Fleiri fréttir

Ný framtíðarsýn

Vigdís Hauksdóttir skrifar um uppbyggingu samfélagsins Fortíðinni breytum við ekki en á framtíðina getum við haft áhrif. Á haustdögum varð hér kerfishrun. Allt traust hvarf á sama tíma. Við svona atburði verður að fara í endurskoðun á öllum stoðum samfélagsins. Ísland er lýðræðisríki með þingbundinni stjórn. Framtíðarsýn okkar framsóknarmanna er skýr, hún byggir á nýrri stjórnarskrá sem stjórnlagaþing hefur sett.

Samkeppnisstaða BSV

Haustið 2008 fór viðskiptafræðideild Háskóla Íslands af stað með viðskiptafræðinám í kvöldskóla. Námið hefur gengið undir nafninu BSV, eða BS-nám með vinnu. Námið er hugsað fyrir þá sem vilja verða sér úti um háskólagráðu í viðskiptafræði en hafa af einhverjum ástæðum ekki möguleika á því að stunda nám í dagskóla. Ástæðurnar geta verið margvíslegar s.s. skuldbindingar er tengjast vinnu eða fjölskyldu.

Nú er tíminn

Kosningarnar 25. apríl nk. eru fyrir margt ansi mikilvægar. Við hrun efnahags­kerfisins hefur myndast tækifæri til þess að byggja upp nýtt og réttlát samfélag sem grundvallast á gildum jafnaðar, réttlætis og lýðræðis eftir hugmyndafræðilegt hrun frjálshyggjunnar. Síðustu árin hefur samfélag okkar einkennst af gildum þar sem græðgin og einstaklingshyggjan réði ferðinni undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Arðsemi, eiginfjárhlutfall, rekstrar­leg hagkvæmni og fleiri hugtök í þessum anda lágu til grundvallar öllum helstu ákvörðunum jafnt hjá fyrirtækjum og stjórnvöldum.

Tökum upp Bandaríkjadal

Taka þarf upp alþjóðlega, gjaldgenga mynt sem lögeyri á Íslandi hið fyrsta svo milliríkjaviðskipti geti átt sér stað með eðlilegum, óþvinguðum og óheftum hætti. Ísland þarf að vera opið og frjálst til þess að skapa skilyrði til verðmætasköpunar. Því miður er þróunin í þveröfuga átt og er þar einkum um að kenna tilraunum til þess að halda íslensku krónunni við í skjóli strangra gjaldeyrishafta. Nokkuð breið samstaða virðist ríkja í íslensku samfélagi um að heppilegt væri að taka upp nýjan gjaldmiðil og því er mikilvægt að stjórnvöld, hvernig sem þau eru skipuð, grípi til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru til þess að svo megi verða.

Ryki þyrlað upp um virkjanir

Gústaf Adolf Skúlason skrifar

Enn og aftur eru virkjanir og stóriðja talsvert í umræðunni. Nú síðast kom hingað erlendur rithöfundur með einhvers konar kenningu um að siðblindir [svo!] erlendir bankastjórar og forstjórar álfyrirtækja hefðu beinlínis haft með sér samsæri um að lána Íslendingum fjármagn til virkjanaframkvæmda, í þeim tilgangi að landið færi á hausinn samhliða fjármálakreppunni svo þeir gætu eignast hér dýrmætar náttúruauðlindir. Þessir aðilar sáu sem sagt fjármálakreppuna og bankahrunið ekki bara fyrir, þeir skipulögðu það. Ofan á allt vilja þessir vondu menn græða peninga og ef það gerist þá hljóta Íslendingar, samkvæmt kenningunni, að tapa þessum sömu peningum. Þessi uppákoma er með þeim skrautlegri, en hún er ágætt tilefni til að fara í gegnum nokkur atriði.

Tölum hreint út um hlutina

Baldvin Jónsson skrifar um stjórnmálaumræðu Ég sat við tölvuna mína á föstudagskvöld og horfði á kosningasjónvarp RÚV. Þar sátu fyrir svörum talsmenn þeirra hreyfinga sem bjóða fram fyrir komandi kosningar. Eftir umræðuna í samfélaginu undanfarnar vikur, byltinguna, kröfuna um nýjar hugmyndir og víðtæka endurnýjun, varð ég fyrir ansi miklum vonbrigðum við að heyra enn einu sinni sömu gömlu síbyljuna dynja á hlustum mínum frá talsmönnunum og þá alveg sérstaklega Bjarna Benediktssyni sem sat þarna sem formaður Sjálfstæðisflokksins.

Ísland er ennþá ríkt

Ársæll Valfells skrifar

Það er ömurlegt að lifa í óvissu. Fólk getur miklu betur tekist á við raunir ef það sér fyrir endann á þeim. Þannig skiptir öllu máli nú að búa til von um betri tíð, segjum 2011 eða svo, og reisa þá von á raunverulegum breytingum og styrkingu innviða. Hvað Ísland varðar er nauðsynlegt að taka til hendinni og framkvæma breytingar. Þá munu lífsskilyrðin batna hratt og örugglega.

Króna = höft

Þorsteinn Pálsson skrifar

Í sjónvarpsumræðum leiðtoga stjórnmálaflokkanna undir lok síðustu viku kom aðeins fram ein yfirlýsing sem hafði pólitískt gildi fyrir framtíðina. Það var staðfesting forsætisráðherra á að umsókn um aðild að Evrópusambandinu yrði ekki forgangsverkefni þegar að loknum kosningum.

Gæði norrænna guma

Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar

Í miðbænum má oft sjá ljóshærðan mann ganga með barnavagn um stræti. Á göngu minni um rústir aðalverslunargötu bæjarins sé ég hann nær undantekningalaust og virði hann fyrir mér, enda heldur óalgengt að sjá karlmann einan á gangi með vagn þótt við búum í jafnréttissamfélagi.

Alþjóðaheilbrigðisdagurinn 2009

Afar öflugur jarðskjálfti, 6,1 stig á Richter, skók Suðurland í maí á síðasta ári. Töluverðar skemmdir urðu á þeim svæðum sem næst lágu skjálftaupptökunum. Lítilsháttar skemmdir urðu á Sjúkrahússinu á Selfossi og var það rýmt að hluta. Eftir skoðun kom í ljós að engar skemmdur voru á burðarþoli byggingarinnar og var því hægt að halda uppi eðlilegri starfsemi á sjúkrahúsinu.

Minnisleysingjarnir

Sverrir Jakobsson skrifar

Um daginn fór fram endurnýjun á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fólst í því að nýjum mönnum var skipað í brúna. Ekki sáu menn ástæðu til að endurskoða stefnu flokksins enda voru menn almennt sáttir við stjórn hans á efnahagsmálum. Til að undirstrika það var fyrrverandi formaður flokksins til margra ára fenginn til að segja brandara og sáust myndir af fundarmönnum veltast um af hlátri yfir máli hans. Sjálfstæðismenn afneita þó ekki hruni frjálshyggjunnar en hún kemur þeim ekki við enda var flokkurinn aldrei frjálshyggjuflokkur. Segir hinn nýi formaður.

„Ví heftú kill somþíng!“

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Ví heftú kill somþíng!" sagði hann kátur við sænska sjónvarpsmanninn í þættinum um makrílveiðar og rányrkju Íslendinga á þeim fiski. Svo skaut hann svífandi fugl og hamfletti hann á staðnum með fumlausum handtökum - mikið að hann stýfði fuglinn ekki úr hnefa líka. Þetta kom víst ekki alveg nógu vel út.

Samkeppnishæf börn

Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar

Á tímum sífelldra ótíðinda var notalegt að rekast fyrir stuttu á litla undirmálsfrétt um eftirlætis­hugðarefnið uppeldismál, sem þó var í þessu tilfelli svolítil heimsendaspá eins og allt hitt. Þar mátti sjá að þau lúsheppnu börn sem eiga dásamlega foreldra munu síðar verða líkleg fórnarlömb hroðalegrar tilvistarkreppu. Út af dekrinu altso.

Bætt NATO með Obama og Fogh

Auðunn Arnórsson skrifar

Óhætt er að segja að Barack Obama, hinn nýi forseti Bandaríkjanna, hafi staðizt mikilvæga prófraun á þeim fjölþjóðlegu leiðtogafundum sem hann hefur sótt í Evrópu undanfarna daga.

Stríðið gegn Íslandi

Ísland hefur orðið fyrir árás - ekki hernaðarárás, heldur fjármálaárás. Afleiðingarnar eru jafn banvænar þrátt fyrir það. Fleiri verða veikir, lifa í örvæntingu og deyja fyrir aldur fram ef þjóðin neitar ekki að greiða til baka megnið af þeim lánum sem prangað hefur verið inn á hana á síðustu átta árum. En leiðin til bjargar er þyrnum stráð. Voldugir skuldunautar á borð við Bandaríkin og Bretland munu siga áróðursmeisturum sínum, sem og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum á Íslendinga og krefjast þess að þeir verði hnepptir í skuldafangelsi með því að þvinga þá til að greiða skuldir sem þessar þjóðir myndu aldrei greiða sjálfar.

Jafnrétti á erindi við börn

Samningur Sameinuðu þjóðanna um afnám mismununar gegn konum var samþykktur fyrir 30 árum. Þó margt hafi áunnist í jafnréttisbaráttunni er ljóst að jafnrétti er ekki að fullu náð. Til þess þarf hugarfarsbreytingu. Hún verður ekki án þess að styrkja grunninn til framtíðar með því að fræða börnin. Leikskólar og grunnskólar eru mikilvægar menntastofnanir. Þeir gegna veigamiklu hlutverki í uppeldi barna og félagsmótun. Höfuðmáli skiptir því að áhersla sé lögð á fræðslu og umræðu um jafnrétti og mannréttindi í öllu skólastarfi, þannig er stutt við málaflokkinn til framtíðar.

Háir vextir veikja krónuna

Á meðan flest þróuð ríki keppast við að lækka stýrivexti niður að núll prósentum til að blása lífi í efnahagslífið heldur Seðlabanki Íslands stýrivöxtum í sautján prósentustigum.

Fyrir fólkið?

Talsmenn ríkisstjórnarinnar segja að stjórnarskrárbreytingar þær sem nú er verið að gera séu svar við ákalli fólksins, fyrir fólkið og fólksins vegna. Að því leyti hafa þeir rétt fyrir sér að skoðanakannanir gefa til kynna að meirihluti kjósenda sé þeim fylgjandi.

Barna- og unglingastarf í uppnámi

Endurskoðuð fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar liggur nú fyrir, samþykkt af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Fjárhagsáætlun sem meirihlutinn fullyrðir að stríði ekki gegn aðgerðaráætlun borgarinnar, þar sem kveðið er á um að standa skuli vörð um störf á vegum borgarinnar, þjónustan verði ekki skert og gjaldskrár ekki hækkaðar.

Að ýlfra eins og sjakali

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Við eigum í stríði segja þeir, að vísu ekki hernaðarlegu heldur fjármálalegu en það ber að sama brunni; meðalaldur styttist, fólk flýr land, félagsleg vandamál aukast og þar fram eftir götunum. Þetta þarf auðvitað ekki að koma á óvart; það sem sætir hins vegar furðu er að þótt þetta eigi að heita nútímalegt stríð, þar sem skuldavöndlar og jöklabréf hafa leyst byssustingi og sprengjuvörpur af hólmi, dregur baráttan í orði kveðnu merkilega mikinn dám af því hvernig orrustur voru háðar fyrir tæpri öld: víglínan var mörkuð, grafnar skotgrafir þar sem hvorki þokaði fram né aftur.

Bíll og svanni

Þorvaldur Gylfason skrifar

Tæplega tvítug stúlka sást á ferli með karlmanni. Þá komu sjö karlar aðvífandi og nauðguðu þeim báðum. Stúlkan, sem er gift, kærði sjömenningana. Hún var dæmd til að þola 90 vandarhögg fyrir að vera ein á ferli með óskyldum karlmanni, og hann líka. Lögmaður beggja áfrýjaði dómnum. Þá var dómurinn þyngdur í 200 vandarhögg og sex mánaða fangelsi og lögmaðurinn sviptur málflutningsréttindum. Nauðgararnir fengu fimm til sjö ár. Málið fór fyrir hæstarétt. Þetta var 2006 í Sádi-Arabíu.

Vandi Rangæinga verður vandi Árnesinga

Í kjölfarið á því að grein mín sem bar titilinn Lifi Rangæingar? birtist á fréttavef Suðurgluggans, mbl.is og í Morgunblaðinu og eftir að opið bréf Sveins Kr. Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Hvolsvelli, til heilbrigðisráðherra birtist í Dagskránni og Morgunblaðinu var birt umfjöllun um sjúkraflutninga í Rangárvallasýslu m.a. á vef Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (hsu.is). Ekki kemur fram hver ritar heldur er vísað til þess að framkvæmdastjórn HSU vilji koma ákveðnum atriðum á framfæri til að bregðast við framkominni gagnrýni á fyrirhugaðar breytingar á sjúkraflutningum í Rangárvallasýslu.

Draumur eða martröð?

Nú þegar bankarnir eru flestir farnir á hausinn og mörg fyrirtæki á Íslandi í kröggum eða gjaldþrota hefur umræða um sprotafyrirtæki og frumkvöðla verið áberandi. Þau eru von hins nýja Íslands. Nú á að styðja við bakið á þessum fyrirtækjum og fjárfesta í þeim. En er það alltaf til góðs að fá inn stóra fagfjárfesta í sprotafyrirtæki? Er ekki ýmislegt sem ber að varast þegar slík tímamót verða hjá fyrirtækjum sem ætla að stækka sig og efla?

Halló Tortóla, hér kem ég!

Dr. Gunni skrifar

Ég er að spá í að skella mér í sólina á Tortóla um páskana. Ég hef heyrt svo margt fallegt um þessa hitabeltisparadís. Eyjan er 55.7 ferkílómetrar að stærð, rúmlega fjórum sinnum stærri en Heimaey. Þarna búa um 24 þúsund manns, aðalbærinn heitir Road Town með um tíu þúsund hræðum.

Eftir á að hyggja

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Rasað var um ráð fram í bankakerfinu um leið og stjórnvöld stóðu sig illa í efnahagsstjórn, héldu dauðahaldi í gjaldmiðil sem sjálfur er uppspretta sveiflna og vandræða, um leið og ráðist var í þensluhvetjandi aðgerðir af ýmsum toga og Íbúðalánasjóður notaður til að bæta í fasteignabólu og niðurkeyrslu vaxta sem Seðlabankinn reyndi af vanmætti að sporna gegn.

Af Ian Rush og Ragnari

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Sú fígúra sem lýsir einna best innréttingu okkar Íslendinga er án efa Ragnar litli Reykás. Það er alveg skelfilegt hvað sviptivindarnir innra með landanum sveigja hann til og frá. Þetta gengur náttúrulega ekki.

Sjá næstu 50 greinar