Sorgarsaga almenninganna Tryggvi Þór Herbertsson skrifar 3. maí 2011 06:00 Í efnahagslegu tilliti eru fiskveiðar frábrugðnar öðrum atvinnugreinum. Við rétt skilyrði er ekki einungis um hefðbundinn hagnað að ræða af útgerð heldur gefur auðlindin af sér svo kallaðan auðlindaarð eða auðlindarentu. En til þess að þessi arður myndist þurfa að ríkja ströng skilyrði. Aðgangur að auðlindinni þarf að vera takmarkaður (til að hver sem er geti ekki sótt í auðlindina), rétturinn til að nýta hana þarf að vera því sem næst varanlegur (til að hann myndi verðmæti) og hann þarf að vera framseljanlegur (til að hagkvæmar útgerðir geti keypt út þær óhagkvæmu). Fiskihagfræðingar hafa metið að auðlindaarðurinn af íslensku fiskveiðunum geti numið allt að 30% til 40% af heildaraflaverðmæti. Það myndi jafngilda um 40 til 55 milljörðum ef horft er til aflaverðmætis síðasta árs. Það er því eftir miklu að slægjast fyrir alla Íslendinga að arðinum sé ekki sóað. Sá auðlindaarður sem nú er í fiskveiðum við Íslands skiptist milli útgerða, sjómanna (vegna hlutaskiptakerfisins) og ríkisins í nokkuð jöfnum hlutum. Auðlind sem allir þjóðfélagsþegnar hafa jafnan rétt til að nýta er dæmd til að vera ofnotuð ef afrakstur hennar er nægilega eftirsóknarverður – auðlindarentunni er sóað. Sóunin felst í að of margir sjómenn munu fjárfesta í of miklum fjármunum í viðleitni sinni að ná til sín auðlindarentunni. Þetta er það sem kallað hefur verið sorgarsaga almenninganna. Þannig verður sjálfstortíming í raun það sem allir keppa að. Hver útgerðarmaður hugsar aðeins um eigin hag. Frelsi í almenningum leiðir því að lokum tortímingu yfir alla þátttakendur. Þetta er bitur reynsla okkar Íslendingar sem við virðumst vera tilbúnir til að endurtaka aftur og aftur. Spyrjið þá sem voru í krókamarkskerfinu. Spyrjið þá sem voru í sóknarmarkinu. Spyrjið þá sem nú stunda strandveiðar. Árið 1983 var Svarta skýrslan alræmda gefin út af Hafrannsóknastofnun. Skýrslan greindi frá því að ástandi fiskistofna við Ísland væri þannig háttað, vegna ofveiði og rányrkju, að ekki mætti svo við búa. Íslendingar gætu ekki að óbreyttu búist við því að sjávarútvegur yrði undirstöðu atvinnuvegur þjóðarinnar til framtíðar. Nú voru góð ráð dýr. Til að komast hjá ofveiði, offjárfestingu í fiskiskipum og sóun fiskveiðiarðsins þurfti að koma á fiskveiðistjórnunarkerfi sem tekur á vanda almenninga. Fyrir réttum hundrað árum gerði Daninn Jens Warming merka uppgötvun þegar hann skoðaði álagildruveiðar í Danmörku. Innsæi Warmings byggðist á að þar sem fiskimenn þurftu ekki að greiða fyrir aðgang að fiskimiðunum gátu þeir nýtt álastofnana án tillits til afrakstursgetu þeirra og þannig á endanum ofnýtt þá, offjárfest í búnaði til veiðanna og eytt fiskveiðiarðinum. Þessa uppgötvun nýttu Íslendingar sér árið 1984 þegar kvótakerfið var innleitt í fiskveiðar hér við land. Í stað þess að greiða fyrir aðgang að fiskimiðunum eins og Warming lagði til var tekin ákvörðun um að þeim sem hefðbundið hefðu stundað fiskveiðar við Ísland yrði úthlutað einkarétti til að nýta fiskiauðlindina. Var sú leið sennilega farin þar sem öll útgerð á Íslandi var á hausnum vegna offjárfestingar og ekkert svigrúm til að greiða fyrir afnotin. Jafnframt ríkti mjög takmarkaður skilningur á hugtakinu auðlindaarður á þeim tíma eins og sést á því að enginn gerði þá alvarlegar athugasemdir við fyrirkomulagið. Árið 1990 var framsal á kvótum lögleitt með atkvæðum vinstrimanna en mótatkvæðum Sjálfstæðisflokksins á Alþingi. Það voru mistök hjá sjálfstæðismönnum. Þess má geta að einkaleyfi til veiða með framsali – kvótakerfi – er jafngilt því að heimta aðgangsgjald af fiskimönnum líkt og Warming lagði til. Munurinn felst í hver fær upphaflegu auðlindarentuna. Með því að gera kvótann framseljanlegan var skilyrðum til að innheimta auðlindarentuna fullnægt. Þetta gerðist þó ekki í einni svipan. Ferlið úr óhagkvæmu fyrirkomulagi yfir í hagkvæmt tók mörg ár og alls óvíst að því sé lokið. Þetta var efnahagslega sársaukafullt fyrir marga einstaklinga, fyrirtæki og jafnvel byggðarlög þótt flutninga kvótans frá sumum byggðum yfir til annarra megi þó fremur rekja til tækniframfara en kvótakerfisins eins og ég mun víkja að síðar. Kvótakerfið innleiddi hagkvæmni í íslenskar fiskveiðar og sóun auðlindaarðsins var stöðvuð. Fréttaflutningur af núllstillingu gengis og gjaldþrota útgerðum hætti. Í næstu grein mun ég fjalla um nýliðun í fiskveiðum og hvort réttlætanlegt sé að nota auðlindarentuna til að mynda störf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í efnahagslegu tilliti eru fiskveiðar frábrugðnar öðrum atvinnugreinum. Við rétt skilyrði er ekki einungis um hefðbundinn hagnað að ræða af útgerð heldur gefur auðlindin af sér svo kallaðan auðlindaarð eða auðlindarentu. En til þess að þessi arður myndist þurfa að ríkja ströng skilyrði. Aðgangur að auðlindinni þarf að vera takmarkaður (til að hver sem er geti ekki sótt í auðlindina), rétturinn til að nýta hana þarf að vera því sem næst varanlegur (til að hann myndi verðmæti) og hann þarf að vera framseljanlegur (til að hagkvæmar útgerðir geti keypt út þær óhagkvæmu). Fiskihagfræðingar hafa metið að auðlindaarðurinn af íslensku fiskveiðunum geti numið allt að 30% til 40% af heildaraflaverðmæti. Það myndi jafngilda um 40 til 55 milljörðum ef horft er til aflaverðmætis síðasta árs. Það er því eftir miklu að slægjast fyrir alla Íslendinga að arðinum sé ekki sóað. Sá auðlindaarður sem nú er í fiskveiðum við Íslands skiptist milli útgerða, sjómanna (vegna hlutaskiptakerfisins) og ríkisins í nokkuð jöfnum hlutum. Auðlind sem allir þjóðfélagsþegnar hafa jafnan rétt til að nýta er dæmd til að vera ofnotuð ef afrakstur hennar er nægilega eftirsóknarverður – auðlindarentunni er sóað. Sóunin felst í að of margir sjómenn munu fjárfesta í of miklum fjármunum í viðleitni sinni að ná til sín auðlindarentunni. Þetta er það sem kallað hefur verið sorgarsaga almenninganna. Þannig verður sjálfstortíming í raun það sem allir keppa að. Hver útgerðarmaður hugsar aðeins um eigin hag. Frelsi í almenningum leiðir því að lokum tortímingu yfir alla þátttakendur. Þetta er bitur reynsla okkar Íslendingar sem við virðumst vera tilbúnir til að endurtaka aftur og aftur. Spyrjið þá sem voru í krókamarkskerfinu. Spyrjið þá sem voru í sóknarmarkinu. Spyrjið þá sem nú stunda strandveiðar. Árið 1983 var Svarta skýrslan alræmda gefin út af Hafrannsóknastofnun. Skýrslan greindi frá því að ástandi fiskistofna við Ísland væri þannig háttað, vegna ofveiði og rányrkju, að ekki mætti svo við búa. Íslendingar gætu ekki að óbreyttu búist við því að sjávarútvegur yrði undirstöðu atvinnuvegur þjóðarinnar til framtíðar. Nú voru góð ráð dýr. Til að komast hjá ofveiði, offjárfestingu í fiskiskipum og sóun fiskveiðiarðsins þurfti að koma á fiskveiðistjórnunarkerfi sem tekur á vanda almenninga. Fyrir réttum hundrað árum gerði Daninn Jens Warming merka uppgötvun þegar hann skoðaði álagildruveiðar í Danmörku. Innsæi Warmings byggðist á að þar sem fiskimenn þurftu ekki að greiða fyrir aðgang að fiskimiðunum gátu þeir nýtt álastofnana án tillits til afrakstursgetu þeirra og þannig á endanum ofnýtt þá, offjárfest í búnaði til veiðanna og eytt fiskveiðiarðinum. Þessa uppgötvun nýttu Íslendingar sér árið 1984 þegar kvótakerfið var innleitt í fiskveiðar hér við land. Í stað þess að greiða fyrir aðgang að fiskimiðunum eins og Warming lagði til var tekin ákvörðun um að þeim sem hefðbundið hefðu stundað fiskveiðar við Ísland yrði úthlutað einkarétti til að nýta fiskiauðlindina. Var sú leið sennilega farin þar sem öll útgerð á Íslandi var á hausnum vegna offjárfestingar og ekkert svigrúm til að greiða fyrir afnotin. Jafnframt ríkti mjög takmarkaður skilningur á hugtakinu auðlindaarður á þeim tíma eins og sést á því að enginn gerði þá alvarlegar athugasemdir við fyrirkomulagið. Árið 1990 var framsal á kvótum lögleitt með atkvæðum vinstrimanna en mótatkvæðum Sjálfstæðisflokksins á Alþingi. Það voru mistök hjá sjálfstæðismönnum. Þess má geta að einkaleyfi til veiða með framsali – kvótakerfi – er jafngilt því að heimta aðgangsgjald af fiskimönnum líkt og Warming lagði til. Munurinn felst í hver fær upphaflegu auðlindarentuna. Með því að gera kvótann framseljanlegan var skilyrðum til að innheimta auðlindarentuna fullnægt. Þetta gerðist þó ekki í einni svipan. Ferlið úr óhagkvæmu fyrirkomulagi yfir í hagkvæmt tók mörg ár og alls óvíst að því sé lokið. Þetta var efnahagslega sársaukafullt fyrir marga einstaklinga, fyrirtæki og jafnvel byggðarlög þótt flutninga kvótans frá sumum byggðum yfir til annarra megi þó fremur rekja til tækniframfara en kvótakerfisins eins og ég mun víkja að síðar. Kvótakerfið innleiddi hagkvæmni í íslenskar fiskveiðar og sóun auðlindaarðsins var stöðvuð. Fréttaflutningur af núllstillingu gengis og gjaldþrota útgerðum hætti. Í næstu grein mun ég fjalla um nýliðun í fiskveiðum og hvort réttlætanlegt sé að nota auðlindarentuna til að mynda störf.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar