Virðing eða umburðarlyndi? Arnfríður Guðmundsdóttir og Hjalti Hugason skrifar 23. nóvember 2010 14:44 Íslenskt samfélag hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum. Margt sem áður þótti sjálfsagt er það ekki nú. Við getum ekki lengur gefið okkur að allir Íslendingar séu norrænir í útliti, eða mótaðir frá barnæsku af vestrænum hugsunarhætti og kristnum gildum. Fjölbreytileikinn er smátt og smátt að taka við af einsleitninni og spurningin er áleitin: Hvernig ætlar íslenskt samfélag að bregðast við? Margt bendir því miður til þess að við sem samfélag höfum ekki staðið okkur sem skyldi við að aðlagast breyttum aðstæðum. Alltof oft heyrum við af því að þeim sem skera sig úr á einhvern hátt sé sýndur hroki og yfirlæti, ekki síst ef þau hafa ekki náð fullum tökum á íslenskri tungu. Þau sem hafa búið í öðru landi lengur eða skemur þekkja af eigin raun hve erfitt það getur verið að þurfa að tjá sig á öðru máli en móðurmálinu. Undir ákveðnum kringumstæðum getur það reynst flókið þegar umræðuefnið krefst orðaforða sem er viðkomandi framandi. Almennt er innfæddum Íslendingum sem ekki tala sérstaklega „góða íslensku" sýndur mun meiri skilningur en þeim sem tala með hreim. Við þurfum að taka á þessum vanda og þeim fordómum sem koma fram í viðhorfum til þeirra sem eru hluti af samfélagi okkar en eiga íslensku ekki að móðurmáli. Til þess eru vítin að varast þau. Margir benda á reynslu nágrannaþjóða okkar af breyttri samfélagsgerð sem innflutningur fólks af öðru þjóðerni hefur haft í för með sér. Vissulega hefur ekki allsstaðar gengið vel að byggja gott og öruggt fjölmenningarsamfélag. Af þeirri reynslu verðum við að læra. En við getum líka lært af reynslu okkar sjálfra við að glíma við fordóma gagnvart þeim sem skera sig úr fjöldanum. Á síðustu árum hefur vissulega ýmislegt breyst til batnaðar á meðal okkar. Afstaða samfélagins til samkynhneigðra hefur til dæmis breyst mikið á skömmum tíma. Í framhaldinu hafa aðstæður samkynhneigðra einstaklinga batnað mikið. Við getum lært margt af þessari reynslu okkar. Það er vissulega hægt að taka á fordómum, ef vilji er til. Fjölmenningarsamfélag er ekki valmöguleiki sem við stöndum frammi fyrir. Það er þvert á móti verkefni sem okkur ber að leysa. Fjölmenningarsamfélag verður að byggja á virðingu fyrir þeim sem skera sig úr. Umburðarlyndi nægir ekki. Það er ekki nóg að við umberum þau sem falla ekki undir staðalmynd hins íslenska borgara. Við verðum að virða þau sem jafningja og læra að meta það sem þau vilja og geta lagt til samfélags okkar. Virðing en ekki umburðarlyndi er lykillinn að góðu og öruggu samfélagi þar sem margbreytileiki nýtur sín og auðgar samfélagið. Þetta þarf að vera leiðarljós við mótun nýrrar stjórnarskrár fyrir íslenskt fjölmenningarsamfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum. Margt sem áður þótti sjálfsagt er það ekki nú. Við getum ekki lengur gefið okkur að allir Íslendingar séu norrænir í útliti, eða mótaðir frá barnæsku af vestrænum hugsunarhætti og kristnum gildum. Fjölbreytileikinn er smátt og smátt að taka við af einsleitninni og spurningin er áleitin: Hvernig ætlar íslenskt samfélag að bregðast við? Margt bendir því miður til þess að við sem samfélag höfum ekki staðið okkur sem skyldi við að aðlagast breyttum aðstæðum. Alltof oft heyrum við af því að þeim sem skera sig úr á einhvern hátt sé sýndur hroki og yfirlæti, ekki síst ef þau hafa ekki náð fullum tökum á íslenskri tungu. Þau sem hafa búið í öðru landi lengur eða skemur þekkja af eigin raun hve erfitt það getur verið að þurfa að tjá sig á öðru máli en móðurmálinu. Undir ákveðnum kringumstæðum getur það reynst flókið þegar umræðuefnið krefst orðaforða sem er viðkomandi framandi. Almennt er innfæddum Íslendingum sem ekki tala sérstaklega „góða íslensku" sýndur mun meiri skilningur en þeim sem tala með hreim. Við þurfum að taka á þessum vanda og þeim fordómum sem koma fram í viðhorfum til þeirra sem eru hluti af samfélagi okkar en eiga íslensku ekki að móðurmáli. Til þess eru vítin að varast þau. Margir benda á reynslu nágrannaþjóða okkar af breyttri samfélagsgerð sem innflutningur fólks af öðru þjóðerni hefur haft í för með sér. Vissulega hefur ekki allsstaðar gengið vel að byggja gott og öruggt fjölmenningarsamfélag. Af þeirri reynslu verðum við að læra. En við getum líka lært af reynslu okkar sjálfra við að glíma við fordóma gagnvart þeim sem skera sig úr fjöldanum. Á síðustu árum hefur vissulega ýmislegt breyst til batnaðar á meðal okkar. Afstaða samfélagins til samkynhneigðra hefur til dæmis breyst mikið á skömmum tíma. Í framhaldinu hafa aðstæður samkynhneigðra einstaklinga batnað mikið. Við getum lært margt af þessari reynslu okkar. Það er vissulega hægt að taka á fordómum, ef vilji er til. Fjölmenningarsamfélag er ekki valmöguleiki sem við stöndum frammi fyrir. Það er þvert á móti verkefni sem okkur ber að leysa. Fjölmenningarsamfélag verður að byggja á virðingu fyrir þeim sem skera sig úr. Umburðarlyndi nægir ekki. Það er ekki nóg að við umberum þau sem falla ekki undir staðalmynd hins íslenska borgara. Við verðum að virða þau sem jafningja og læra að meta það sem þau vilja og geta lagt til samfélags okkar. Virðing en ekki umburðarlyndi er lykillinn að góðu og öruggu samfélagi þar sem margbreytileiki nýtur sín og auðgar samfélagið. Þetta þarf að vera leiðarljós við mótun nýrrar stjórnarskrár fyrir íslenskt fjölmenningarsamfélag.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir Skoðun