Fleiri fréttir

Fetar í fótspor pabba

Rokkbarnið Kelly Osbourne er sláandi lík föður sínum, Ozzy Osburne, í þessum samfestingi frá Camilla and Marc.

Gamnislagur á rauða dreglinum

Leikararnir og sjarmörarnir Aaron Eckhart og Gerard Butler fóru á kostum þegar nýjasta mynd þeirra, Olympus Has Fallen, var frumsýnd í London.

Ekki fara í megrun

Jóhanna Þórarinsdóttir ÍAK einkaþjálfari og norðurlandameistari í bekkpressu sem heldur úti vefsíðunni www.fitnessform.is vill að orðið megrun verði fjarlægt úr orðaforða Íslendinga. Hér gefur Jóhanna lesendum Visis góð ráð til að bæta heilsuna.

Harðari nagli en Leonidas

Gerard Butler segir að leyniþjónustumaðurinn Mike Banning sem hann leikur í Olympus Has Fallen sé harðari nagli en Leonidas sem hann lék í myndinni 300. Hinn 43 ára Butler er þekktur fyrir hlutverk sitt sem konungur Spartverja sem barðist við persneska herinn í myndinni 300 sem kom út 2006. Í Olympus Has Fallen þarf Banning að bjarga forseta Bandaríkjanna undan kóreskum skæruliðum. „Það eru fleiri bardagaatriði í þessari mynd en 300. Þessi náungi er grimmur og myndin gerist í miklu nútímalegra og raunsærra umhverfi,“ sagði Butler um muninn á myndunum tveimur.

Vill banna megrunarkúra

Leikkonan Kate Hudson segist mótfallin megrunarkúrum í nýju viðtali við tímaritið Elle. Leikkonan ræktar sitt eigið grænmeti og reynir að borða hollt.

Bafta heiðraði drottninguna

Elísabet Englandsdrottning hlaut Bafta-heiðursverðlaunin fyrir stuðning sinn við breskan sjónvarps- og kvikmyndaiðnað í gegnum árin. Leikarinn Sir Kenneth Branagh afhenti henni verðlaunin við hátíðlega athöfn í Windsor-kastala.

Ásgeir Trausti borðar ekki súkkulaði

„Ég reyndar borða ekki páskaegg því miður. Ég bara borða ekki súkkulaði," sagði Ásgeir Trausti á Páskagleðinni sem fram fór í Listasafni Reykjavíkur.

Sjáðu myndband frá forsýningu Ladda

Meðfylgjandi myndskeið var tekið á forsýningu Ladda 3. apríl síðastliðinn sem ber yfirskriftina Laddi lengir lífið. Sýningin er einleikur eftir Karl Ágúst, Sigga Sigurjóns og Ladda en eins og alþjóð veit hefur enginn íslenskur skemmtikraftur eins og Laddi skapað jafn margar persónur sem komið hafa jafn mörgum til að hlæja jafn mikið, jafn oft og jafn lengi. Hér er hægt að kaupa miða (miði.is) á sýninguna.

Angelina Jolie í gegnsæju

Leikkonan Angelina Jolie, 37 ára, var stórglæsileg á kvennaráðtefnu sem fram fór í New York í gær þar sem aðaláherslan er góðgerðarstarfsemi. Hún var klædd í brúnan kjól sem var gegnsær eins og sjá má á myndunum.

Marta María setur húsið á sölu

Marta María Jónasdóttir ritstjóri Smartlands á mbl.is hefur sett heimili sitt í Brekkugerði 4 í Reykjavík á sölu. Um er að ræða einstaklega fallegt 231 fermetra einbýli á einni hæð með góðum garði til suðurs. Húsið er teiknað af Sigvalda Thorðarsson arkitekt. Marta hefur leyft upprunalegum innréttingum að njóta sín eins og sjá má á myndunum. Marta sýnir eignina, sem kostar 85 milljónir króna á mánudaginn 8. apríl milli kl. 17:00 og kl. 18:00. Sjá nánari upplýsingar um fasteignina hér (Fasteignavefur Visis).

Flegnasti kjóll í Hollywood

Raunveruleikastjarnan Brandi Glanville heimtaði athygli allra á viðburði á vegum sjónvarpsstöðvarinnar Bravo þegar hún mætti í einum flegnasta kjól sem menn muna eftir.

Líkaminn refsar þér ef þú notar skyndilausnir

Ragnhildur Þórðardóttir, heilsusálfræðingur og einkaþjálfari, eða Ragga nagli eins og flestir þekkja hana, er búsett í Danmörku en þjálfar engu að síður fjöldann allan af Íslendingum í gegnum netið.

Sjóðheit vægast sagt

Sjáðu söngkonuna Beyoncé Knowles í meðfylgjandi myndskeiði í nýrri Pepsi auglýsingu.

Lífgaðu upp á sumarbústaðinn

Nú er fyrsta stóra ferðamannahelgin afstaðin og óhætt að ætla að margir hafi þurft að dusta burt vetrarrykið í bústöðum sínum.

Game of Thrones-stjarna á kúpunni

Leikkonan Lena Headey leikur drottninguna Cersei í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones en glímir við peningavandræði í einkalífinu.

Dóttir Madonnu byrjuð að deita

Lourdes Leon, dóttir poppdrottningarinnar Madonnu og einkaþjálfarans Carlos Leon, er byrjuð að deita Homeland-stjörnuna Timothee Chalamet.

Hann má gera það sem hann vill

Mikið hefur verið slúðrað um að stjörnuparið Jada Pinkett-Smith og Will Smith séu í opnu sambandi en parið er búið að vera gift í sextán ár.

Jón Gnarr er ekki bara grínið uppmálað

"Það kom mér mest á óvart hvað hann var alvarlegur. Ég hafði búist við að hann myndi segja brandara í öðru hverju orði en svo var ekki,“ segir Bettina Enriquez um fund sinn með borgarstjóra Reykjavíkur, Jóni Gnarr.

Stærsti stökkpallurinn til þessa

Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme fer fram á Akureyri um helgina. Hápunktur hátíðarinnar er hin svokallaða Big Jump-keppni sem verður í gilinu annað kvöld klukkan 21. Þar munu tuttugu efnilegir brettamenn keppa um Ak Extreme titilinn og hringinn.

Kláraði Candy Crush krossbandsslitinn

"Ég náði að klára öll borðin sem eru í boði og þarf að bíða eftir að þeir uppfæri leikinn og búi til ný borð. Ég er búinn að vera í tómum vandræðum með sjálfan mig síðan ég kláraði þetta og veit ekkert hvað ég á af mér að gera,“ segir handboltalandsliðsmaðurinn Vignir Svavarsson. Hann náði þeim merka árangri á dögunum að klára öll 245 borðin í hinum feikivinsæla Facebook-leik Candy Crush.

Allt er leyfilegt í uppistandi

Grínistarnir Craig Campbell, Jonas Kinge Bergland og Ari Eldjárn sameina krafta sína á uppistandssýningu sem ber heitið Kanada Ísland Noregur. Fyrri sýningin fer fram í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld og sú seinni í menningarsetrinu Hofi á Akureyri annað kvöld.

Kennir Íslendingum indverska matargerð

Shruthi Basappa flutti ásamt íslenskum manni sínum til Íslands í júlí í fyrra. Shruthi er arkitekt að mennt en eftir komuna hingað varð hún fljótt vör við mikinn áhuga heimamanna á indverskri matargerð og nú heldur hún matreiðslunámskeið fyrir hópa í húsnæði veitingaþjónustunnar Mensa við Baldursgötu.

Selja miða án staðfestra sveita

Breska tónlistarhátíðin All Tomorrow"s Parties verður haldin á Íslandi helgina 28. til 29. júní á gömlu herstöðinni Ásbrú. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að samningar væru við það að nást um að halda hátíðina.

Ferðasaga bítnikka

Kvikmyndin On The Road er frumsýnd annað kvöld. Myndin er byggð á samnefndu verki rithöfundarins Jacks Kerouac og gerist á fimmta áratug síðustu aldar.

Kasólétt Kim Kardashian

Sjónvarpsstjarnan Kim Kardashian, 32 ára, fékk sér jógúrtís í gær og viti menn það var myndað eins og allt sem hún gerir. Eins og sjá má á myndunum lítur Kim mjög vel út en hún og tónlistarmaðurinn Kanye West, 35 ára, eiga von á frumburðinum í sumar. Með Kim í för var fjöldi manns sem tók upp ísferðina fyrir sjónvarpsraunveruleikaþáttinn hennar sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni E!.

Marin og blá partípía

Partípían Lindsay Lohan skellti sér á ströndina í Rio de Janeiro um páskana en hún hefur dvalið í Brasilíu síðustu daga. Það vakti athygli viðstaddra að stelpan var öll marin og blá.

Brúðumeistari látinn

Jane Henson, brúðuhönnuður og fyrrverandi eiginkona Jims Henson, er látin eftir langa baráttu við krabbamein. Henson var 78 ára gömul er hún lést á heimili sínu í Connecticut þann 2. apríl.

Lady Gaga gengur á ný

Poppdrottningin Lady Gaga gaf aðdáendum sínum von um að hún gæti snúið aftur á sviðið innan skamms þegar hún fékk sér smá göngutúr um New York í vikunni.

Missti 8 kg í fjarþjálfun

"Ég keppti árið 2011 í fyrsta skipti bara til að kynnast íþróttinni en mig hefur alltaf langað til að keppa aftur en ekki fundist ég vera tilbúin fyrr enn núna. í millitíðinni mætti ég sex sinnum á lyftingaræfingar í viku en borðaði samt aldrei í samræmi við það," segir Hildur Einarsdóttir 22 ára hárgreiðslunemi og leikskólaleiðbeinandi

Fékk Gunnar bróður í leik- og dansverkin

María Dögg Nelson er ein af leikurum Stúdentaleikhússins sem frumsýnir í kvöld verkið Auka í Norðurpólnum. Hún kveðst ekkert kvíðin út af frumsýningunni. Um spunaverk er að ræða þar sem leiklistarformið í heild sinni er krufið.

Femínismi getur verið öfgafullt orð

Söngkonan Beyonce prýðir forsíðu maíheftis breska Vogue. Hún segist ekki þurfa að setja neinn stimpil á sjálfa sig nema þann stimpil að hún sé kona sem elskar að vera kona.

Eyddi tveimur árum í gerð útsaumsteppis

"Það er rosalega gaman að hafa gert þetta og líka að hafa lært tvennt í leiðinni. Að ég hef meiri tíma en ég hélt og ég lærði aðferð til að anda,“ segir söngvarinn Bergþór Pálsson.

Klæddist kjólnum öfugt

Vitið þið hvor þessara stjarna klæddist síðkjólnum frá Alberta Ferretti öfugt?

Varð ólétt eftir 8 vikna ástarsamband

Það verður seint sagt að leikkonan Kate Hudson eldist ekki vel en hún prýðir forsíðu breska ELLE í maí. Kate varð ófrísk aðeins átta vikum eftir að hún kynntst Matt, söngvara Muse og er ánægð með hvernig sambandið hefur þróast en allir fjölskyldumeðlimirnir blómstra. "Þegar ég varð ólétt þá breyttist allt; ég sjálf og líkami minn. Allt varð ein stór ákvörðun. Þetta var engin tilviljun og núna þremur árum seinna er allt ennþá dásamlegt," segir Kate.

Ég fíla stelpur sem borða

Sjarmörinn Kit Harrington er búinn að bræða mörg hjörtu sem Jon Snow í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Í nýjasta hefti Glamour talar hann um sína draumakonu.

Selur Range Rover-inn á Twitter

Auðæfi glamúrmódelsins Katie Price eru metin á tæpan átta og hálfan milljarð króna en hún fer samt afar hefðbundnar leiðir þegar hún reynir að losa sig við góss. Hún auglýsti til dæmis bílinn sinn til sölu á Twitter.

Fær módelráð frá mömmu

Stjörnubarnið Ireland Baldwin er rísandi stjarna í módelbransanum en hún er dóttir leikkonunnar Kim Basinger og leikarans Alec Baldwin.

Innlit í villu Biebers

Það virðist vera nóg um að vera hjá poppprinsinum Justin Bieber en hann reynir að finna tíma til að slaka á á heimili sínu í Calabasas í Kaliforníu.

Vinsæll í fimmtán ár

Justin Timberlake hefur heldur betur komið sterkur til baka á tónlistarsviðið eftir sjö ára fjarveru. Þriðja sólóplata hans, The 20/20 Experience, fór beint á toppinn bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hún seldist í rétt tæpri einni milljón eintaka vestanhafs á aðeins einni viku.

Berry öskraði á ljósmyndara

Halle Berry og Olivier Martinez voru allt annað en sátt við fjölda papparassa-ljósmyndara sem biðu eftir leikaraparinu á flugvellinum í Los Angeles þegar það lenti eftir afslappandi frí á Havaí á mánudag.

Sjá næstu 50 fréttir