Fleiri fréttir

Íslandssjúkur ljósmyndari Bieber tekur þátt í WOW Cyclothon

Ljósmyndarinn Chris Burkard, sem líklega er best þekktur fyrir að hafa ljósmyndað og tekið upp ferðalag Justin Bieber um Ísland árið 2015 tekur þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon sem hófst í gær. Hann segist elska Ísland en þetta er í 34. skiptið sem hann kemur til landsins.

Rigndi á Vök

Hljómsveitin Vök hitaði upp fyrir Patti Smith og Duran Duran. Það kom þeim ekki á óvart að vera valin til verksins þar sem þau eiga aðdáendur á öllum aldri og eru ólíkar týpur.

Jóhanna Guðrún og Davíð eignuðust son

Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og eiginmaður hennar, Davíð Sigurgeirsson, eignuðust sitt annað barn þann 19. júní þegar lítill strákur kom í heiminn.

Prófgráðan komin í leitirnar þremur dögum eftir að hún gleymdist ofan á bíl

Ætla má að prófgráða hinnar bandarísku Katie Beard hafi farið í mikla svaðilför eftir að Katie fékk hana í hendurnar við hátíðlega athöfn í Laugardalshöll á laugardaginn. Á leið heim frá athöfninni setti Katie umslagið upp á þak fjölskyldubílsins, setti son sinn í bílinn og svo var brunað af stað.

Boða ótrúlega endurkomu Dee þremur árum eftir að tvífari hennar plataði Toadie upp úr skónum

Það ætlaði allt að verða vitlaust þegar forsvarsmenn Nágranna tilkynntu árið 2016 að hin vinsæla persóna Dee Bliss myndi snúa aftur í þáttinn eftir vofeiglegan dauða hennar 13 árum áður. Í ljós kom þó síðar að um tvífara hennar væri að ræða. Nú hafa aðstandendur þáttarins hins vegar tilkynnt að Dee muni snúa aftur, í alvörunni í þetta skiptið.

Hatarabarn komið í heiminn

Parið greindi frá fæðingu dóttur sinnar á Instagram en fyrir eiga þau saman aðra dóttur, Valkyrju, sem verður tveggja ára á þessu ári.

Hjólar í líkamsfarða Kim Kardashian

Leikkonan Jameela Jamil, sem hefur vakið athygli fyrir leik sinn í þáttunum The Good Place, gagnrýnir nýjustu vöru Kim Kardashian á Twitter-síðu sinni.

Bjó til lag úr aðsendum hljóðbrotum

Lagahöfundurinn Ingi Bauer, sem margir þekkja fyrir lög sín á borð við Upp til Hópa, með Herra Hnetusmjör og Dicks með Séra Bjössa, bjó á dögunum til óvenjulegt lag.

Dagur lausnarsteina daggar og kraftagrasa

Jónsmessa er 24. júní. Samkvæmt íslenskri þjóðtrú leysast úr læðingi ýmsir kraftar steina, grasa og jafnvel fara kýrnar að tala. Sérstaklega þykir aðfaranóttin mögnuð.

Síðasti sénsinn með Duran Duran

Drengirnir síungu í Duran Duran eru hæstánægðir með að vera komnir aftur til Íslands. Bassaleikarinn John Taylor segir þá mjög spennta fyrir kvöldinu þar sem þeir muni gefa sig alla.

„Við ætlum að fara saman yfir móðuna miklu“

Tónlistamaðurinn, leikarinn og útvarpsmaðurinn Alice Cooper, sem þekktastur er fyrir tónlist sína, heldur því fram að hann og eiginkona hans, Sheryl Goddard, hafi gert samkomulag um að deyja saman.

Frábær stemmning á Black Eyed Peas í Laugardal

Bandaríska hljómsveitin heimsþekkta, Black Eyed Peas lék í kvöld á stóra sviðinu á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Sveitin tók alla sína helstu slagara, þar á meðal Boom Boom Pow, Lets Get it Started, The Time og fleiri þekkta slagara.

Umrenningurinn Scamp er ljótasti hundur heims

Smáhundurinn Scamp bar í dag sigur úr býtum í 31. árlegu keppninni um ljótasta hund í heimi. Scamp er í eigu Yvonne Morones frá Santa Rosa í Kalíforníu sem bjargaði hundinum af götunni árið 2014.

Sól­rún Diego gæsuð á sól­ríkum degi

Gæsun Sólrúnar Diego, áhrifavalds, fer nú fram en vinkonur hennar vöktu hana í morgun og hafa þær vinkonur skemmt sér gríðarlega vel það sem af er degi, ef marka má sögur Sólrúnar og vinkvenna hennar á Instagram.

Gíslataka í Perlunni

Lokaþáttur fjórðu þáttaraðar spennuþáttanna Blindspot var sýndur á Stöð 2 í vikunni. Þátturinn gerist að hluta til á Íslandi.

Elton John sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka

Söngvarinn Elton John var í dag sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka við hátíðlega athöfn í París. Í ávarpi sínu eftir orðuveitinguna hvatti söngvarinn ráðamenn heims til þess að leggja báráttunni við eyðni lið með fjárútlátum til rannsókna.

Flúrin orðin að einu stóru

Húðflúrarinn Kristján Gilbert byrjaði seint að flúra en hefur náð mikilli færni á stuttum tíma. Hann byrjaði að fá sér flúr fyrir 12 árum og hefur verið mjög duglegur að safna síðan þá.

Ólýsanleg töfrastund í Eyjum

Páll Óskar og Stjórnin munu spila á Þjóðhátíð í ár. Sigga Beinteins spilaði síðast fyrir tuttugu árum og er spennt að snúa aftur. Palli hefur spilað óslitið á hátíðinni síðustu tíu árin.

Finnst allt skemmtilegt

Baldvin Fannar Guðjónsson sigraði í stórri alþjóðlegri keppni í píanóleik, í flokki menntaskólanema. Í þá viðureign komst hann með því að vinna tvær aðrar keppnir.

Sjá næstu 50 fréttir