Fleiri fréttir

Úr ánauð flokkanna

Ástþór Magnússon skrifar um kosningar Laugardaginn 25. apríl ertu frjáls. Lýðræðishreyfingin veitir þér frelsi: Þú færð atkvæðisrétt á Alþingi: Þú getur tekið þátt í öllum meiriháttar ákvörðunum Alþingis í gegnum rafrænt Almannaþing óskir þú þess. Láttu ekki blekkja þig til að afsala fullveldi þínu næstu fjögur árin til flokkseigendafélaga og mútuþægra stjórnmálamanna.

Besti gjaldmiðillinn fyrir Ísland

Ég heimsótti Ísland í ágúst árið 2007 og lagði til einhliða upptöku evru til að forða landinu frá hugsanlegu fjárhagslegu skipbroti. Upptaka evru hefði ekki minnkað skuldir þjóðarbúsins, sem voru þegar orðnar alltof miklar – um 180 prósent af vergri landsframleiðslu. Hins vegar hefði upptaka evru komið í veg að skuldirnar ykjust við gengisfall. Á þeim tíma kostaði ein evra 75 krónur. Í dag kostar evran 167 krónur hjá Seðlabanka Íslands, en 250 krónur í Lundúnum. Skuldabyrðin – það er sú vinna sem Íslendingar þurfa að leggja á sig til að standa skil á skuldum sínum í evrum – tvö- til þrefaldaðist á tímabilinu.

Forgangsatriði að skapa atvinnu

Það er ekkert brýnna í dag en að auka atvinnu í landinu. Næg atvinna er það sem hjálpar okkur mest til að komast út úr kreppunni. Með aukinni atvinnu aukum við tekjur ríkissjóðs en með sama áframhaldi þá verður atvinnuleysistryggingasjóður tómur í september og þá fara atvinnuleysisbætur beint inn í ríkisfjármálin þannig að það er til mikils að vinna að skapa atvinnutækifæri og við í Frjálslynda flokknum höfum sett okkur skýr markmið í þessum efnum sem og öðrum málum sem eiga að hjálpa okkur til að komast út úr kreppunni.

Hvað getum við gert fyrir ESB?

Grímur Atlason skrifar um Evrópumál Við verðum að skipta um gjaldmiðil – það er staðreynd. Kerfið, sem kallað var íslenska efnahagsundrið, bjó hér til loftbóluhagkerfi sem sprakk í andlitið á okkur með hrikalegum afleiðingum. Vaxtamunur og ónýtur gjaldmiðill hafa síðan gert það að verkum að við erum í algjörri pattstöðu. Nú er svo komið að þessi fyrirtæki eru flest farin að pakka niður og ætla sér annað. Við verðum að bregðast við.

Aðgengi fyrir alla kjósendur

Kristbjörg Þórisdóttir skrifar

Íslendingar ganga að kosningaborðinu næstkomandi laugardag til þess að taka þátt í mikilvægustu kosningum lýðveldistímans. Aldrei hefur verið eins mikilvægt að taka þátt og kynna sér vel fólkið og málefnin sem um er að velja.

Öfganna á milli

Sá vetur sem nú er að baki verður plássfrekur í sögubókum framtíðarinnar. Ísöld lagðist yfir fjármálakerfi heimsins þegar leið að hausti og frostið beit hvergi harðar en hér.

Sækjum um aðild að ESB

Það er brýnt að strax eftir kosningar verði farið í að undirbúa aðildarviðræður við ESB samkvæmt samningsumboði frá Alþingi. Það er hluti af aðgerðum til að tryggja langtímahagsmuni þjóðarinnar.

Flokkur á harðahlaupum

Árni Páll Árnason skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn tók enn einn snúning á sunnudag og boðaði sjöttu stefnuna í gjaldmiðilsmálum á einu ári. Sú vortíska í Evrópustefnu 2009 sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti á landsfundi var endurunnin aflögð

Til atvinnusköpunar

Björn Birgisson skrifar

Við í Frjálslyndaflokknum viljum efla íslenskan iðnað og spara með því gjaldeyrir.

Gjaldeyriskreppan eykur á allan vanda

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Fimmtánda september í fyrra hefur verið líkt við aðra fræga dagsetningu. Nefnilega 11. september 2001 þegar hryðjuverka árásir voru gerða á Bandaríkin. Árásunum var meðal annars beint að miðstöð fjármála þar í landi. Um miðjan september síðastliðinn voru þó ekki gerðar hryðujuverkaárásir, heldur varð ljóst að fjárfestingarbankinn Lehmann Brothers var farinn á hausinn.

Nú verða orð að standa!

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Nú er ögurstund á Íslandi. Í 14 ár – eða allt frá kosningunum 1995 – hafa Íslendingar þráttað um kost og löst þess að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Umræðan hefur ávallt fallið í sama farið. Skipst hefur

Hinn kosturinn

Þorsteinn Pálsson skrifar

Málefnalega snúast kosningarnar á laugardag á annað borðið um það sem stjórnarflokkarnir hafa þegar komið sér saman um og á hitt borðið það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fram að færa. Um hitt sem stjórnarflokkarnir kunna síðar að ræða sín á milli eða stjórnarandstaðan að taka upp geta kjósendur af eðlilegum ástæðum ekki tekið afstöðu til.

Gordon Gekko og blekkingar samtímans

Þorvaldur Skúlason skrifar

Ég man vel eftir myndinni Wall Street sem skartaði þeim Michael Douglas og Charlie Sheen í aðalhlutverkum og ef mig brestur ekki minni vann Douglas einmitt Óskarinn fyrir túlkun sína og gráðugum ref á Wall Street áttunda áratugarins. Þar sem sálir manna, æra og mannorð voru til sölu eða leigu, þá bara fyrir rétt verð.

Æla

Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar

Orðið æla er óaðlaðandi. Það er hins vegar þeim heillandi eiginleika gætt að það er hægt að setja nánast hvaða samhljóða sem er á undan því og þá öðlast það nýja merkingu, samanber orðin bæla, dæla, gæla, fæla, næla, sæla og svo framvegis. Fá orð í íslensku státa af þessu. Stjórnmálaflokkar eru að þessu leyti eins og æla. Tökum bókstafinn X og bætum öðrum bókstaf fyrir aftan hann, D, V, S eða F, og flokkurinn breytir um merkingu, að minnsta kosti út á við en hvílir þó alltaf á sama grunni – flokkakerfinu, eða ælunni, ef svo má að orði komast.

Þakklátur læknum

Ögmundur Jónasson skrifar um heilbrigðismál Á stuttum ferli mínum sem heilbrigðisráðherra hef ég átt ótal fundi á heilbrigðisstofnunum, með starfsfólki og stjórnendum, með trúnaðarmönnum stéttarfélaga innan BHM, ASÍ, BSRB og Læknafélags Íslands. Ég hef hlustað eftir sjónarmiðum og komið mínum eigin á framfæri; viðrað þá skoðun að æskilegt væri að umræða um framtíðina væri eins laustengd amstrinu í augnabliki samtímans og kostur er, fjarri kjarasamningum og hagsmunatengdri baráttu enda ættum við að nálgast viðfangsefnið með langtímahagsmuni samfélagsins alls í huga.

Kreppukosningar

Sverrir Jakobsson skrifar

Það er hálfeinkennileg upplifun, eftir þjóðargjaldþrot og búsáhaldabyltingu, að nú standi yfir kosningabarátta á Íslandi og þó ekki síður hvað áróður stjórnmálaflokkanna hefur breyst ótrúlega lítið frá 2007. Lærdómurinn sem stjórnmálaforingjarnir og auglýsingastofur þeirra hafa dregið af hruni íslensks efnahagslífs virðist rista ótrúlega grunnt. Enn er öllu fögru lofað eins og verið sé að selja hreinsilöginn Cillit Bang og magn auglýsinga virðast vera í sömu hlutföllum og styrkirnir sem flokkar náðu að sópa til sín á lokadögum ársins 2006.

Leysum lífsgátuna

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Einn lærdómurinn af hruninu er að við eigum alltaf að vera virk – við eigum alltaf að vera að "leysa lífsgátuna“ eins og Hannes H. Gissurarson orðaði það háðslega í lýsingu sinni á vinstri mönnum þegar hann kvað sjálfstæðismenn vera fólk sem vildi græða á daginn og grilla á kvöldin – og láta Davíð stjórna.

Skýr svör liggi fyrir í vikulokin

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Að lokinni þessari vinnuviku verður gengið til alþingiskosninga. Mögulega eru þetta einhverjar mikilvægustu kosningar í manna minnum, enda skipta ákvarðanir nýrrar ríkisstjórnar öllu máli um hvernig til tekst í að vinna úr þeirri erfiðu stöðu sem þjóðin er í.

Auður skili sæti

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Eftir sögulegasta vetur frá því í seinna stríði mun Sjálfstæðis-flokkurinn að líkindum gjalda afhroð í kosningum í fyrsta sinn í átján ár. Framlag flokksins til þjóðfélagsins frá hruni einskorðast enda við það sem loksins kom blóði þingmanna hans á hreyfingu: Að koma með málþófi í veg fyrir að bundið yrði í stjórnarskrá að þjóðareign yrði í eigu þjóðarinnar. Þessi flokkur skilur orðið einkaeign svo dæmalaust vel, en telur að þjóðareign geti valdið túlkunar-vanda.

Gráskalli

Bergsteinn Sigurðarson skrifar

He-man hét maður sem var hafður í hávegum í mínu ung­dæmi. Garpur, eins og He-Man var nefndur upp á íslensku, var hliðarsjálf krónprinsins Adams sem bjó í konungsríkinu Eilífíu. „I have the power – mitt er valdið,“ voru kjörorð He-Mans, sem var karl í krapinu eins og nafnið gefur til kynna. Reyndar var hann svo mikill harðhaus að hann hélt heimili í gráum kastala sem leit út eins og hauskúpa. Af því dró óðalið sjálfsagt nafn sitt, en það hét Grayskull eða Gráskalli.

Stjórnarskrá Íslands

Jóhann J. Ólafsson skrifar

Háværar kröfur eru um það hér á landi að endurskoða Stjórnarskrá Íslands. Þessar kröfur mögnuðust um allan helming við bankahrunið. Menn gerðu sér ljóst að hrun fjármála- og efnahagskerfis jafn þróaðs ríkis og Ísland er orðið, er ekki neinn einangraður atburður, heldur á hann rætur og orsakir vítt og breitt í þjóðfélaginu.

Auðvelt val að ígrunduðu máli

Björg Sigurðardóttir skrifar

Í umróti seinustu mánaða hefur margt gerst til að vekja mig og vafalaust marga aðra hér á landi til að líta yfir liðna tíð og reyna að staðsetja sig í lífinu.

Frjálslyndir gegn spillingu og braski

Karl V. Matthíasson skrifar

Frjálslyndi flokkurinn býður nú þjóðinni enn á ný ferska stefnu og markmið til að hrista upp í því fjórflokkakerfi sem því miður hefur setið allt of lengi með öll völd í landinu með afleiðingum sem þjóðin fær nú öll að súpa seiðið af. Frjálslyndi flokkurinn hefur hvatt þjóðina til þess að beina sjónum sínum að sameiginlegum auðæfum sínum í sjónum. Auðlindum hafsins og mikilvægi þeirra í tekju­öflun og atvinnulífi landsmanna.

Maðurinn með tjakkinn og Evrópusambandið

Dæmisagan um manninn með tjakkinn fjallar um bílstjóra sem verður fyrir því óláni að dekk springur á bíl hans í Hvalfirði um miðja nótt. Bílstjórinn uppgötvar að enginn tjakkur er í bílnum en langt í burtu sér hann ljós á bóndabæ. Hann afræður að ganga af stað og freista þess að fá lánaðan tjakk.

Sprotar eða töfrasprotar

Davíð Stefánsson skrifar

Nú sveifla karlar og konur töfrasprotum til að leysa vanda þjóðarinnar. Líklega er vinsælasti sprotinn nefndur Helguvík, sá næstvinsælasti Bakki á Húsavík. Báðir eru þeir rándýrir kostir – áætlað er að kostnaður ríkisins við hvert starf í álverinu á Reyðarfirði hafi hljóðað upp á 150 milljónir króna.

Helsta vonin?

Þorsteinn Pálsson skrifar skrifar

Ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan eru sammála um eitt: Þjóðin á að lifa af sjávarútvegi og landbúnaði á komandi tíð. Með því að viðhalda krónunni sem framtíðargjaldmiðli verður fótunum kippt undan atvinnustarfsemi sem byggist á jafnri samkeppnisstöðu og getur staðið undir endurreisn lífskjaranna og gefið nokkra von um fjölgun starfa.

Hagfræði andskotans II

Gunnar Tómasson skrifar

Í grein minni um verðtryggingu í Fréttablaðinu 15. apríl (Hagfræði andskotans) voru sett fram rök fyrir óhjákvæmilegum áhrifum verðtryggingar á hag skuldsettra launþega á tímum verðbólgu.

Krónan kvödd

Jón Kaldal skrifar

Í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins kemur fram að 62 prósent landsmanna vilja ekki að krónan verði framtíðargjaldmiðill á Íslandi. Vissulega er mikil frétt fólgin í því að afgerandi meirihluti þjóðarinnar telur að krónan eigi sér ekki viðreisnar von. Hitt er þó ekki minna fréttnæmt hversu margir vilja áfram treysta á hana.

Opinber innkaup

Vigdís Hauksdóttir skrifar

Tilgangur laga nr. 84/2007 um opinber innkaup er að tryggja jafnræði fyrirtækja við opinber innkaup, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu. Samkvæmt 3. gr. laganna taka lögin til ríkis, sveitarfélaga, stofnana þeirra og annarra opinberra aðila. Viðmiðunarfjárhæðir vegna opinberra innkaupa á Evrópska efnahagssvæðinu er að finna í reglugerð nr. 807/2007.

Allsnægtir landsins

Ása Björk Ólafsdóttir skrifar

Okkur er trúað fyrir fallegu og gjöfulu landi. Á sama tíma og mörg okkar óttast nánustu framtíð og völtu efnahagskerfi verður komið í jafnvægi, skulum við hugsa um það hvað okkur langar til að sjá gerast. Hverjar eru væntingar okkar?

Andskotinn og hagfræðin

Guðmundur Ólafasson skrifar

Gunnar Tómasson hagfræðingur, sem raunar hefur haldið því fram að hagfræði sé mestan part bull, gerir mér þann heiður að nefna mig til í tengslum við það sem hann kallar „hagfræði andskotans“. Þar heldur hann því fram að skuldarar beri tvöfaldan skaða miðað við lánardrottna þegar verðgildi peninga fellur í verðbólgu.

Segð' ekki nei

Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar

Metsölubókahöfundurinn og matarvitringurinn Nanna Rögnvaldardóttir sagði mér eitt sinn að hún hefði þá reglu að segja aldrei nei þegar hún væri beðin um að tala í blöðum eða ljósvakamiðlum – af þeirri einföldu ástæðu að hún hefði heyrt að erfiðara væri að fá konur sem viðmælendur. Það yrði þá kannski hennar eina framlag á jafnréttis­vogarskálarnar. Því miður stemmir þetta við reynslu undirritaðrar.

Viltu krónu, manni?

Stefán Benediktsson skrifar

Kynþokki krónunnar er orðinn álíka mikill og ósoðins sláturs og því fær ekkert breytt. Samfélag okkar á ekki að þurfa að færa þær fórnir sem það kostar að vera með eigin mynt. Þessar fórnir munu verða enn meiri nú eftir að krónan hefur misst mannorðið. Afturbatapíkukrónur eiga aldrei eftir að freista nokkurs manns.

Að óttast sína eigin þjóð

Andrés Magnússon og Margrét Kristmannsdóttir skrifar

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um stöðu íslenskra fyrirtækja um þessar mundir, ytra umhverfi þeirra er skelfilegt og birtist m.a. í himinháum vöxtum, verðbólgu, gjaldeyrishöftum, dauðvona krónu og skertum kaupmætti. Við þessar aðstæður er atvinnulífinu gert að standa í fæturna, rétta úr bakinu og spýta í lófana enda öflugt atvinnulíf forsenda þess að þjóðin komi sér upp úr núverandi stöðu.

Tækifæri til að nýta tímann

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Atvinnumissir er þungbær, ekki síst ef hann leiðir til þess að heimili hins atvinnulausa verður ófært um að standa undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum.

Uppbyggingin verður erfið með ónýta mynt

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Útlit er fyrir að næstu skref í lánafyrirgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tefjist vegna óvissu um aðgerðir ríkisvaldsins til að snúa við halla á fjárlögum og fleiri þátta. Hlýtur þar að spila inn í óvissan sem enn er uppi um hver hér á að vera framtíðarskipan peningamála.

Sigur raunveruleikans

Dr. Gunni skrifar

Það er eins og að fara um borg sem er að koma úr löngu stríði að fara um Reykjavík. Miðborgin er full af niðurgrotnandi og auðum húsum sem áttu að víkja fyrir nýjum frábærum húsum og verslunum. Svo er það allt þetta hálfbyggða og risastóra: Turninn í Höfðaborg sem gnæfir yfir nágrenni sitt eins og tannlaus fáviti og tónleikahöllin hans Björg­ólfs. Það kveikir eflaust vonarneista vegfarenda um Sæbraut að sjá kranana við ferlíkið hreyfast. Oftast er þó hrafnaþingið á krönunum eina lífsmarkið.

Vald eigandans

Þorvaldur Gylfason skrifar

Því er stundum haldið fram, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hegði sér eins og framlengdur armur Bandaríkjastjórnar og gangi erinda hennar í ýmsum málum. Þess eru dæmi, það er rétt. Sjóðurinn hjálpaði til dæmis Kongó, sem hét þá Saír, þótt vita mætti, að Móbútú keisari stæli öllu steini léttara í landi sínu, þar á meðal erlendu lánsfé, og legði þýfið inn á bankareikninga í Sviss og víðar.

Fær leið – fyrir okkur öll!

Fanný Gunnarsdóttir skrifar

Framsóknarflokkurinn vil lækka eða afskrifa um 20% af íbúðalánum og skuldum af litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Enginn stjórnmálaflokkur hefur komið með heildstæðar hugmyndir,aðeins mismunandi stef við okkar leið. Svigrúm skapast þar sem erlendir lánadrottnar gömlu bankanna afskrifa verulegan hluta af útistandandi skuldum. Því miður hefur dregist að gera gömlu bankana upp þannig að enn er ekki vitað með vissu hve háar upphæðir hér um ræðir.

Draumalandið

Ég fór að sjá Draumalandið í fyrrakvöld og eins og við var að búast kom það á nokkru hugarróti. Við eigum nefnilega öll okkar draumaland og ég fór að pæla í mínu en langt er síðan ég hef hróflað við því. Ég er nefnilega eins og fleiri mun uppteknari af því að hlýða á aðra lofa mér sínu draumalandi frekar en að spyrja sjálfan mig, líkt og Stefán Hilmarsson forðum, hvar er draumurinn?

Heimsókn í safnið

Þórgunnur Oddsdóttir skrifar

Lokið augunum og ímyndið ykkur að þið séuð stödd í stórum rökkvuðum sal. Þið eruð rétt búin að ganga framhjá miðasöludömunni sem gaf ykkur frítt inn og standið nú í þessu stóra rými og horfið í kringum ykkur. Þarna er margt að sjá og andrúmsloftið vekur blendnar tilfinningar; eftirsjá, bræði og vanþóknun.

2.000 krónur á hvert mannsbarn í heimi

Sigurjón Þórðarson skrifar um skuldir ríkisins Það getur verið nokkuð snúið að átta sig á þeirri skuldasúpu sem íslenska þjóðin er lent ofan í undir stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar. Erlendar skuldir þjóðarbúsins hafa sjöfaldast á síðustu fjórum árum. Upphæðin sem þjóðin hefur fengið að láni er gríðarlega há, 13 þúsund milljarðar íslenskra króna, en í heiminum eru liðlega sex milljarðar manna. Við höfum því fengið að láni upphæð sem svarar til þess að 2.000 krónur hafi runnið til okkar frá hverjum einasta einstaklingi á jörðinni. Eru þá allir taldir með. Súdanar, Færeyingar, Kínverjar, vinir okkar Bretar og allir hinir.

Nytsamir sakleysingjar

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Ég man ekki hver sagði mér söguna af manni í Vesturbænum sem varð fórnarlamb rógbera, en mér fannst það fín dæmisaga, og finnst það enn. Rógur verður oft til í framhaldi af blaðri og tilgátum um fólk, sem breytist smám saman í staðreyndir í meðförum viðmælenda. Stundum er rógur beinlínis settur í umferð með þessum hætti til að koma höggi á einhvern. Engu skiptir þá hvort nokkur fótur er fyrir honum, nóg er að skapa tortryggni og efasemdir um viðkomandi. Almannarómur sér um framhaldið.

Hausaskeljastaðarávarpið

Davíð Þór Jónsson skrifar

Nú þegar páskahátíð er fyrir dyrum er kannski við hæfi að staldra við og skoða hvernig táknmál krossfestingarinnar hefur birst í þjóðfélagsumræðunni upp á síðkastið.

Sjá næstu 50 greinar