Fiskveiðar sem atvinnubótavinna Tryggvi Þór Herbertsson skrifar 4. maí 2011 06:00 Heildaraflaverðmæti á síðasta ári nam um 138 milljörðum króna. Af þessari upphæð fóru um 55 milljarðar í laun og tengd gjöld (þ.a.m. tryggingagjald) til um 4.500 sjómanna Þetta gerir rúmar 12 milljónir á hvert starf að meðaltali. Margir halda því fram að með því að leyfa ólympískar (óheftar) veiðar megi fjölga störfum um allt að helming. Laun og tengd gjöld á hvern sjómann myndu þá væntanlega lækka í um 6 milljónir króna. Nú getur hver og einn metið fyrir sjálfan sig hvort að það væri góð ráðstöfun. Önnur hlið á því máli er að við ólympískar fiskveiðar yrði offjárfest í fjármunum til að stunda útgerð. Þetta sjáum við vel í strandveiðunum sem innleiddar voru á síðasta fiskveiðiári. Auðlindaarðinum sem ég fjallaði um hér í blaðinu í gær yrði sóað og sjávarútvegur gegndi ekki lengur því lykilhlutverki í verðmætasköpun sem hann hefur gert frá upptöku kvótakerfisins. En er ekki ósanngjarnt að dugmiklir einstaklingar sem vilja stunda útgerð geti ekki gert það vegna einkaréttar útvalinna á að stunda sjósókn? Kvótakerfið hindrar allar veiðar án kvóta og nýliðar verða að kaupa kvóta af þeim sem fyrir eru til þess að hefja veiðar. Þannig er nýliðun án kvótakaupa hindruð. Mörgum Íslendingum finnst mikilvægt að fisknir einstaklingar geti keypt bát og hafið útgerð og unnið sig upp eins og verið hefur frá alda öðli. Að þeirra mati hindrar kvótakerfið þetta ferli. Óvíst er þó að hægt sé að finna fiskveiðistjórnunarkerfi sem myndi ekki hindra innkomu nýrra aðila með einhverjum hætti. Ef aðgangur er frjáls og veiðarnar eru arðsamar fjölgar nýliðum þar til fiskistofnarnir hrynja. Sóknarmarkskerfi, til að mynda, hlýtur að vera byggt á einhvers konar takmörkunum. Annað hvort með því að takmarka sóknargetuna með tæknilegum hindrunum, þ.e. banna skipum að fjárfesta í búnaði, eða hindra aðgang nýrra skipa. Hér áður fyrr gat nýtt skip t.a.m. aðeins bæst í flotann ef gamalt skip var úrelt. Ef það er ekki gert er aðeins hægt bregðast við með því að stytta veiðitímann þar til arðsemi er ekki lengur til staðar í greininni og nýir aðilar hætta að streyma inn. Stundum er þetta þó ekki nóg. Veiðum á Kyrrahafslúðu, undan strönd N-Ameríku, var t.d. um árabil stjórnað með sóknarmarki. Fjöldi skipa sem kom á vettvang og veiddi leyfilegan hámarksafla var slíkur að lúðan veiddist á endanum upp á einum degi. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um langtíma áhrif sóknarmarkskerfis á fiskveiðarnar ef nýliðun er ekki takmörkuð. Með aflmarkskerfinu verður kvótinn aðeins hluti af þeirri fjárfestingu sem þarf til þess að hefja útgerð. Svipaður kostnaður myndi sennilega leggjast til í sóknarmarkskerfi fyrstu árin þar sem réttindin til þess að veiða eru þá innifalin í verði skipsins sem verður að kaupa til þessa að geta hafið útgerð. Þetta sést best á því að undanfarið ár hafa bátar sem henta til strandveiða gengið kaupum og sölum á verði sem er langt yfir raunverðmæti bátanna – hver rafturinn á fætur öðrum hefur verið dreginn á flot. Tilraunir sjávarútvegsráðherra til að búa til nýtt kerfi með strandveiðum eru sama marki brenndar og fyrri tilraunir. Þær leiða til sóunar vegna offjárfestingar og lágra launa þeirra sem veiðarnar stunda. Spá mín er að á endanum verði kerfinu lokað og þeir útgerðamenn sem þá verða innan þess muni selja kvótann á markaði, nákvæmlega eins og þeir gerðu sem voru í kerfunum sem hafa verið til hliðar við kvótakerfið undanfarna áratugi. Niðurstaðan er að meðallaun í greininni hafa lækkað tímabundið og offjárfest hefur verið í skipum og bátum – auðlindaarðinum hefur verið sóað. Á morgun mun ég fjalla um meint áhrif kvótakerfisins á byggðirnar í landinu og hvort eitthvað sé til í því að það hafi leitt til landflótta frá hinum dreifðu byggðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Heildaraflaverðmæti á síðasta ári nam um 138 milljörðum króna. Af þessari upphæð fóru um 55 milljarðar í laun og tengd gjöld (þ.a.m. tryggingagjald) til um 4.500 sjómanna Þetta gerir rúmar 12 milljónir á hvert starf að meðaltali. Margir halda því fram að með því að leyfa ólympískar (óheftar) veiðar megi fjölga störfum um allt að helming. Laun og tengd gjöld á hvern sjómann myndu þá væntanlega lækka í um 6 milljónir króna. Nú getur hver og einn metið fyrir sjálfan sig hvort að það væri góð ráðstöfun. Önnur hlið á því máli er að við ólympískar fiskveiðar yrði offjárfest í fjármunum til að stunda útgerð. Þetta sjáum við vel í strandveiðunum sem innleiddar voru á síðasta fiskveiðiári. Auðlindaarðinum sem ég fjallaði um hér í blaðinu í gær yrði sóað og sjávarútvegur gegndi ekki lengur því lykilhlutverki í verðmætasköpun sem hann hefur gert frá upptöku kvótakerfisins. En er ekki ósanngjarnt að dugmiklir einstaklingar sem vilja stunda útgerð geti ekki gert það vegna einkaréttar útvalinna á að stunda sjósókn? Kvótakerfið hindrar allar veiðar án kvóta og nýliðar verða að kaupa kvóta af þeim sem fyrir eru til þess að hefja veiðar. Þannig er nýliðun án kvótakaupa hindruð. Mörgum Íslendingum finnst mikilvægt að fisknir einstaklingar geti keypt bát og hafið útgerð og unnið sig upp eins og verið hefur frá alda öðli. Að þeirra mati hindrar kvótakerfið þetta ferli. Óvíst er þó að hægt sé að finna fiskveiðistjórnunarkerfi sem myndi ekki hindra innkomu nýrra aðila með einhverjum hætti. Ef aðgangur er frjáls og veiðarnar eru arðsamar fjölgar nýliðum þar til fiskistofnarnir hrynja. Sóknarmarkskerfi, til að mynda, hlýtur að vera byggt á einhvers konar takmörkunum. Annað hvort með því að takmarka sóknargetuna með tæknilegum hindrunum, þ.e. banna skipum að fjárfesta í búnaði, eða hindra aðgang nýrra skipa. Hér áður fyrr gat nýtt skip t.a.m. aðeins bæst í flotann ef gamalt skip var úrelt. Ef það er ekki gert er aðeins hægt bregðast við með því að stytta veiðitímann þar til arðsemi er ekki lengur til staðar í greininni og nýir aðilar hætta að streyma inn. Stundum er þetta þó ekki nóg. Veiðum á Kyrrahafslúðu, undan strönd N-Ameríku, var t.d. um árabil stjórnað með sóknarmarki. Fjöldi skipa sem kom á vettvang og veiddi leyfilegan hámarksafla var slíkur að lúðan veiddist á endanum upp á einum degi. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um langtíma áhrif sóknarmarkskerfis á fiskveiðarnar ef nýliðun er ekki takmörkuð. Með aflmarkskerfinu verður kvótinn aðeins hluti af þeirri fjárfestingu sem þarf til þess að hefja útgerð. Svipaður kostnaður myndi sennilega leggjast til í sóknarmarkskerfi fyrstu árin þar sem réttindin til þess að veiða eru þá innifalin í verði skipsins sem verður að kaupa til þessa að geta hafið útgerð. Þetta sést best á því að undanfarið ár hafa bátar sem henta til strandveiða gengið kaupum og sölum á verði sem er langt yfir raunverðmæti bátanna – hver rafturinn á fætur öðrum hefur verið dreginn á flot. Tilraunir sjávarútvegsráðherra til að búa til nýtt kerfi með strandveiðum eru sama marki brenndar og fyrri tilraunir. Þær leiða til sóunar vegna offjárfestingar og lágra launa þeirra sem veiðarnar stunda. Spá mín er að á endanum verði kerfinu lokað og þeir útgerðamenn sem þá verða innan þess muni selja kvótann á markaði, nákvæmlega eins og þeir gerðu sem voru í kerfunum sem hafa verið til hliðar við kvótakerfið undanfarna áratugi. Niðurstaðan er að meðallaun í greininni hafa lækkað tímabundið og offjárfest hefur verið í skipum og bátum – auðlindaarðinum hefur verið sóað. Á morgun mun ég fjalla um meint áhrif kvótakerfisins á byggðirnar í landinu og hvort eitthvað sé til í því að það hafi leitt til landflótta frá hinum dreifðu byggðum.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun