Fleiri fréttir

Gleðirendur málaðar í Ingólfsstræti

Hinsegin dagar 2021 hófust með málningu hinsegin fánalita á Ingólfsstræti, milli Laugavegar og Hverfisgötu í hádeginu. Málun regnboga er hefðbundið upphaf Hinsegin daga í Reykjavík. Þema Hinsegin daga í ár er Hinsegin á öllum aldri.

Yljar sér enn við að hafa pissað upp á jökli á Íslandi

Game of Thrones stjarnan Kit Harrington er sannkallaður Íslandsvinur eftir að hafa eytt dágóðum tíma hér á landi við gerð þáttanna ofurvinsælu. Hann segir að eitt augnablik hér á landi nýtist honum alltaf þegar hann verður pirraður í vinnunni.

Kat­hy Grif­fin er með lungna­krabba­mein

Grínistinn Kathy Griffin hefur greinst með lungnakrabbamein á fyrsta stigi. Griffin deildi fréttunum á Instagram-síðu sinni fyrr í dag og kveðst hún vera bjartsýn.

TikTok-stjarna skotin til bana

Hinn nítján ára gamla TikTok-stjarna Anthony Barajas var skotinn til bana í síðustu viku. Fjölskylda hans greindi frá andlátinu á laugardaginn.

Hafði varla snert elda­vél en deilir nú upp­skriftum með þúsundum fylgj­enda

Förðunarfræðingurinn Tinna Þorradóttir var með þeim fyrstu til þess að hleypa fólki inn í líf sitt á samfélagsmiðlinum Snapchat. Fjöldi fylgjenda horfði á förðunarmyndbönd sem hún tók inni í herbergi þar sem hún bjó hjá foreldrum sínum. Í dag er Tinna verðandi tveggja barna móðir og hefur slegið í gegn fyrir uppskriftir sem hún deilir á Instagram og TikTok.

Aldrei verið með plan B

Pálmi Ragnar er í fullu starfi sem útgefandi og „producer“ og hefur verið það síðan hann hætti í sumarstarfi sem flugþjónn árið 2016. Hann hefur þó verið að vinna að tónlist síðan í menntaskóla. Pálmi segir að hann sé aldrei með plan B, tónlistin sé alltaf eina áherslan.

Sjáðu Staun­ton í hlut­verki drottningarinnar

Breska leikkonan Imelda Staunton fer með hlutverk sjálfrar Elísabetar Englandsdrottningar í fimmtu seríu af þáttunum The Crown. Streymisveitan Netflix birti í gær fyrstu mynd af leikkonunni í hlutverkinu.

Lady Gaga snýr aftur á hvíta tjaldið

Söng- og leikkonan Lady Gaga sem fór með stórleik í Hollywood-kvikmyndinni A Star is Born, snýr aftur á hvíta tjaldið í kvikmyndinni House of Gucci.

Emma Wat­son á Ís­landi

Leikkonan og aðgerðasinninn Emma Watson er stödd á Íslandi og sást til hennar á röltinu í miðbæ Reykjavíkur í dag.

Boris í basli með regnhífar

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, lenti í vandræðum með regnhlíf á afhjúpun minnisvarða í London í gær. Vindur krækti í regnhlífina eftir að hann átti í erfiðleikum með að opna hana svo nærstaddir hlógu að forsætisráðherranum.

X Factor búið að vera eftir 17 ára göngu

Raunveruleikaþættirnir X Factor eru búnir að vera eftir 17 ára göngu. Sjónvarpsmaðurinn Simon Cowell, sem hefur verið dómari í þáttunum frá upphafi er sagður hafa ákveðið að seríurnar verði ekki fleiri.

„Við­brögð okkar hafa ein­kennst af ein­hverju sem veikir ó­næmis­kerfið“

Lukka Pálsdóttir sjúkraþjálfari, einkaþjálfari, jógakennari og stofnandi heilsuveitingastaðarins Happ, er gestur í átjánda þætti af hlaðvarpinu 24/7 sem er í umsjón Begga Ólafs. Í þættinum ræddi Lukka meðal annars um heilbrigði og hvað hún telur stjórnvöld geta gert betur í baráttunni við heimsfaraldurinn.

„Ekki láta ykkur hverfa eftir jarðarförina“

Ína Lóa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvarinnar hefur kynnst sorginni af eigin raun. Hún missti barn á meðgöngu og svo seinna eiginmann og barnsföður sinn Árna Sigurðsson.

Seldu einstaka plötu „hataðasta manns internetsins“

Búið er að selja einstaka plötu Wu-Tang Clan sem var áður í eigu manns sem var á árum áður kallaður „hataðasti maður internetsins. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að platan hefði verið seld en ekki fylgdi tilkynningunni hver hefði keypt plötuna né hver verðmiðinn hefði verið.

Lopez og Af­f­leck kyssast á lúxus­snekkju

Tónlistarkonan Jennifer Lopez deildi í gær myndaseríu á Instagram í tilefni af 52 ára afmæli sínu sem hún hélt upp á í gær. Meðal myndanna er ein af henni og leikaranum Ben Affleck kyssast.

Íslenskir skór vekja heimsathygli en verða aldrei framleiddir

Alþjóðlegir þungavigtarmiðlar á borð við HYPEBEAST hafa að undanförnu gert nýstárlegum skófatnaði hönnuðarins Sruli Recht skil. Hönnuninni er ætlað að vera svar við loftslagsbreytingum; þrjár tegundir af skóm fyrir framtíð með áfallastreitu, eins og þar segir.

Tánings­piltur bætist í hóp meintra þol­enda R. Kel­ly

Saksóknarar í máli tónlistarmannsins R. Kelly hafa nú sakað hann um að hafa átt í kynferðislegu sambandi við ólögráða pilt árið 2006. Pilturinn bætist þar með í hóp þeirra fjölda kvenna sem hafa stigið fram með ásakanir á hendur tónlistarmanninum.

Anna og Valdimar í skýjunum með frum­burðinn

Tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson og Anna Björk Sigurjónsdóttir, hjúkrunarnemi og flugfreyja hjá Icelandair, eru í skýjunum eftir að nýr sonur þeirra mætti með hvelli í heiminn á mánudag.

Af­vopnaður á ríkis­stjórnar­fundinum á Egils­stöðum

Sigurði Aðalsteinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins á Austurlandi og einum þekktasta hreindýraleiðsögumanni landsins, brá heldur betur í brún í gær þegar hann var stöðvaður á leið sinni inn á ríkisstjórnarfund á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Ástæðan var sú að Sigurður var vopnaður.

Þýðir ekki að vola í veirufári

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að það væri ólíkt okkur Íslendingum að gefast upp og vola eftir að hafa sýnt svo lengi hvað í þjóðinni búi í veirufárinu. Guðni tjáir sig á Facebook í kjölfar þess að 200 manna samkomubann var kynnt til leiks sem tekur gildi á miðnætti í kvöld.

Net­verjar segja sitt um nýjustu að­gerðir stjórn­valda

Tilkynnt hefur verið um að 200 manna samkomutakmarkanir og eins metra fjarlægðartakmörk taki gildi á miðnætti annað kvöld. Þá verður skemmtistöðum gert að hætta að hleypa inn klukkan ellefu á kvöldin, og loka á miðnætti.

Kim mætti ó­vænt í hlustunar­­partý Kanye

Raunveruleikastjarnan og viðskiptakonan Kim Kardashian mætti óvænt í hlustunarpartý fyrrverandi eiginmanns síns, Kanye West, vegna plötunnar Donda sem átti að koma út í dag. Ekkert bólar þó á plötunni.

Óli Stef sest aftur á skólabekk: „Það er ekki hægt að álfast endalaust“

Ólafur Stefánsson, handboltagoðsögn og hugsuður, er gestur í sautjánda þætti af hlaðvarpinu 24/7 sem er í umsjón Bergsveins Ólafssonar eða Begga Ólafs. Í þættinum greinir Ólafur meðal annars frá því að hann hyggst setjast aftur á skólabekk í haust að læra sálfræði. Þá deilir hann einnig reynslu sinni af ofskynjunarlyfinu Ayahuasca.

Witcher-leikarar komnir til landsins

Tökur fyrir nýja þáttaröð í söguheimi Witcher fara fram á Íslandi um þessar mundir. Þættirnir, sem eru á vegum Netflix, kallast Witcher: Blood Origin og gerast hundruðum ára á undan bókunum eftir Andrzej Sapkowski, tölvuleikjunum og þáttunum vinsælu sem þegar hafa litið dagsins ljós.

Ólafur Ragnar og Michael Ca­ine leiddust í London

Slúðurmiðlar í Bretlandi greindu frá því að hinn 88 ára gamli, breski stórleikari Michael Caine hafi notið kvöldverðar í London í gær. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að okkar fyrrverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, var honum við hlið.

Íslendingar í öngum sínum á Twitter eftir Covid-fréttir dagsins

Óhætt er að segja að þungt sé yfir Íslendingum eftir Covid-fréttir dagsins. 78 greindust með kórónuveiruna í gær og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, þungur á brún, boðaði hertar aðgerðir innanlands á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag.

Sjá næstu 50 fréttir