hlut þeirra sem fjær eru þar sem heildarafli er takmarkaður. Frjálsar veiðar myndu því leiða til byggðaröskunar innan landsbyggðarinnar, styrkja sumar byggðir en veikja aðrar. Frjálsar fiskveiðar gætu hins vegar aldrei leitt til byggðastefnu sem landið í heild gæti sætt sig við auk þess sem aflaverðmæti myndi hrapa þar sem veiða þyrfti í lotum eins og gert var fyrir daga kvótakerfisins. Við frjálsar veiðar gildir: fyrstur kemur fyrstur fær. Sóknartakmarkannir hafa, þar sem þær hafa verið reyndar, leitt til offjárfestingar, slæmrar nýtingar framleiðslufjármuna og lélegrar afkomu. Jafnvel þótt útgerðarstaðir sem fjærst eru miðunum myndu sætta sig við að hætta útgerð myndi sóknarmarkið ekki vera nein byggðablessun þegar til lengri tíma er litið. Byggðaröskun á Íslandi hefur þó sennilega orðið mest vegna tækniframfara í veiðum og vinnslu. Til að átta sig betur á þessari staðhæfingu er einfaldast að skoða myndirnar þrjár sem fylgja greininni sem spanna 50 ár í sögu uppsjávarveiða – þær segja meira en þúsund orð. Á efstu myndinni má sjá um 50 báta liggja við bryggju í Neskaupstað árið 1961. Þessir bátar báru um 2.500 tonn af síld og til að veiða hana þurfti um 350 sjómenn. Á annarri myndinni má sjá sex skip bíða löndunar á Siglufirði árið 1980. Skipin báru um 2.500 tonn af loðnu og þurfti um 100 sjómenn til að veiða þann afla. Neðsta myndin sýnir síðan fjölveiðiskipið Beiti frá Neskaupstað sem ber svipaðan afla af loðnu eða síld en er með um 10 menn í áhöfn. Þetta eru tækniframfarir í hnotskurn. Á 50 árum þarf 340 færri sjómenn til að veiða 2.500 tonn af síld. Tækniframfarir hafa síst orðið minni í vinnslu. Augljóst er hvaða áhrif þetta hefur haft á byggðaþróun í landinu. Næst mun ég, í fimmtu og síðustu grein minni um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið, draga saman niðurstöður af umfjöllun síðustu daga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Þegar fjallað er um byggðaröskun á Íslandi benda margir á kvótakerfið sem sökudólg. Það er mikil einföldun. Kvótaflutningar eiga sér yfirleitt stað í tengslum við hagræðingu af einhverjum toga, sem oft er forsenda þess að útgerðarfyrirtækin geti greitt hærri laun. Þessar færslur hafa því stutt við byggð á allmörgum stöðum um landið, þó það sé alls ekki sjálfgefið að fólksfjöldi vaxi í kjölfar bættrar kvótastöðu. Fólksfækkun hefur jafnvel átt sér stað á sumum stöðum sem bætt hafa við sig kvóta, t.d. á Neskaupstað. Kvóta- og fólksflutningar á milli sveitarfélaga eru því aðeins einn þáttur í ferli sem á sér mun dýpri rætur. Ekki er því hægt því að tengja þessa tvö atriði saman með jafn afgerandi hætti og margir gera. Til að skilja þessar breytingar þarf að skoða þær í sögulegu samhengi. Rót vandans í mörgum smærri sveitarfélögum liggur í frystihúsa- og skuttogaravæðingu byggðanna sem ráðist var í á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Þessi fjárfesting leiddi til mikillar aflaaukningar og örrar fólksfjölgunar á smærri stöðum, sem nú er að nokkru að ganga til baka. Afkastageta fiskvinnslunnar vítt og breitt um landið hefur lengi verið mun meiri en þörf er á og því er viðbúið að staðir á landsbyggðinni takist á um hráefni og kvóta. Ef sóknarmark yrði tekið upp í fiskveiðum við Ísland yrðu áhrifin eftir landshlutum mjög mismunandi. Þeir útgerðarstaðir sem næstir eru miðunum gætu hagnast á kostnað þeirra staða sem fjær eru. Þetta stafar af því að við sóknarmark verða veiðarnar að keppni á milli einstakra skipa og byggðarlaga. Þeir sem eiga styst til hafnar frá miðunum hafa því möguleika til þess að veiða mest. Veiðiþol fiskistofnanna er takmarkað og ef þeir sem eru nær veiða meira hlýtur minna að koma í hlut þeirra sem fjær eru þar sem heildarafli er takmarkaður. Frjálsar veiðar myndu því leiða til byggðaröskunar innan landsbyggðarinnar, styrkja sumar byggðir en veikja aðrar. Frjálsar fiskveiðar gætu hins vegar aldrei leitt til byggðastefnu sem landið í heild gæti sætt sig við auk þess sem aflaverðmæti myndi hrapa þar sem veiða þyrfti í lotum eins og gert var fyrir daga kvótakerfisins. Við frjálsar veiðar gildir: fyrstur kemur fyrstur fær. Sóknartakmarkannir hafa, þar sem þær hafa verið reyndar, leitt til offjárfestingar, slæmrar nýtingar framleiðslufjármuna og lélegrar afkomu. Jafnvel þótt útgerðarstaðir sem fjærst eru miðunum myndu sætta sig við að hætta útgerð myndi sóknarmarkið ekki vera nein byggðablessun þegar til lengri tíma er litið. Byggðaröskun á Íslandi hefur þó sennilega orðið mest vegna tækniframfara í veiðum og vinnslu. Til að átta sig betur á þessari staðhæfingu er einfaldast að skoða myndirnar þrjár sem fylgja greininni sem spanna 50 ár í sögu uppsjávarveiða – þær segja meira en þúsund orð. Á efstu myndinni má sjá um 50 báta liggja við bryggju í Neskaupstað árið 1961. Þessir bátar báru um 2.500 tonn af síld og til að veiða hana þurfti um 350 sjómenn. Á annarri myndinni má sjá sex skip bíða löndunar á Siglufirði árið 1980. Skipin báru um 2.500 tonn af loðnu og þurfti um 100 sjómenn til að veiða þann afla. Neðsta myndin sýnir síðan fjölveiðiskipið Beiti frá Neskaupstað sem ber svipaðan afla af loðnu eða síld en er með um 10 menn í áhöfn. Þetta eru tækniframfarir í hnotskurn. Á 50 árum þarf 340 færri sjómenn til að veiða 2.500 tonn af síld. Tækniframfarir hafa síst orðið minni í vinnslu. Augljóst er hvaða áhrif þetta hefur haft á byggðaþróun í landinu. Næst mun ég, í fimmtu og síðustu grein minni um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið, draga saman niðurstöður af umfjöllun síðustu daga.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun