Skýr og einföld stjórnarskrá dugir ekki til Gunnar Grímsson skrifar 23. nóvember 2010 14:28 Margir tala um að stjórnarskráin eigi að vera skýrt og einfalt plagg á mannamáli. Ég er sammála því, svo langt sem það nær. Vandamálið er að það nær ekki nógu langt! Ef við búum til einfalda stjórnarskrá á mannamáli og látum Alþingi eftir að útfæra hana þá erum við að bjóða lögfræðingum og þingmönnum landsins í hátíðarmálsverð næstu árin við að túlka og toga og teygja þessa stjórnarskrá með öllum nýju lögunum sem mun þurfa að smíða. Það er ástæða fyrir því að lagamál er eins og það er. Uppgefna ástæðan er sú að þar sé verið að reyna að negla niður á skýran hátt hvað lögin meina og segja fyrir um. Hin ástæðan sem sjaldan er rædd er að með illa unnum og illa skrifuðum lögum á lagamáli myndast fullt af vinnu fyrir lögfræðinga. Þetta er mjög vont fyrir þjóðina en gott fyrir lögfræðingana. Annað sem gerist er að þingmenn munu flestir gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda sínum völdum og áhrifum á kostnað þjóðarinnar. Útfærslur á þjóðaratkvæðagreiðslum verða útvatnaðar og illa unnar, bæði til að lítið gagn verði í þeim og eins til að þjóðin fái leið á þeim. Því allir vilja halda sínum völdum, hvort sem þeir eru þingmenn eða lögfræðingar. Við þurfum að taka á þessu vandamáli á Stjórnlagaþingi. Það er óásættanlegt ef Stjórnlagaþing kemur sér saman um góða stjórnarskrá sem almenn sátt er um sem síðan er kerfisbundið skemmd af lögfræðingum og þingmönnum sem ekki vilja missa sín áhrif. Því legg ég til að ný stjórnarskrá Íslands verði í tveimur hlutum: 1. Fyrst komi stjórnarskráin sem allir vilja fá. Einföld, skýr og á mannamáli. Með mannréttindakafla og réttindum þegnana í upphafi, yfirlýsingu um að valdið komi frá þjóðinni, kveðið á um að hún geti alltaf tekið sér það í þjóðaratkvæðagreiðslu og síðan koma öll hin grunnatriðin þar á eftir. Á skýru og einföldu máli. Sem hægt er að kenna í grunnskólum og jafnvel leikskólum og tryggt sé að enginn Íslendingur vaxi úr grasi án þess að hafa skilning á og virðingu fyrir henni. 2. Í síðari hlutanum (sem hugsanlega má kalla Viðauka) kæmu síðan framkvæmda- og útfærsluatriðin, atriðin sem þingmönnunum og lögfræðingunum er ekki treystandi fyrir. Á niðurnegldu en samt skýru lagamáli séu öll vafaatriði negld niður, eins vel og hægt er. Og já, ég veit að hérna þurfa lögfræðingarnir að hjálpa til en það verður fylgst með þeim. Þjóðin þarf sjálf að gera það. Auðvitað ekki öll þjóðin en það er nóg af skynsömu og skýru fólki sem mun taka þessu tækifæri fegins hendi. Og tæknin er til staðar til að gera þetta, Betri Reykjavík sýndi okkur nasaþefinn af því. Og þessir Viðaukar þurfa að hafa stjórnarskrárlegt gildi, Alþingi má ekki geta breytt þeim án þjóðaratkvæðagreiðslu. Í þessum viðaukum þarf m.a. að skilgreina hvernig þjóðaratkvæðagreiðslur fari fram, hvernig stjórnarskrárbreytingar eiga sér stað, hvað þýðir orðið "þjóðareign" og hvað þýðir orðið "auðlindir", svo fátt eitt sé talið. Já, þetta verður að hluta til orðabók lýðveldisins Íslands og ef einhverjum finnst það kjánalegt þá verður svo að vera. Þetta er nauðsynlegt ef við ætlum ekki að láta valdastéttirnar fara með okkur beint í skítinn aftur áður en litlu börnin okkar verða orðin fullorðin! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Margir tala um að stjórnarskráin eigi að vera skýrt og einfalt plagg á mannamáli. Ég er sammála því, svo langt sem það nær. Vandamálið er að það nær ekki nógu langt! Ef við búum til einfalda stjórnarskrá á mannamáli og látum Alþingi eftir að útfæra hana þá erum við að bjóða lögfræðingum og þingmönnum landsins í hátíðarmálsverð næstu árin við að túlka og toga og teygja þessa stjórnarskrá með öllum nýju lögunum sem mun þurfa að smíða. Það er ástæða fyrir því að lagamál er eins og það er. Uppgefna ástæðan er sú að þar sé verið að reyna að negla niður á skýran hátt hvað lögin meina og segja fyrir um. Hin ástæðan sem sjaldan er rædd er að með illa unnum og illa skrifuðum lögum á lagamáli myndast fullt af vinnu fyrir lögfræðinga. Þetta er mjög vont fyrir þjóðina en gott fyrir lögfræðingana. Annað sem gerist er að þingmenn munu flestir gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda sínum völdum og áhrifum á kostnað þjóðarinnar. Útfærslur á þjóðaratkvæðagreiðslum verða útvatnaðar og illa unnar, bæði til að lítið gagn verði í þeim og eins til að þjóðin fái leið á þeim. Því allir vilja halda sínum völdum, hvort sem þeir eru þingmenn eða lögfræðingar. Við þurfum að taka á þessu vandamáli á Stjórnlagaþingi. Það er óásættanlegt ef Stjórnlagaþing kemur sér saman um góða stjórnarskrá sem almenn sátt er um sem síðan er kerfisbundið skemmd af lögfræðingum og þingmönnum sem ekki vilja missa sín áhrif. Því legg ég til að ný stjórnarskrá Íslands verði í tveimur hlutum: 1. Fyrst komi stjórnarskráin sem allir vilja fá. Einföld, skýr og á mannamáli. Með mannréttindakafla og réttindum þegnana í upphafi, yfirlýsingu um að valdið komi frá þjóðinni, kveðið á um að hún geti alltaf tekið sér það í þjóðaratkvæðagreiðslu og síðan koma öll hin grunnatriðin þar á eftir. Á skýru og einföldu máli. Sem hægt er að kenna í grunnskólum og jafnvel leikskólum og tryggt sé að enginn Íslendingur vaxi úr grasi án þess að hafa skilning á og virðingu fyrir henni. 2. Í síðari hlutanum (sem hugsanlega má kalla Viðauka) kæmu síðan framkvæmda- og útfærsluatriðin, atriðin sem þingmönnunum og lögfræðingunum er ekki treystandi fyrir. Á niðurnegldu en samt skýru lagamáli séu öll vafaatriði negld niður, eins vel og hægt er. Og já, ég veit að hérna þurfa lögfræðingarnir að hjálpa til en það verður fylgst með þeim. Þjóðin þarf sjálf að gera það. Auðvitað ekki öll þjóðin en það er nóg af skynsömu og skýru fólki sem mun taka þessu tækifæri fegins hendi. Og tæknin er til staðar til að gera þetta, Betri Reykjavík sýndi okkur nasaþefinn af því. Og þessir Viðaukar þurfa að hafa stjórnarskrárlegt gildi, Alþingi má ekki geta breytt þeim án þjóðaratkvæðagreiðslu. Í þessum viðaukum þarf m.a. að skilgreina hvernig þjóðaratkvæðagreiðslur fari fram, hvernig stjórnarskrárbreytingar eiga sér stað, hvað þýðir orðið "þjóðareign" og hvað þýðir orðið "auðlindir", svo fátt eitt sé talið. Já, þetta verður að hluta til orðabók lýðveldisins Íslands og ef einhverjum finnst það kjánalegt þá verður svo að vera. Þetta er nauðsynlegt ef við ætlum ekki að láta valdastéttirnar fara með okkur beint í skítinn aftur áður en litlu börnin okkar verða orðin fullorðin!
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun