Sorgarsaga almenninganna Tryggvi Þór Herbertsson skrifar 3. maí 2011 06:00 Í efnahagslegu tilliti eru fiskveiðar frábrugðnar öðrum atvinnugreinum. Við rétt skilyrði er ekki einungis um hefðbundinn hagnað að ræða af útgerð heldur gefur auðlindin af sér svo kallaðan auðlindaarð eða auðlindarentu. En til þess að þessi arður myndist þurfa að ríkja ströng skilyrði. Aðgangur að auðlindinni þarf að vera takmarkaður (til að hver sem er geti ekki sótt í auðlindina), rétturinn til að nýta hana þarf að vera því sem næst varanlegur (til að hann myndi verðmæti) og hann þarf að vera framseljanlegur (til að hagkvæmar útgerðir geti keypt út þær óhagkvæmu). Fiskihagfræðingar hafa metið að auðlindaarðurinn af íslensku fiskveiðunum geti numið allt að 30% til 40% af heildaraflaverðmæti. Það myndi jafngilda um 40 til 55 milljörðum ef horft er til aflaverðmætis síðasta árs. Það er því eftir miklu að slægjast fyrir alla Íslendinga að arðinum sé ekki sóað. Sá auðlindaarður sem nú er í fiskveiðum við Íslands skiptist milli útgerða, sjómanna (vegna hlutaskiptakerfisins) og ríkisins í nokkuð jöfnum hlutum. Auðlind sem allir þjóðfélagsþegnar hafa jafnan rétt til að nýta er dæmd til að vera ofnotuð ef afrakstur hennar er nægilega eftirsóknarverður – auðlindarentunni er sóað. Sóunin felst í að of margir sjómenn munu fjárfesta í of miklum fjármunum í viðleitni sinni að ná til sín auðlindarentunni. Þetta er það sem kallað hefur verið sorgarsaga almenninganna. Þannig verður sjálfstortíming í raun það sem allir keppa að. Hver útgerðarmaður hugsar aðeins um eigin hag. Frelsi í almenningum leiðir því að lokum tortímingu yfir alla þátttakendur. Þetta er bitur reynsla okkar Íslendingar sem við virðumst vera tilbúnir til að endurtaka aftur og aftur. Spyrjið þá sem voru í krókamarkskerfinu. Spyrjið þá sem voru í sóknarmarkinu. Spyrjið þá sem nú stunda strandveiðar. Árið 1983 var Svarta skýrslan alræmda gefin út af Hafrannsóknastofnun. Skýrslan greindi frá því að ástandi fiskistofna við Ísland væri þannig háttað, vegna ofveiði og rányrkju, að ekki mætti svo við búa. Íslendingar gætu ekki að óbreyttu búist við því að sjávarútvegur yrði undirstöðu atvinnuvegur þjóðarinnar til framtíðar. Nú voru góð ráð dýr. Til að komast hjá ofveiði, offjárfestingu í fiskiskipum og sóun fiskveiðiarðsins þurfti að koma á fiskveiðistjórnunarkerfi sem tekur á vanda almenninga. Fyrir réttum hundrað árum gerði Daninn Jens Warming merka uppgötvun þegar hann skoðaði álagildruveiðar í Danmörku. Innsæi Warmings byggðist á að þar sem fiskimenn þurftu ekki að greiða fyrir aðgang að fiskimiðunum gátu þeir nýtt álastofnana án tillits til afrakstursgetu þeirra og þannig á endanum ofnýtt þá, offjárfest í búnaði til veiðanna og eytt fiskveiðiarðinum. Þessa uppgötvun nýttu Íslendingar sér árið 1984 þegar kvótakerfið var innleitt í fiskveiðar hér við land. Í stað þess að greiða fyrir aðgang að fiskimiðunum eins og Warming lagði til var tekin ákvörðun um að þeim sem hefðbundið hefðu stundað fiskveiðar við Ísland yrði úthlutað einkarétti til að nýta fiskiauðlindina. Var sú leið sennilega farin þar sem öll útgerð á Íslandi var á hausnum vegna offjárfestingar og ekkert svigrúm til að greiða fyrir afnotin. Jafnframt ríkti mjög takmarkaður skilningur á hugtakinu auðlindaarður á þeim tíma eins og sést á því að enginn gerði þá alvarlegar athugasemdir við fyrirkomulagið. Árið 1990 var framsal á kvótum lögleitt með atkvæðum vinstrimanna en mótatkvæðum Sjálfstæðisflokksins á Alþingi. Það voru mistök hjá sjálfstæðismönnum. Þess má geta að einkaleyfi til veiða með framsali – kvótakerfi – er jafngilt því að heimta aðgangsgjald af fiskimönnum líkt og Warming lagði til. Munurinn felst í hver fær upphaflegu auðlindarentuna. Með því að gera kvótann framseljanlegan var skilyrðum til að innheimta auðlindarentuna fullnægt. Þetta gerðist þó ekki í einni svipan. Ferlið úr óhagkvæmu fyrirkomulagi yfir í hagkvæmt tók mörg ár og alls óvíst að því sé lokið. Þetta var efnahagslega sársaukafullt fyrir marga einstaklinga, fyrirtæki og jafnvel byggðarlög þótt flutninga kvótans frá sumum byggðum yfir til annarra megi þó fremur rekja til tækniframfara en kvótakerfisins eins og ég mun víkja að síðar. Kvótakerfið innleiddi hagkvæmni í íslenskar fiskveiðar og sóun auðlindaarðsins var stöðvuð. Fréttaflutningur af núllstillingu gengis og gjaldþrota útgerðum hætti. Í næstu grein mun ég fjalla um nýliðun í fiskveiðum og hvort réttlætanlegt sé að nota auðlindarentuna til að mynda störf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Í efnahagslegu tilliti eru fiskveiðar frábrugðnar öðrum atvinnugreinum. Við rétt skilyrði er ekki einungis um hefðbundinn hagnað að ræða af útgerð heldur gefur auðlindin af sér svo kallaðan auðlindaarð eða auðlindarentu. En til þess að þessi arður myndist þurfa að ríkja ströng skilyrði. Aðgangur að auðlindinni þarf að vera takmarkaður (til að hver sem er geti ekki sótt í auðlindina), rétturinn til að nýta hana þarf að vera því sem næst varanlegur (til að hann myndi verðmæti) og hann þarf að vera framseljanlegur (til að hagkvæmar útgerðir geti keypt út þær óhagkvæmu). Fiskihagfræðingar hafa metið að auðlindaarðurinn af íslensku fiskveiðunum geti numið allt að 30% til 40% af heildaraflaverðmæti. Það myndi jafngilda um 40 til 55 milljörðum ef horft er til aflaverðmætis síðasta árs. Það er því eftir miklu að slægjast fyrir alla Íslendinga að arðinum sé ekki sóað. Sá auðlindaarður sem nú er í fiskveiðum við Íslands skiptist milli útgerða, sjómanna (vegna hlutaskiptakerfisins) og ríkisins í nokkuð jöfnum hlutum. Auðlind sem allir þjóðfélagsþegnar hafa jafnan rétt til að nýta er dæmd til að vera ofnotuð ef afrakstur hennar er nægilega eftirsóknarverður – auðlindarentunni er sóað. Sóunin felst í að of margir sjómenn munu fjárfesta í of miklum fjármunum í viðleitni sinni að ná til sín auðlindarentunni. Þetta er það sem kallað hefur verið sorgarsaga almenninganna. Þannig verður sjálfstortíming í raun það sem allir keppa að. Hver útgerðarmaður hugsar aðeins um eigin hag. Frelsi í almenningum leiðir því að lokum tortímingu yfir alla þátttakendur. Þetta er bitur reynsla okkar Íslendingar sem við virðumst vera tilbúnir til að endurtaka aftur og aftur. Spyrjið þá sem voru í krókamarkskerfinu. Spyrjið þá sem voru í sóknarmarkinu. Spyrjið þá sem nú stunda strandveiðar. Árið 1983 var Svarta skýrslan alræmda gefin út af Hafrannsóknastofnun. Skýrslan greindi frá því að ástandi fiskistofna við Ísland væri þannig háttað, vegna ofveiði og rányrkju, að ekki mætti svo við búa. Íslendingar gætu ekki að óbreyttu búist við því að sjávarútvegur yrði undirstöðu atvinnuvegur þjóðarinnar til framtíðar. Nú voru góð ráð dýr. Til að komast hjá ofveiði, offjárfestingu í fiskiskipum og sóun fiskveiðiarðsins þurfti að koma á fiskveiðistjórnunarkerfi sem tekur á vanda almenninga. Fyrir réttum hundrað árum gerði Daninn Jens Warming merka uppgötvun þegar hann skoðaði álagildruveiðar í Danmörku. Innsæi Warmings byggðist á að þar sem fiskimenn þurftu ekki að greiða fyrir aðgang að fiskimiðunum gátu þeir nýtt álastofnana án tillits til afrakstursgetu þeirra og þannig á endanum ofnýtt þá, offjárfest í búnaði til veiðanna og eytt fiskveiðiarðinum. Þessa uppgötvun nýttu Íslendingar sér árið 1984 þegar kvótakerfið var innleitt í fiskveiðar hér við land. Í stað þess að greiða fyrir aðgang að fiskimiðunum eins og Warming lagði til var tekin ákvörðun um að þeim sem hefðbundið hefðu stundað fiskveiðar við Ísland yrði úthlutað einkarétti til að nýta fiskiauðlindina. Var sú leið sennilega farin þar sem öll útgerð á Íslandi var á hausnum vegna offjárfestingar og ekkert svigrúm til að greiða fyrir afnotin. Jafnframt ríkti mjög takmarkaður skilningur á hugtakinu auðlindaarður á þeim tíma eins og sést á því að enginn gerði þá alvarlegar athugasemdir við fyrirkomulagið. Árið 1990 var framsal á kvótum lögleitt með atkvæðum vinstrimanna en mótatkvæðum Sjálfstæðisflokksins á Alþingi. Það voru mistök hjá sjálfstæðismönnum. Þess má geta að einkaleyfi til veiða með framsali – kvótakerfi – er jafngilt því að heimta aðgangsgjald af fiskimönnum líkt og Warming lagði til. Munurinn felst í hver fær upphaflegu auðlindarentuna. Með því að gera kvótann framseljanlegan var skilyrðum til að innheimta auðlindarentuna fullnægt. Þetta gerðist þó ekki í einni svipan. Ferlið úr óhagkvæmu fyrirkomulagi yfir í hagkvæmt tók mörg ár og alls óvíst að því sé lokið. Þetta var efnahagslega sársaukafullt fyrir marga einstaklinga, fyrirtæki og jafnvel byggðarlög þótt flutninga kvótans frá sumum byggðum yfir til annarra megi þó fremur rekja til tækniframfara en kvótakerfisins eins og ég mun víkja að síðar. Kvótakerfið innleiddi hagkvæmni í íslenskar fiskveiðar og sóun auðlindaarðsins var stöðvuð. Fréttaflutningur af núllstillingu gengis og gjaldþrota útgerðum hætti. Í næstu grein mun ég fjalla um nýliðun í fiskveiðum og hvort réttlætanlegt sé að nota auðlindarentuna til að mynda störf.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun