Svörum kallinu og kjósum á laugardaginn Helga Sigurjónsdóttir skrifar 23. nóvember 2010 14:42 Á laugardaginn kemur þann 27. nóvember gefst kjósendum kostur á því að velja góðan hóp af fólki sem fær það sögulega hlutverk að semja nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Hvorki meira né minna! Við skulum ekki láta þetta stórkostlega tækifæri til að hafa áhrif á samfélagið framhjá okkur fara. Hver vill vera fúli kallinn sem hefur allt á hornum sér en leggur ekki einu sinni á sig að mæta á kjörstað? Stjórnlagaþingið er einstakt tækifæri til að gera ýmsar nauðsynlegar breytingar og viðbætur við stjórnarskrá lýðveldisins. Best væri að skrifa nýja stjórnarskrá án þess endilega að umbylta stjórnskipan landsins. Mér finnst að stjórnarskráin eigi að vera auðskilin hverjum Íslendingi. Uppbyggingin á að endurspegla þá hugsun að allt vald sé komið frá fólkinu. Það þarf að hugsa til framtíðar þegar við breytum stjórnarskránni því henni á ekki að breyta mjög oft. Það sem mér er efst í huga er að treysta stoðir lýðræðisins og auka áhrif almennings á stjórnarfar í landinu. Stærsti lærdómurinn af hruninu er að vald spillir! Stjórnarskráin þarf að setja valdhöfum skýr mörk og tryggja jafnvægi milli löggjafarvaldsins, framkvæmdavaldsins og dómsvaldsins. Ég tel að við eigum að fylgja þingræðishefðinni áfram, en það þarf að efla Alþingi og auka vægi þess gagnvart framkvæmdavaldinu. Meðal annars með því að ráðherrar sitji ekki á þingi, að ráðherrar hafi ríka upplýsinga- og sannleiksskyldu gagnvart þinginu, að mikilvæg utanríkismálefni séu borin undir þingið og ekki síst með því að veita Alþingi víðtækar heimildir til eftirlits og rannsókna með framkvæmdavaldinu. Það kemur vel til greina að takmarka þann tíma sem ráðherrar geta setið samfleytt í embætti. Einnig að kveðið sé á um að ríkisstjórn verði fjölskipað stjórnvald sem ber sameiginlega ábyrgð á stjórnarathöfnum. Það þarf að tryggja betur sjálfstæði dómstóla og setja ákvæði um val á hæstaréttardómurum. Ég er eindreginn stuðningsmaður þess að vægi atkvæða sé hið sama óháð búsetu. Mér hugnast best að gera landið að einu kjördæmi. Ég er einnig mjög hlynnt persónukjöri þar sem kjósendur geti valið fulltrúa sína af framboðslistum á kjördegi. Mér finnst einnig brýnt að auka bein áhrif almennings með þjóðaratkvæðagreiðslum. Stjórnarskráin gæti kveðið á um að tiltekinn fjöldi kjósenda eða tiltekinn fjöldi þingmanna, eða bæði geti, kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvörp. Það þarf að setja ákvæði um upplýsingaskyldu stjórnvalda og tryggja almenningi aðgang að opinberum gögnum. Ákvæði núverandi stjórnarskrár um forsetaembættið þarf að endurskoða enda eru þau arfleifð fyrri tíma. Forsetaembættið á að mínu mati að vera sameiningartákn þjóðarinnar, en valdalítið og ópólitískt. Embættistíma forseta ætti helst að takmarka við tvö kjörtímabil. Mér finnst afar mikilvægt að náttúruauðlindir verði lýstar sameign þjóðarinnar og að þær beri að nýta á sjálfbæran hátt. Sömuleiðis að allir eigi rétt á heilbrigðu umhverfi. Við verðum að tryggja afkomendum okkar lífvænlega framtíð og hún byggist á sjálfbærri nýtingu auðlinda í hreinu umhverfi. Aðskilnaður ríkis og kirkju er ekki forgangsmál Stjórnlagaþings í mínum huga. Þetta mál á að útkljá með sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu eftir góða umræðu meðal þjóðarinnar. Ég gef kost á mér vegna þess að ég hef einlægan áhuga á því að bæta samfélag okkar. Þó ég hafi mótaðar skoðanir mæti ég til leiks með opinn huga og vilja til að taka þátt í málefnalegri umræðu þar sem skynsemi, yfirvegun og hagsmunir þjóðarinnar ráða ferðinni. Verði ég kjörin á Stjórnlagaþingið mun ég leggja mig alla fram og vinna af heilindum að því að breið samstaða náist um nýja stjórnarskrá sem endurómar vilja þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á laugardaginn kemur þann 27. nóvember gefst kjósendum kostur á því að velja góðan hóp af fólki sem fær það sögulega hlutverk að semja nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Hvorki meira né minna! Við skulum ekki láta þetta stórkostlega tækifæri til að hafa áhrif á samfélagið framhjá okkur fara. Hver vill vera fúli kallinn sem hefur allt á hornum sér en leggur ekki einu sinni á sig að mæta á kjörstað? Stjórnlagaþingið er einstakt tækifæri til að gera ýmsar nauðsynlegar breytingar og viðbætur við stjórnarskrá lýðveldisins. Best væri að skrifa nýja stjórnarskrá án þess endilega að umbylta stjórnskipan landsins. Mér finnst að stjórnarskráin eigi að vera auðskilin hverjum Íslendingi. Uppbyggingin á að endurspegla þá hugsun að allt vald sé komið frá fólkinu. Það þarf að hugsa til framtíðar þegar við breytum stjórnarskránni því henni á ekki að breyta mjög oft. Það sem mér er efst í huga er að treysta stoðir lýðræðisins og auka áhrif almennings á stjórnarfar í landinu. Stærsti lærdómurinn af hruninu er að vald spillir! Stjórnarskráin þarf að setja valdhöfum skýr mörk og tryggja jafnvægi milli löggjafarvaldsins, framkvæmdavaldsins og dómsvaldsins. Ég tel að við eigum að fylgja þingræðishefðinni áfram, en það þarf að efla Alþingi og auka vægi þess gagnvart framkvæmdavaldinu. Meðal annars með því að ráðherrar sitji ekki á þingi, að ráðherrar hafi ríka upplýsinga- og sannleiksskyldu gagnvart þinginu, að mikilvæg utanríkismálefni séu borin undir þingið og ekki síst með því að veita Alþingi víðtækar heimildir til eftirlits og rannsókna með framkvæmdavaldinu. Það kemur vel til greina að takmarka þann tíma sem ráðherrar geta setið samfleytt í embætti. Einnig að kveðið sé á um að ríkisstjórn verði fjölskipað stjórnvald sem ber sameiginlega ábyrgð á stjórnarathöfnum. Það þarf að tryggja betur sjálfstæði dómstóla og setja ákvæði um val á hæstaréttardómurum. Ég er eindreginn stuðningsmaður þess að vægi atkvæða sé hið sama óháð búsetu. Mér hugnast best að gera landið að einu kjördæmi. Ég er einnig mjög hlynnt persónukjöri þar sem kjósendur geti valið fulltrúa sína af framboðslistum á kjördegi. Mér finnst einnig brýnt að auka bein áhrif almennings með þjóðaratkvæðagreiðslum. Stjórnarskráin gæti kveðið á um að tiltekinn fjöldi kjósenda eða tiltekinn fjöldi þingmanna, eða bæði geti, kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvörp. Það þarf að setja ákvæði um upplýsingaskyldu stjórnvalda og tryggja almenningi aðgang að opinberum gögnum. Ákvæði núverandi stjórnarskrár um forsetaembættið þarf að endurskoða enda eru þau arfleifð fyrri tíma. Forsetaembættið á að mínu mati að vera sameiningartákn þjóðarinnar, en valdalítið og ópólitískt. Embættistíma forseta ætti helst að takmarka við tvö kjörtímabil. Mér finnst afar mikilvægt að náttúruauðlindir verði lýstar sameign þjóðarinnar og að þær beri að nýta á sjálfbæran hátt. Sömuleiðis að allir eigi rétt á heilbrigðu umhverfi. Við verðum að tryggja afkomendum okkar lífvænlega framtíð og hún byggist á sjálfbærri nýtingu auðlinda í hreinu umhverfi. Aðskilnaður ríkis og kirkju er ekki forgangsmál Stjórnlagaþings í mínum huga. Þetta mál á að útkljá með sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu eftir góða umræðu meðal þjóðarinnar. Ég gef kost á mér vegna þess að ég hef einlægan áhuga á því að bæta samfélag okkar. Þó ég hafi mótaðar skoðanir mæti ég til leiks með opinn huga og vilja til að taka þátt í málefnalegri umræðu þar sem skynsemi, yfirvegun og hagsmunir þjóðarinnar ráða ferðinni. Verði ég kjörin á Stjórnlagaþingið mun ég leggja mig alla fram og vinna af heilindum að því að breið samstaða náist um nýja stjórnarskrá sem endurómar vilja þjóðarinnar.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun