Spurt og svarað um stjórnarskrána Þorvaldur Gylfason skrifar 23. nóvember 2010 14:34 Kjósandi lagði fyrir mig átta spurningar. Mig langar að deila þeim og svörunum við þeim með lesendum Vísis. 1. Hvaða skoðun hefur þú á persónukjöri og hvernig myndir þú útfæra það, ef þú ert því fylgjandi? Persónukjör er greiðfærasta leiðin til að losna af klafa lúinna stjórnmálaflokka. Meira að segja forsætisráðherrann hefur sagt, að fjórflokkurinn sé dauður, hennar óbreytt orð, og má af því ráða, hversu brýnt það er fyrir fólkið í landinu að losna úr faðmi líksins. Útfærslan skiptir ekki höfuðmáli. 2. Hvernig vilt þú haga þrískiptingu valds? Vilt þú hafa lögbundna utanþingsstjórn eða að ráðherrar sitji á þingi? Hver á að skipa ráðherra? Viltu, að þeir þurfi að standast hæfniskröfur? Forseti Íslands þarf að hafa skýra heimild til að skipa utanþingsstjórn, jafnvel þannig að utanþingsstjórn verði reglan fremur en undantekningin, bjóði aðstæður upp á þá skipan. Hæfniskröfur til ráðherra henta ekki og tíðkast ekki heldur í öðrum löndum. Kjósendur þurfa að hafa óskoraðan rétt til að kjósa yfir sig óhæfa stjórnmálamenn eins og hingað til. Þann rétt má aldrei taka af þeim, það er frumregla lýðræðisins. Ég vitna stundum til orða, sem George Brown, áður utanríkisráðherra Bretlands, lét falla á fundi í Reykjavík 1971 eða 72, ég hitti karlinn heima hjá foreldrum mínum: "There shall be no one to stop us from being stupid if stupid we want to be." 3. Vilt þú auka þjóðaratkvæðagreiðslur? Í hversu stórum málum þá? Og hvernig á að kalla eftir þeim? Eiga þær að vera bindandi fyrir framkvæmdarvaldið? Þjóðaratkvæðagreiðslum þarf að fjölga til að leysa mál, sem Alþingi er ófært um að leysa eða vill ekki að leysa. Forseti Íslands eða tilskilinn hluti þingmanna eða kjósenda þarf að geta knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur. Þær mega ýmist vera bindandi eða ekki eftir atvikum. Þó hentar ekki að bera skattamál og skuldir undir þjóðaratkvæði, því að kjósendur greiða ævinlega atkvæði gegn sköttum og skuldum. Þess vegna rambar Kalifornía nú á barmi gjaldþrots. Það er víti að varast. „Skattar eru gjaldið, sem við greiðum fyrir að búa í siðuðu samfélagi," sagði einn merkasti dómari Bandaríkjanna fyrr og síðar, Oliver Wendell Holmes. 4. Hvernig vilt þú haga skipan dómara? Dómskerfið þarf að skera upp með því að fjölga dómstigum úr tveim í þrjú. Við það skapast skilyrði skv. núverandi stjórnarskrá til að stokka upp í Hæstarétti eins og ég hef lýst í Fréttablaðinu (sjá http://notendur.hi.is/gylfason/Sprungur2010.htm). Strangar hæfniskröfur þarf að gera til dómara líkt og annarra embættismanna til að taka fyrir skipan óhæfra dómara á flokkspólitískum forsendum með gamla laginu, jafnvel nápot. Vinnureglan ætti að vera sú, þótt ekki þurfi að binda hana í stjórnarskrá, að útlendingar séu jafnan hafðir með í ráðum eins og tíðkast t.d. við ráðningar í Háskóla Íslands og hefur gefizt vel þar, þótt ekki sé ráðið óbrigðult. 5. Á landið að vera eitt kjördæmi? Ef já, kæmi það ekki niður á landsbyggðinni, t.d. í samanburði við ESB, þar sem jafnt atkvæðavægi landa skilaði Íslandi engum fulltrúa? - líkt og líkt og jafnt vægi á Íslandi skilaði Vestfjörðum engum fulltrúa. Landið á að minni hyggju að vera eitt kjördæmi. Það er greiðasta leiðin til að jafna atkvæðisréttinn og tryggja óskorað lýðræði. Ójafn atkvæðisréttur í Bandaríkjunum, þar sem fulltrúadeildin er umbjóðandi fólksins og öldungadeildin er umbjóðandi landsins, er óraunhæf fyrirmynd handa Íslendingum vegna þess, að Bandaríkin eru risavaxin og Ísland er þúsund sinnum fámennara land. Ójafn atkvæðisréttur hefur skaðað Ísland líkt og Hannes Hafstein varaði við strax á heimastjórnarárunum. Sama verður ekki sagt um ESB. Við þurfum að finna aðrar leiðir til að tryggja sátt og samlyndi milli landshluta. Borg og sveit eru systur, og góðum systrum semur vel. 6. Hvað vilt þú að þingmenn eigi að vera margir? Viltu takmarka, hversu lengi þeir sitja á þingi? Þingmenn þurfa ekki að vera fleiri en 37 eða 31. Prímtölur henta vel, því að þá verður aldrei þrátefli í atkvæðagreiðslum, nema einhverjir þingmenn séu fjarverandi. Ráðherrar þurfa ekki að vera nema sex eða í mesta lagi átta, enda dugði sá fjöldi fram til ársins 1980, þegar ráðherrum var fjölgað upp í tíu. Fækkun þingmanna og ráðherra myndi hvetja þjóðina til að vanda betur mannvalið á vettvangi stjórnmálanna. Rétt er að takmarka, hversu lengi forseti Íslands og ráðherrar geta setið í embætti, en ekki þingmenn. 7. Vilt þú halda stjórnlagaþing reglulega til að endurskoða stjórnarskrána. Ef já, hversu reglulega? Stjórnlagaþing má gjarnan halda með reglulegu millibili, t.d. á fimm eða tíu ára fresti. Stjórnarskrár eru lifandi skjöl handa lifandi fólki. Suður-Afríkubúar settu sér vandaða stjórnarskrá 1996 og hafa samt breytt henni nokkrum sinnum síðan eftir settum reglum. 8. Ert þú eða hefur þú verið tengd einhverjum stjórnmálaflokki? Ég hef aldrei verið í eða komið nálægt neinum stjórnmálaflokki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Sjá meira
Kjósandi lagði fyrir mig átta spurningar. Mig langar að deila þeim og svörunum við þeim með lesendum Vísis. 1. Hvaða skoðun hefur þú á persónukjöri og hvernig myndir þú útfæra það, ef þú ert því fylgjandi? Persónukjör er greiðfærasta leiðin til að losna af klafa lúinna stjórnmálaflokka. Meira að segja forsætisráðherrann hefur sagt, að fjórflokkurinn sé dauður, hennar óbreytt orð, og má af því ráða, hversu brýnt það er fyrir fólkið í landinu að losna úr faðmi líksins. Útfærslan skiptir ekki höfuðmáli. 2. Hvernig vilt þú haga þrískiptingu valds? Vilt þú hafa lögbundna utanþingsstjórn eða að ráðherrar sitji á þingi? Hver á að skipa ráðherra? Viltu, að þeir þurfi að standast hæfniskröfur? Forseti Íslands þarf að hafa skýra heimild til að skipa utanþingsstjórn, jafnvel þannig að utanþingsstjórn verði reglan fremur en undantekningin, bjóði aðstæður upp á þá skipan. Hæfniskröfur til ráðherra henta ekki og tíðkast ekki heldur í öðrum löndum. Kjósendur þurfa að hafa óskoraðan rétt til að kjósa yfir sig óhæfa stjórnmálamenn eins og hingað til. Þann rétt má aldrei taka af þeim, það er frumregla lýðræðisins. Ég vitna stundum til orða, sem George Brown, áður utanríkisráðherra Bretlands, lét falla á fundi í Reykjavík 1971 eða 72, ég hitti karlinn heima hjá foreldrum mínum: "There shall be no one to stop us from being stupid if stupid we want to be." 3. Vilt þú auka þjóðaratkvæðagreiðslur? Í hversu stórum málum þá? Og hvernig á að kalla eftir þeim? Eiga þær að vera bindandi fyrir framkvæmdarvaldið? Þjóðaratkvæðagreiðslum þarf að fjölga til að leysa mál, sem Alþingi er ófært um að leysa eða vill ekki að leysa. Forseti Íslands eða tilskilinn hluti þingmanna eða kjósenda þarf að geta knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur. Þær mega ýmist vera bindandi eða ekki eftir atvikum. Þó hentar ekki að bera skattamál og skuldir undir þjóðaratkvæði, því að kjósendur greiða ævinlega atkvæði gegn sköttum og skuldum. Þess vegna rambar Kalifornía nú á barmi gjaldþrots. Það er víti að varast. „Skattar eru gjaldið, sem við greiðum fyrir að búa í siðuðu samfélagi," sagði einn merkasti dómari Bandaríkjanna fyrr og síðar, Oliver Wendell Holmes. 4. Hvernig vilt þú haga skipan dómara? Dómskerfið þarf að skera upp með því að fjölga dómstigum úr tveim í þrjú. Við það skapast skilyrði skv. núverandi stjórnarskrá til að stokka upp í Hæstarétti eins og ég hef lýst í Fréttablaðinu (sjá http://notendur.hi.is/gylfason/Sprungur2010.htm). Strangar hæfniskröfur þarf að gera til dómara líkt og annarra embættismanna til að taka fyrir skipan óhæfra dómara á flokkspólitískum forsendum með gamla laginu, jafnvel nápot. Vinnureglan ætti að vera sú, þótt ekki þurfi að binda hana í stjórnarskrá, að útlendingar séu jafnan hafðir með í ráðum eins og tíðkast t.d. við ráðningar í Háskóla Íslands og hefur gefizt vel þar, þótt ekki sé ráðið óbrigðult. 5. Á landið að vera eitt kjördæmi? Ef já, kæmi það ekki niður á landsbyggðinni, t.d. í samanburði við ESB, þar sem jafnt atkvæðavægi landa skilaði Íslandi engum fulltrúa? - líkt og líkt og jafnt vægi á Íslandi skilaði Vestfjörðum engum fulltrúa. Landið á að minni hyggju að vera eitt kjördæmi. Það er greiðasta leiðin til að jafna atkvæðisréttinn og tryggja óskorað lýðræði. Ójafn atkvæðisréttur í Bandaríkjunum, þar sem fulltrúadeildin er umbjóðandi fólksins og öldungadeildin er umbjóðandi landsins, er óraunhæf fyrirmynd handa Íslendingum vegna þess, að Bandaríkin eru risavaxin og Ísland er þúsund sinnum fámennara land. Ójafn atkvæðisréttur hefur skaðað Ísland líkt og Hannes Hafstein varaði við strax á heimastjórnarárunum. Sama verður ekki sagt um ESB. Við þurfum að finna aðrar leiðir til að tryggja sátt og samlyndi milli landshluta. Borg og sveit eru systur, og góðum systrum semur vel. 6. Hvað vilt þú að þingmenn eigi að vera margir? Viltu takmarka, hversu lengi þeir sitja á þingi? Þingmenn þurfa ekki að vera fleiri en 37 eða 31. Prímtölur henta vel, því að þá verður aldrei þrátefli í atkvæðagreiðslum, nema einhverjir þingmenn séu fjarverandi. Ráðherrar þurfa ekki að vera nema sex eða í mesta lagi átta, enda dugði sá fjöldi fram til ársins 1980, þegar ráðherrum var fjölgað upp í tíu. Fækkun þingmanna og ráðherra myndi hvetja þjóðina til að vanda betur mannvalið á vettvangi stjórnmálanna. Rétt er að takmarka, hversu lengi forseti Íslands og ráðherrar geta setið í embætti, en ekki þingmenn. 7. Vilt þú halda stjórnlagaþing reglulega til að endurskoða stjórnarskrána. Ef já, hversu reglulega? Stjórnlagaþing má gjarnan halda með reglulegu millibili, t.d. á fimm eða tíu ára fresti. Stjórnarskrár eru lifandi skjöl handa lifandi fólki. Suður-Afríkubúar settu sér vandaða stjórnarskrá 1996 og hafa samt breytt henni nokkrum sinnum síðan eftir settum reglum. 8. Ert þú eða hefur þú verið tengd einhverjum stjórnmálaflokki? Ég hef aldrei verið í eða komið nálægt neinum stjórnmálaflokki.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun