Styð Guðmund Vigni Sesselja Hauksdóttir og skrifa 23. nóvember 2010 03:00 Nú stendur fyrir dyrum kosning til stjórnlagaþings sem á að gera tillögur um nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Hvers konar fólk á erindi á stjórnlagaþing? Hvaða grunngildi eiga að vera þar leiðarljós? Að mínu áliti á stjórnlagaþing að skipa "venjulegt fólk", fólk sem hefur reynslu úr íslensku þjóðlífi, hæfileikaríkt fólk sem liggur ekki í skotgröfum stjórnmálaflokka. Fólk sem lætur málefnin ráða en ekki hagsmuni flokks, vina, vandamanna eða sjálf sín. Fólk sem er réttsýnt og víðsýnt og lætur ekki stjórnast af valdagræðgi Þau grunngildi sem ég tel að leggja eigi megináherslu á eru: virkt lýðræði, siðvit og samábyrgð. Virkt lýðræði blómstrar í vel upplýstu samfélagi þar sem hver einstaklingur er fær um að mynda sér sjálfstæðar skoðanir, tjá þær og rökstyðja. Þar sem fólk talar saman á jafnréttisgrunni, í þeim tilgangi að komast að niðurstöðu. Þetta er alls ólíkt því sem við sjáum í viðtalsþáttum fjölmiðla þar sem andstæðingum er att saman í þeim tilgangi að koma höggi á einhvern. Persónulega finnst mér fjölmiðlar hafa brugðist því hlutverki að stuðla að uppbyggingu betra samfélags og finna lausnir. Þegar fólk ræðir saman í eindrægni, eins og gerðist á þjóðfundum undanfarið, kemur í ljós að það er í raun mikill samhljómur um ákveðin grunngildi, s.s. jafnrétti, mannréttindi, virðingu og tjáningarfrelsi. Þarna birtust þau gildi sem mér finnst að eigi að vera grundvöllur að nýrri stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Samábyrgð er hugtak sem hefur orðið undir í gróðafíkninni, síngirninni og valdagræðginni sem hampað var á undanförnum árum. Eiginhagsmunastefna markaðsaflanna hefur beðið skipbrot. Við lifum öll hér saman, á okkar heimili, í okkar sveitarfélagi, í okkar landi og á okkar jörð. Við verðum að vinna saman og sjá til þess að skila lífvænlegri jörð í hendur afkomenda okkar. Þetta hljómar nú eins og framboðsræða og er það líka. Vinur minn, Guðmundur Vignir Óskarsson er einn þeirra sem boðið hafa sig fram til stjórnlagaþings. Guðmundur Vignir er ósérhlífinn, vinnusamur, skynsamur og víðsýnn. Hann er með sterka réttlætiskennd og myndi aldrei setja eiginhagsmuni ofar hagsmunum almennings. Hann er mannvinur sem þekkir mannlífið mörgum öðrum betur. Ég treysti honum umfram flesta aðra til að vinna að þeim gildum sem ég hef lýst hér að framan og mun því gefa honum mitt atkvæði á kjördag 7-9-13. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Nú stendur fyrir dyrum kosning til stjórnlagaþings sem á að gera tillögur um nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Hvers konar fólk á erindi á stjórnlagaþing? Hvaða grunngildi eiga að vera þar leiðarljós? Að mínu áliti á stjórnlagaþing að skipa "venjulegt fólk", fólk sem hefur reynslu úr íslensku þjóðlífi, hæfileikaríkt fólk sem liggur ekki í skotgröfum stjórnmálaflokka. Fólk sem lætur málefnin ráða en ekki hagsmuni flokks, vina, vandamanna eða sjálf sín. Fólk sem er réttsýnt og víðsýnt og lætur ekki stjórnast af valdagræðgi Þau grunngildi sem ég tel að leggja eigi megináherslu á eru: virkt lýðræði, siðvit og samábyrgð. Virkt lýðræði blómstrar í vel upplýstu samfélagi þar sem hver einstaklingur er fær um að mynda sér sjálfstæðar skoðanir, tjá þær og rökstyðja. Þar sem fólk talar saman á jafnréttisgrunni, í þeim tilgangi að komast að niðurstöðu. Þetta er alls ólíkt því sem við sjáum í viðtalsþáttum fjölmiðla þar sem andstæðingum er att saman í þeim tilgangi að koma höggi á einhvern. Persónulega finnst mér fjölmiðlar hafa brugðist því hlutverki að stuðla að uppbyggingu betra samfélags og finna lausnir. Þegar fólk ræðir saman í eindrægni, eins og gerðist á þjóðfundum undanfarið, kemur í ljós að það er í raun mikill samhljómur um ákveðin grunngildi, s.s. jafnrétti, mannréttindi, virðingu og tjáningarfrelsi. Þarna birtust þau gildi sem mér finnst að eigi að vera grundvöllur að nýrri stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Samábyrgð er hugtak sem hefur orðið undir í gróðafíkninni, síngirninni og valdagræðginni sem hampað var á undanförnum árum. Eiginhagsmunastefna markaðsaflanna hefur beðið skipbrot. Við lifum öll hér saman, á okkar heimili, í okkar sveitarfélagi, í okkar landi og á okkar jörð. Við verðum að vinna saman og sjá til þess að skila lífvænlegri jörð í hendur afkomenda okkar. Þetta hljómar nú eins og framboðsræða og er það líka. Vinur minn, Guðmundur Vignir Óskarsson er einn þeirra sem boðið hafa sig fram til stjórnlagaþings. Guðmundur Vignir er ósérhlífinn, vinnusamur, skynsamur og víðsýnn. Hann er með sterka réttlætiskennd og myndi aldrei setja eiginhagsmuni ofar hagsmunum almennings. Hann er mannvinur sem þekkir mannlífið mörgum öðrum betur. Ég treysti honum umfram flesta aðra til að vinna að þeim gildum sem ég hef lýst hér að framan og mun því gefa honum mitt atkvæði á kjördag 7-9-13.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar