Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. september 2025 07:01 Milljarðar evra streyma enn í fjárhirzlur Rússlands frá ríkjum Evrópusambandsins fyrir rússneska olíu og gas þrátt fyrir að gripið hafi verið til aðgerða til þess að draga úr í þeim efnum í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu. Vonir standa til þess að endanlega verði hægt að skrúfa fyrir kaupin í byrjun árs 2028 samþykki ríkin það. Eftir tvö og hálft ár og sex árum eftir innrásina. Þá hefur sambandið viðurkennt að ríki þess hafi með kaupunum fjármagnað hernað Valdimírs Pútíns. Fram kom á fréttavef brezka ríkisútvarpsins BBC síðastliðinn laugardag að frá innrás rússneska hersins í Úkraínu í lok febrúar 2022 hefðu ríki sambandsins varið 210 milljörðum evra til kaupa á rússneskri olíu og gasi samkvæmt rannsókn hugveitunnar Centre for Research on Energy and Clean Air eða sem nemur rúmum 30 þúsund milljörðum íslenzkra króna. Ljóst væri að stór hluti þess fjármagns hefði verið notaður til þess að fjármagna innrás rússneska hersins í Úkraínu. Fréttamaðurinn Steve Sedgwick fjallaði um það á vef fréttastöðvarinnar CNBC 11. september að þrátt fyrir tal forystumanna Evrópusambandsins um refsiaðgerðir gagnvart rússneskum stjórnvöldum ættu sér enn stað viðskipti á milli ríkja sambandsins og Rússlands upp á tugi milljarða evra á ári. Ríki þess hefðu til að mynda verið stærsti kaupandi rússnesks gass í fljótandi formi undanfarin ár og á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefðu kaup þeirra farið vaxandi í evrum talið. Fjallað var um málið í frétt brezka dagblaðsins Guardian 24. febrúar síðastliðinn þar sem fram kom að á síðasta ári hefðu ríki Evrópusambandsins greitt um 22 milljarða evra (rúmlega 3.000 milljarða króna) fyrir rússneska olíu og gas samkvæmt rannsókn Centre for Research on Energy and Clean Air. Á sama tíma hefðu ríki sambandsins veitt Úkraínu fjárhagslegan stuðning upp á 19 milljarða evra miðað við rannsókn hugveitunnar Kiel Institut für Weltwirtschaft. „Kaup á rússnesku jarðefnaeldsneyti eru, hreint út sagt, á við það að veita rússneskum stjórnvöldum fjarhagsaðstoð og gera þeim kleift að hrinda innrásinni í framkvæmd. Framganga sem verður að stöðva strax, ekki aðeins til þess að tryggja framtíð Úkraínu heldur einnig orkuöryggi Evrópusambandsins,“ er haft eftir Vaibhav Raghunandan, sérfræðingi hjá Centre for Research on Energy and Clean Air og einum af þeim sem stóðu að rannsókninni, í frétt Guardian. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa þrýst á Evrópusambandið að flýta fyrir því að ríki þess verði ekki lengur háð rússneskri orku en forystumenn sambandsins telja það ekki raunhæft fyrr en í byrjun 2028 sem fyrr segir. Ríki Evrópusambandsins hafa áratugum saman keypt rússneska orku og voru lengi vel stærsti kaupandi hennar en helztu orkufyrirtæki Rússlands eru í ríkiseigu og tekjur þeirra renna í ríkissjóð landsins. Þá er útflutningur á orku helzta tekjulind hans. Forystumenn Evrópusambandsins hafa viðurkennt að með kaupunum á rússneskri orku í áratugi hafi hernaður Rússlands verið fjármagnaður. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi,“ sagði Josep Borrell, þáverandi utanríkisráðherra sambandsins, í ræðu 9. marz 2022. Þvert á móti hefðu ríkin keypt enn meiri orku frá Rússlandi. Þetta er fólkið sem sumir telja treystandi fyrir öryggi Íslands. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Rússland Evrópusambandið Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Milljarðar evra streyma enn í fjárhirzlur Rússlands frá ríkjum Evrópusambandsins fyrir rússneska olíu og gas þrátt fyrir að gripið hafi verið til aðgerða til þess að draga úr í þeim efnum í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu. Vonir standa til þess að endanlega verði hægt að skrúfa fyrir kaupin í byrjun árs 2028 samþykki ríkin það. Eftir tvö og hálft ár og sex árum eftir innrásina. Þá hefur sambandið viðurkennt að ríki þess hafi með kaupunum fjármagnað hernað Valdimírs Pútíns. Fram kom á fréttavef brezka ríkisútvarpsins BBC síðastliðinn laugardag að frá innrás rússneska hersins í Úkraínu í lok febrúar 2022 hefðu ríki sambandsins varið 210 milljörðum evra til kaupa á rússneskri olíu og gasi samkvæmt rannsókn hugveitunnar Centre for Research on Energy and Clean Air eða sem nemur rúmum 30 þúsund milljörðum íslenzkra króna. Ljóst væri að stór hluti þess fjármagns hefði verið notaður til þess að fjármagna innrás rússneska hersins í Úkraínu. Fréttamaðurinn Steve Sedgwick fjallaði um það á vef fréttastöðvarinnar CNBC 11. september að þrátt fyrir tal forystumanna Evrópusambandsins um refsiaðgerðir gagnvart rússneskum stjórnvöldum ættu sér enn stað viðskipti á milli ríkja sambandsins og Rússlands upp á tugi milljarða evra á ári. Ríki þess hefðu til að mynda verið stærsti kaupandi rússnesks gass í fljótandi formi undanfarin ár og á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefðu kaup þeirra farið vaxandi í evrum talið. Fjallað var um málið í frétt brezka dagblaðsins Guardian 24. febrúar síðastliðinn þar sem fram kom að á síðasta ári hefðu ríki Evrópusambandsins greitt um 22 milljarða evra (rúmlega 3.000 milljarða króna) fyrir rússneska olíu og gas samkvæmt rannsókn Centre for Research on Energy and Clean Air. Á sama tíma hefðu ríki sambandsins veitt Úkraínu fjárhagslegan stuðning upp á 19 milljarða evra miðað við rannsókn hugveitunnar Kiel Institut für Weltwirtschaft. „Kaup á rússnesku jarðefnaeldsneyti eru, hreint út sagt, á við það að veita rússneskum stjórnvöldum fjarhagsaðstoð og gera þeim kleift að hrinda innrásinni í framkvæmd. Framganga sem verður að stöðva strax, ekki aðeins til þess að tryggja framtíð Úkraínu heldur einnig orkuöryggi Evrópusambandsins,“ er haft eftir Vaibhav Raghunandan, sérfræðingi hjá Centre for Research on Energy and Clean Air og einum af þeim sem stóðu að rannsókninni, í frétt Guardian. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa þrýst á Evrópusambandið að flýta fyrir því að ríki þess verði ekki lengur háð rússneskri orku en forystumenn sambandsins telja það ekki raunhæft fyrr en í byrjun 2028 sem fyrr segir. Ríki Evrópusambandsins hafa áratugum saman keypt rússneska orku og voru lengi vel stærsti kaupandi hennar en helztu orkufyrirtæki Rússlands eru í ríkiseigu og tekjur þeirra renna í ríkissjóð landsins. Þá er útflutningur á orku helzta tekjulind hans. Forystumenn Evrópusambandsins hafa viðurkennt að með kaupunum á rússneskri orku í áratugi hafi hernaður Rússlands verið fjármagnaður. „Þegar Rússar réðust inn á Krímskaga töluðum við um að við þyrftum að draga úr því hversu háð við værum rússnesku gasi,“ sagði Josep Borrell, þáverandi utanríkisráðherra sambandsins, í ræðu 9. marz 2022. Þvert á móti hefðu ríkin keypt enn meiri orku frá Rússlandi. Þetta er fólkið sem sumir telja treystandi fyrir öryggi Íslands. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun