Mýtan hrakin - skapandi greinar hafa ótvírætt hagrænt gildi Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar 2. maí 2011 06:00 Þriðjudaginn 3. maí nk. verður skýrsla sem nefndist „Hagræn áhrif skapandi greina" kynnt á málstofu í Háskóla Íslands. Þetta er tímamótaskýrsla þar sem skapandi greinar eru í fyrsta sinn skilgreindar á Íslandi sem atvinnuvegur með ótvírætt hagrænt gildi. Hagræn áhrif af starfssemi skapandi greina hafa aldrei áður verið tekin saman. Af vanþekkingu hafa margir, þar á meðal sumir framámenn þjóðarinnar, búið til mýtu og fullyrt að listamenn séu afætur á samfélaginu. Sú mýta hefur nú verið hrakin. Menning og listir gefa af sér verðmæti í víðum skilningi en í þessari skýrslu er einungis leitast við að leggja mat á efnahagsleg verðmæti, byggð á skilgreiningu sem Unesco, Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, hefur innleitt. Á undanförnum árum hefur mikið verið rætt og ritað um vöxt skapandi greina í heiminum. Í Grænbók Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar, sem gefin var út í lok árs 2007, er talað um hraðan vöxt í skapandi greinum og að í þeim fælist vaxtarsproti sem gefa beri gaum. Í Grænbók sem kom út á vegum Evrópusambandsins í apríl 2010 er atvinnuvegurinn skilgreindur sem „Culture and Creative Industries (CCI)" og jafnframt talað um að stefnumótandi aðilar þurfi að veita þessari atvinnugrein meiri athygli og skilning. Umræðan á Íslandi hefur þróast í eðlilegu samhengi við þetta. Keðjuverkandi áhrif leikjagerðar, kvikmyndaframleiðslu, ritstarfa, sviðslista, tónlistar, hönnunar og myndlistar, mega nú vera öllum ljós. Skapandi greinar á Íslandi velta að minnsta kosti 189 milljörðum króna á ári. Með þessar upplýsingar í farteskinu vitum við að skapandi greinar eru einn stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar og verðskuldar athygli og skilning í framtíðar atvinnuuppbyggingu á Íslandi. Það er brýnt að vel verði haldið utan um áframhaldandi mælingar. Stefnumótun í atvinnu- og menntamálum þarf að skoða í samhengi við þann styrk sem hlýst af því að Íslendingar eru skapandi þjóð og allar skapandi greinar eru mikilvægir hlekkir í þeirri keðju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 3. maí nk. verður skýrsla sem nefndist „Hagræn áhrif skapandi greina" kynnt á málstofu í Háskóla Íslands. Þetta er tímamótaskýrsla þar sem skapandi greinar eru í fyrsta sinn skilgreindar á Íslandi sem atvinnuvegur með ótvírætt hagrænt gildi. Hagræn áhrif af starfssemi skapandi greina hafa aldrei áður verið tekin saman. Af vanþekkingu hafa margir, þar á meðal sumir framámenn þjóðarinnar, búið til mýtu og fullyrt að listamenn séu afætur á samfélaginu. Sú mýta hefur nú verið hrakin. Menning og listir gefa af sér verðmæti í víðum skilningi en í þessari skýrslu er einungis leitast við að leggja mat á efnahagsleg verðmæti, byggð á skilgreiningu sem Unesco, Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, hefur innleitt. Á undanförnum árum hefur mikið verið rætt og ritað um vöxt skapandi greina í heiminum. Í Grænbók Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar, sem gefin var út í lok árs 2007, er talað um hraðan vöxt í skapandi greinum og að í þeim fælist vaxtarsproti sem gefa beri gaum. Í Grænbók sem kom út á vegum Evrópusambandsins í apríl 2010 er atvinnuvegurinn skilgreindur sem „Culture and Creative Industries (CCI)" og jafnframt talað um að stefnumótandi aðilar þurfi að veita þessari atvinnugrein meiri athygli og skilning. Umræðan á Íslandi hefur þróast í eðlilegu samhengi við þetta. Keðjuverkandi áhrif leikjagerðar, kvikmyndaframleiðslu, ritstarfa, sviðslista, tónlistar, hönnunar og myndlistar, mega nú vera öllum ljós. Skapandi greinar á Íslandi velta að minnsta kosti 189 milljörðum króna á ári. Með þessar upplýsingar í farteskinu vitum við að skapandi greinar eru einn stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar og verðskuldar athygli og skilning í framtíðar atvinnuuppbyggingu á Íslandi. Það er brýnt að vel verði haldið utan um áframhaldandi mælingar. Stefnumótun í atvinnu- og menntamálum þarf að skoða í samhengi við þann styrk sem hlýst af því að Íslendingar eru skapandi þjóð og allar skapandi greinar eru mikilvægir hlekkir í þeirri keðju.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun