Mýtan hrakin - skapandi greinar hafa ótvírætt hagrænt gildi Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar 2. maí 2011 06:00 Þriðjudaginn 3. maí nk. verður skýrsla sem nefndist „Hagræn áhrif skapandi greina" kynnt á málstofu í Háskóla Íslands. Þetta er tímamótaskýrsla þar sem skapandi greinar eru í fyrsta sinn skilgreindar á Íslandi sem atvinnuvegur með ótvírætt hagrænt gildi. Hagræn áhrif af starfssemi skapandi greina hafa aldrei áður verið tekin saman. Af vanþekkingu hafa margir, þar á meðal sumir framámenn þjóðarinnar, búið til mýtu og fullyrt að listamenn séu afætur á samfélaginu. Sú mýta hefur nú verið hrakin. Menning og listir gefa af sér verðmæti í víðum skilningi en í þessari skýrslu er einungis leitast við að leggja mat á efnahagsleg verðmæti, byggð á skilgreiningu sem Unesco, Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, hefur innleitt. Á undanförnum árum hefur mikið verið rætt og ritað um vöxt skapandi greina í heiminum. Í Grænbók Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar, sem gefin var út í lok árs 2007, er talað um hraðan vöxt í skapandi greinum og að í þeim fælist vaxtarsproti sem gefa beri gaum. Í Grænbók sem kom út á vegum Evrópusambandsins í apríl 2010 er atvinnuvegurinn skilgreindur sem „Culture and Creative Industries (CCI)" og jafnframt talað um að stefnumótandi aðilar þurfi að veita þessari atvinnugrein meiri athygli og skilning. Umræðan á Íslandi hefur þróast í eðlilegu samhengi við þetta. Keðjuverkandi áhrif leikjagerðar, kvikmyndaframleiðslu, ritstarfa, sviðslista, tónlistar, hönnunar og myndlistar, mega nú vera öllum ljós. Skapandi greinar á Íslandi velta að minnsta kosti 189 milljörðum króna á ári. Með þessar upplýsingar í farteskinu vitum við að skapandi greinar eru einn stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar og verðskuldar athygli og skilning í framtíðar atvinnuuppbyggingu á Íslandi. Það er brýnt að vel verði haldið utan um áframhaldandi mælingar. Stefnumótun í atvinnu- og menntamálum þarf að skoða í samhengi við þann styrk sem hlýst af því að Íslendingar eru skapandi þjóð og allar skapandi greinar eru mikilvægir hlekkir í þeirri keðju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 3. maí nk. verður skýrsla sem nefndist „Hagræn áhrif skapandi greina" kynnt á málstofu í Háskóla Íslands. Þetta er tímamótaskýrsla þar sem skapandi greinar eru í fyrsta sinn skilgreindar á Íslandi sem atvinnuvegur með ótvírætt hagrænt gildi. Hagræn áhrif af starfssemi skapandi greina hafa aldrei áður verið tekin saman. Af vanþekkingu hafa margir, þar á meðal sumir framámenn þjóðarinnar, búið til mýtu og fullyrt að listamenn séu afætur á samfélaginu. Sú mýta hefur nú verið hrakin. Menning og listir gefa af sér verðmæti í víðum skilningi en í þessari skýrslu er einungis leitast við að leggja mat á efnahagsleg verðmæti, byggð á skilgreiningu sem Unesco, Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, hefur innleitt. Á undanförnum árum hefur mikið verið rætt og ritað um vöxt skapandi greina í heiminum. Í Grænbók Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar, sem gefin var út í lok árs 2007, er talað um hraðan vöxt í skapandi greinum og að í þeim fælist vaxtarsproti sem gefa beri gaum. Í Grænbók sem kom út á vegum Evrópusambandsins í apríl 2010 er atvinnuvegurinn skilgreindur sem „Culture and Creative Industries (CCI)" og jafnframt talað um að stefnumótandi aðilar þurfi að veita þessari atvinnugrein meiri athygli og skilning. Umræðan á Íslandi hefur þróast í eðlilegu samhengi við þetta. Keðjuverkandi áhrif leikjagerðar, kvikmyndaframleiðslu, ritstarfa, sviðslista, tónlistar, hönnunar og myndlistar, mega nú vera öllum ljós. Skapandi greinar á Íslandi velta að minnsta kosti 189 milljörðum króna á ári. Með þessar upplýsingar í farteskinu vitum við að skapandi greinar eru einn stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar og verðskuldar athygli og skilning í framtíðar atvinnuuppbyggingu á Íslandi. Það er brýnt að vel verði haldið utan um áframhaldandi mælingar. Stefnumótun í atvinnu- og menntamálum þarf að skoða í samhengi við þann styrk sem hlýst af því að Íslendingar eru skapandi þjóð og allar skapandi greinar eru mikilvægir hlekkir í þeirri keðju.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun