Lífið

Frábær stemmning á Black Eyed Peas í Laugardal

Andri Eysteinsson skrifar
Meðlimar sveitarinnar voru í feiknastuði í kvöld.
Meðlimar sveitarinnar voru í feiknastuði í kvöld. Vísir/FÞH

Bandaríska hljómsveitin heimsþekkta, Black Eyed Peas lék í kvöld á stóra sviðinu á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Sveitin tók alla sína helstu slagara, þar á meðal Boom Boom Pow, Lets Get it Started, The Time og fleiri þekkta slagara.

Hljómsveitarmeðlimir voru þakklátir fyrir tækifærið sem þeim var veitt til að spila á Íslandi og voru heit strengd þess efnis að sveitin skyldi snúa aftur til landsins síðar meir.

Meðlimir sveitarinnar, will.i.am, apl.de.ap, Taboo og Jessica Reynoso, hafa undanfarna daga farið á Langjökul auk þess að þau skelltu sér að sjálfsögðu í Bláa Lónið.

Mikla lukku vakti leynigestur sveitarinnar sem var enginn annar en hjartaknúsarinn Aron Can sem flutti lag sitt Fullri Vasar við góðar undirtektir.

Stemmingin á svæðinu var frábær á meðan að á tónleikunum stóð og var svæðið troðfullt.

Frá tónleikunum í kvöld. Vísir/Tinni


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.